Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 21 ATVIN N M3AUGL YSINGA R Atvinnurekendur Ég er 31 árs gömul kona í ieit að framtíðar- starfi. Hef unnið við hótelstörf og sem flug- freyja. Einnig sem sölumaður og við almenn skrifstofustörf. Upplýsingar í síma 554 6889 milli kl. 13 og 16. „Au pair“ í Svíþjóð íslenskur læknir, kona með 1 barn, óskar eftir „au pair“ til Gautaborgar frá áramótum. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 557 2533. Snyrtifræðingar Snyrtistofu á höfuðborgarsvæðinu vantar snyrtifræðinga til starfa. Umsóknir sendast afgreiðslu Mbl. merktar: „T - 15535“ fyrir 14. október. „Au pair“ USA „Au pair“ óskast á gott heimili í Bandaríkjun- um. Þarf að vera barngóð, sjálfstæð, reyk- laus og reglusöm. Bílpróf skilyrði. Upplýsingar í síma 551 9744 eftir kl. 20. Fasteignasala - ritari Umsvifamikil fasteignasala óskar að ráða rit- ara hálfan daginn frá kl. 13-18. Reynsla af skrifstofustörfum skilyrði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 12. október merktar: „Hress - 123“. SKYGGNIR HF U P p L v . S I M G A Þ J o fj u S T A Skyggnir hf. er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki með fjöl- þætta starfsemi á ýmsum sviðum hugbúnaðargerðar. Eigendur Skyggnis eru Strengur hf., sem er stærsta einkarekna hugbúnaðarhús landsins og hf. Eimskipafé- lag íslands. Skyggnir er söluaðili fyrir viðskiptahugbún- aðinn Fjölni sem hlotið hefur frábærar móttökur hjá (slenskum fyrirtækjum sökum sveigjanleika og rekstra- röryggis. Hjá Skyggni er lögð sérstök áhersla á þróun og þjónustu við ýmis sérkerfi í Fjölni, s.s. Útvegsbank- ann, sem er heildarlausn fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, framleiðslukerfi og heildarlausnir fyrir sveitarfélög. Skyggnir býður viðskiptavinum sínum einnig lausnir í Lotus Notes hópvinnukerfinu og á veraldarvefnum. Hugbúnaðargerð Vegna aukinna framtíðarverkefna óskast starfsmenn til starfa hjá Skyggni hf. Störfin felast í forritun og hugbúnaðarvinnu tengdum Fjölni og ýmsum sérlausnum í öðr- um kerfum. Leitað er að einstaklingum með kerfis- eða tölvunarfræðimenntun. í boði eru vel launuð störf með góðum framtíðarmöguleikum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Skyggnir hf.“ fyrir 17. október nk. RÆGARÐURhf STJÓRNUN AR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ® 533 I8(X) Breska sendiráðið óskar eftir að ráða vanan matreiðslumann á heimili breska sendiherrans. Um er að ræða hlutastarf ca 100 tíma á mánuði. Skriflegar umsóknir skal senda í Breska sendiráðið, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík. ET-Tölvublað Óskum eftir að ráða duglegt fólk í símasölu á kvöldin. Upplýsingar í síma 55-20-400 á morgun og á þriðjudag á skrifstofutíma. Matvöruverslun Okkur í Skagaveri á Akranesi vantar kjötiðnað- ar- eða matreiðslumann eða starfskraft með reynslu til að sjá um kjötborðið hjá okkur. Upplýsingar um nafn, menntun og fyrri störf óskast sendar til afgreiðslu Mbl. merktar: „H - 15536“ fyrir 15. október. Hugmyndaríkur kokkur - Danmörk Duglegur, atorkusamur, ábyrgðarfullur og glaðlyndur kokkur óskast. Húsnæði á staðn- um. Nútímalegt og hvetjandi starfsumhverfi - á Rpmo í Danmörku. Kommandörgárden, Sími: 00 45 747 5512 Félagsráðgjafi Félagsmálastofnun K.N.H. auglýsir eftir félagsráðgjafa eða aðila með sambæri- lega menntun. Upplýsingar veitir undirritaður milli kl. 12 og 13 í síma 421 6700. Félagsmálastjóri. Kennarar! Kennari óskast tímabundið til starfa við kennslu yngri barna í 1. og 2. bekk við Myllu- bakkaskóla í Keflavík. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í vinnusíma 421 1450 eða í heimasíma 421 1884. Skólastjóri. Krabbameins- skráning Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands óskar eftir starfskrafti. Starfið er fjöl- breytt og krefst sjálfstæðra vinnubragða. Stúdentspróf nauðsynlegt ásamt reynslu af tölvuvinnslu gagna. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist til Krabba- meinsskrárinnar, Skógarhlíð 8, pósthólf 5420, 125 Reykjavík, fyrir 20. október. Nánari upplýsingar fást hjá Kristínu Bjarna- dóttur síðdegis í síma 562 1414. Vélstjóri Vélstjóri óskast á 200 tonna línubát sem rær með beitningarvél og gerður er út frá Reykja- vík. Upplýsingar í síma 562 2363 á skrifstofutíma. Hárgreiðslufólk athugið Vantar starfsfólk í heilsdags eða hlutastörf. Svör óskast send afgreiðslu Mbl. merkt: „M - 15534“. Fiskvinnsla Óskum eftir að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun í frystihús okkar, strax. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum og í síma 555-0180. Sjólastöðin hf., Hafnarfirði. Lögfræðingur Lögfræðingur/lögmaður með góða starfs- reynslu óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 5871216. Reyndan tölvunar- fræðing vantar starf Maður á þrítugsaldri með BS í tölvunarfræð- um leitar framtíðarstarfs. 6 ára starfsreynsla við Unix, Novell, MS-kerfin, víðnet o.fl. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi inn upplýsingar um fyrirtækið og tengilið til af- greiðslu Mbl., merktar: „TF - 17778“. ISAL Efnafræðingur - Efnaverkfræðingur Óskum eftir efnafræðingi/efnaverkfræðingi til forstöðu við umhverfiseftirlit ÍSAL, en í því felst eftirlit með ytra sem innra umhverfi ásamt þróun og viðhaldi stjórnkerfis um- hverfismála. Starfinu tilheyrir jafnframt um- sjón með efnagreiningum á sviði ólífrænna efna á rannsóknastofu okkar. Viðkomandi yrði að auki ráðgefandi á sviði efnafræði í fyrirtækinu. Starfið, sem hentar jafnt konum sem körlum, er krefjandi og býður uppá möguleika á frek- ari umsvifum hjá fyrirtækinu í framtíðinni. Æskilegt er, að umsækjandi hafi góða tungu- málakunnáttu og hafi nokkra reynslu af námi eða starfi erlendis. Viðfangsefnið kerfst þess, að viðkomandi hafi forystuhæfileika, geti starfað sjálfstætt og hafi áhuga á umhverfismálum. Ráðningartími frá 1. janúar 1996 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsinar veitir ráðn- ingarstjóri í síma 560 7121 þriðjudaga og fimmtudaga eftir hádegi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um lífsferil, menntun og fyrri störf óskast sendartil ÍSAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður eigi síðar en 15. nóvember nk. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslunum Eymundssonar hf., Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.