Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 25

Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 25 af því að læra að setja á markað þekkingu okkar og ef vel tekst til í framhaldinu getum við selt áfram inn á þennan markað og fengið að minnsta kosti kostnaðinn til baka, sem er gott mál sem skapar gjald- eyri og okkur verkefni. Við erum búnir að vera þarna í tvö ár og við erum að ná aukinni tiltrú kaupend- anna. Við höfum nennt að setja vinnu í mál sem aðrir hafa ekki viljað sinna, eins og að leysa rússnesku- vandamál, sem svipar til íslensku- vandamála og erfitt hefur verið fyrir þá að fá erlend fyrirtæki til að sinna. Við getum boðið þeim upp á sömu lausnir og búið að finna út fyrir íslenskuna. Það er líka þessum aðilum mjög mikilvægt að hafa samstarfsaðila utan Rússlands. Eg er búinn að vera í fimm mánuði í Rússlandi á undanförum tveimur árum, sem er lífsreynsla út af fyrir sig.“ Netverk í dag Tölvupóstur er efst á baugi í tölvusamskiptum, en Holberg segir að póstkerfin séu eins mörg og ólik og mennirnir. „Það eru til ótal kerfi og vanda- málið er að láta þau kerfi tala sam- an. 20.000 manns hafa aðgang að tölvupósti en vitanlega ekki allir sem nota hann. Enn eru þó þessir aðilar ekki samtengdir. Kerfin sem þeir tengjast eru mjög ólík og geta þeirra ólík, til að mynda er utaná- skrift bréfanna, ef svo má kalla, afskaplega ólík og getur skapað vandræði þegar senda á póst í kerfi sem skilur ekki utanáskriftina. Það er til einn alþjóðlegur og reyndar íslenskur staðall fyrir póstkerfi, sem kallaður er X.400. Hann er hugsaður til að leysa þarfir allra og þarf mikla vinnu til að slípa til og stilla. Póstur og sími, Skíma og SKÝRR eru með X.400 sem grunnkerfi, Microsoft og Lotus segja að þeirra forrit muni vinna með X.400 staðli. Mörg póstkerfi hafa verið á markaðinum með mjög mismun- andi staðla en nú vinna flest kerfi yfir alnetið, þannig að það má segja að J>etta sé meira að renna saman. Eg hef heyrt því slegið fram að skynsamlegra sé að nota SMTP en X.400 vegna þess að það fyrrnefnda fylgir með Unix stýri- kerfinu, en það er ekkert ókeypis, það kostar vinnu að koma öllum póstkerfum í rekstur, og svo eru kerfin ólík, eins og sumir kaupa sér Trabant en aðrir Volvo. Menn hafa mismunandi þarfir og það verður að horfa á þær. í dag eru flestir að kaupa sér tölvupóst með því sem þeir eru að taka, þeir sem kaupa sér Win95 fá með MS-Mail, þeir sem kaupa Lotus Notes fá cc:Mail, þeir sem fá sér Unix fá sér SMTP og þar fram eftir götunum. Þetta er mjög eðlileg þróun og við bjóðum hug- búnað og þjónustu sem tengir sam- an þessi ólíku kerfi, sem er það sem menn leita næst eftir. Menn horfa á þessi kerfí og vilja geta notað þau meira. Okkar fókus hefur verið X.400 kerfi og lausnir sem tengjast þeim, gáttir yfir í önnur tölvukerfi og hugbúnaður sem tengist þeim. Við lítum svo á að við séum fyrst og frémst að vinna við póstkerfí og tölvunet, að leysa þarfir fyrir- tækja fyrir tölvupóst, EDI og tölvu- net almennt." Slóð heimasíðu Netverks er: http://www.netverk.is/ HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS LAUNAKERFI Frá kr. 14.940. CT KERFISÞRÓUN HF. “JFákafeni11-Sími568 8055 PLÁSSLEYSI er nokkuð sem allir tölvunotendur kannast við, ekki síst á síðustu árum, þegar hver upp- færsla af forriti virðist þurfa tvö- falt meira pláss en sú á undan. Þannig þarf Windows 95, sem Iík- lega verður komið á þorra einka- tölva á íslandi innan skamms, allt að 65 Mb af diskrými eftir uppsetn- ingu. Með lagni má hreinsa til á disknum en þó er ekki hlaupið að þvi, því DOS var og er þeim ann- mörkum háð að skráaheiti eru tor- skiljanleg og því erfítt að sjá hveiju má eyða og hveiju ekki og þvi verð- ur að hafa eftirfarandi í huga: • Taktu afrit af öllu. Ekki er þörf á að taka afrit af forritum sem til eru á diskum, en gagna- skrár geta verið ómetanlegar. Ef fara á að hreinsa til borgar sig að afrita sem mest. AST Bravo Tiltekt á harða disknum • Fjölmörgum nýjum forritum fylgja sérforrit sem hreinsa til eftir forritið. Kannið hvort sá möguleiki er til staðar áður en lengra er haldið. Windows Setup býðst til þess að eyða af harða diskum ýmsum ónauðsynlegum skrám og oft er nóg að nota þann möguleika. • Algengt er að teikni- og jafnvel ritvinnsluforrit moki inn á harða diskinn ýmsum grafískum skrám í uppsetningunni. Fæstir nota aft- ur á móti þær myndir, og þar má losa drjúgt pláss. Einnig er óþarfi að vera með Write, Paintbrush og fleiri forrit sem fylgja með Windows ef annað ritvinnsluforrit er notað yfirleitt og jafnvel aldrei gripið til teikniforritsins. Athugið þó að ekki er nóg að eyða skjá- myndinni; fara verður í File Mana- ger til að hreinsa almennilega til. • File Manager nýtist til að leita að óþörfum skráasöfnum, sem jafnvel eru tóm eða með einhveiju gömlu dóti í, en einnig má láta hann leita að .bmp, .fon, .ttf og •tmp skrám, sem flestar mega fjúka, en þar sem Windows býr til .tmp skrá er best að eyða þeim í DOS, þ.e. hætta i Windows áður. Þeir sem gaman hafa af að breyta útliti Windows skyldu þó hugsa sinn gang, því .bmp skrár eru svo- kallað veggfóður. Þeir sem hafa Windows 3.11 á tölvunni geta not- að möguleikann Properties í File valmyndinni, því oft má sjá hvaða forrit átti skrána eða bjó hana til. • Þrautalendingin er svo að eyða Windows út af harða disknum og öllu sem því fylgir og setja inn á nýtt með Custom uppsetningu, því þá má tiltaka hvað á að fara inn á diskinn. Besta ráðið er samt að kaupa sér einfaldlega stærri harð- an disk. ALLT SEM ÞÚ ÞARFT TIL AÐ NA ARANGRI ER GOTT VERKFÆRI AST Bravo tölvan er áreiðanleg, fyrirferðalítil, fjölhæf og afar vel hönnuð. Hún býr yfir eiginleikum sem nýtast við ótal hluti, jafnvel hluti sem þú hélst að þú myndir aldrei framkvæma eða geta framkvæmt. í nútíma umhverfi er AST Bravo fullkomið hjálpartæki við krefjandi verkefni vinnudagsins. Verðgildi AST Bravo tölvunnar er einstakt og ótal kostir sem fást viðkaupin. Það vita þær þúsundir íslendinga sem eiga og nota AST Bravo tölvur. Hinn öflugi Intel Pentium örgjörvi ræður nú ríkjum innan Bravo tölvunnar. Aðrir hlutar hennar eru sniðnir sérstaklega í kringum Pentium örgjörvann svo hámarks afköst náist. Hraðvirk PCI myndvinnsla glæðir jafnvel þyngstu Windows forrit lífi og sýnir yfir 16 milljón liti. Tenging ■ Intel Pentium örgjörvar 75,100 og 133 Mhz ■ ATI Mach 64 bita, PCI myndvinnsla ■ Hljóðkort SB Vibra 16, hljóðnemi og heymartól ■ Örgjörvi, skyndiminni, myndvinnsla og vinnsluminni uppfæranleg ■ Plug'n'Play og DMI staðlar ■ AST Command Center vírusvörn ■ Windows 95 eða Windows for Workgroups ■ Þriggja ára ábyrgð og EJS gæðaþjónusta og stilling jaðartækja og íhluta er auðveld og þægileg með Plug'n’Play tækninni. Búnaðurinn er tengdur tölvunni og stillingin kemur sjáfkrafa. AST Bravo er uppfæranleg og sérlega sveigjanleg gagnvart stækkunum. Öryggiskerfi og orkusparnaður eru á meðal þess sem fylgir með við kaup á AST Bravo tölvu að ógleymdri þriggja ára varahlutaábyrgð og gæða- þjónustu EJS. AST er einn stærsti tölvu- framleiðandi í heimi. Fjöldi íslenskra stór- P®n^Möl fyrirtækja og stofnana hafa vaíið AST tölvur til að sinna mikil- vægustu verkunum. Með AST Bravo gefst einstaklingum einnig tækifæri til að vinna sín mikilvægustu verk með góðu og afkastamiklu verkfæri, fyrir verð se'm stillt er í hóf. AST COMPUTER RAÐGREIÐSLUR EINAR J. SKULASON HF Crensásvegi 10, Sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.