Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 10
10 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
RLNETIÐ
Eins og áskrifendur Morgun-
blaðsins á alnetinu þekkja, þá hef-
ur útlit heimasíðu Morgunblaðsins
verið breytt og málaflokkum og
sérblöðum raðað á nýjan veg. Efn-
isniðurröðun hefur því breyst
nokkuð. Lesendum til glöggvunar
birtist hér yfirlit um hvemig efn-
inu er raðað niður í dag.
Sérblöðin
Þegar áskrifandi hefur tengst
heimasíðu blaðsins má sjá sérblöð-
in sem gefin eru út á netinu ásamt
blaði dagsins. Efni sérblaðanna er
geymt í eina viku og hverfur ekki
fyrr en næsta blað er gefið út.
Dæmi: Viðskiptablaðið er gefið út
á fimmtudögum. Efni þess blaðs
yfirskrifast því ekki fyrr en viku
þaðan í frá.
Útgáfudagar blaðanna er eftir-
farandi:
■ íþróttablaðið kemur út þriðju-
daga til laugardaga.
■ Úr verinu kemur út á miðviku-
dögum.
■ Viðskipti/Atvinnulíf kemur út
á fímmtudögum.
■ Daglegt líf/Ferðalög kemur út
á föstudögum.
■ Heimili/Fasteignir kemur út á
föstudögum.
■ Menning/Lástir kemur út á
Iaugardögum.
■ Lesbókin kemur út á laugar-
dögum.
■ Sunnudagsblaðið kemur inn á
netið á sunnudagsmorgnum.
■ Bílablað kemur út á sunnudög-
um.
Einungis þarf að smella á mynd
þess sérblaðs sem óskað er eftir
að lesa. Þá birtist ýtarlegur listi
yfír allar greinar blaðsins. Til þess
að lesa hveija grein fyrir sig er
nægilegt að smella á fyrirsögnina.
Öll greinin verður þá lesin upp á
skjáinn.
Morgunblað dagsins
Þegar óskað er eftir að lesa blað
dagsins er smellt á borðann sem
merktur er Morgunblaðið í dag.
Þá birtist valmynd þar sem úr má
velja það efni sem óskað er eftir
að lesa. Niðurröðun efnis í efnis-
flokka er eftirfarandi:
Forsíða
* Fréttir af forsíðu blaðsins
Baksíða
* Fréttir af baksíðu blaðsins
Erlent
* Erlendar fréttir annars staðar
en á forsíðu
Innlent
* Innlendar fréttir annars staðar
en á baksíðu
Frá ritsljóm
* Leiðari
* Staksteinar
* Reykjavíkurbréf á sunnudögum
Morgunblaðið
á alnetinu
Morgunblaðið er gefið út á alnetinu á hverjum morgni um
svipað leyti og blaðburðarbörn fá blaðið í hendur. Frá þeim
tíma geta áskrifendur á netinu hvar sem er í heiminum
lesið blað dagsins, aukinheldur sem þeim býðst að leita í
Gagnagrunni Morgunblaðsins, sem inniheldur 350.000
fréttir og greinar
Miðopna
* Efni á miðopnu blaðsins
Menning
* Daglegt menningarefni
Aðsent efni
* Aðsendar greinar
* Afmælis- og minningargreinar
* Velvakandi/Bréf/Víkveiji
Sjávarútvegur
* Daglegar sjávarútvegsfréttir
Viðskipti
* Daglegar viðskiptafréttir
Neytendur
* Daglegar upplýsingar fyrir
neytendur
Fastir þættir
* Ýmsir þættir sem birtast dag-
lega eða sjaldnar s.s. Fólk -í
fréttum, Islenskt mál o.s. frv.
Dagbók
* Þar má fínna þjónustudálkinn
þar sem m.a. kemur fram opn-
unartími apóteka, veður, skipa-
fréttir o. s. frv.
fþróttir
* Daglegar íþróttafréttir
Fyrir neðan þessa valmynd eru
sex hnappar sem nota má til eftir-
farandi aðgerða:
■ Gagnasafn Innifalið í áskrift
að Morgunblaðinu á alnetinu er
aðgangur að Gagnasafni Morgun-
blaðsins þar sem fínna má fréttir
og greinar frá 1987 til dagsins í
dag. Hver leit kostar kr. 50.
■ Eldri blöð Hver áskrifandi
hefur aðgang að blöðum eina viku
aftur í tímann.
■ Póstur Hér má fínna upplýs-
ingar um hvemig senda á tölvu-
póst til blaðsins, bæði myndir og
texta.
■ Askrift Hér er eyðublað fyrir
þá sem óska að gerast áskrifend-
ur. Heppilegast er að prenta blað-
ið út og senda til Verk- og kerfís-
fræðistofunnar Strengs. Ekki er
talið öruggt enn sem komið er að
gefa upp greiðslukortanúmer á
netinu.
■ Upplýsingar Hér má fínna al-
mennar upplýsingar um blaðið.
■ Aftur heim Ef smellt er á
þennan hnapp birtist heimasíða
blaðsins á ný.
Þess má geta að aðgangur að
Morgunblaðinu á alnetinu er
ókeypis í tilefni tölvusýningarinn-
ar í Laugardalshöll frá því í dag
og fram til 5. október.
Hálft megabæti á dag
Morgunblaðið hóf að geyma valdar
fréttir og greinar í gagnagrunni á
árinu 1987, en frá árinu 1994
hefur allt efni sem birtist í Morg-
unblaðinu verið sett í gagnagrunn-
inn sem í eru á fjórða hundrað
þúsund greinar og bætist í safnið
á hveijum útgáfudegi. Einnig eru
öll eintök blaðsins geymd á ör-
fílmu.
Skattar.
M
HEIMILISLÍNAN
Ódýra heimilishjálpin!
Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaöur, sérgtaklega ætlaöur fyrir heimilis-
bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aöéins inn upphæöirnar
og Hómer sér um framhaldið.
Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr.
hann aðeins 450 kr.
■ og ef þú ert í Heimilislínunni kostar
Meö Hómer veistu hvaö þú átt - og hvaö þú mátt!
Kynntu þér möguleika Hómers fjármálahugbúnaðarins í bás Búnaðarbankans
á sýningunni Tækni og tölvur sem stendur yfir í Laugardalshöllinni dagana 28/9 -1/10.
BUNAÐARBANKINN
- traustur heimilisbanki