Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 27

Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 27 TIL AÐ nýta megi tölvur við kennslu svo eitthVert vit sé í verða að vera til íslensk kennsluforrit. Einn af þeim sem glímir við það óeigingjarna starf að semja kennsluforrit fyrir íslensk ung- menni er Sigurður Davíðsson. Sigurður Davíðsson hefur starf- að við kennsluforrit undanfarin ár og þar á meðal hannað forritin Jarðfræði íslands og Orðflokka- greiningu. Hann segist nú vinna að endurútgáfu á Jarðfræði íslands á tölvugeisladisk, meðal annars með fjölda hreyfimynda. Sigurður hefur einnig unnið við Orðflokka- greiningu og senn kemur nýtt málfræðiforrit, íslensk málfræði, sem leysir það af hólmi. Sigurður Davíðsson segist sjálf- menntaður í tölvuforritun, byijaði íslensk kennsluforrit árið 1988, en sé í fullu starfi sem kenn- ari. Jarðfræði íslands Jarðfræði íslands er upphaflega samið fyrir Macintosh tölv- ur. Gerð forritsins naut styrkja frá Þró- unarsjóði grunn- skóla, Námsgagna- stofnun og Apple- umboðinu. Sigurður Daviðsson Jarðfræði íslands er samið með hliðsjón af því að það nýtist á ungl- ingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Mörg efnisatriði ættu einnig að nýtast yngri nemendum. Forritið byggist upp á skýr- ingarmyndum ásamt stuttum skýringar- texta. Mikið er af hrey- fimyndum, teiknimynd- um, en með því er hægt að sýna á skýran hátt t.d. hvemig eldfjöll byggjast upp, hvernig hverir gjósa o.s.frv. Þá er í forritinu könnun þar sem nem- endur geta athugað hversu vel þeim hefur tekist að tileinka sér efnið. Með því að fara vel yfir alla efnisþætti ætti notandinn að fá nokkuð glögga mynd af helstu sviðum jarðfræði íslands. Islensk málfræði Forritið íslensk málfræði er þjálfunarforrit í ýmsum grunnþátt- um formlegrar málfræði. Forritið er þyngdargreint þannig að það getur hentað nemendum allt frá miðstigi grunnskóla upp í fyrstu áfanga framhaldsskóla. íslensk málfræði hentartil þjálf- unar í öllum málfræðiatriðum - nemendur fá samstundis mat á greiningu sína af hlutlausum aðila, geta leitað sér aðstoðar í inn- byggðri hjálp og sjá ljóslega á yfir- litsspjaldi sínu hvort um framfarir er að ræða því forritið geymir fyrri árangur. Forritið er opið kennurum gegn aðgangsorði og geta þeir bætt inn setningum, eytt þeim eða breytt. Kennari getur skoðað árangur allra nemenda sinna, forritið gefur einkunn og umsögn, og prentað út eða flutt í töflureikni til frekari meðhöndlunar. Alltá einum stað SÍMBRÉFASENDAR eru í eðli sínu líka Ijósritunarvél og þaðan er skammt í mynskanna og leysiprentara. Með aukinni tækni og því að símbréfsvélar taka við bréfum á venjulegan pappír hafa öll þessi tæki sam- einast í einu. Dæmi um slíkt er Ricoh MV310 se,m Aco selur. Mikil sendigeta MV310 er þannig hannað að auðvelt er að ljósrita og sím- senda texta úr bókum eða bækl- ingum og einnig af stórum blöð- um. Myndvídd er allt að 10,1 tommum sem er meira en í sím- bréfasendum yfirleitt. Auk þess er sendigetan óvenju mikil eða allt að 30 blaðsíðum. Þá er sendihraði aukinn, minnisgetan allt að 45 blaðsíðum og tryggt að hún er ein klukkustund. Hægt er að vinna að tveim verk- efnum í MV310 í einu, til að mynda ljósrita á sama tíma og tækið tekur á móti símbréfi eða leitar í minninu. Tengimöguleikar við tölvu eru mjög miklir og getur tækið nýtt slyöl og upplýsingar frá henni og einnig sent í símanúm- er sem geymd er í minni tölv- unnar. Einnig má skanna megi skjal úr minni tölvunnar. Sé tækið notað sem leysiprentari, prentar það allt að 10 eintök á mínútu. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR gl KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 wm Canon og Nýherji taka höndum saman svo þú getir notiö þess besta / | • c i f /1 __ r* Canon Við hjá Nýherja erum stolt af því að Canon hefur valið okkur sem sölu- og umboðsaðila á íslandi. Canon hefur þvi bæst í hóp þeirra fjölmörgu gæðavara sem Nýherji býður viðskiptavinum sínum. Við bjóðum alla velkomna í Nýherja til að skoða úrvalið af Ijósritunarvélum, prenturum, faxtækjum og reiknivélum frá Canon. Nýherji mun einnig sýna og kynna Canon skrifstofuvélarnar á tölvusýningunni í Laugardalshöll sem hefst 28. september næstkomandi. Nú hafa íslensk fyrirtæki og aðrir greiðan aðgang að því besta sem í boði er í skrifstofuvélum í heiminum í dag. Þú þekkir Canon - þú þekkir Nýherja NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 * SÍMI 569 7700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.