Morgunblaðið - 20.09.1995, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJARNIÞ.
HALLDÓRSSON
+ Bjarni Þórður
Halldórsson var
fæddur í Reykjavík
3. október 1906.
Hann lést í Borg-
arspítalanum 11.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
Bjarna voru Hall-
dór, f. 10. júní 1882
í Hrauntúni, Bisk-
upstungum, d. 21.
mars 1959, Þórðar-
son, verkamaður í
Reykjavík og Sig-
ríður Petrína, f. 28.
september 1886 í
Reykjavík, d. 1. febrúar 1965,
Bjarnadóttir, húsmóðir í
Reykjavík. Þau Halldór og Sig-
ríður slitu samvistir. Alsystkini
Bjarna voru Guðrún Magda-
lena, f. 14. júlí 1908, Snorri
Daníel, f. 30. maí 1910, og Hall-
dóra, f. 25. ágúst 1912. Lifir
Snorri nú einn þeirra systkina.
Auk þess átti Bjarni samfeðra
hálfbræður, Guðbjörn Sigfús,
f. 26. desember 1916, Svavar,
f. 27. október 1918, og Egil, f.
26. janúar 1928, en nú er Svav-
ar einn þeirra á lifi. Bjarni var
alinn upp í Reykjavík hjá móð-
urömmu sinni, Guðrúnu Ragn-
heiði Snorradóttur, og seinni
manni hennar, Benedikt Daní-
elssyni.
Hinn 20. nóvember 1937
gekk Bjarni að eiga eftirlifandi
eiginkonu sína, Rúnu Vigdísi
Halldórsdóttur, frá Vindheimi
í Norðfirði. Þau eignuðust fjög-
ur börn: 1) Elstur var drengur,
sem dó nýfæddur. 2) Ragna
Guðríður, sölumaður á Sél-
tjarnarnesi, gift Guðmari E.
Magnússyni, en þeirra börn eru
Bjarni Rúnar, sagnfræðingur í
Reykjavík, Sigríð-
ur, sóknarprestur á
Ólafsfirði, Magnús
Örn, matreiðslu-
maður í Seljahlíð,
Sveinn Halldór, há-
skólanemi og Rúna
Vigdís, mennta-
skólanemi. 3) Sigur-
þór, verslunarmað-
ur á Seltjarnarnesi.
4) Halldór Gísli,
þroskaþjálfi og
kennari í Reykja-
vík, kvæntur Ingi-
björgu Kristleifs-
dóttur, en þeirra
synir eru Birkir, Bjarni og
Kristleifur, grunnskólanemar,
og Tómas Daði. Barnabarna-
börnin eru fjögur, ein stúlka
og þrír drengir.
Frá unga aldri stundaði
Bjarni almenna vinnu í Reykja-
vík og síðar verslunarstörf.
Hann varð sölumaður hjá Jó-
hanni Karlssyni & Co. og Verk-
smiðjunni Magna og við stofnun
hóf hann störf hjá Heildverslun
Davíðs S. Jónssonar í Reykjavík
pg starfaði þar til ársins 1954.
í janúar það ár stofnsetti hann
eigin heildverslun, sem starfar
enn og ber nafn hans. Bjarni
lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir árið 1985 en við rekstri heild-
verslunarinnar tóku dóttir hans
og tengdasonur. Bjarni tók þátt
í margvíslegum félagsstörfum
og má þar nefna sölumanna-
deild VR, Karlakórinn Káta
félaga, Félag íslenskra stór-
kaupmanna, en þar var hann
heiðursfélagi, og Góðtemplara-
regluna.
Útför Bjarna fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.00.
í DAG verður borinn til grafar
Bjarni Þ. Halldórsson, fyrrv. stór-
kaupmaður í Reykjavík. Hann var
fæddur í Reykjavík og ólst þar
upp, átti þar mest allan sinn starfs-
dag, en fluttist á Seltjarnarnes
fyrir 20 árum og bjó þar síðan.
*> 'CbI £ —
O £
FOSSVOGI
_ Pegar ancih
ber cu5 nöndurn
Utfarargtofa Kirlzjugarðanna Fossvogi
Sími 551 1266
Erfidrykkjur
Glæsiíeg KaÖi-
hlaðbonV falíegir
salir <>g mt<>g
got) þionusta
Upplysingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
IIÉTEL LOFTLEIBIR
Bjarni var sonur Halldórs
Þórðarsonar, verkamanns í Reykja-
vík, og Sigríðar Bjamadóttur hús-
móður, en þeirra leiir skildu þegar
Bjarni var á barnsaldri. Halldór var
kominn af bændaættum úr Bisk-
upstungum, fæddur í Hrauntúni,
en fluttist þaðan eftir landskjálft-
ana 1896 ásamt foreldrum sínum,
Þórði Halldórssyni og Ólafíu Þórar-
insdóttur, sem bjuggu í Hrauntúni.
Halldór, faðir Þórðar, var bóndi í
Vatnsleysu, Einarsson, bónda þar,
Halldórssonar bónda í Efstadal í
Laugardal, Einarssonar bónda þar,
Narfasonar. Þórarinn, faðir Ólafíu,
var bóndi á Kjaransstöðum í Bisk-
upstungum, Jónsson, bónda í Auðs-
holti, Jónssonar.
Bjarni, faðir Sigríðar, var fædd-
ur í Tungufelli í Lundarreykjadal
Sigurðsson, bónda þar Jónssonar
af Vogatunguætt í Borgarfirði.
Bjarni Sigurðsson var dugandi sjó-
maður, búsettur í Nýlendu á Sel-
tjarnamesi er hann lenti í sjóhrakn-
ingum á Faxaflóa, komst heim við
illan leik og fékk upp úr því lungna-
bólgu, sem leiddi hann til dauða
aðeins 31 árs að aldri. Móðir Sigríð-
ar Bjarnadóttur var Guðrún Ragn-
heiður Snorradóttir, húsfr. i
Reykjavík, en hún giftist síðar
Benedikt Daníelssyni. Guðrún
Ragnheiður var dóttir Snorra Snor-
rasonar og konu hans, Halldóru
Randversdóttur, f. á Ytra-Hóli í
Kaupangssveit, en hún var af
Randversætt í Eyjafirði. Halldóra
Randversdóttir varð háöldruð kona
og var um tíma elsti íbúi Reykjavík-
ur.
Eftir að leiðir foreldra Bjarna
skildu fór hann í fóstur til Guðrún-
ar Ragnheiðar, ömmu sinnar, og
Benedikts, manns hennar, og þar
ólst hann upp. Eftir takmarkaða
skólagöngu hóf Bjarni að stunda
verkamannavinnu í Reykjavík og
síðar verslunarstörf. Ungur maður
áttaði hann sig á því að hann átti
hæfileika, sem ekki var öllum gef-
inn, hann var býsna góður sölumað-
ur. Sölumennska fór fram með allt
öðmm hætti fyrr á öldinni en nú
er. Þá ferðuðust sölumenn heild-
verslana í Reykjavík með strand-
ferðaskipum og viðskiptavinir,
kaupmenn og kaupfélagsfólk, kom
um borð í skipin til að gera inn-
kaup sín. Eins vom vörur seldar
gegnum síma og reyndi þá mjög
mikið á að traust ríkti milli aðila.
Þannig sölumennsku stundaði
Bjarni -á ámnum frá því fyrir
heimsstyijöldina og allt fram til
þess að hann stofnaði eigin heild-
sölu í janúar 1954. Einnig er rétt
að hafa í huga að fyrr á öldinni
var landsbyggðarverslun mun
stærri hlutur heildarvörusölu í
landinu en nú er.
Strax frá fyrstu tíð einsetti
Bjami sér að hafa áreiðanleika,
skilvísi og heiðarleika í viðskiptum
að markmiði í rekstrinum, fremur
en skjótfenginn gróða. Ég undirrit-
aður varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að starfa með Bj.ama um 25 ára
skeið. Þannig hef ég gegnum tíðina
heyrt margar sögur um þennan
liðna tíma frá samferðamönnum
hans og félögum, um það víðtæka
traust, sem hann naut, þar sem orð
eða handtak var jafngilt undirrituð-
um og vottfestum samningi. A 75
ára afmæli Bjarna var hann heiðr-
aður af Félagi íslenskra stórkaup-
manna og jafnframt kjörinn heið-
ursfélagi þess.
Bjarni var alla tíð mikið snyrti-
menni, bæði við sjálfan sig og
umhverfi sitt. Hann unni þjóðlegum
fróðleik, kunni að gleðjast með
glöðum og hryggjast með hrygg-
um. Hanri var ætíð aufúsugestur
hjá vinum sínum og vandamönnum
enda áttu þau hjónin stóran og
traustan vinahóp. Hann var glað-
sinna og orðheppinn, góður söng-
og dansmaður alla sina ævi, allt
til hins síðasta. Hann unni mjög
fjölskyldu sinni, eiginkonu, börn-
um, bamabörnum og barnabarna-
börnum og leyfði þeim að njóta
elsku sinnar. Einnig nutum við
tengdabörnin kærleika hans.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um þakka ég Bjarna Þ. Halldórs-
syni fyrir samfylgdina. Ég bið góð-
an Guð að varðveita hann og veita
honum gott skjól í eilífðinni.
Guðmar Magnússon.
Það er sunnudagurinn 10. sept-
ember og tvö af barnabörnunum
eru við sjúkrabeð afa síns. Þau hlúa
að honum af veikum mætti. „Er
þetta betra, afi minn?“ er spurt.
Fársjúkur maðurinn lyftir hendinni
á gamalkunnan hátt og svarar:
„Alveg elegant!"
Fáir hefðu getað tekið sér þetta
orð í munn á eðiilegri hátt. Afí ólst
upp í Reykjavík í byijun aldarinn-
ar. Hann mundi þessa tíma glöggt
og tungutakið hans dró dám af
aldamótaárunum. „Ottó-man“,
„fortóv", „altan“, „gallosíur“,
„reól“; allt voru þetta lifandi orð í
munni hans, en ekki okkar, sem
höfðum slitið barnsskónum á allt
öðrum tíma. Samt gat hann leik-
andi talað við okkur á okkar máli.
Og ævinlega sem jafningja.
Við fundum öll fyrir því, að afi
var stoltur af afkomendum sínum.
Öllum okkar ráðagerðum tók hann
opnum huga, hann dró aldrei úr
okkur kjark. Enginn sigur okkar
var of ómerkilegur að ekki væri
ástæða til að fagna. Uppeldispró-
grammið var í föstum skorðum.
Hann vaggaði okkur í fangi sér,
hossaði á hné, og hafði yfir okkur
öllum sömu þulurnar. Við erum
þakklát fyrir þá umhyggju, nær-
gætni og áhuga sem hann sýndi
okkur í hvívetna.
Afi var séntilmaður fram í
fingurgóma, í fínpússuðum skóm,
stífpressuðum jakkafötum og oftar
en ekki með hatt. Hann var ákaf-
lyndur og hafði afdráttarlausar
skoðanir. En lundin var létt, hann
hafði ríka kímnigáfu og átti jafnvel
til nokkurn stráksskap til hins síð-
asta. Það var því ósjaldan skelli-
hlegið hjá afa og ömmu.
Það var mál manna að afi bæri
aldurinn vel. Við sjúkrabeð hans
fór ekki hjá því að maður hugsaði
til þess; hann var brúnn á hörund,
líkamlega vel á sig kominn miðað
við aldur og hugurinn var skýr til
loka.
Söknuðurinn er sár við skjótan
missi. En við erum rík að hafa
notið nærveru hans svo lengi. Orð
afa við sjúkrabeðinn daginn áður
en hann dó lýsa honum vel. Og
þannig minnumst við hans ætíð: —
„elegant".
Blessuð sé minning elsku afa
okkar.
Bjarni Rúnar, Sigríður,
Magnús Örn, Sveinn
Halldór og Rúna Vigdís.
í dag kveðjum við föðurbróður
minn, Bjama Þórð Halldórsson,
sem er látinn eftir stutta sjúkra-
legu. Þó aldur Bjarna hafi verið
orðinn hár, en hann hefði orðið
níræður á næsta ári, er alltaf sárt
að sjá á bak ástvinum sínum. Mér
er ljúft að minnast frænda míns
og festa á blað nokkur kveðjuorð
til hans. Ég átti því láni að fagna
að eiga Bjama að þegar ég hóf
verslunarrekstur ungur að árum,
en hann bjó yfir mikilli kunnáttu
og reynslu á sviði viðskipta.
Þegar ég hugsa til baka, man
ég fyrst eftir Bjarna starfandi í
verslun við Þórsgötu, síðar gerðist
hann sölumaður eða þar til hann
stofnaði eigið fyrirtæki, sem ber
nafn hans enn þann dag í dag.
Bjarni naut mikils trausts meðal
kollega sinna og ekki síður meðal
þeirra, sem versluðu við hann. Vissi
ég dæmi þess að kaupmenn á
landsbyggðinni, sem ekki áttu
heimangengt, traystu Bjarna fyrir
því að velja vörur til þeirra eftir
bestu vitund. Allir treystu Bjarna
og þótti vænt um hann, enda hvers
manns hugljúfi. Það fór heldur
ekki fram hjá neinum hve mikið
snyrtimenni Bjarni var, svo mjög
að eftir var tekið.
Ég minnist frænda míns einnig
á góðum stundum, þar var hann
ávallt ómissandi, alltaf kátur og
hress og hrókur alls fagnaðar. Allt
sem Bjami tók sér fyrir hendur
gerði hann með reisn og hann yfir-
gaf þennan heim einnig með reisn.
Engum hefði orðið það þungbærara
en honum sjálfum, ef hann hefði
orðið að búa við vanheilsu, jafnvel
árum saman, sem því miður marg-
ir verða að sætta sig við.
Ég vil að lokum þakka Bjarna
frænda mínum fyrir að hafa átt
þess kost að eiga hann að sönnum
vini. Einnig þakka ég honum alla
þá vináttu, sem hann sýndi minni
fjölskyldu gegnum árin. Ég sendi
eftirlifandi eiginkonu hans, Rúnu,
börnum þeirra og öðrum ástvinum,
samúðarkveðjur.
Far í friði, kæri frændi,
Gunnar Snorrason.
Nú þegar Bjarni Þórður Hall-
dórsson er lagður til hinstu hvílu
er þakklæti efst í huga mínum þrátt
fyrir tómleika og söknuð. Þakklæti
fyrir það að hafa fengið að kynn-
ast þessum góða og glæsilega
manni og fyrir allar minningarnar
sem við eigum eftir að ylja okkur
við.
Minninguna um Bjarna, stoltan
og keikan með sposka svipinn að
dansa í brúðkaupi fyrir nokkrum
vikum. Sparibúinn á leið á Borgina
að hitta strákana. Sportlegur í
Húsafellsferðunum. Heimakær og
vær í sófanum heima á Skóla-
braut. Afi með lítinn strák á öxl-
inni að dansa og syngja „hvað er
nú þetta þetta, hvað er nú þetta,
já“ og tala svolitla tæpitungu við
„dákana“ sína, „bikkupana". Þakk-
læti fyrir það að honum skyldi gef-
in góð heilsa fram að síðustu dög-
unum og að hann skyldi geta litið
stoltur yfír farinn veg.
Bjarni Þ. Halldórsson var gæfu-
maður bæði í einkalífí og starfi.
Hann stofnaði og rak eigin heild-
verslun. Þar átti hann góða starfs-
ævi sem hann deildi með Guðmari,
tengdasyni sínum, Sigurþóri, syni
sínum, og undir lok starfsferilsins
einnig með Rögnu, dóttur sinni.
Heiðarleiki er það orð sem best
lýsir starfsferli Bjarna og tók hann
mjög nærri sér ef hann varð var
við óheilindi. Enn eitt gæfumerkið
á lífi Bjarna er það að hann skyldi
fá að njóta ævikvöldsins vitandi af
lífsstarfinu í góðum höndum.
Stærsta gæfan hans var þó án
efa hún Rúna, lífsförunautur hans
í 60 ár. Þau voru eitt en ekki eins.
Hún var styrkurinn hans og akkeri
enda var hann stoltur af sinni.
Bjarni var tilfinningaríkur maður.
Hann bar mikla umhyggju fyrir
sínu fólki og leið ekki sá dagur að
hann gáði ekki að krökkunum sín-
um og honum var ekki rótt nema
þegar hann vissi af öllum öruggum.
Bjarni og Rúna eignuðust fjögur
börn, níu bamabörn og fjögur
barnabarnaböm. Fyrsta barnið,
dreng, misstu þau í fæðingu.
Tíminn læknar ekki öll sár þó að
maður læri að lifa með þeim. Það
lærði maður við það að skynja missi
þeirra og sorg þó að rúm hálf öld
væri liðin. En eftirlifandi afkom-
endur þeirra hafa notað lífið sem
þeim var gefíð til þess að rækta
mannkosti sína og hæfileika,
Bjarna til stolts og gleði. Sérstak-
lega var náið samband hans við
Sigurþór sem alla ævi hefur starfað
og búið í nálægð við foreldra sína.
Gagnkvæm umhyggja og virðing
einkenndi þeirra samband alla tíð.
Enn og aftur þakka ég fyrir sam-
fylgdina sl. 14 ár, alla umhyggjuna
fyrir mér og mínum og allar góðu
stundirnar sem okkur voru gefnar
með höfðingjanum Bjarna Þórði
Halldórssyni. Blessuð sé minning
hans.
Ingibjörg Kristleifsdóttir.
Góðvinur okkar hjónanna, Bjarni
Þ. Halldórsson fyrrverandi stór-
kaupmaður, er látinn.
Þrátt fyrir háan aldur kom and-
lát hans okkur á óvart, þar sem
hann hafði alla tíð verið mjög heil-
brigður og heilsuhraustur. Kynni
okkar Bjarna spanna nær 50 ár
og margs er að minnast og margt
að þakka. Eftir 45 ára samleið, sem
við Bjarni áttum saman í bindindis-
hreyfingunni, og 36 ára samleið i
reglu musterisriddara, sem fljót-
lega myndaði sanna vináttu okkar
í milli, og heimila okkar, sem aldr-
ei bar skugga á. Eigum við sem
eftir lifum margar góðar og
skemmtilegar minningar um sam-
fundi á heimilum hvers annars við
ótal tækifæri, að ógleymdum mörg-
um ferðum um landið með báðum
reglunum sem við störfuðum í.
Einnig áttum við góða daga saman
í Svíþjóðarferð og Spánarferð.
Þótt Bjarni væri harðduglegur
maður og ræki heildsölufyrirtæki
sitt af miklum myndarskap á með-
an heilsa og kraftar leyfðu leitar á
huga minn það sem mér fannst
mest virði í fari Bjarna. Hann var
einn af þeim mönnum, sem gerðu
sér snemma ljóst, hver væru hin
varanlegu lífsgildi og allur hans
lífsferill og persónuleiki átti eftir
að mótast af því manngildismati
sem hann tók ungur trúnað við.
Bjarni Þ. Halldórsson var það, sem
menn gleyma stundum að er trú-
lega hið verðmætasta í lífinu: Hann
var góður maður.
Þótt Bjarni væri ljúfur, léttur og
léki oft á als oddi í daglegri um-
gengni þá duldist engum, að þar
fór maður með heilsteypta skap-
gerð og eðlislægan virðuleik og
manni leið vel í návist hans og frá
honum stafaði hlýju og göfgi.
Bjarni var kvæntur yndislegri
konu, Rúnu Vigdísi Halldórsdóttur.
Með þeim voru ekki einungis ástir
góðar, heldur voru þau vinir og
félgar í blíðu og stríðu og áttu
miklu barnaláni að fagna.
Við Dúddý og börn okkar send-
um Rúnu og börnum hennar og
öðrum ættingjum og venslafólki
dýpstu samúðarkveðjur á þessari
stundu. Með Bjarna Þ. Halldórssyni
er kvaddur sannur, góður og
vammlaus maður. Hann var hug-
rakkur og æðrulaus til hinstu
stundar. Slíkir menn gleymast ekki.
Kristján P. Sigfússon.