Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bubbi á ferð og flugi BUBBI Morthens lauk fyrir skemmstu upptökum á væntaniegri breiðskífu sinni þar sem hann syngur lög Hauks Morthens. Ekki var upptökum fyrr lokið en hann hélt í tónleikaferð um landið þvert og endilangt. Fyrstu tónleikarnir voru síðastliðinn miðviku- dag. í kvöld leikur Bubbi á Eskifirði og síðan sem hér segir: 9. október á Seyðis- firði, 10. á Egilsstöðum, 11. í Neskaupstað, 12. á Vopna- firði, 13. á Þórshöfn, 14. á Húsavík, 15. í Hrísey, 17. á Ólafsfirði, 18. á Siglufirði, 19. á Akureyri, 20. á Sauð- árkróki, 21. á Akranesi og 22. október leikur Bubbi í Borgamesi. Að þessu sinni ferðast með honum Þorleifur Guðjónsson bassaieikari, sem hefur iðulega leikið með Bubba áður. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Papar spila tón- list fyrir alla Morgunblaðið/Ásdís Fjallkonur Breiðskífa í vændum. Fjall- konu- skífa ÞÓ MIKIÐ verði um útgáfu fyrir þessi jól, verður minna um nýja tóna. Meðai þeirra fáu sem senda frá sér safn frumsaminna laga er Fjall- konan, sem hefur hljóðritað breiðskífu og hyggst gefa út á næstunni. Fjallkonan' er hljómsveit Jóns Ólafssonar, Stef- áns Hjörleifssonar, Jóhanns Hjörleifssonar, Péturs Amar Guðmundssonar og Róberts Þórhallssonar og hefur verið þannig skipuð frá því í mars sl. Þeir Pétur og Róbert segja hafa staðið til frá upphafi að gefa út plötu með frum- saminni tónlist, en það hafi ekki gefist tími til fyrr en síðsumars. „Á plötunni eru lög eftir okkur Fjallkonur," segja þeir félagar og kíma, „en við eram búnir að starfa saman ansi iengi og því nokkuð til af lögum til að velja úr, þó lítill tími hafi verið til að semja,“ segja þeir, en skömmu eftir stofn- un var Fjallkonan fastráðin til spilamennsku í Þjóðleik- húskjallaranum. Það var hið besta mál að mati Pjall- manna, því fyrir vikið náði sveitin vel saman á skömm- um tíma, en ljóður að lítill tími gafst fyrir lagasmíðar. Við það bættist svo uppi- stand vegna uppsetningar á söngleiknum um Jesú í Borg- arleikhúsinu þar sem þeir Pétur og Jón hafa verið upp- teknir meira og minna í allt sumar. mTÓNLEIKAR í minn- ingu Fróða Finnssonar verða haldnir í hátfðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð nk. fimmtu- dag, en Fróði lést fyrir rúmu ári úr krabbameini. Tónieikarnir eru haldnir til styrktar krabbameins- sjúkum börnum, en á þeim koma fram ýmsar hljómsveitir sem Fróði tengdist, þar á meðal þtjár sem koma saman aftur fyrir þessa tónleika, Sororícide, SSSpan og Ham. Aðrar sveitir eru Blome, Pile, Texas Jes- ús, Silverdrome, Maus, Kolrassa krókríðandi og Ólympía. PAPAR hafa verið alllengi að og gengið f gegnum ýms- ar breytingar. Eitt sinn sendi sveitin frá sér plötu sem mjög var skotin írskri þjóð- lagatónlist, en fæst núorðið við ýmislega tónlist aðra, þó þjóðlagablærinn sé aldrei langt undan. Papar hljóðrituðu í sumar sína aðra breiðskífu, í góðum sköpum, sem kom út fyrir skemmstu. Þeir fé- lagar segjast hafa gefíð sér góðan tíma til að vinna plöt- una og síðan ákveðið að geyma hana eilítið til að geta sinnt kynn- ingunni af krafti. Á plötunni er tónleika- dagskrá sveitarinnar meira og minna, einskonar eðlilegt framhald af spilamennsk- unni síðustu mánuði, utan að þeir sneru textunum á íslensku, utan einn sem er á færeysku, móðurmáli söngv- arans, James Olsons. Þeir segjast leggja áherslu á írska tónlist, eins og heyra megi á disknum nýja, en blöndunin sé orðin öllu meiri; „þetta er sama músíkin með öðruvísi áherslum. Það má segja að þetta sé tón- list fyrir alla, þar á meðal er diskó, en við tökum Stál og hníf í diskóútgáfu, við erum að leika með hitt og þetta.“ Daður Orri Harðarson. Frægð og frami ORRI Harðason vakti all- mikla athygli með breið- skífu sinni Drögum að heimkomu fyrir tveimur árum. í síðustu viku kom frá honum fyrsti vísir að nýrri breiðskífu sem vænt- anleg er á næstu vikum. Orri segist hafa byijað á plötunni í ágúst, en hann vinnur hana með Sig- urði Bjólu, en lögin eru allt frá því Drög að heimkomu kom út. Sú var mansöngva- plata, en Orri segist fara víðar á væntanlegri plötu, allt frá daðri við Velvet Underground og Pink Floyd í lög sem eins hefðu getað verið á fyrstu plötunni. í textum veltir hann líka fyr- ir sér öðru en forðum, því nú er yrkisefnið frægð og framabrölt. „Ég var reynd- ar kominn af stað með plötu á síðasta ári, en fannst of mikið span á öllu og ákvað að biða. Það var rétt ákvörðun, því það bættust við lög og platan varð sterk- ari fyrir vikið.“ DÆGURTONLIST Hvad erþessi house tónlist? Spámentií Tunglinu HINGAÐ hefur legið straumur plötusnúða af öllum gerðum og skemmst er að minnast Uxatónleikanna þar sem ekki varð þverfótað fyrir breskum plötusnúðum sem allir hétu DJ eitthvað. Þeir spiluð flestir harkalegt dynjandi teehno og saknaði margur mýkri strauma og afslappaðri. Úr því verður bætt, því væntanlegir eru hingað til lands tveir helstu spámenn house tónlistar, og hyggjast skemmta í Tunglinu á laugardaskvöld. House tónlist er sprottin úr danshúsum Chicago og lagði grunninn að nútíma danstónlist. Breskir straumar eru yfir- leitt öllu harðari og tækni- væddari en að vstaii, og segja má að eftir Arno tvær Motthíosson stefnur beri hæst í danstónlistinni; mýkri og jákvæðari house- tónlist og hart vélrænt tec- hno. Þeir félagar „Little" Louis Vega og Kenny „Dope“ Gonzales eru gjarn- an nefndir með mikilii lotn- ingu enda taldir með guð- feðrum house-tónlistar og sem Masters at Work hafa þeir notið hylli sem hljóð- blendlar og meðal annars hrært í lögum Bjarkar, Ma- donnu, Jackson-systkina, Donnu Summer og St. Eti- enne, svo eitthvað sé nefnt. Þeir troða einnig upp undir öðru nafni, Bucketheads, og lag þeirra The Bomb naut mikillar hylli hér á landi, ekki síður en víða um heim. Hingað koma þeir félagar Spámenn „Little" Louis Vega og Kenny ,|Dope“ Gonzales. A 1h w«4 Vega og Gonzales til að troða upp á afmælishátíð útvarpsþáttarins Party Zone í Tunglinu. Þeir Party Zone liðar segja það hafa tekið dtjúgan tíma að fá þá félaga til landsins, því þegar fyrst var lagt til atlögu sögðu þeir klárt nei. I vor var aftur annað hljóð komið í strokkinn, enda mikil og jákvæð stemmning fyrir Ís- landi hjá breskum plötu- snúðum, sem hefur skilað sér til Vega og Gonzales. Þeir létu því til leiðast og lækkuðu sig meira að segja töluvert i launum, enda ekki ætlunin að hátíðin geri meira en standa undir sér. Þeir félagar slógu þó ekki af kröfum um umbúnað tón- leikanna, og víst að ekki hafa öflugri plötusnúðatói verið sett upp hér á landi en verða í Tunglinu á laug- ardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.