Morgunblaðið - 20.09.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 37
BRÉF TIL BLAÐSIIMS
Fargjöld SVR
Frá Helgu Garðarsdóttur:
FYRR í þessari viku samþykkti
meirihluti stjórnar Strætisvagna
Reykjavíkur að leggja til við
borgarráð að hækka gjald sumra
strætisvagnafarþega, hafa gjald
annarra óbreytt og fjölga í þeim
hópi sem ferðast ókeypis með
vögnunum. Það hefur varla farið
fram hjá nokkrum manni að borg-
arráð samþykkti tillögur stjórnar-
innar. Síðan þá hefur allsérkenni-
leg umfjöllun um málið farið fram
í fjölmiðlum. Hrópað er að borgar-
fulltrúar Reykjavíkurlistans
hækki fargjöld þeirra sem minnst
mega sín og fullyrt er án rökst-
uðnings að breytingarnar komi
sérstaklega illa við barnafjöl-
skyldur! Hvers vegna þessa
sleggjudóma? Eftir að breyting-
arnar taka gildi þann 1. október
nk., kostar ekkert fyrir börn yngri
en 6 ára, fargjald 6 til 12 ára
gamalla barna verður 25 kr.,
unglingar á 13. aldursári og fram
á 16. ár greiða 100 kr., þeir sem
eru á aldrinum 16 til 67 ára og
eru ekki öryrkjar greiða 120 kr.,
Það er
margt
skrýtið...
Frá Helgu R. Ingibjargardóttur:
JÁ, ÞAÐ ER vissulega margt
skrýtið og „skrautlegt“ sem birtist
hér í blaði okkar, blaði allra lands-
manna.
í dag, 9. september, birtist á
bls. 37 greinin: „Búddhisminn og
andstaða íslensku þjóðkirkjunn-
ar“. Henni lýkur með þessum orð-
um: „Sem betur fer eru til trúar-
hreyfingar og samtök er vinna að
því að sameina kristna trú og
buddhisma“??? Kannast höfundur-
inn ekki við orð Biblíunnar „svo
langt sem austrið er frá vestrinu
o.s.frv.“? Þótt óvinurinn sem um-
talaður er í 1. Pét. 5:8 sé laginn
við að menga og útvatna hin heil-
næmu orð Ritningarinnar, þá mun
honum væntanlega seint takast
að hræra saman kristinni trú og
buddhisma þannig að úr verði trú-
verðug „kenning".
Vindhögg
Greinarsmiðurinn veitist að
tveim úr hópi hinna lærðustu og
virtustu manna hinnar kristnu
kirkju á íslandi, þeim dr. Einari
Sigurbjörnssyni og föður hans Sig-
urbirni biskupi. Högg hans eru
vindhögg. Hann ætti að slíðra sitt
bitlausa sverð og taka til við að
Iesa gaumgæfilega Nýja testa-
mentið. Það er gott að byija á
Markúsi og gefa gætur á því -
með opnum huga - hvað hann
hefur að segja. Þá mun skurðgoð-
ið Buddha fljótt blikna og fölna
og hljóta sömu örlög og goð (fals-
guð) Þorgeirs Ljósvetningagoða,
sem hann varpaði í fossinn (Goða-
foss) árið 1000, er hann hafði gjört
köllun sína og útvalningu vissa og
valið hinn hvíta Krist sem lífsföru-
naut.
Kvennakirkja
Kvennakirkjan kynnir vetrar-
starf sitt í sama blaði á bls. 35,
en þar segir m.a. „verður sept-
embermessan haldin í Neskirkju
sd. 10. september kl. 20.30. Um-
ræðuefni messunnar verður haust-
ið, eftirvæntingin sem því fylgir,
ný fyrirheit, blíða þess og töfr-
ar. . . “ Er þessi „kirkja“ kristin
og telur hún sig tilheyra hinni
Evangelísk-lúthersku þjóðkirkju á
íslandi?
Kannski er hér komin hin
„kristna trú“ sem Búddhistar geta
og vilja sameinast?
HELGA R. INGIBJARGARDÓTTIR,
Reykjav:k.
öryrkjar greiða 25 kr. og ellilíf-
eyrisþegar greiða 50 kr.
Það er erfitt að sjá hvemig sú
breyting að hækka aldur þeirra
barna sem ferðast ókeypis með
strætó úr 4 ára í 6 ára kemur illa
við foreldra barnanna. Þá er ekki
síður erfitt að átta sig á því hvern-
ig það kemur illa við barnafjöl-
skyldur að fargjald 6 til 12 ára
skuli verða óbreytt.
Hamrað hefur verið á því að
fargjöld unglinga og aldraðra
hækki um 100%, en lítið hefur
verið talað um að fargjald aldr-
aðra er aðeins 25 kr. og unglinga
50 kr. Finnst fólki virkilega að
verið sé að ráðast á garðinn þar
sem hann er lægstur með því að
ákveða að fargjald unglinga verði
100 kr. og aldraðra 50 kr.?
Afar hljótt hefur verið um þá
ákvörðun meirihluta stjórnar SVR
að gera greinarmun á öryrkjum
og öldruðum. Það gladdi mig að
sjá að stjórnarmenn gera sér grein
fyrir því að öryrkjar og aldraðir
eiga hreint ekki heima á sama
bás, eins og margir virðast halda.
Fargjald öryrkja verður óbreytt,
þ.e. 25 kr. Með þeirri ákvörðun
tóku fulltrúar Reykjavíkurlistans
tillit til þeirra sem óumdeilanlega
eru í hópi þeirra sem minnst mega
sín; þeirra sem búa við heilsuleysi
og þurfa að framfleyta sér af öror-
kulífeyri.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans
hafa sagt að óhjákvæmilegt sé að
hækka fargjöldin, því borgarsjóður
sé ekki aflögufær. í ljósi útgjalda-
gleði sjálfstæðismanna á valda-
tíma þeirra í Reykjavík sé ég ekki
ástæðu til að rengja það og enn
síður í ljósi þess að aðeins þriðj-
ungur framteljenda greiðir tekju-
skatt, en það þýðir vitanlega að
aðeins hluti Reykvíkinga greiðir
útsvar, sem stendur jú, undir þjón-
ustunni í borginni.
Formaður stjórnar Strætis-
vagna Reykjavíkur hefur sagt að
á næsta ári verði breytingar á
ferðum og tíðni vagnanna, m.a.
til að standa undir þeim kostnaði
hafi fargjaldaskrá SVR verið
hækkuð að hluta. í tilefni af því
rifja ég upp það afrek sjálfstæðis-
manna í Reykjavík að útrýma
strætisvögnum úr einu hverfí
borgarinnar; Þingholtunum og
götunum þar í kring. í mörg ár
hefur enginn strætisvagn ekið um
þennan borgarhluta og kenna
menn því um að göturnar þar séu
of þröngar fyrir vagna SVR. Það
er rétt, göturnar þar eru þröngar
en það er ekki vegna þess að þær
hafi skroppið saman af ókunnum
ástæðum heldur vegna þess að
borgaryfirvöld létu þrengja þær
eina af annarri. Ég vona að núver-
andi valdhafar í borginni geri
bragarbót á og komi á strætis-
vagnasamgöngum í Þingholtunum
og nágrenni. Ibúum þar er ekki
bjóðandi að horfa upp á það leng-
ur að þjónusta við íbúa annarra
hverfa sé aukin meðan þeim er
haldið utan þjónustusvæðis SVR.
Það er ekki veijandi að auka þjón-
ustu í einum borgarhluta á sama
tíma og engin þjónusta er rekin í
öðrum.
HELGA GARÐARSDÓTTIR,
Kt. 221059-4929.
II II II II__________II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II ll