Morgunblaðið - 08.10.1995, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HIMNARÍKI, gamanleikrit
eftir Áma Ibsen, er nú
sýnt við miklar vinsældir
í gömlu Bæjarútgerðinni
í Hafnarfirði. Leikhópurinn sem sýnir
kallar sig Hermóður og Háðvör og
er óhætt að segja að hann skili þess-
um bráðsmellna texta á sérstæðan
og vel gerðan hátt. Fjallar verkið um
sex ungar manneskjur, sem má
kannski segja að séu þijú pör, sem
fara í helgarferð upp í sumarbústað.
Auðvitað er dottið lítillega í það og
ekki er laust við að samskipti persón-
anna breytist eilítið við það.
Árni hefur nú svo sem verið stað-
inn að því áður að gera grín að helstu
þjóðareinkennum okkar íslendinga
með góðum árangri og öllum sem
séð hafa til ómældrar skemmtunar.
Svo hefur hann skrifað harmleiki
og þýtt hinn ofurgáfaða Beckett,
gefíð út ljóðabækur, þýtt ljóð er-
lendra stórskálda og maður hefði
nú kannski haldið að sá sem er á
kafí í alvöru, gáfum og harmi, færi
nú ekki að vasast í að skrifa gaman-
leiki og síst af öllu þá sem móðga
þjóðina með sannleikanum.
„Æ, ég veit það ekki,“ segir Ámi
þegar talið berst að þjóðinni og bú-
setu hér í fásinninu og gamanleikjum.
„Þegar maður er setinn „paranoiu,"
eða ofsóknaræði sem allir fínna fyrir
öðru hveiju í svona litlu þjóðfélagi
er best að skella á skeið.“ Og vissu-
lega hafa Árni og leikhópurinn í
Hafnarfirðinum skellt á skeið.
„Þegar þetta samstarf varð til, var
eins og það hefði alltaf átt að verða
til,“ heldur Ámi áfram. „Ég hafði
aldrei séð Hilmar leikstýra en þekkti
til hans sem leikara í Þjóðleikhúsinu.
En um leið og við byijuðum að tala
saman sem höfundur og leikstjóri var
ljóst að við hugsuðum á sömu nótum,
höfðum sömu markmið og skildum
hvor annan. Eftir að vinnan var kom-
in af stað þurftum við lítið að tala
saman, því við vissum að við gátum
treyst hvor öðrum. Ég held að það
sé alltof sjaldgæft að íslenskum leik-
ritahöfundum sé treyst."
En hvemig kom þetta samstarf til?
„Krakkarnir í leikhópnum komu
til mín og spurðu hvort ég væri til
í að skrifa verk fyrir þau. Ég sagði
jú jú og hugsaði ekkert meira um
það í bili. Svo fengu þau pening og
þá var bara að standa við orð sín.
Og ég verð að segja að þetta er eitt-
hvert ánægjulegasta samstarf sem
ég hef tekið þátt í. Ég hef hingað
til unnið með hópum þar sem aldur
er blandaður en í þessum hópi eru
allir nema ég á sama unga aldri.
Það sem mér fínnst svo merkilegt
er að í hópnum er fullkomið gagn-
kvæmt traust. Leikararnir sex og
leikstjórinn þekkjast mjög vel og ég
fann fljótt að í hópnum var engin
valdabarátta í gangi; það reyndi
enginn að valta yfír annan. Það
mættu bara allir til að vinna og
maður gat einbeitt sér að sínu verk-
efni. Það var mikill léttir.
Það var þeirra hugmynd að ég
skrifaði leikrit sem gerðist í sumar-
bústað og þau vildu hafa heitan
pott. Svo héldum við áfram að tala
saman og þetta kom smátt og smátt.
Mér fínnst þessí tími hafa verið
magískur. Sá sem skrifar leikrit
vinnur út frá persónum sem leika
lausum hala í hausnum á honum;
hann heyrir þær tala á meðan þær
eru að mótast. En í þessu tilfelli var
ég um leið að kynnast þeim leikurum
sem leika persónurnar. Eflaust hafa
þessir leikarar haft afgerandi áhrif
á það hvernig þessar persónur urðu
á endanum. En það er síður en svo
að það angri mig. Ég þarf ekkert
að hafa minn egóstimpil á heildinni
þótt ég sé samt endanlega ábyrgur
fyrir textanum, fléttunni og per-
sónusköpuninni. En persónusköpun-
in er ekki síður þeirra en mín og
það þarf að ríkja gagnkvæmt traust
til að svona vinna geti gengið upp.
Það er allt of sjaldgæft að svona
sé unnið í leikhúsum. Leikhússtjórar
hér verða að passa sig að ýta ekki
höfundum út úr leikhúsunum. Við
verðum að leika okkar þjóðlíf, okkar
eigin-hugsun og verðum að eiga hér
væna kippu af leikskáldum sem eru
að framleiða. Leikhúsin hafa naum-
ast þorað að veðja á hluti sem eru
í mótun. Þau hengja sig gjarnan í
það prinsipatriði að kaupa ekki
handrit fyrr en það er tilbúið. En
mér fínnst þau oft fullsein að grípa
gæsina. Ef leikhöfundur, sem situr
Þaðer
eitthvað
á seyði
hér
Nýr íslenskur gamanleikur, Himnaríki eftir
Áma Ibsen, var nýlega frumsýndur í Hafnar-
fírði o g hefur hlotið míkið lof áhorfenda sem
gagnrýnenda. Ámi er nýhættur störfum hjá
Þjóðleikhúsinu þar sem hann hefur verið
bókmennta- og leiklistarráðunautur til
margra ára, auk þess að hafa verið mikilvirk-
ur þýðandi og leikritahöfundur. Súsanna
Svavarsdóttir ræddi við Áma um leiklist-
ina, fmmsköpunina, íslenskt samfélag
' og stjómmál.
atvinnuleikhóp í Leikfélagi Hafnar-
fjarðar á þeim grundvelli að það
væri bamaleikhús. Það lagði upp
laupana og starfsemin lá niðri í
mörg ár. Það má kannski segja að
ekki hafí verið til mannskapur til
að halda því gangandi. En í dag er
annað uppi á teningnum.
Þessi yngsta kynslóð leikara hefur
gríðarlega breidd og er mjög fjöl-
hæf. Hún er einstök. Mér liggur við
að segja að hún sé sterkasta kynslóð
leikara sem við höfum séð hér á
landi. Þetta fólk er laust við
komplexa sem mín kynslóð er þjökuð
af. Þau ganga hreint til verks. Þau
eru alin upp við leikið efni allt í
kring. Það eru kvikmyndir um allt;
í sjónvarpinu og fjölda kvikmynda-
húsa, fyrir utan það að á þeim tíma
sem þau voru að alast upp, höfum
við sjálf verið að framleiða kvik-
myndir. Og það er svo skrítið að
þótt leiklistin sé mjög ung listgrein
hér, erum við mjög kröfuhörð - este-
tísk. Við viljum heyra góða sögu og
að hlutirnir séu vel gerðir. Við viljum
ekki fara ódýra leið að hlutunum."
Næst er það farsi
Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir
tveimur árum leikritið Elín Helena,
eftir Árna, á Litla sviði Borgarleik-
hússins. Og nú hefur Árni aftur
gert samning við félagið og nú um
farsa, sem hann segir að beri einfald-
lega heitið „Farsi."
„Mig hefur lengi langað til að
takast á við þetta form. Það hafa
ríkt miklir fordómar gagnvart því
hér á landi og ég heid að það sé
leikhúsunum að kenna. Farsi er ekki
ærslaleikur, heldur þarf að leika
hann af dauðans alvöru. í farsa er
mjög stutt í harmleikinn. Við þurfum
að venja okkur'af þvi að hugsa um
farsa sem eitthvert drasl. Þeir eru
það ekki, nema síður sé. í vel smíð-
uðum farsakarakter býr örvænting
sem byggir á sömu prinsipum og
absúrdleikús eftirstríðsáranna, þar
sem persónurnar uppgötva að þær
standa einar; hafa engan Guð af
neinu tagi til að halla sér að.“
Hvað mundir þú kalla Himnaríki,
verkið þitt í Hafnarfirði?
svo sjálfsagt hvað hún fær góð við-
brögð og góða gagnrýni. Það er
engin afbrýðisemi, bara samvinna.
Þetta er svo fallegt að það gefur
manni von.“
En nú er verkið mjög flókið í
uppsetningu. Vafðist ekkert fyrir þér
að setja það í hendurnar á svo
óreyndum leikstjóra?
„Nei. Hilmar Jónsson er mjög
góður leikhúsmaður - og það er
öruggt að ég sé ekki eftir að hafa
sett það í hans hendur. Ég held það
sé leitun að leikstjóra sem hefur átt
eins glæsilega byijun sem leikstjóri
og Hilmar með þessari sýningu.
Hann var í sínu hlutverki, eins og
leikararnir og það ríkti alltaf traust
og gagnkvæm virðing.
Þetta er sjálfstæð, kjarkmikil og
ákveðin ung kynslóð, sem betur fer.
Ég er orðinn hundleiður á þessu
poppaða, sjálfhælna kjaftæði minnar
eigin ’68 kynslóðar. Hún er búin að
búa til mýtu úr sjálfri sér og er stöð-
ugt að reyna að fylla upp í hana.
En hún hefur ekki afrekað neitt
mera en aðrar kynslóðir. Framlag
hennar er kannski léttvægara, þegar
allt kemur til alls. Næstu kynslóðir
munu vinna afrekin.
Skilinn við Þjóðleikhúsið
Árni hefur verið fastur starfs-
maður Þjóðleikhússins í 17 ár, þar
af í stöðu bókmennta- og leiklistar-
ráðunautar í sjö ár. í dag, 1.. októ-
ber, strýkur hann um frjálst höfuð
því í gær hætti hann í því starfi.
Og á löngum tíma hefur gengið á
ýmsu.
„Ég hef áður farið í burtu, tekið
mér frí. Einu sinni sagði ég upp og
kom aftur, einu sinni var mér sagt
upp og kom aftur og einu sinni fór
ég í fússi, skellti hurðum og kom
aftur. En nú er þetta ákvörðun sem
hefur verið lengi að geijast. Ég fann
það fyrir tveimur árum að brátt yrði
þessi ákvörðun óumflýjanleg. En
þetta var ákvörðun sem var alls ekki
auðveld. Undanfarið hef ég verið að
fara í gegnum möppur og skjöl; tína
út persónulega hluti og ég get ímynd-
að mér að þetta sé eins og hjónaskiln-
aður. Ég hef blendnar tilfínningar.
einn og skrifar, fær ekki ærlega
uppörvun, þá er eins víst að hann
kikni undan álaginu. Aðrir sem við
leikhús starfa eru ráðnir án þess að
ljóst sé hvað kemur út úr vinnu
þeirra. Leikskáldið býr eitt við þetta
öryggisleysi. Ég held að þetta hefti.
Það er ekki hægt að ætlast til þess
að öll ný handrit séu tilbúin og full-
kornin eins og verk Molieres og Sha-
kespeares. Þau eiga að fá að mótast
inni í leikhúsinu á æfingatímanum
eins og verk Molieres, Shakespeares
og Cartwrights hafa gert, svo ein-
hveijir séu nefndir.
Þá erum við samt ekki að tala
um hópvinnu, heldur ólík starfssvið
og ef menn vita hvað heyrir undir
starfssvið hvers og eins, þá verða
engir árekstrar. En þetta er undir
metnaði hvers og eins leikhússtjóra
komið. Hann hefur mikil völd en ég
held að á næstu árum verðum við
að leggja mjög mikla áherslu á þetta
atriði.“
Atvinnuleikhús í Hafnarfirði?
Heldurðu að starfsemi þessa leik-
hóps sé vísir að atvinnuleikhúsi í
Hafnarfirði?
„Ég veit það ekki. Kannski er
óhætt að vona það. Það hefur verið
rekið áhugaleikfélag þar í áratugi.
Kringum 1970 var reynt að búa til
„Gamanleik. Ekki farsa þótt segja
megi að ég sé að þróa mig yfir í
það form. En þetta er leikrit um
þetta örvæntingarfulla streð við að
skemmta sér. Það myndast trún-
aðarsamband milli persónanna og
áhorfandans og í því er klofningur
milli þess sem persónurnar sýnast
vera og þess sem þær eru. Hver og
einn leikari á að fá að njóta sín og
ná þessu sambandi við áhorfendur.
Og það er svo merkilegt með þennan
hóp að þau gleðjast innilega þegar
hinum tekst vel. Ég held til dæmis
að það sé ljóst að þótt leikhópurinn
í heild sé mjög sterkur, hafí Guðlaug
vakið mesta athygli, og hinum finnst
Ég hlakka til að verða minn eigin
herra og að takast á við mína hluti
en ég á eftir að sakna félagsskapar-
ins sárlega. Starfsreynsla í leikhúsi
er mikill lærdómur. Ef ég, í dag, ber
mig saman við „mig“ sem kom til
starfa í Þjóðleikhúsinu eftir skólun
erlendis á sínum tímæ þá er ég allt
önnur manneskja. Ég var bara
grænjaxl sem vissi ósköp lítið. En
forsendan fyrir því að vera í svona
starfi er sú að vilja læra. Það er
eina rétta hugarfarið. Það er hættu-
legt að halda að maður viti allt, því
maður þarf alltaf að taka mið af
aðstæðum og því fólki sem maður
vinnur með. Ef til dæmis höfundur