Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 35
_______FRÉTTIR_____
Fræðsludagskrá
í Húsdýragarðinum
STARFSEMIN í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum hefur gengið vel
á þessu sumri og hafa komið nærri
160.000 gestir í garðinn það sem
af er þessu ári. Vetrarstarfsemin
er hafín í Húsdýragarðinum og er
skipulögð fræðsludagskrá fyrir
grunnskóla og aðrar líkar stofnanir
að hefjast á næstu dögum. Fjöl-
skyldugarðurinn verður opinn sem
útivistarsvæði í vetur enda er vin-
sælt að ganga þar um og njóta
gróðurs og umhverfis en Fjöl-
skyldugarðurinn er eingöngu starf-
ræktur yfir sumarmánuðina.
Kaffihúsið í garðinum verður
opið í allan vetur á sama tíma og
garðurinn og gefst þá gestum kost-
ur á að setjast niður og fá sér hress-
ingu. Breytingin sem orðið hefur á
opnunartíma garðsins er að Hús-
dýragarðurinn er opinn alla virka
dga frá kl. 13-17, nema lokað á
miðvikudögum og opið er um helg-
ar frá kl. 10-18. Aðgangseyrir er
100 kr. fyrir börn 6-16 ára, 200
HAUST í Húsdýragarðinum.
kr. fyrir fullorðna og ókeypis fyrir
böm að 6 ára aldri og ellilífeyris-
þega.
Ráðstefna um sorg
í kjölfar náttúru-
hamfara og slysa
NÝ Dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, heldur ráðstefnu í
Gerðubergi næstkomandi laugar-
dag, 23. september.
Að lokinni skráningu, sem er
milli klukkan 9 og 9.30, flytur Páll
Eiríksson, geðlæknir, erindi um
sorg í kjölfar náttúruhamfara og
slysa. Sigríður Hrönn Elíasdóttir
fýrrverandi sveitarstjóri í Súðavík,
talar um snjóflóðið á Súðavík fýrr
á þessu ári og syrgjandi talar um
snjóflóðið á Neskaupstað 1974.
Klukkan 13 fjallar Margrét Arn-
ljótsdóttir sálfræðingur um áfalla-
streitu. Gert er ráð fyrir spurning-
um að erindum loknum. Elín Hirst
og Jóna Dóra Karlsdóttir fjalla síð-
an um hlut fjölmiðla og að því loknu
verða umræður.
Ráðstefnugjald er krónur 1300
og er súpa, brauð og kaffi innifalið.
Skráning á ráðstefnuna er hjá Jónu
Dóru Karlsdóttur, Önnu Maríu Jó-
hannsdóttur, Elísabetu Ingvars-
dóttur, Sonju B. Jónsdóttur, Elín-
borgu Jónsdóttur eða Vilhelmínu
Þorsteinsddóttur.
Morgunblaðið/Olfar Ágústsson
FRÁ Núpi í Dýrafirði
Endurfundur nemenda
Núpsskola
NEMENDUR skólans á Núpi í Dýra-
fírði á árunum 1949-1953 koma
saman til endurfunda að Hótel Sögu
laugardaginn 23. september nk.
Endurfundirnir eru tvíþættir.
Nemendur hittast fyrst kl. 15 síðdeg-
is einir sér en kl. 19.30 hefst borð-
hald í Súlnasal þar sem makar'og
aðrir gestir bætast í hópinn.
Heiðursgestir kvöldsins verða
1949-1953
Kristín Jónsdóttir, ekkja Eiríks J.
Eiríkssonar, skólastjóra, Þyrí Jens-
dóttir, ekkja_ Arngríms Jónssonar,
skólastjóra, Ólafur Kristjánsson, fv.
kennari og kona hans Sólveig Krist-
jánsdóttir og Jens Zophaníasson,
umsjónarmaður Núpsskóla. .
Súlnasalur verður síðan opnaður
almenningi kl. 24 og mun hljómsveit
hússins leika fyrir dansi.
Fyrirlestur um
framtíðarfræði
DR. TAE-Chang Kim, prófessor
við Háskólann í Kyushu í Japan
og forseti Institute for Intergrated
Study of Future Generations í
Osaka, flytur opinberan fyrirlestiir
á vegum heimspekideildar Há-
skóia íslands fimmtudaginn 21,
september. Fyrirlestu'r dr. Kim
nefnist Hagur komandi kynslóða
og verður fluttur á ensku.
í fyrirlestri sínum mun dr. Kim
fjalla um þann hugsunarhátt sem
menn þurfa að tileinka sér til að
leysa lífsverkefni sín á farsælan
hátt. Hann mun m.a. ræða um
siðferðilega afstæðishyggju sam-
tímans og gagnrýna hana.
Fyrirlestur inn verður fluttur í
stofu 101 í Odda, hann verður um
klukkustunda langur og hefst kl.
17.15. Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
AFMÆLI
SIGURÐUR KR.
ÁRNASON
SIGURÐUR Kr. Arna-
son er 70 ára í dag.
Hann brá sér til Rómar
með konu sinni á þess-
um tímamótum til þess
að litast um í þeirri
miklu listaverkaborg.
Lengi hefur hugur
hans verið bundinn við
listina, einkum mynd-
list, en viða hefur hann
komið við á lífsleiðinni.
Það vekur undrun vina
hans hversu góðum
tökum hann hefur náð
á hinum margvíslegu
hugðarefnum sínum.
Þessi hægláti, hlýi maður , húsa-
smíðameistari, kirkjusmiður, list-
málari og sjálfmenntaður jarðfræð-
ingur, áhugamaður um stjörnufræði
og skógrækt, bókagrúskari og
könnuður stendur fyrir hugskots
sjónum okkar vina hans yfirvegaður
og athugull, allt að því hlédrægur,
en eldur brennur undir.
Sigurður er fæddur í Vestmanna-
eyjum 20. september 1925. Foreldr-
ar hans voru Ámi Magnússon , sjó-
maður og bóndi, fæddur á Steinum
undir Eyjafjöllum, og Helga Sveins-
dóttir, fædd í Hólmabæ í Flóa. Árni
var sonur Jóns Valdasonar frá
Steinum en hann kom mjög við sögu
í deilum um rekaspýtur undir Eyja-
fjöllum á sínum tíma, sem um er
getið í bókinni Fár undir Fjöllum.
Móðurfólk Árna var frá Skógum
undir Eyjafjöllum, af ætt Jóns Stein-
grímssonar eldprests. Sigurður er
elstur af sjö systkinum. Árið 1956
kvæntist Sigurður konu sinni, Vil-
borgu Vigfúsdóttur frá Húsatóftum
á Skeiðum. Foreldrar Vilborgar voru
Vigfús Þorsteinsson, bóndi á Húsat-
óftum, og kona hans, Þórunn Jóns-
dóttir, sem enn er á lífi, fædd á
Hlemmiskeiði á Skeiðum. Börn Sig-
urðar og Vilborgar eru:
1) Þór, húsasmiður, kvæntur
Birnu Elísabet Óskarsdóttur. Þeirra
bam er Ámý Helga. 2) Ámi, jarðeðl-
isfræðingur, kona hans er Kristín
Björg Guðmundsdóttir. Þeirra böm
em Sigurður Kári og Guðmundur
Garðar. 3) Sigríður, leikskólakenn-
ari, maki Daniel Allan Pollock hljóm-
listarmaður. Þeirra böm em Tanya
Lind og Justin Þór. 4) Geir, húsa-
smiður og kafari, maki Aðalheiður
Sveinbjömsdóttir. Þeirra böm era
Sveinbjörn, Snævar Geir og Inga
Stefanía. 5), Öm töivunarfræðingur,
6) Helga, dó ung. 7) Helgi, kerfís-
fræðingur, maki Evelyn Bryner.
Fyrir hjónaband eignaðist Sigurð-
ur Guðnýju Sólveigu. Móðir hennar
er Ragnheiður Björnsdóttir. Maki
Guðnýjar er Gunnlaugur F. Lúthers-
son. Börn Guðnýjar eru Ragnar
Heiðar Sigtryggsson og Lúther Þór,
Guðni Björn, Sigurður Gísli og Helgi
Páll Gunnlaugsböm.
Sigurður Kr. Ámason ólst upp í
Vestmannaeyjum og enginn vafi er
á að það umhverfi hefur mótað hann
mjög strax á æskuárum. Sjálfur
hefur hann sagt mér frá því hve
mikið aðdráttarafl sjórinn og björgin
höfðu með öllum sínum viðfangsefn-
um. Fuglinn í björgum og fjöru,
smáfiskar í lónum og við bryggjurn-
ar þar sem strákarnir veiddu. Þegar
líða tók á daginn komu bátarnir inn
með aflann og athafnasemin var
hvarvetna. Sigurður var í sveit sem
strákur.bæði á Stóra-Borg undir
Eyjafjöllum og síðar á Baugsstöðum
austan Stokkseyrar. Á Stóra-Borg
kynntist hann lífinu í torfbæjunum
eins og því hafði verið lifað í land-
inu í aldaraðir, eina tækið á bænum
var skilvindan.
Árið 1937 fluttu foreldrar Sigurð-
ar til Reykjavíkur frá Vestmanna-
eyjum og bjuggu fyrst við Berg-
staðastíg en síðar í Laugarnesi. Á
þeim áram var Sigurður sendill hjá
Einari Eyjólfssyni kaupmanni sem
rak verslun á homi Kleppsvegar og
Sundlaugavegar og hlóð mjólkur-
flöskum á hjól sitt og dreifði i húsin
við Kleppsveg.
Foreldrar Sigurðar hófu sfðar
búskap á Kröggólfsstöðum í Ölfusi
en á þeim áram flútti
Sigurður að heiman og
hóf nám í húsasmíði og
myndlist. Húsasmíða-
námi lauk hann árið
1949. Til Eyja fór hann
aftur og fékk skipsrúm
hjá móðurbróður sín-
um, Elíasi Sveinssyni á.
Sjöstjörnunni, og var á
vertíðum og síld fyrir
norðan og austan land.
Smíðar hóf Sigurður
síðan hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufé-
laga og byijaði fljót-
lega að starfa á teikni-
stofu þar. Hann réðst til Guðbjöms
Guðmundssonar byggingarmeistara
og var hjá honum yfirsmiður við
byggingu Bændahallarinnar. Síðan
gerðist Sigurður verktaki, fýrst í
samvinnu við Hauk Guðjónsson
byggingarmeistara en svo sjálfstæð-
ur byggingarverktaki. Mörg mann-
virki reisti hann fyrir Seltjarnar-
nesbæ, Hitaveitu Reykjavíkur og
Landsvirkjun, svo nokkuð sé nefnt.
Sigurður byggði Seltjamameskirkju
og Áskirkju.
Árið 1982 hóf hann störf fyrir
Landsbanka íslands, fyrst við bygg-
ingareftirlit en nú síðustu árin hefur
hann haft umsjón og eftirlit með
myndverkum bankans.
Sigurður hefur víða komið að fé-
lagsmálum. Hann sat um tíma í
bæjarstjórn Seltjamarnesbæjar sem
varamaður, um árabil í byggingar-
nefnd bæjarins, í stjóm náttúru-
fræðisafnsins þar og í stjóm lista-
og menningarsjóðs bæjarins. Hann
stofnaði ásamt Þorsteini Sæmunds-
syni stjörnufræðingi Stjömuskoðun-
arfélag Seltjarnarness, sat í fyrstu
stjóm þess, og gaf félaginu 14
tommu Celecstron spegilsjónauka,
sem, ef ég hef réttar upplýsingar,
er enn þann dag í dag stærsti sjón-
aukinn í landinu. Sjónaukinn er á
þaki Valhúsaskóla með yfirbyggðu
hreyfanlegu hvolfþaki. Nú er
Stjörnuskoðunarfélagið orðið nokk-
uð fjölmennt félag.
Ég held að uppistaðan í Náttúra-
fræðasafni Seltjamarness sé gripir
sem Sigurður hefur gefið safninu.
Þeim gripum hefur Sigurður safnað
saman á ferðum sínum eða aflað á
annan hátt með útsjónarsemi sinni.
Sjálfur á Sigurður ágætt steinasafn,
þó hann hafi látið náttúrugripasafn-
ið fá bestu gripina.
En auk umfangsmikillar starfsemi
að húsasmíðum og verktöku og ijöl-
mörgum félagsmálum hefur Sigurð-
ur fundið tíma til þess að mála.
Hann stundaði nám í Myndlistaskó-
lanum í Reykjavík og Handíða- og
myndlistaskólanum. Um tíma kenndi
hann myndlist á námskeiðum á Sel-
tjamamesi. Mér telst til að Sigurður
hafi haldið átta einkasýningar. Ég
nefni: í Málaranum, Bankastræti,
FIMET
RAFMOTORAR
Eigum til á iager alhliba
rafmótora í stærbunum
1,1 - 45 KW.
Útfærslur:.«lP55
•meb fót og flans
Sig. Sveinbjörnsson hf.
Skeibarási 14
Sími: 565-8850 Fax: 565-2860
1961, Bogasal Þjóðminjasafnsins,
1963, Bogasal Þjóðminjasafnsins,
1966, GaleriM, Kaupmannahöfn,
1967, Iþróttahúsinu á Seltjamar-
nesi, 1974, Bamaskólanum á Bol-
ungarvík, 1976, Kjarvalsstöðum,
1982, Gallerí Borg, 1988.
Auk þessa hefur hann tekið þátt
í mörgum samsýningum meðal ann-
ars í Lubeck og Berlín svo nokkuð
sé nefnt og sérstaka viðurkenningu
hefur hann hiotið á Ítalíu. Ég hef
heyrt þar til bæra menn segja að
erfítt sé að ná lengra í málaralist
en Sigurður hefur náð til hliðar við
umfangsmikla atvinnustarfsemi, til
þess þurfí að helga sig listinni
óskiptur. Mér virðist sem landslags-
myndir hans í kúbiskum stíl hafi
vakið verulega athygli og þar á Sig-
urður enn eftir að vinna úr myndefn-
inu og útvíkka það. í sumum mynd-
um sínum hefur honum tekist að
ná fram einhverri undarlegri dulúð
sem erfitt er að lýsa en hefur mögn-
uð áhrif. Hver veit nema honum
gefíst tími til að glíma frekar við
þessar hugmyndir á komandi áram.
Áhugi Sigurðar á jarðfræði er
mikill. Ófáar náttúraskoðunarferðir
hefur hann farið um ævina. Það er
gaman að fara með honum í slíkar
ferðir. Athugull og fróður vekur
hann athygli á íjölmörgum atriðum
í landslagi sem fram hjá flestum
fara. í slíkum ferðum fer hann
snemma á fætur og nýtur morgun-
stundanna. Oft er hann búinn að
mála fallega landslagsmynd eða
leggja drög að henni þegar sam-
ferðamenn hans rísa úr rekkju.
Sigurður hefur alla ævi unnið
langan vinnudag. Samt hefur hon-
um einhvern veginn tekist að fínna
stundir til þess að sinna fjölmörgum
viðfangsefnum, jafnvel að leika bad-
minton og tefla skák. Þar dugar
ekki áhuginn einn, fyrir hendi þarf
að vera mikið starfsþrek og vilja-
styrkur.
Hann hefur lengst af haft fyrir
þungu heimili að sjá. Sigurður er
gæfumaður í einkalífí. Villa hefur
búið honum gott heimili og á stóran
þátt í því að lífsstarf hans er orðið
svo mikið að vöxtum. Heimilið og
fjölskyldan hafa alla tlð verið aðal-
atriði í lífi Sigurðar. Samheldni
þeirra hjóna er góð. Það er ánægju-
legt að heimsækja þau. Þar ríkir
einhver léttur andi innan dyra. Villa
er greind kona og tekur mikinn
þátt í starfí og áhugamálum manns
síns. Þau hafa á efri árum mikla
ánægju af barnabörnunum og það
er eins og Sigurði takist að gera
allar ferðir og atburði með börnum
og barnabörnum að spennandi æv-
intýram. Það era ekki margar helg-
ar sem þau hjónin bregða sér ekki
út úr bæjarþysnum út í náttúruna.
Ágætan sumarbústað eiga þau í
Skorradal og á leigulandi sínu í
Fellsmörk í Mýrdalnum hafa þau
ræktað skóg á síðustu árum.
Ég sendi þeim hjónum innilegustu
hamingjuóskir á þessum tímamótum
og vona að framundan séu margar
gæfubjartar stundir.
Guðm. G. Þórarinsson.
/ : STANDIX
Álinnréttingar
[önnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
d. skápa, afgreiðsluborð,
>kilti, auglysingastanda
sýningarklefa o.mfl.
> M ari l ^.t •
Faxafeni 12. Sími 553 8000