Morgunblaðið - 08.10.1995, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
Ferðalangurinn
ALLT T EINU settist upp nakinn maður á bakvið fjallahjólið á tjaldstæðinu við Laugafell. Hann fór sér í engu óðslega heldur dró á
sig spjarirnar í rólegheitunum, þrátt fyrir hryssingslegt veðrið.
Fjallgöngumaðurinn
HEIMIR kleif þekkt fjöll á borð við Mont Blanc og Matterhorn
í Ölpunum í ágúst 1991 ásamt félaga sínum Þórarni Pálssyni.
Hér er Heimir kominn upp á svissneska tindinn á Matterhorn.
TALDSTÆÐIÐ við
Laugafell, norðaustan
undir Hofsjökli, var autt
utan hvað þar lá fjalla-
hjól með hliðartöskum. Það var
napur sunnankaldi og dumbungur.
Vindurinn sleit fáeina regndropa
úr skýjunum og fleygði þeim til
jarðar. Hvergi sást til manna. Mið-
stöðin í bílnum suðaði notalega og
regndroparnir urðu að dreifðum
klessum í rykinu á vélarhlífinni.
Við Ragnar ljósmyndari veltum því
fyrir okkur hvort hér væri virkilega
enginn ferðalangur sem við gætum
haft tal af í pílagrímsför okkar um
háfjallaperlur landsins.
Allt í einu settist upp nakinn
maður á bakvið fjallahjólið á tjald-
stæðinu. Hann var einkennilega
fölur í gráma landsins. Dumbrauð
hárflétta flagsaði í vindinum eins
og trosnaður fáni. Sá fáklæddi fór
sér að engu óðslega, teygði úr sér
og nuddaði stírumar í nepjunni.
Hann var að vakna þótt komið
væri langt fram á dag. Ragnar
beið ekki boðanna, skipaði mér að
hala niður rúðuna, reif upp mynda-
vél með aðdráttarlinsu og festi
þetta óvenjulega mótíf á fílmu.
Ég vona að það skemmi ekki
myndirnar . r .
Við skunduðum upp á tjaldstæð-
ið til að taka ferðalanginn eina
tali. Þegar nær dró sást að maður-
inn hafði náttað í svefnpoka með
hlífðarpoka svo hann lá í skjóli við
fjallahjólið. Ég bauð góðan dag,
kynnti okkur og spurði hvort ekki
væri í lagi að við tækjum nokkrar
myndir.
Ferðamaðurinn sat enn flötum
beinum og byijaður að draga á sig
spjarirnar. Hann svaraði ekki
ávarpinu heldur umlaði eitthvað.
Það staðfesti grun minn um að hér
væri útlendingur á ferð, enda
næsta víst að fáir landsmenn
leggðu það á sig að flækjast um
hálendið einir síns liðs á hjóli.
Maðurinn var horfínn inn í peysu
og á meðan hann leitaði að út-
gönguleið var talað tungum tveim
eða þrem - án nokkurs svars.
Þegar maðurinn var kominn úr
prísund peysunnar dró hann þum-
alinn niður hökuna og tvo fingur
fyrir munninn til merkis um að
hann væri íslenskur og mállaus.
Mér leið hálf kjánalega yfir að
hafa ekki reiknað með þeim mögu-
leika. Þar sem ég tvísté vandræða-
lega og hugsaði næsta leik dró
maðurinn skrifblokk og blýant úr
pússi sínu og skrifaði: „Ég vona
að það skemmi ekki myndimar að
ég er íslendingur."
Myrkrið betra en bílarnir
Það var ljóst að maðurinn heyrði
prýðilega og að ekki var djúpt á
kímnigáfunni. Ég spurði hvort við
mættum eiga við hann orð þegar
hann væri búinn að klæða sig.
Hann kinkaði kolli og stóð upp á
föðurlandinu í tvöfaldri merkingu.
Það fór hrollur um okkur full-
klædda í gjólunni en viðmælandinn
fór sér rólega og lét eins og hann
fyndi ekki fyrir kuldanum meðan
hann lauk við að klæða sig. Það
leyndi sér ekki að hann var fær í
flestan sjó, útbúnaðurinn og fasið
báru því vitni.
Við komum okkur fyrir í hlýjum
bílnum og hófum spjallið. Ég
spurði, og lá hærra rómur en venju-
lega, og maðurinn skrifaði svörin
í blokkina auk þess sem hann ját-
aði og neitaði með höfuðhreyfing-
um. Hann kvaðst heita Heimir
Viðarsson og vera úr Reykjavík,
myndbandaþýðandi og íslensku-
nemi í Háskóla íslands.
Heimir hafði komið hjólandi í
Laugafell úr Nýjadal á Sprengi-
sandi, milli kl. 3 og 4 um nóttina,
en þangað fékk hann bílfar úr
Reykjavík. Hann ætlaði síðan að
hjóla norður í Skagafjörð og enda
í Varmahlíð eða á Sauðárkróki.
Þegar spurt var hversu lengi hann
yrði á leiðinni var svarið: „Bara
minn tíma.“
Þetta var fyrsta ferð Heimis
yfír Sprengisand en áður var hann
búinn að hjóla um Snæfellsnes,
Vestfírði og upp að skála á Fimm-
vörðuhálsi og aftur til baka. Versti
farartálmi hjólreiðamannsins þótti
honum vera djúpar straumharðar
ár og það sem hann kveið helst á
ferðalaginu var að þurfa að fara
ber á fætur í rigningu!
Heimir sagðist ætla að halda
ferðinni áfram síðdegis þennan
sama dag. Hann vildi helst hjóla
frá kl. 18 að kvöldi til kl. 6 að
morgni til að losna við bílaumferð.
Honum þótti skárra að kljást við
næturmyrkrið en ökumenn á hrað-
ferð um hálendið.
Einfari í eyðimörkinni
Við fylgdum Heimi á leið laust
eftir kl. 17 og Ragnar tók myndir
af þessum einfara í eyðimörkinni
norðan við Hofsjökul. Leiðir okkar
skildu nokkru norðan við Lauga-
fell, Heimir hvarf út i kolsvarta
auðnina á hjólinu sínu skrýddur
íslenskum lopahjálmi. Við snerum
aftur upp á Sprengisand og veltum
því fyrir okkur hver hann væri
þessi maður sem orkaði svo sterkt
á okkur. Hver var saga hans?
Hvað var hann að vilja, einn á
reginfjöllum?
Það þurfti ekki langa eftir-
grennslan til að komast að því
hver hann var. Nafnið fannst í
gagnasafni Morgun-
blaðsins vegna atburðar
sem næstum varð þess-
um unga manni og fé-
laga hans að aldurtila
fyrir tæpum fjórum
árum.
Þegar við komum
heim úr ferðinni höfðum við sam-
band við Heimi og föluðumst eftir
viðtali. Heimir þurfti að skreppa
til Spánar að fá sér fléttur og sóla
sig og síðan var hann til í tuskið.
Við hittumst á heimili hans, ég
spurði og Heimir svaraði með því
að skrifa á tölvuna sína eða með
látbragðinu.
Með fjallabakteríu
Heimir fékk ungur fjallabakter-
íuna. Hann gekk til liðs við Björg-
unarsveitina Albert á Seltjarnar-
nesi og kynntist þar fjallaferðum
og þeirri nautn sem felst í því að
takast á við sjálfan sig í óbyggð-
um. Í þjálfuninni fólst að læra
grundvallaratriði fjallamennsku og
að ferðast utan alfaraleiða. Kletta-
klifur og ísklifur átti hug hans all-
an. Hvert tækifæri var notað til
að fara til fjalla, ekki síður á vetr-
um en sumrin. Heimir segir eftir-
minnilegasta ísklifrið hafa verið
þegar hann kleif Skessuhomið í
Skarðsheiði, „Við vissum eiginlega
ekkert um leiðina, sáum bara flotta
línu upp á topp og fórum hana,“
segir Heimir. Hann fór „skylduleið-
ir“ á borð við Laugaveginn úr
Landmannalaugum í Þórsmörk og
gekk á fjölda fjalla og jökla. Af
þeim leiðöngrum nefnir hann Gíg-
jökul í Eyjafjallajökli sem eftir-
minnilegan.
Þar kom að íslensk fjöll vora
ekki næg áskorun og sumarið
1991, að loknu stúdentsprófí, fór
Heimir ásamt helsta fjallafélaga
sínum á þeim árum, Þórarni Páls-
syni, í fjallgönguferð í Ölpunum.
Þeir byijuðu á að klífa 4200 metra
háan tind sem heitir Tacul „til að
fá þetta í sig“, eins og Heimir orð-
ar það. Honum leið vel á tindinum
og háfjalladraumarnir urðu meiri
og raunsærri en áður. Því næst
gengu þeir á Mont Blanc og Matt-
erhorn. Heimir gerir lítið úr erfiði
við að sigrast á þessum frægu fjöll-
um heldur segir að leiðimar sem
þeir fóru hafí verið þægilegar
gönguferðir.
Orlagaferð
Um haustið hóf Heimir nám við
læknadeild Háskóla íslands. Lítill
tími gafst nú til fjallaferða og úti-
vistar vegna námsins. Að loknum
jólaprófum í desember tók við lang-
þráð jólaleyfi. Þá var ekki beðið
boðanna að halda til fjalla. Föstu-
daginn 20. desember fór Heimir
ásamt gömlum skólafélaga og vini,
Matthíasi Sigurðarsyni, og klifu
þeir Grafarfoss í Kistufelli. I þeirri
ferð minntist Heimir á það að dag-
inn eftir ætlaði íslenski alpaklúbb-
urinn að fara upp 800 metra langa
leið, Einfara, úr Eilífsdal á Esju.
Þar var foss í klakaböndum og
þetta því kjörin áskoran fyrir
metnaðarfulla ísklifrara.
Það var 10 manna hópur sem
lagði upp úr Reykjavík undir leið-
sögn fararstjóra þennan stysta dag
ársins, laugardaginn 21. desember
1991. Þeir Matthías og Heimir
voru ókunnugir í Eilífsdal. Allur
hópurinn, nema tveir, kleif Einfara
og lentu þeir Matthías og Heimir
aftastir. Fararstjórinn fór hins veg-
ar aðra leið ásamt félaga sínum.
Klifrið hófst klukkan 10 um
morguninn og sóttist ferðin hægt.
Heimir segir Einfara ekki í sjálfu
sér erfiða leið, þótt hún sé það
fyrir fjögurra mánaða kyrrsetu-
menn. Þeir Heimir og Matthías
voru með öryggislínu á milli sín
og skiptust á um að
vera á undan. Hægt og
bítandi var farið upp
klakavegginn og ís-
skrúfunum og ísöxun-
um óspart beitt. Bakvið
klakabrynju fossins var
vatn undir þrýstingi og
stundum frassaðist út um sprang-
ur og úðinn rennbleytti piltana.
Línan fraus við ísstálið og bleyt-
an jók á nístandi kuldann. Þegar
ofar dró í fjallinu jókst niður-
streymið sem jós snjókófinu af
fjallsbrúninni yfir félagana. Þeim
Matthíasi og Heimi leist ekki meira
en svo á blikuna og þegar þeir sáu
síðast til ferðafélaganna kl. 16.30
áttu þeir eftir um 30 metra ófarna
upp á brún. Heimir ætlaði að gefa
þeim merki með handhægri neyð-
arbyssu sem hann hafði í vasanum.
Ekki tókst betur til en svo að skot-
hylkið sprakk í byssunni og varð
hún við það óvirk.
„Eg vona að
það skemmi
ekki myndirn
ar að ég er ís-
lendingur."