Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ BETRI BÚVÖRU- SAMNING! ÞÞESSAR línur eru skrifaðar til að fylgja eftir gagnrýni á nýgerðan búvörusamn- ing, sem ég setti fram í grein í efnahagsmálaritinu Vísbend- ingu í vikunni. Þar var bent á að í búvörusamningnum væri tifandi tímasprengja offramleiðslu og alls ónógur hvati fyrir markvissa útflutn- ingsstarfsemi. Einnig var vefengt að samningurinn fæli í sér fijálsa verð- lagningu og athafnafrelsi til handa sauðfjárbændum. Það er lítill vandi að gagmýna ef ekki þarf að benda á betri úrræði. Þau eru til, meðal annars í tillögum sem hafa verið í geijun í landbúnaðamefnd Sjálfstæð- isflokksins síðustu sex árin að minnsta kosti. Þessara hugmynda má sjá glögg merki í landsfundar- samþykktum flokksins allt frá árinu 1989, eins og Morgunblaðið greindi frá á þeim tíma. En fyrst stungið er niður penna á síðum Morgunblaðsins, er ástæða til að leita í leiðinni svara við spumingum sem Morgunblaðið lagði fram í Reykjavíkurbréfi 10. september sl. Þar var réttilega bent á að fleiri lentu í atvinnuhremming- um en bændur, og spurt hvort nokk- ur ástæða væri til að ausa í þá pen- ingum fremur en aðrar stéttir. Svar- ið er að slíkar ástæður em fyrir hendi, þótt hitt sé rétt, að ýmsir eiga við líkan vanda að stríða. Sérstakar ástæður til að styrkja bændur Vert er að rétta bændum sérstak- lega hjálparhönd a.m.k. af þremur ástæðum, þótt eðli landbúnaðar sem atvinnugreinar sé um flest svipað og í öðrum rekstri. Astæðumar eru þessar: í fyrsta lagi er lágmarks- krafa að gefinn sé skýr og dijúgur aðlögunartími, ef gerbreyta á rekstrarumhverfi atvinnugreinar. Slíkan frest og tíu ára aðlögun fékk iðnaðurinn við inngönguna í EFTA 1970. í öðru lagi og ekki síður, eiga bændur meira á hættu en verslunar- eigandi við Laugaveginn eða iðnrek- andi á Ártúnshöfða. Oftar en ekki eru heimili þeirra illa eða ómögulega staðsett til að stunda vinnu í þétt- býli. Bændur hafa ekki einasta fest atvinnutæki sín í greininni, heldur einnig neyslukapítalið, heimili sín. í þriðja lagi skulda stjómvöld bændum skaðabætur fyrir að hafa vanið land- búnaðinn á að ganga við hækjur. Allar atvinnugreinar biðja um vemd og fyrirgreiðslu, en það stendur upp á stjómmálamenn að hafa vit, þrek og fortöluhæfileika til að segja nei og komast upp með það. Þess i stað kunna þeir margir hveijir á bakkgír- inn einan og eru langtum drýgri til útgjalda en aðhalds. Það eru stjórn- málamenn, ekki síst úr núverandi stjómarflokkum, sem hafa komið landbúnaðinum á kné með sextíu ára undanlátssemi. Þá sem halda því fram að landbúnaður sé hvergi í grannlöndunum rekinn sem alvöru atvinnuvegur, má minna á að það em fískveiðar ekki heldur. íslenskar útgerðir eru þær bröttustu á Vestur- löndum af því að þær hafa aldrei verið vandar á hækjur. Hver veit nema við getum líka eignast kröf- tugasta landbúnaðinn, þótt við búum á heimskautsbaug. Þrautin er að koma landbúnaðinum upp á afturfæ- turna án þess að drepa bændur, og þar er komið að aðalefni þessa grein- arkoms. Eftirfarandi er mín útlegg- Þá sem halda því fram að landbúnaður sé hvergi í grannlöndunum rekinn eins og al- vöru atvinnuvegur, má minna á að það eru fískveiðar ekki heldur. Islenskar útgerðir eru þær bröttustu á Vesturlöndum af því að þær hafa aldrei verið vandar á hækjur, skrifar Markús Möller. Hver veit nema við getum líka eignast kröftugasta landbúnaðinn, þótt við búum á heimskautsbaugnum. ing á þeim tillögum sem uppi hafa verið í land- búnaðamefnd Sjálf- stæðisflokksins. Þær gætu þó innihaldsins vegna átt ættir að rekja inn í hvaða stjórnmála- flokk sem er. I. Markmið Markmið breytinga á sauðfjársamningnum eiga að vera að stuðla að hagræðingu og markaðsvæðingu sauðfjárrækt til þess að sauðfjárafurðir verði framleiddar með sem minnstum kostnaði og verð þeirra til neyt- enda verði sem lægst, að þeir sem haft hafa viðurværi sitt af sauðfjárbúskap eigi í fram- tíðinni kost á viðunandi afkomu, annaðhvort í í sauðfjárrækt eða öðrum atvinnugreinum, að verðmætasköpun þess vinnu- afls sem bundið hefur verið í sauðfjárrækt verði sem mest, að framleiðsla sauðfjárafurða Iagist tiltölulega hratt að stigi sem samræmist kaupvilja neyt- enda og stuðningsmynstri sem ásættanlegt er til nokkurrar frambúðar. II. Frelsi í verðlagningoi og framleiðslu Lagaskylda sláturleyfishafa til að staðgreiða bændum afurðir verði afnumin frá og með hausti 1996, og uppgjör verði samningsatriði milli bænda og sláturleyfishafa. Opinber verðlagning verði afnumin frá sama tíma. Slátrun og markaðssetning verði samningsatriði milli einstakra bænda eða bændafélaga annarsveg- ar og fyrirtækja í slátrun, kjöt- vinnslu og verslun hinsvegar frá og með hausti 1996. Frá og með hausti 1996 verði ekki lagðar hömlur á framleiðslu og markaðssetningu kindakjöts, og bændum verði heimilt að bjóða alla framleiðslu sína á inn- anlandsmarkaði. III. Stuðningur Þeirri heildarfjárhæð sem til ráð- stöfunar er til stuðnings við sauð- fjárrækt á árunum 1996-2000 verði varið með eftirfarandi hætti: III. 1 Birgðaráðstöfun Lagt verði til hliðar nægilegt fé, allt að einum milljarði króna, til að kaupa upp og koma í lóg á næsta ári allt að 4.500 tonnum af kinda- kjöti, eða sem nemur því sem verður í birgð- um umfram eðlilega ársneyslu eftir haust- slátrun 1995. Því fé sem til ráð- stöfunar er úr búvöru- samningi fyrir árin 1996-2000 eftir birgða- káup og hér eftir er kallað heildarstuðning- ur, verði varið til greiðslna til bænda miðað við reiknitölu, nýgreiðslumark, sem yrði fyrir hvern bónda undir sjötugu jöfn greiðslumarki hans í ærgildum á árinu 1994-5, en 25% lægri fyrir þá sem náð hafa sjötugsaldri. Árleg greiðsla til hvers bónda í starfi eða á lífeyri samkvæmt lið yrði Heildarstuðningur x (nýgreiðslu- mark bónda./heildarnýgreiðslumark )/5 III.2 Lífeyrir Bóndi sem næði sjötugsaldri fengi lífeyri í hlutfalli við lækkað ný- greiðslumark, sem næmi 75% af nýgreiðslumarki hans fyrir sjötugt. Greiddur yrði lífeyrir sem næmi þessu, þó að hámarki 100 þúsund krónur á mánuði en 150 þúsund krónur fyrir hjón. Þeim sem fengju lífeyri samkvæmt þessum reglum yrði heimilt að framleiða áfram, en nytu ekki til þess annars stuðnings en lífeyrisins. Engin vinnuskylda yrði á lífeyrisþegum. Bónda yrði þó við sjötugsaldur heimilt að framseíja nýgreiðslumark sitt til afkomenda eða annarra sem taka vildu við búi og hefðu starfað við búið í tiltekinn lágmarkstíma. Við slíkt afsal félli niður réttur þess sem afsalaði til þeirra sérstöku lífeyrisbóta sem hér um ræðir. Taka ber fram að rétt væri að stefna að því að lífeyrisgreiðslur héldu áfram eftir aldamót, með jafnri og þéttri lækkun til nýrra líf- eyrisþega sem samsvaraði því ráð- rúmi sem er til að byggja upp venju- legan lífeyrisrétt. Þessa stefnu þyrfti að staðfesta með ályktun Alþingis, sem að vísu þyrfti yfirgnæfandi stuðning á þingi til að teljast sið- ferðilega bindandi. Ætlast verður til þess að því fé sem sparast í almanna- tryggingum við að greiða lífeyri af stuðningsfé sauðfjárræktarinnar í stað almennra úrræða í núverandi búvörusamningi, verði bætt við þann stuðning sem nú er ákveðinn. Þessi kostur er mun geðslegri en Markús Möller fyrirætlanir í nýja búvörusamningn- um, um að setja bændur inn í hið almenna tryggingakerfi, þar sem jaðarskattur er 100%, þ.e.a.s bætur lækka um krónu fyrir hveija krónu sem menn afla sjálfir. III. 3 Uppkaup Bændum yrði heimilt að afsala sér nýgreiðslumarki gegn greiðslu sem svarar því fé sem leggja þyrfti á 6% vexti til að greiða samsvarandi beingreiðslu í 5 ár, jafnlengi gildis- tíma nýja sauðfjársamningsins. Þessi eingreiðsla yrði þó ekki miðuð við lengri tíma en fram að því að bóndi yrði sjötugur. Með eingreiðsl- unni væri bóndi jafnframt að afsala sér lífeyrisréttindunum, sem áður var lýst. Uppkeyptum ám yrði farg- að, og kæmi ekki frekari greiðsla fyrir afurðir þeirra. Æskilegast væri að þetta uppkaupatilboð stæði opið út samningstímann miðað við stuðn- ing næstu fimm ára á hveijum tíma. Til þess þyrfti stuðningsfjárhæð til sauðfjárræktar næstu fimm árin að liggja fyrir á hveijum tíma, sem og skýr vilji yfirgnæfandi meirihluta á Alþingis til framlengingar. IIJ. 4 Beingreiðslur Bændur sem kysu að búa áfram og skrifuðu undir yfírlýsingu um að þeir væru í fullu starfi við búskap eða í hlutastarfi í samræmi við ný- greiðslumark sitt fengju hlutfallsleg- ar beingreiðslur. Framhald á greiðsl- um eftir aldamót færi eftir vilja Al- þingis þegar þar að kemur, eins og vikið er að síðar. 111.5 Þjóðþrifastörf Bændur sem vildu snúa sér að skógrækt til almenningsnota, um- hverfisvemd eða Öðrum þjóðþrifum, yrði gert að skila irtn tillögum um slík verkefni til sérstakrar nefndar, sem mæti þjóðþrifagildi þeirra. Að fengnu samþykki nefndarinnar, yrði litið á þessi störf sem lúkningu vinnu- framlags til jafns við búskap. Fram- hald á slíkum greiðslum eftir alda- mót yrði á valdi Alþingis, sbr. síðar. 111.6 Framhald eftir aldamót Mikilvægt væri að Alþingi varð- aði, við afgreiðslu búvörusamnings, veginn til framtíðar í málum sauð- fjárræktar, lýsti því hvemig það vill að stuðningur við sauðfjárrækt þró- ist. á næstu tíu til tuttugu árum eft- ir aldamót. Eðli málsins samkvæmt gæti þar einungis orðið um að ræða viljayfirlýsingu sitjandi þings um fjárframlög sem ákveðin verða af síðari þingum, en engum væri greiði gerður með því að leyna þeim aug- ljósu horfum sem eru á að stuðning- urinn minnki ört eftir aldamót. Uppruni og frávik frá honum Þær tillögur sem hér er lýst, hafa, sem fyrr segir, þróast og hlotið stuðning í landbúnaðamefnd Sjálf- stæðisflokksins. Hér er þó bmgðið frá umræðum þar í tvennu. Nefndin hefur jafnan gert ráð fyrir að sér- staklega væri tekið frá fé til að nið- urgreiða ull, en fallist á að þeir sem vildu nota sér uppkaup, fengju sinn hluta af ullarpeningunum. Það er framkvæmanlegt með litlum frávik- um frá því sem hér er lýst, þótt ég sjái ekki rök til. Sumt annað er hér útfært nánar en gert hefur verið í nefndinni, og hugmyndin um út- færslu vinnuskyldu varð til við ritun þessarar greinar. Óhjákvæmilega ber framsetningin mót af því hver lýsir tillögunum. Líklegar fjárhæðir Miðað við að í samninginn fari 11,4 milljarðar króna, það em þeir 10,8 milljarðar sem mér hefur reikn- ast til að fyrirliggjandi samningur kosti beint, að viðbættum þeim 0,6 milljörðum sem hann virðist kosta heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið með því að setja fullorðna bændur á almennar bætur almannatiygg- inga, og miðað við að milljarður króna fari í birgðakaup, en bændur með alls 34 þúsund ærgildi fari á 75% eftirlaun, telst mér til að greiðsla fyrir ærgildi yrði 5.200 krónur á ári, og að uppkaupatilboð til bænda sem vildu leita nýrra færa yrði 21.900 krónur á ærgildi. Lífeyr- ir til bónda sem verið hefði með 200 ærgilda bú eða hálft viðmiðunarbú sýnist mér að yrði 65.000 krónur á mánuði. Vegna síðustu tölunnar yrði sérlega mikilvægt að tilgreina þegar í upphafi hvort stefnt yrði að því að greiða sams konar lífeyri eftir aldamót, eða hvort gert yrði ráð fyrir að lífeyrisgreiðslur til einstakra bænda tækju sömu breytingum í hlutfalli við stuðning við virka sauðfjárrækt. Áhætta og öryggisventlar Rétt er að taka fram að hér er gert ráð fyrir að felldur verði niður sérstakur styrkur ríkissjóðs til kjöt- geymslu, sem numið hefur um 300 m.kr. á ári að undanförnu. Sýnilegur kostnaður við slátrun og umsýslu myndi trúlega hækka við þessa nið- urfellingu, en því meiri yrði pressan á að lækka hann úr þeim óheyrilegu 170 krónum á kíló sem hann hefur verið að meðtöldum ríkisstyrknum. Sú áhætta fælist óneitanlega í fram- leiðslufrelsinu að framleiðsla ykist eitthvað eftir samdrátt í kjölfar upp- kaupa. Þar sem kjötmarkaðurinn er viðkvæmur, væri til dæmis ekki óhugsandi að 15% lækkun heildsölu- verðs myndi hljótast af 700 tonna eða 10% framleiðslu umfram þau 7.000, sem talin eru rúmast á innan- landsmarkaði á núverandi verðlagi. Ef í slíkan vanda stefnir í nóvember eða desember í vetur, ættu bændur hins vegar marga kosti: Þeir gætu tekið uppkaupum áður en í óefni horfði, eða þeir gætu farið sér hægt, sparað sér áburð og minnkað ásetn- ing, frestað endurnýjun tækja og þar fram eftir götunum, allt í þeim til- gangi að tryggja afkomu og draga úr áhættu. Áukið öryggi fælist einn- ig í að láta uppkaupatilboðið vera áfram í gildi, og það væri líka sjálf- sögð kurteisi að gefa fólki ráðrúm til umhugsunar þegar það stendur frammi fyrir ákvörðunum um að umbylta lífi sínu. Lokaorð Vandi sauðfjárbænda stafar ekki af ómennsku eða okurverði á Iamba- kjöti. Það er eitt fárra búvara sem hérlendis eru á svipuðu verði og víða erlendis, að vísu með æmum, beinum stuðningi. Vandi sauðfjárbænda er að þeir eru of margir að eltast við of lítinn innanlandsmarkað. Fyrir- liggjandi samningur reynir að svindla sér út úr þeirri klemmu með því að láta bændur niðurgreiða út- flutning fyrir sjálfa sig, hvort sem hann er vitlegur eða vitlaus. Kerfið, sem nota á, er ámóta hagkvæmt og óheftar fískveiðar og gæti leitt til framleiðslusprengingar og enn meiri vanda um aldamót, eins og lýst er í títtnefndri Vísbendingargrein. Undir stífri pressu frá þeim hug- myndum sem hér er lýst og þrýst- ingi frá fjölmörgum aðilum, var drögum að núverandi samningi þok- að í rétta humátt, en of skammt. Uppkaupatilboðin í samningnum eru nú almenn tilboð um 17 þúsund krónur á ærgildi, en voru áður 13 þúsund krónur á ærgildi til þröngs hóps. Gallinn er sá að engir pening- ar eru í samningnum til að standa að uppkaupum sem um munar. Fyr- ir þrýsting voru sett inn ákvæði til að stoppa framleiðslusprenginguna, en þau virðast ekki halda. Ennþá er tekið hreinum vettlingatökum á birgðavandanum sem blasir við í lok sláturtíðar. Verst er að samningurinn er engan veginn til þess fallinn að búa sauðfjárræktina undir nýja öld, auk þess sem hann stefnir í hættu því samstarfi sem verið hefur með bændum og aðilum vinnumarkaðar- ins. Það er miklu nær að tillögumar hér að ofan gríþi það tækifæri sem nú er til að endurreisa sauðíjárrækt- ina sem atvinnugrein, og ég þykist þess fullviss að þær mætti fram- kvæma í góðri sátt við samfélagið. Nýr sauðfjárræktarsamningur hefur verið undirritaður, og ríkis- stjómin er bundin af honum. Því er varla á nokkurs færi nema Búnaðar- þings og bænda að breyta neinu úr því sem komið er. Því vil ég skora á fulltrúa á Búnaðarþingi að gaum- gæfa nú samninginn og gefa hug- myndunum hér að framan heiðar- lega athugun. Ef þeir við athugun fallast á að þær séu betri fyrir land og þjóð og betri fyrir bændur, ber þeim vegna umbjóðenda sinna að taka af skarið, leggja samninginn til hliðar og nýta þessar tillögur eða bæta þær. Annars ekki. Höfundur er hagfræðingvr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.