Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Topp- urinn átil- verunni ÞEIR fóru á tveimur eins hreyf- ils flugvélum, Cessna 185, TF- VHH og TF-ELX, lögðu upp frá ísafirði og flugu sem leið lá til Grænlands, til þjónustumið- stöðvarinnar Constable Pynt, skammt frá Scoresbysundi. Þar voru þeir í nokkra daga og flugu vítt og breitt um nágrennið. Síð- an flugu þeir til baka. Þeir félag- ar segja þetta vera í fyrsta sinn sem ferðast sé til annars lands og til baka á eins hreyfils einka- flugvélum og draumur sem hafi blundað með þeim hafi með þessu orðið að veruleika. Þeir Guðmundur og Stein- grímur Rafn sögðu í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir hvað fólk kynni að halda, þá væri upplagt að fljúga til Græn- lands, því á þessum árstíma væri algengt að háþrýstisvæði réði veðri og því fylgi miklar stillur. „Það passar yfirleitt, ef það er vont veður hér, þá er gott veður þar. Maður getur auk þess verið nokkuð viss um, að þegar hæð er komin yfir Grænlandi þá held- ur hún veíli í nokkurn tíma og því var þetta einungis spurning um að bíða eftir hæðinni þegar öðrum undirbúningi var lokið,“ sögðu þeir félagar. Erfiðast að fá leyfið Það reyndist þeim félögum ekkert erfiðara í þessu sambandi en að afla tilskilinna leyfa. Þar þurfti að eiga bæði við íslensku og dönsku loftferðaeftirlitin. Að uppfylla skilyrði sem þar voru sett. Þau skilyrði voru t.d. að vélarnar væru búnar blindflugs- tækjum og stimplum og að flug- mennirnir hefðu blindflugsrétt- indi og að minnsta kosti 500 tíma reynslu af slíku flugi. Þá varð að bæta ýmsu við staðlaðan bún- að vélanna, s.s. neyðarblysum, björgunarbátum og neyðarsend- um, auk þess sem leiðangurs- mönnum var gert að „sitja gall- aðir“ eins og þeir félagar kom- ust að orði. Þ.e.a.s. þeir máttu aldrei víkja úr kappgöllunum sama hve þröngt sáttir máttu silja. Toppurinn á tilverunni „Þetta var á margan hátt eins og að ferðast innanlands á bílum. Þetta voru rólegheit, sól og logn þrátt fyrir að við værum svo norðarlega að til samanburðar vorum við komnir norðar en nyrsti oddur Noregs. Það má þvi eiginlega segja að í tvennum skilningi hafi þetta verið toppur- inn á tilverunni," segir Guð- mundur og Steingrímur bætir við: „Þótt kominn væri septem- ber vorum við best klæddir um hádaginn ef við vorum í stutt- buxum, því sólin skein og hitinn komst upp í 7-9 stig. En strax um sólarlag fraus hratt og á næturnar var næturfrostið mik- ið.“ Fimmmenningarnir héldu til í þjónustumiðstöð sem heitir Con- staple Pynt. Þar er góður flug- völlur. Staðnum er meira haldið úti til þess að það fái enginn á tilfinninguna að Danir hafi ekki áhuga á svæðinu og helgi sér það í staðinn. Þarna vinna nokkrar hræður, en þetta er svo fáfarið og afskekkt, að þrátt fyrir húsakynnni og flugbraut er ekkert bensín að hafa á flug- vélarnar. Menn verða að hafa bensín með sér á kútum. Þeir félagarnir birgðu sig vel upp, því ætlunin var að fljúga hingað og þangað frá Constaple Pynt. Það olli því m.a. að þrengsli um borð voru mun meiri á leiðinni út en á heimleiðinni, enda var þá búið að spæna upp öllu bens- íninu. Eitt af því skemmtilegasta sem þeir félagar gerðu var ein- mitt að lenda á alls konar „flug- völlum" víða um Scoresbysund, sem er raunar lengsti fjörður veraldar. I að minsta kosti einu tilviki var um „flugvöll“ að ræða sem aldrei hafði verið notaður áður svo vitað sé. Guðmundur Hjaltason tók sig til að lenti á sléttum hörðum fjörukambi þar sem borgarísjakarnir lónuðu úti fyrir á spegilsléttum sjónum. Það voru einmitt borgarísjak- arnir og sléttur sjórinn sem heilluðu Guðmund mest er hann leit yfir farinn veg. Hann nefndi einnig ótrúlega haustliti í gróðr- inum. Steingrímur Rafn talaði um andstæðurnar í náttúrunni. Dýralífið var einnig framandi. Mikið af helsingja og svo sauð- naut. Einangrunin er og nánast alger. Fyrir utan að hitta nokkra lúna Dani og Grænlendinga í þjónustumiðstöðinni, voru einu mannaferðirnar nokkrir hrað- bátar skipaðir veiðimönnum sem þeir flugu yfir á firðinum einn daginn. Langt til lands Það voru ekki allir hrifnir af uppátæki fimmmenningana og sumir nefndu ferðinni það helst til foráttu, að það gæti reynst langt til lands ef eini hreyfillinn bilaði yfir svellköldum pólsjón- um. Þeir töldu ekki hættu á slíku svo fremi sem öllum öryggisráð- stöfunum væri fylgt. Þeir hafa ekki meiri áhyggjur af slíkum uppákomum en svo, að þeir eru þegar farnir að skipuleggja næstu ferð, enda halda mönnum engin bönd ef dellan hefur völd- in. Flugdellan er eins og aðrar dellur: Ostöðvandi og gefur eng- in grið. Steingrímur Rafn jánkar, jú næsta ferð er í burðarliðnum: „Síðustu vikuna í júlí er rosaleg flugsýning við bæinn Oshkosh fyrir norðan Chicago í Illinois. Þangað mætir mikill fjöldi einkaflugmanna til að sýna sig og sjá aðra. Bera saman bækur sínar og afrek. Við lítum á ferð- ina sem nokkurs konar píla- grímaferð. Þetta er annars mik- ið ferðalag og þarfnast mikillar skipulagningar. Ef flugskilyrði eru góð gætum við náð þessu í þremur áföngum, alls 18 klukku- stundum. Ef við hreppum óhag- stætt veður gæti það tekið okkur hálfan mánuð að komast á leið- arenda.“ Það gæti sem sagt allt verið um garð gengið þegar þið mæt- ið? Þeir Steingrímur Rafn og Guðmundur glotta við tilhugsun- ina og það er ljóst að þeir myndu ekki gráta það, cnda, „þetta væri þá búið að vera svo ævin- týralegt að við þyrftum ekki að kvarta," segja þeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.