Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 28

Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 28
28 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingaheimar TÖLVUBYLTING undanfarinna ára hefur verið kölluð upplýsinga- byltingin og því haldið fram að hún hafi þegar haft sambærileg áhrif á heiminn og iðbyltingin á sínum tíma. Tölvan gefur kost á að halda utan um upplýsingar á skipulagðari hátt en áður hefur þekkst og miðla þeim.upplýsingum til þeirra sem á þurfa að halda, hvort sem það er í gegnum alnetið eða þá með teng- ingu við sérstakan gagnabanka með upphringisambandi. Hinn nýi upplýsingabanki, sem hlotið hefur nafiiið „Upplýsinga- heimar", er afrakstur samvinnu tveggja fyrirtækja Skýrr og ís- lenskrar forritaþróunar hf. Skýrr (Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar) hefur lengi safnað saman og miðlað upplýsingum og íslensk forritaþróun hf. fæst við hugbúnað- argerð fyrir íslenskt viðskiptalíf. 60 upplýsingasvið Áætlað er að opna 60 upplýsinga- svið í Upplýsingaheimum og þar megi þá finna ýmislegar upplýs- ingar. Má nefna þjóðskrá, fyrir- tækjaskrá, ökutækjaskrá, skipaskrá (skip og áhafnir), þinglýsingar/veð- bókarvottorð, tollalína/tollskrá, verslunarskýrslur, þjóðhagsstærðir, Qámámsbeiðnir, aðfarargerðir, lagasafn, EES-þýðingar, EES-útboð (yfiriit), opinber útboð, bankavexti og -gengi gagnasafn DV, færð á vegum og veðurspá. Menn fá aðgang að Upplýsinga- heimum með því að gerast áskrif- endur. Ifyrir áskrift að Upplýsinga- heimum er greitt fast mánaiðargjald, óháð notkun. Til að tengjast Upplýs- ingaheimum þarf einmenningstölvu með 486 örgjörva og 8MB minni eða stærri, Windows 3.x., síma og mót- ald. Með áskrift að Upplýsingaheim- um fylgir Windows-hugbúnaður til að tengjast upplýsingabankanum og fletta upp upplýsingum á þægilegan hátt. Hugbúnaðurinn er íslenskur og er boðinn bæði fyrir Windows 3.1 og í sérstakri 32ja bita útgáfu fyrir Windows 95. Áskrifendur með alnetstengingu geta notað hana til að tengjast Upplýsingaheimum. Nota má venjuleg rápforrit eins og t.a.m. Netscape eða Mosaic, en einn- ig má nota hugbúnað Upplýsinga- heima til að ferðast um veraldarvef- inn. Til þess er notað fyrsta íslenska alnetsrápforritið sem er hluti af pakkanum. SKJÁMYND úr Upplýsingaheimum, en þar má meðal annars fletta upp i Lagasafni, ökutækjaskrá, skipaskrá, þjóðskrá og fara inn á alnetið svo fátt eitt sé nefnt, en innbyggt í Upplýsingarheima er alíslenskt rápforrit fyrir alnetið. Myndrænt fyrir- spurnarverkfæri WINDOWS hugbúnaður fyrir gagnafyrirspurnir á myndræn- an hátt setur nýja staðla hvað varðar hraðvirka notendaverk- færi tíl að nálgast gögn. TU að nýta sér þá möguleika sem gef- ast fyrir vikið þarf verkfæri, og Esperant er fyrsta verkfærið sem nota má án nokkurrar þekkingar á SQL fyrirspumar- máiinu. Software AG hefur sett á markað Esperant útgáfu 3.0 sem er myndrænt fyrirspumar- og skýrslugerðarverkfæri fyrir Windows umhverfi. Esperant er sérstaklega hannað fyrir fólk sem hefur enga sérþekkingu á upplýsingatækni í biðlara/miðl- ara umhverfum og opnar þannig dyr að upplýsingum úr gagna- söfnum fyrirtækja og stofnana. Esperant notar öflugt þekking- arkerfi tíl að hindra fram- kvæmd rangra og misleiðandi fyrirspumar. Gerir enga kröfu um þekkingu á SQL fræðum Esperant er fyrsta myndræna fyrirspumarverkfærið sem ger- ir enga kröfu um þekkingu á SQL fræðum eða skipulagi geymdra gagna sem nálgast má. Sérstök fyrirspumaraðstoð (Qu- ery Assistant) leyfir notendum á einfaldan hátt að benda með mús og velja þau gögn sem ósk- að er eftir með smelli. Á sama hátt má velja röðun og önnur skilyrði sem úttaksgögnin eiga að lúta. Esperant SQL Expert veitir þjálp með því að hindra val á atriðum sem leiða til rangr- ar niðurstöðu. í Esperant má nota þrjár megin aðferðir við að búa til fyrirspumir. Notendur geta val- ið hvaða aðferð þeir vUja eftir því hve mikla þekkingu þeir hafa á upplýsingatækni. Svo- kaUaðar Esperant fyrirspurnir má setja upp á auðveldan hátt með einföldum setningum og em mUlistig milli engrar og mikiUar þekkingar á upplýs- ingatækni. Fólk með enga sér- þekkingu á upplýsingatækni getur á skjótan hátt búið til fyr- irspumir með því að benda og smella og notendur með meiri þekkingu geta sett upp Esper- ant fyrirspumir eða notað SQL fyrirspumarmálið. Innbyggð skýrslugerð gefur kost á mjög frambærilegum há- gæða skýrslum en einnig má flytja gögnin beint í annan Windows hugbúnað eins og Microsoft Excel, Quattro Pro og Lotus 1-2-3 til frekari greining- ar og vinnslu. Við flutning gagna í ofangreind Windows forrit flytjast nöfn dálka og aðr- ar mikUvægar upplýsingar með. Gögnin má svo skoða, prenta og geyma á því formi sem notand- inn óskar. Esperant má setja upp á PC- vinnustöð eða á netmiðlara og gefur kost á tengingum við margar mismunandi gerðir gagnasafna á mörgum mismun- andi tölvugerðum. Esperant að- hyUist staðal um opnar gagna- safnstengingar (ODBC) og nálg- ast því gögn úr hverju því gagnasaf ni sem aðhyUist ODBC staðalinn. Esperant styður mörg for- ritunarskU fyrir netbúnað eins og Entire Access Net-Work frá Software AG, ODBC frá Micros- oft, SequeLink fráTechGnosis, SQL Net frá Oracle, DBLIB frá Sybase og QELIB frá Q & E. Gagnasöfn sem Esperant styður eru t.d. ADABAS frá Software AG, DB2, Oracle, Sybase SQLserver, Informix, Ingres, Rdb, DB2/2, dBase, FoxPro, og Paradox. http://www. strengur. is/hafsjor/ ,,Fer Fióla Baldurs til Benidorm á afmælisdeginum sínum? í i AÐGANGUR AÐ ÞJOÐSKRA OG NYJUSTU UPPL YSINGAR UM FLUGUMFERÐ Á INTERNETINU HAF UPPLÝSNGAVEITA I SJÓR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.