Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNIJDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 29 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson MARKÚS Örn Antonsson Ríkisútvarpið er gluggi til umheimsins Menn greinir á um margt varðandi Ríkisútvarp- ið; á að selja Sjónvarpið, á að selja Rás 2, á að leyfa Ríkisútvarpinu að selja auglýsingar þegar það fær afnotagjöld eða á ríkið yfírleitt að standa að útvarpsrekstri? Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Markús Öm Antonsson framkvæmdastjóra Útvarps. IÓSTÖÐUGUM heimi veruleik- ans þarf sálin hald og traust. Mörgum finnst Útvarpið — með stórum staf - vera einn traustra homsteina í sálarlífi hinnar íslensku þjóðar. Frétt- ir, veðurfregnir, tilkynningar, tónlist- arþættir, kvöldvaka, útvarpssögur, útvarpsleikrit, samfelldar dagskrár og skemmtiþættir - allt þetta kunn- uglega efni eykur ýmsum öryggistil- fínningu, þama er eitthvað sem þeir hafa þekkt frá blautu bamsbeini, eitt- hvað sem verið hefur til staðar og ekki bmgðist. Markús Öm Antonsson hefur átt dijúgan þátt í starfí Ríkisút- varpsins, fyrst sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður Sjónvarpsins, síðan sem útvarpsstjóri og nú sem framkvæmdastjóri Útvarpsins. „Hlutverk mitt sem framkvæmda- stjóri Útvarps er að hafa almenna umsjón með daglegum rekstrarmál- efnum, fjármálum Utvarpsins, hafa á hendi samræmingu í dagskrármálum í mótun dagskrárstefnunnar og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Hér er einnig framkvæmdastjóm sem tek- ur ákvarðanir um íjármálaleg málefni stofnunarinnar, þar er útvarpsstjóri formaður en framkvæmdastjóramir sitja í stjóminni ásamt formanni út- varpsráðs og fulltrúum starfsmanna. Útvarpsráð er æðsta vald í dagskrár- málum og það er framkvæmdastjór- anna að sitja fundi þess ásamt út- varpsstjóra og gera þar grein fyrir dagskránni og taka þátt í umræðum um hana. Þetta kallar á náið sam- starf, einkum við deildarstjóra rásar 1 og 2, fréttastjóra og forstöðumenn svæðisstofa," sagði Markús um hlut- verk framkvæmdastjóra Útvarpsins. „Um þessar mundir höfum við ver- ið að huga að dagskrármálum fyrir veturinn. Það verða ailtaf einhveijar breytingar þegar vetur gengur í garð. Þá er gjarnan boðið upp á veiga- mesta efnið, fjármálin skoðuð í því sambandi og reynt að líta fram á veg. Ýmislegt nýtt er á döfínni, t.d. er merkilegt nýmæli að nú er hægt að taka á móti í gervihnattarútvarpi erlendu tónlistarefni, Evróputónleik- um, sem við síðan sendum út beint í okkar kerfí. Þetta færir okkur nær rás viðburða í erlendum tónleikasöl- um. Nýr morgunfréttaþáttur á sam- tengdum rásum er líka kröftugur. Ég vildi gjaman endurskoða þætti í rekstri Útvarpsins með það fyrir augum að gera íslensku heimildar- og skemmtiefni hærra undir höfði en hægt er nú. Mín skoðun í dagskrár- málum er sú að Útvarpið sé að verða æ mikilvægari miðill. Sjónvarp er að færast sífellt meira í það horf að verða afþreyingar- og skemmtimiðill fyrst og fremst, framboðið á erlendu efni eykst stöðugt éftir því sem slíkum miðlum fjölgar með aukinni tækni. Erlendis em menn famir að tala um „infotainment“, sammna orðanna information og entertainment. „Upp- lýsingasmelli" þessa má sjá stað í sjónvarpi hér á landi. Val áhorfenda um allan heim á vinsælu efni verður æ einsleitara og það hefur áhrif hvað auglýsingar og afkomu snertir. Með þetta í huga tel ég að rás 1 hafí afar þýðingarmiklu hlutverki að gegna með sína menningar- og listadagskrá. Það er örðugt að framleiða innlenda sjónvarpsdagskrá svo í einhveijum mæli sé vegna kostnaðar, en ég tel að útvarpið eigi að geta fyllt upp í það skarð sem fyrir hendi er og eigi að gera það myndarlega með efni úr íslenskri sögu og samtíð, og gera það eins vel úr garði og tæknin framast leyfír," sagði Markús m.a. um dag- skrármálin. En hlusta menn mikið á Útvarpið? „í hlustendakönnun sem gerð var í vor kom fram að í aldurshópnum 20 til 80 ára vora það nær 90 pró- sent sem höfðu hlustað eitthvað á útvarpsrásir Rikisútvarpsins í könn- unarvikunni og nær 80 prósent höfðu hlustað hvem dag. Hlustun á fréttir Útvarpsins er allt að 75 prósent á dag. Þetta sýnir að útvarpið er ákaf- lega mikilvægur miðill sem lands- menn kunna vel að meta og nota ríku- lega,“ sagði Markús. „Þrátt fyrir hið aukna framboð miðla sýna kannanir að 40 prósent fólks á hlustunarsvæði allra stöðva hlustar aldrei á neitt annað en rásir Ríkisútvarpsins." Hvaða forsendur eru fyrir „nef- skattinum"? „Við verðum að gera okkur grein fyrir við hvaða aðstæður við búum hér í þessu fámenna landi. Það verður ekkert marktækt innlent sjónvarp eða útvarp rekið hér á Islandi, sem nær á hvert byggt ból og út á hafnarsvæð- in, öðmvísi en til komi opinber tilstuðl- an í einu eða öðm formi. Menn getur greint á um hvemig sá stuðningur á að vera. Þama hefur verið um sjálf- stæðan tekjustofn að ræða sem Ríkis- útvarpið hefur orðið að innheimta sjálft. Menn geta skoðað það og gert upp við sig hvort um sanngjamt gjald sé að ræða fyrir alia þá þjónustu sem Ríkisútvarpið veitir. Þá ættu menn að hafa í huga fjölbreytni hennar. Fyrir 2.000 krónur á mánuði geta menn hlustað á tvær útvarpsrásir og horft á eina sjónvarsrás. Verð fyrir þetta ætti fólk að bera saman við verð annarrar fjölmiðlaneyslu sinnar, sem margir stunda í ríkum mæli. Ég tel að það sé mikil sanngimi í verð- lagningu þjónustu Ríkisútvarpsins." 99,9 prósent landsmanna ná sendinum Útvarpsins Gætu ekki aðrir aðilar séð um það hlutverk sem Útvarpið gegnir nú sem öryggistæki landsmanna? „Ríkisútvarpið hefur komið upp sendum sem gerir hlustendum alls staðar á landinu kleift að ná sending- um þess. Þetta hefur kostað óhemju fé og er dýrt í rekstri. Útvarpsstöðin Bylgjan segist ná til 95 prósent þjóð- arinar með 17 sendum. Útvarpið hef- ur byggt upp dreifíkerfí með yfír 60 sendum fyrir rás 2 og yfír 70 sendum fyrir rás 1. Það er búið að fínkemba landið þannig að 99,9 prósent lands- manna ná útsendingum Útvarpsins, það hefur verið óhemju dýrt að ná síðustu prósentunum, sem Bylgjan hefur ekki sinnt, hún sinnir þéttbýlli svæðunum og hætt er við að sama yrði upp á teningnum hjá öðmm einkareknum útvarpstöðvum. Sann- leikurinn er sá að enginn í einka- rekstri myndi án opinbers stuðnings láta sér detta í huga gera það sem Útvarpið hefur gert í þessum efnum. Ef taka á tillit til öryggissjónarm- iða og fjölbreytileika í dagskrá fyrir aldna og unga sem búa í afskekktum byggðarlögum þá verður að kosta miklu til og það verður ekki gert nema hið opinbera, í krafti sameigin- legra sjóða landsmanna, taki með ein- um eða öðmm hætti þátt í því. Ríkis- útvarpið hefur gert þetta og greitt það allt af aflafé sínu, sem saman- stendur af afnotagjöldum og auglýs- ingasölu. Ríkisútvarpið er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Það er rétt að fram komi að rekstr- arkostnaður af dreifikerfi fyrir út- varpsrásir Ríkisútvarpsins er 65 millj- ónir króna í ár. Til samanburðar má nefna að heildarkostnaður við að búa til alla útvarpsdagskrána er um 410 milljónir króna. Utvarpið gerir betur en halda upp FM-dreifikerfinu, það sendir líka út á langbylgju. Hún hefur litla þýðingu fyrir hinn almenna hlust- anda en mikla þýðingu t.d. fyrir þá sem lifa og starfa við sérstakar að- stæður hér, t.d. sjómenn. Það er ver- ið að bæta þá þjónustu enn með nýrri langbylgjustöð á Gufuskálum sem tekin verður í notkun á næsta ári. Reksturskostnaður sem þá bætist við verður um 25 milljónir króna ári. Við sendum líka út fréttir á stuttbylgju fyrir íslendinga erlendis. Auk fyrmefnds kostnaðar er verið að semja við starfsmenn um kaup- hækkanir í takt við þær sem orðið hafa annars staðar. Allt gerist þetta á sama tíma og afnotagjöldin hafa verið fryst í þijú ár og lægð í efna- hagslífinu hefur leitt til minnkandi auglýsingatekna. Þess ber að minnast að 10 prósent af tekjum Útvarpsins em lagðar í framkvæmdasjóð, sem m.a. hefur staðið undir uppbyggingu dreifíkerfísins. Samdráttur tekna Útvarpsins hefur leitt m.a. til þess að fjármagn til dag- skrárgerðar á rás 1 hefur verið skor- ið niður um 20 prósent á undanföm- um þremur ámm og gengið hefur verið eins langt og hægt er í hagræð- ingu. Verði gengið lengra á þessari braut þýðir það styttingu á útsending- artíma. Það er því úr vöndu að ráða með framhaldið - ef ytri skilyrði breytast ekki bráðlega. Ég vona að hægt verði að halda fullum þrótti í stai-fsemi hér, ekki síst fréttastofunn- ar, sem er mikilvægur liður í þjón- ustu við landsmenn." Rás 2 er nauðsynleg Hvað með að selja rás 2, eins og sumir tala um að væri eðlilegt? „Rekstur beggja rása Útvarpsins er svo samtvinnaður að það mjmdi valda ómældum skaða ef rás 2 yrði . slitin frá rás 1. Rás 2 er að vemlegu leyti mjólkurkýrin, ef svo má að orði komast. Hún gefur okkur möguleik- ana til auglýsingaöflunar í samspili sínu við rás 1. Hyrfí hún væri stoðum kippt undan starfseminni að tölverðu leyti. Þær röksemdir sem menn koma með fyrir sölu á rás 2 fínnast mér ekki sterkar. Rás 2 er nauðsynleg til þess að Útvarpið geti boðið nægilega fjölbreytni í sinni þjónustu við hlust- endur á öllum aldri. Smekkur á út- varpsefni fer eftir aldri, unglingar hafa mestan áhuga á dægurtónlist. Rás 2 er þvi nauðsynlegt mótvægi . við rás 1. Ef ætti að þjappa efni fyr- ir alla aldursflokka og áhugahópa inn á eina rás yrði það ólýsanlegur hræri- grautur. Við emm einfaldlega eins og gott dagblað, með fréttir, menn- ingarefni, listaumljöllun, unglingasíð- ur, bamaefni og fánýt tíðindi af frægu fólki." Hvað gerir Útvarpið við húsnæðið sem Sjónvarpinu var ætlað að vera í en hefíir enn ekki flutt í? „Það húsnæði stendur að verulegu leyti óinnréttað og ónýtt, nema eitt- hvað af því er notað sem geymsluhús- næði. Flutningur Sjónvarpsins í þetta húsnæði hefíír dregist á langinn vegna þess að ekki hefur enn verið lokið við endurskoðun útvarpslaganna sem sett vom árið 1985. Það hefur staðið rekstri Ríkisútvarpsins vem- lega fyrir þrifum hvað dregist hefur að ljúka endurskoðun þessara laga, sem hófst árið 1987. Þijár nefndir hafa starfað við hana. Það er áleitin spuming hvað búið er að sóa miklum peningum í þetta allt saman. Á vegum núverandi menntamálaráðherra er starfshópur að fara yfír niðurstöður þessara nefnda og það standa vonir til að því starfi fari að ljúka og endur- skoðað fmmvarp liggi senn fyrir. Vegna þess að þessi endurskoðuðu - lög liggja ekki fyrir enn, svífur ýmis- legt í Iausu lofti og erfítt er um vik við áætlanagerð fyrir Ríkisútvarpið hvað snertir mörkun meginstefnu. Eitt af því sem ekki er ljóst er hvort og hvenær Sjónvarpið flytur starfsemi sína inn í húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Frá mínum bæjardyram séð fínnst mér skjóta skökku við ef það ætti að skiija sundur höfuðeining- arnar í rekstri Ríkisútvarpsins á sama tíma og allir aðrir kosta kapps um sameiningu og hagræðingu. Það em ákveðnir rekstrarþættir frá Sjónvarp- inu komnir hingað og það væri tví- mælalaust til bóta að öll starfsemi þessi flytti hingað, það myndi leiða til spamaðar í ýmsum þáttum starf- semi stofnunarinnar sem nú em að- skildir, svo sem mötuneyti, skrifstofu- þjónustu, húsrekstri og fleira. Þetta hús var líka byggt út frá því gmnd- vallarskilyrði að. Sjónvarpið flytti hingað starfsemi sína.“ Tæknibreytingar? „Það em að verða margvíslegar tæknibreytingar sem lúta að útvarps- málum. Svo sem stafræn útsending- artækni fyrir útvarp sem leiða mun til gjörbyltingar á uppbyggingu dreifi- kerfis fyrir útvarp. Það er að koma fram á sjónarsviðið útvarpssenditæki sem gefur möguleika á að senda út á sex til átta útvarpsrásum samtímis, í stað þess að þurfa að hafa sér senda fyrir rás 1 og aðra fyrir rás 2 eins og nú er. Sh'k tækni leiðir líka til ' aukinna gæða, til dæmis í tónlistar- flutningi. Þessi þróun er hafín í ná- grannalöndunum og Ríkisútvarpið þarf að hafa forgöngu í þessum mál- um hér á landi. Það er verið að vinna að því erlendis að þróa notendatæki til að taka á móti þessum sendingum, þau em dýr núna en verðið fer vafa- laust lækkandi síðar. Ég vona að Rík- isútvarpið geti á næstu missemm gert tímaáætlanir í þessum efnum í samvinnu við aðra þá aðila sem tengj- ast þessari þróun hérlendis. Það em spennandi möguleikar sem þama er um að ræða. Ríkisútvarpið er gluggi okkar til umheimisins og ekki má gleyma því að í gegnum það gefst tækifæri til þess að koma íslenskri menningu og listum í tali og tónum á framfæri meðal annarra þjóða. Fátt er mikil- vægara í alþjóðlegum samskiptum en geta nýtt þau tækifæri sem gefast á - menningarsviðinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.