Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 15

Morgunblaðið - 27.09.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 15 NÝLEGA kom á markaðinn ný útgáfa örgjörva í tölvur frá tölvu- fyrirtækinu IBM í Bandaríkjunum. Er þetta PowerPC AS (Advanced Series) örgjörvinn, sem m.a. er nú settur í AS/400 tölvur. Örgjörvi þessi er í ýmsu frábrugðinn öðrum örgjörvum og býður upp á ýmsa möguleika fýrir notendur í tölvu- vinnslu að því er fram kemur í frétt frá Nýheija. PowerPC AS-örgjörvar eru fýrir það fyrsta þróaðir 64-bita RISC- örgjörvar, sem hannaðir eru fyrir AS/400 Advanced Series tölvulín- una frá IBM. Hönnun örgjörvans er byggð á PowerPC með sérað- lögun fyrir viðskiptaumhverfi IBM AS/400. Þijár lykilástæður eru sagðir fyrir því hvers vegna IBM þróaði PowerPC AS örgjörva fyrir AS/400-tölvur sínar. í fyrsta lagi, að skila af sér bestu mögulegu vinnslu til viðskiptavina. I öðru lagi, að nýta að fullu 64-bita vinnslugetú AS/400- tölvunnar. í þriðja lagi, að vera fyrr á ferð með tækni í fremstu röð með lægri tilkostnaði. Vinnslugeta fyrir viðskiptalífið PowerPC AS-örgjörvar eru hannaðir fýrir hið almenna vinnu- umhverfi viðskiptalífsins, sem þjónað er af AS/400-tölvum. Það eru grunneinkenni PowerPC- örgjörvans, sem gera hann kost til notkunar í viðskiptakerfum. Hönnun örgjörvans leyfir margar skipanir í hveijum vinnsluhring auk fjölvinnslugetu. Þessir eigin- leikar auk annarra eru mikilvægir vegna þess að dæmigerð viðskipta- forrit, eins og til að mynda forrit fyrir pantana- og lagereftirlit, ein- kennast af stóru og tilviljana- kenndu innslegnu og útteknu magni gagna, segir í fréttinni. Fullnýting 64-bita vinnslugetu í fréttinni kemur einnig fram að kröfur í vinnuumhverfi við- skiptalífsins kalli á 64 bita vinnslu, og þess vegna þarfnist viðkomandi PowerPC AS-64 bita örgjörvans til að styðja hin samþættu við- skiptaforrit, sem þegar eru algeng í vinnslu AS/400-tölva. 32-bita örgjörvar muni einfaldlega ekki geta fullnægt kröfum um aukna vinnslugetu vegna margmiðlunar, biðlara/miðlara lausna og dreifðr- ar vinnslu, sem færst hefur í auk- ana hjá AS/400-notendum. Pow- erPC AS-örgjörvar ásamt upp- byggingu AS/400-tölvunnar muni því brúa bilið yfir í 64-bita vinnu- umhverfið að fullu með 64-bita örgjörva, 64-bita stýrikerfi og 64- HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS VIÐSKIPTAKERFI Frá kr. 22.410. KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 - kjarni málsins! PowerPC AS- örgjörvinn frá IBM kominn á markaðinn bita forritum. Staðhæft er að nú- verandi forrit fyrir AS/400 muni geta keyrt á PowerPC AS örgjörv- um, og jafnvel 15 ára gömul for- rit óbreytt á AS/400 þannig að 64-bita vinnsla nýtist að fullu. AS/400 þýði þannig sjálfvirkt hugbúnað sem þegar er í notkun, án þess að endurskrifa eða endur- keyra kóða forritsins. Hið þýdda forrit færi sér þegar í nyt 64-bita PowerPC-tæknina. Fram kemur að næstum allir aðalhlutar kerfisins, allt frá diska- drifum til rafmagnstengla, hafa verið endumýjaðir með nýrri tækni yfir sjö ára líftíma AS/400-„fjöl- skyldunnar". Samtök IBM, Apple og Motorola tölvufyrirtækjanna um að þróa og hanna PowerPC- örgjörvana hafi gert IBM það mögulegt að lækka kostnað til við- skiptavinarins og hin nýja tækni komi mun fyrr á markaðinn, ásamt því að IBM getur boðið AS/400- tölvukerfi á hagstæðari kjörum og komið fyrr með tækni í fremstu röð. í frétt Nýheija kemur fram að þegar hafi fjölmörg íslensk fyrir- tæki pantað AS/400 PowerPC tölvubúnað, og verði hann afhent- ur í haust. Allur innlendur AS/400 t hugbúnaður muni þannig strax ' keyra í 64 bita umhverfi. Einnig segir að jafnframt því sem Pow- erPC AS örgjörvinn var kynntur hafi IBM tilkynnt mikla verðlækk- un á IBM AS/400 íhlutum, eins og diskum, minniseiningum og fj arvinnslubúnaði. V Jörðin væri enn flöt eins og pönnukaka, ef enginn hefði séð út fyrir sjóndeildarhringinn Líttu viö í bás okkar á tölvusýningunni í Laugardalshöll og kynntu þér hvernig viö notum nýjustu tækni í þína þágu. ÞJÓNUSTUSÍMALEIKUR Dancall GSM farsími frá Radiomiðun og margt fleira í verðlaun. EI NK FÁIbANKI —^ ÞJÓMUSTU — — — - sírnirin * einka\/ Internetib varoa bókhaldiö Einkaþjónn H E I M A S í D A Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.