Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 13 Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 8.-15. október: Mánudagur 9. október. Dr. Wilhelm Friese prófessor flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar sem nefnist „The Essence of Halldór Laxness’ No- vels“ og verður fluttur á ensku. Oddi, stofa 101, kl. 17.15. Aðgang- ur ókeypis. Dagskrá Endurmenntunar- stofnunar: í Tæknigarði, 9. og 13. okt. kl. 13-17. „Markaðslyklar - markviss markaðssetning með samskiptum við viðskiptavini." Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrar- ráðgjafi og lektor við HÍ. 9., 10., 13., 16. og 17. okt. kl. 8.30-12.30. „Hlutbundin forrritun i C++.“ Leiðbeinandi. Helga Waage tölvunarfræðingur hjá Úrlausn sf. í Tæknigarði, 9. og 10. okt. kl. 8.-13. „Innri gæðaúttektir í fyrir- tækjum og stofnunum." Leiðbein- endur: Hörður Olavson, fram- kvæmdastjóri hjá Hugviti hf., Páll S. Halldórsson verkfræðingur, gæðastjóri Kassagerðar Reykjavík- ur, Guðjón Reynir Jóhannesson, gæðastjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, og Ólafur Jakobsson, stjórnunarfræðingur hjá íslenskri Gæðastjórnun sf. í Tæknigarði, þri. og mið. 10. okt.-8. nóv. kl. 17-19.30. „Hagnýtir þættir úr lögfræði fyrir háskóla- menntað fólk í þjónustu ríkis og sveitarfélaga." Leiðbeinendur: Haf- dís Ólafsdóttir lögfr. Alþingi, Helgi Bernódusson, forstm. þingmál- askrst. Alþingis, Þórður Bogason, deildarstj. nefndad. Alþingis, Þor- Háskóla- fyrirleslur DR. WILHELM Friese, prófessor, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands mánudaginn 9. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „The Essence of Halldór Laxness’ Novels“ og verður fluttur á ensku. Wilhelm Friese er 'fæddur 1924. Hann er einkum þekktur fyrir brautryðjendaverk sitt um norræn- ar barokkbókmenntir „Nordische Barockdichtung. Eine Darstellung und Deutung skandinavischer Dic- htung zwischen Reformation und Aufklárpng" sem kom út í Miinchen 1969. Friese var prófessor í norræn- um fræðum við háskólann í Tubing- en 1972-1989. Hann hefur samið yfirlitsrit um norrænar bókmenntir tuttugustu aldar sem kom út 1971 og ritað fjölda greina um sautjándu aldar bókmenntir á Norðurlöndum, svo og um sköpunarverk Halldórs Laxness. Nú á þessu ári var að koma út rit eftir hann sem nefnist „Halldór Laxness. Die Romane. Eine Einfuhrung” og mun hann byggja fyrirlestur sína á þeirri bók. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ISICMIsGÁ vítamín og kalk fæst í apótekinu KJÖTVÖRUR steinn A. Jónsson, skststj. dóms- málarn., Jakob R. Möller hdl., Magnús Kjartan Hannesson, þjóð- réttarfr. utanríkisrn. og Eiríkur Tómasson, prófessor. 10.-11. okt. kl. 8.30-12.30. „Hóp- vinnukerfi - „Groupware.““ Leið- beinendur: Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við HÍ, og Ólafur Daðason, framkvæmda- stjóri hjá Hugviti hf. í tæknigarði, 11. okt. kl. 8.30- 12.30. „Umbætur og breytingar í skipulagi fyrirtækja." Leiðbeinandi: Þórður S. Óskarsson vinnusálfræð- ingur, KPMG Sinnu hf. í tæknigarði, fim. 12. okt.-16. nóv. kl. 20.15-22.15 (6x). „Vöðva- búnt og veimiltítur - ímynd kvenna í kvikmyndum." Leiðbeinandi: Anna Sveinbjamardóttir kvikmyndafræð- ingur. I tæknigarði, fim. 12. okt.-30. nóv. kl. 20.15-22.15 (8x). „Austur- og Suðaustur-Asía - Saga, trú- arbrögð, lífsviðhorf.“ Leiðbeinend- ur: Dagur Þorleifsson sagn- og trú- arbragðafr., stundak. við HÍ, Bryn- dís Dagsd. hagfr. og Steingrímur Þorbjarnarson mannfr. 12. okt. kl. 17-20 og 19. okt. kl. 17-20. „Að skrifa vandaða ís- lensku.“ Leiðbeinandi: Ari Páll Kristinsson málfræðingur og mál- farsráðunautur RÚV. 12.-13.okt. kl. 8.30-17. „Gæða- stjórnun í hugbúnaðargerð og al- þjóðlegir staðlar - Software Quality Control and International Stand- ards.“ Leiðbeinandi: Alec Dorling, verkfræðingur með 25 ára reynslu í gæðastjórnun í hugbúnaðarverk- efnum, virtur sérfræðingur á þessu sviði á alþjóðavettvangi. Námskeið- ið er hluti af ESPITI (European Software Process Improvement Training Initiative) verkefninu á vegum ES. 12. okt. kl. 13-17 og 13. okt. kl. 8.30-16. „Áætlanagerð fyrir frá- veitur sveitarfélaga.” Leiðbeinandi: Sveinn Torfí Þórólfsson, prófessor við NTH í Þrándheimi. 12. okt. kl. 9.-17. „Viðhald raf- geyrna." Leiðbeinandi: Rutger Elgh sérfræðingur í rafgeymum, Tudor Batteri AB. 13. okt. kl. 9.-17. „Jafnstraum- skerfí öryggis- og varnarkerfa." Leiðbeinandi: Wilhelm Liander, Stockholm Energi AB og Rune Wiktor, Sydkraft AB. 13.-16. okt., alls um 20 stundir. „Ráðstefnutúlkun: Lotu- og snar- túlkun." Leiðbeinandi: Lena Fluger túlkur, Verslunarháskólanum í Kaupmannah. í tæknigarði, 13. okt. kl. 8.15- 12.30. „Grunnur að gæðastjórnun og mótun gæðastefnu." Leiðbein- andi: Davíð Lúðvíksson verkfr. Samtök iðnaðarins. Átthagasalur Hótel Sögu, 14. okt. kl. 15-18. „Stefnumótun minni fyrirtækja.“ Leiðbeinandi: Gísli S. Árason, lektor við HÍ og rekstrar- ráðmafi. í tilefni af 3ja ára afmæli Heildsölubakarísins bjóðum við í dag, sunnudag, upp á rjómabollur með ekta rjóma. Eftirfarandi verð er afmælisverð Heildölubakarísins: Rjómabolla með súkkulaði kr. 89 Rjómabolla með flórsykri kr. 89 HSHt Rjómabolla með púnsi kr. 89 St Vatnsdeigsbolla með rjóma kr. 97 Opið frá kl. 8-17 í dag, sunnudag, bæöi á Grensásvegi 26 og Suðurlandsbraut 32. Viðskiptavinir ath.: í verslun okkar á Suðurlandsbraut 32 bjóöum einnig upp á ókeypis heitt kakó með rjóma og kaffi. Allt bakkelsi selst á heildsöluverði til neytanda. Heildsolubakaríið - Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð og alþjóðlegir staðlar European Software Process Improvement Training Initiative - ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu. Gæði hugbúnaðar á upplýsingaöld. ISO 9001 aðgangsmiði að alþjóðlegri verslun. TicklT aðferðafræðin. 12 auðvld skref fyrir lítil fyrir- tæki. SPICE-staðlamir („Software Process Improvement and Capability dEtermination"). Sjálfsmat á hugbúnaðarferlum með EXPRESS aðferðinni, sem European Software Institute (ESI) hefur þróað. Starfsemi ESI kynnt. Kennt á ensku. •Alec Dorling, verkfr. með 25 ára reynslu í gæða- stjómun í hugbúnaðarverkefnum. Alec vann við gerð ISI9000-3 og Ticklt staðlanna og er verkefnisstjóri í SPICE verkefninu. Hann starfar við ESI. • 12.-13. okt. kl. 8.30-17.00. • 9.000 kr. Skráning og upplýsingar: Sími 525 4923, fax 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi,hi.is blabib - kjarni málsins! e FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ARMULA Efri árin - Elín Vilhelmsdóttir, Halldóra Bergmann. sálfrasölkennari. sálfr.- og námsráögjafi. undirbúningur og aðlögun Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Fræðslunefnd BSRB bjóða upp á námskeið um efri árin, undirbúning fyrir þau og aðlögun 23. október til 16. nóvember. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17.00, fjórar kennslustundir í senn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þátttakendur fá í hendur möppu með margvíslegum hagnýtum upplýsingum, auk útdrátta úr lyrirlestrum. Kaffiveitingar verða á staðnum. Á námskeiðinu verður fjallað um þau vandamál, sem aldraðir eiga við að glíma öðrum fremur, lífsgildi, tómstundir og félagsstarfsemi, heilbrigðisfræði roskinna og hvar hægt er að leita sér aðstoðar, hreyfingu og þjálfun, slysagildrur á heimilum. Fræðsla verður um hollt og gott mataræði, tannhirðu og tannheilsu. ítarlega verður fjallað um margvíslega sjúkdóma og varnir við þeim, lyfjanotkun, áhrif lyfja og aukaverkanir. Fjaliað verður um rétt þann, sem rosknir eiga hjá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun ríkisins, sagt frá þjónustu sveitarfélaga og loks vikið að hús- næðis- og fjármálum. Hver þátttakandi greiðir kr. 3.000. Innritun er á skrifstofu skólans, í síma 581 4022, bréfsími 568 0335. Innritun lýkur þriöjudaginn 10. október. Svava horkelsdótttr, Biynhildur Briem, Kristrún Slgurðardóttlr, hjúkrunarfræðlngur. næringarfræðlngur. tannfræðlngur. Herdfs Storgaard, Bogl Inglmarsson, Eggert Eggertsson, hjúkrunarfræðlngur. líffræðlngur. lyfjafratðlngur. Inglbjörg Stefánsdóttlr, Erna jóhannsdóttir, Auöur Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi. vlðskiptafræðlngur. sjúkraþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.