Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329 1 4 r ' V m l'l Stundum ligg ég vakandi á nóttunni og spyr: „Hvenær tekur þetta enda?“ Þá heyri ég rödd sem segir: „Strax eftir prófin“! SOMETIME5 I LIE AWAKE AT NIGHT, AND T ASK''UJHEN UJILLIT ALLEND?" THEN A VOICE C0ME5 TO ME THAT 5AVS,"RI6HT AFTER THE CREPIT5! " Þetta er allt að koma Frá Guðbjörgu Halldórsdóttur: UNDIRRITUÐ hefur hingað til ekki lagt það í vana sinn að rita greinar í blöð eða láta til sín heyra á opin- berum vettvangi á annan hátt, hvorki í Þjóðarsál né öðrum nöldur- og naggþáttum ljósvakamiðlanna. Nú get ég hins vegar ekki hamið mig lengur. Ætla mætti að þessi óróleiki orsakaðist af einhverri ólund eins og gjarnan hefur hvatt flesta landsmenn til að rita pistla í blöð eða argast i útvarpi. Svo er þó ekki. Ég er hreinlega svo yfir mig ánægð og spennt að sjá hver framvinda þeirra mála veður sem ég kem mér nú að, að ræða um. Þannig er að undanfarin ár hef ég kosið reiðhjól sem minn helsta farskjóta um borg og bý mér til ánægju og yndisauka. Til þess að ánægja mín og annarra borgarbúa af hjólreiðum hafi getað talist full- komin hefur heldur skort á aðbúnað i borginni hjólreiðafólki til handa. Lítið hefur verið um heppilega stíga og gagnstéttarbrúnir erfiðar viður- eignar eins og öllum sem stunda þennan heilsusamlega og skemmti- lega ferðamáta hefur orðið Ijóst. Mikið hefur verið um þessa hluti rætt og ritað svo flestir ættu að vera með á nótunum. Kem ég nú að kjarna málsins. Ég hef verið svo lánsöm að í sumar hef ég eytt þó nokkrum vikum til ferðalaga um landið þannig að við- vera mín í borginni hefur verið held- ur stopul. Nú hefur líf mitt heins vegar færst í eðlilegt horf eftir sum- arleyfi og borgin minn aðalreiðvöll- ur. Þegar ég í byrjun september brá mér út að hjóla fannst mér eins og eitthvað hefði breyst, ég hrein- lega þaut áfram. Lengi vel hélt ég að það væri góða veðrinu og lífs- gleði minni að þakka, en eftir um- hugsun sá ég að það var nú ekki eingöngu ástæðan. Staðreyndin er sú, og vil ég með þessu greinar- korni þakka fyrir mína hönd og annara hjólreiðamanna, já og gang- andi vegfarenda, þeim sem það eiga skilið fyrir þær stórkostlegu fram- kvæmdir til framfara sem hafa átt sér stað í gagnstéttarkanta-, hjól- reiða- og göngustígamálum borgar- inar. Framkvæmdahraðinn virðist mér hafa tekið snöggan kipp í sum- ar og sannar það að hálfnað er verk þá hafið er. Segja mér það þeir sem alið hafa manninn hér í borg lengur en ég að á sl. ári sé breytingin til batnaðar mun meiri en á 10 árum þar á undan. Þetta hlýtur að vera fagnaðarefni. Það er staðreynd að í sumar hefur verið unnið gríðarlega gott starf og ber að þakka það og vona að framhald verði á; að borgin okkar verði vænni þeim sem kjósa að ferðast um á annan hátt en á vélknúnum öku- tækjum. Að lokum vil ég svo einnig taka fram að ökumenn hafa heldur bætt sig hvað varðar tillitssemi við hjól- reiðafólk, en betur má ef duga skal. Ef við sýnum öll hvert öðru tillits- semi og náungakærleik og brosum í umferðinni ættum við að geta lif- að í sátt og samlyndi, óhrædd hvert við annað, og hvert um annað. Undirrituð er áhugamanneskja um hjólreiðar og félagi í íslenska fjallahjólaklúbbnum. GUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Hringbraut 39, Reykjavík (Mini-)her á íslandi Frá Gunnari Ólafssyni: ÉG TEK heilshugar undir hug- myndir Björns Bjarnasonar um að við sjálf séum okkur næg þegar þarf að huga að vömum okkar að því er varðar að tryggja öryggi orkuvera, símstöðva, rafveitna og hitaveitna sem eru í forsjá opin- berra aðila. Skemmst er að minnast þegar erlendum aðilum tókst að sökkva hvalveiðibátum okkar og uppi voru sögur um að lögreglan hefði hjálpað þeim, þegar þeir áttu í vandræðum á leið til Keflavíkur. Víkingasveitin Hvað er Víkingasveitin annað en angi af her? Hver á að taka af skar- iðef . . . segjum sem svo að Ríkis- útvarpið, Vatnsveitan, Landsvirkj- un, Rafmagnsveitan, eða Hitaveit- an væru tekin herskildi af „ein- hveijum“. Eigum við að síma til Keflavíkur og vita hvort þeir þar era tilbúnir að hafa tiltækan mann- afla þann daginn til þess að koma okkur til hjálpar. Hvað vita þeir þarna suðurfrá um staðhætti? Éig- um við að taka þessa 10-20 menn í Víkingasveitinni til þess að ráðast að þessum óþekktu öflum með ár- angri sem má efast um að sé ásætt- anlegur? Slökkviliðið hefur tekið í notkun nýverið forrit sem geymir ökuleiðir að útköllunarstað, íbúa, undan- komuleiðir ásamt vatnspóstum á svæðinu. Hvað er þetta nema full- komnun á nútímatækni? Tilræði Við lesum og horfum daglega á sprengjutilræði við óbreytta borg- ara sem m.a. í Frakklandi beinast að saklausum börnum á skólaaldri. Viljum við að þetta sé einn þessara bölvalda sem við megum við búast og hvemig á þá að bregðast við því? Ég er eindreginn stuðningsmað- ur þess að við komum okkur upp eigin „her“ svo við séum óháðir öðrum ríkjum til þess að veijast þessari nýju tækni sem nú ryður sér til rúms og virðist í dag vera fólgin í sprengjutilræði við óbreytta borgara. GUNNAR ÓLAFSSON Traðarlandi 14 108 Reykjavík Ailt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.