Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Mörg er matarholan! ALLTAF að tapa! Svoleiðis fer víst fyrir þeim sem ekki hafa út- sjónarsemi í pen- ingamálum og eru á lífsleiðinni ekki iðnir við að leita að matar- holunum. Ef maður hefði nú haft vit á því hér um árið sem varaþingmaður Reykvíkinga í 10. sæti að sækja fast að setj- ast hálfan mánuð inn á Al- þingi, þótt það gæfí lítið svig- rúm annað en flutning á jóm- frúrræðu og framlagningu á þingsályktunartillögu, þá hefði maður kannski bara getað lifað af þegar sest verður í helgan stein, eins og það heitir. Ég tala nú ekki um ef maður hefði haft þá for- sjálni að vera ekki makalaus, sem ekki er stórmál ef til slíkra makahlunn- inda er að vinna. Til viðbótar við þær 48 þúsund króna líf- eyrissjóðsgreiðslur á mánuði, sem ég mun fá eftir 40 ára starf í blaðamennsku, hefðu þá komið 40 þús. kr. á mánuði fyrir hálfa mánuðinn á Alþingi. Svo er forsjálum alþingismönn- um fyrir að þakka. Rausnar- menn!! Um leið hafa þeir smám sam- an verið að koma því svo fyrir að þessi tæpa fimmtíu þúsund króna samansafnaða spariupp- hæð úr lífeyrissjóði BÍ nýtist ekki þeim sem auk greiðslna í eigin lífeyrissjóð eru að borga í sköttum rausnarlegan lífeyris- sjóð alþingismanna og embætt- isfólks, því með honum fyrir- gera þeir öðrum elligreiðslum úr ríkissjóði. Sniðugt! En eins og haft var eftir öðrum hús- bónda á lífsleiðinni: Þeim sem ekki hafa rænu á að ganga eft- ir því, á ekkert að greiða og ekkert að vera að upplýsa þá um réttindi. Svona fer fyrir þeim almennu kjánum, sem ekki eru útsjónarsamir eins og al- þingismenn. Nú hefur stórfjölgað þeim sem reka nefið inn á Alþingi, enda beinlínis stefnt að því t.d. hjá Kvennaflokknum að gera konur sem sýnilegastar með því að rýma til svo að sem flestar geti rekið lapparskamið þar inn, eins og fræg sögupersóna orðaði það. Er víst nú fast sótt af flestum fyrstu varaþingmönnum að komast á blað. Ekki að undra. Upplýst að meira en helmingur af 365 milljón króna makalífeyri 210 manna sé kominn til vegna þingmanna, sem setið hafa á þingi innan við eitt ár. En svo er víst líka stjórnmála- mönnunum fyrir að þakka að óvænt á ég tæpar fimm þúsund krónur mánaðarlega úr lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna - fyrir skrifstofuvinnu í utanríkisráðu- neytinu samanlagt í kannski tvö ár á skólaárunum. Varð víst ekki meira, því ekki var lífeyris- sjóður meðan maður var úti í sendiráðum og hjá SÞ. Enda er starfsfólk ríkisapparatsins í æðri flokki en almenningur varðandi lífeyrissjóð. Ekki hefði maður vitað af þessari matar- holu nema fyrir tilviljun, þegar vinkona sá í plöggum Trygg- ingastofnunar þessa inneign, sem verður að vita um til að sækja um skriflega. Og allt í einu eru mér farnar að berast heilar 2.800 krónur á mánuði. Skatturinn hirðir nær helminginn. Hélt satt að segja að þetta væri gabb. Enda höfðu þeir endur fyrir löngu hringt og spurt hvort ekki mætti gera inneignina upp og ég svarað í hálfkæringi að upphæðin dygði ekki fyrir brennivínsflösku, svo þeir skyldu bara láta hana standa hjá Lífeyrissjóði ríkisins. Fyrir þá forsjálni og af því það er opinber sjóður, sem skatt- greiðendur niðurgreiða, þá urðu þessir mánuðir svona dtjúgir. Sniðugt! Aðrir þjóðfélagsþegn- ar, sem ekki sýna þvílíka út- sjónarsemi, mega naga sig í handarbökin. Þeir kjósa að vísu á þing það fólk sem hefur verið að koma þessu svona fyrir. Geta bara sjálfum sér um kennt að hafa valið þangað fólk með þennan þankagang. Þegar nútíma fjöl- miðlar fara að upplýsa hvernig launagreiðslum, lífeyrisgreiðsl- um, skattfríðindum og auka- sporslum hvers konar er háttað kemur bara í ljós að þingmenn hafa auðvitað ekkert vitað um flest af þessu sem þeir hafa verið að samþykkja, eins og líf- eyri og makalífeyri þeirra sem stungið hafa nefinu inn á Al- þingi í hálfan mánuð. Hver um annan lýsir yfir að hann sé al- veg standandi steinhlessa. Hafi bara ekki haft græna glóru um hvað þeir voru að gera. Ætluðu hreint ekki að gera neitt ljótt, alls ekki að mismuna fólkinu í landinu. Segir ekki líka í starfsplaggi þeirra að allir séu jafnir fyrir lögunum? Er þetta ekki dulítið skondið í ljósi þessara þjóðlegu viðhorfa ísíendingsins í aldir að kjósa frekar að vera skúrkur en heimskingi, ef á hann er borið að hann skilji ekkert eða hafí ætlað að gera eitthvað ljótt. Að vera ekki gáfaður hefur alltaf verið mesta skömmin í okkar íslenska samfélagi. Er enn býsna sterkt. Eða kannski er það að hverfa úr þjóðarsálinni? Að vera svona fús til að vitna um að maður viti ekkert í sinn haus eða skilji hvað er að gerast bendir kannski til þess. Ekki hefi ég trú á því, eins og alþingismenn segja stundum sjálfir, að ekki fáist nógu fært og gáfað fólk á þing vegna lé- legra launakjara. Enda margir fúsir, jafnvel æstir í það. Ekki skortir samkeppni. Hefur ekki framboð og eftirspum áhrif þarna eins og annars staðar á markaðinum, eða hvað? Þessi dapurlega persónu- reynsla af lífreyrissjóðaréttind- um sýnir í hnotskurn hvernig löggjafinn vill og hefur komið þessu fyrir og stór hluti þjóðar- innar býr við. Allir flokkar, sið- væðingaflokkar líka, samþykkja þetta og þegja. Enginn þingmað- ur hefur svo mikið sem flutt til- lögu hvað þá frumvarp um leið- réttingu. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur VERALDARVAFSTUR/t/v/ Islendingar bestirf íslands varþaö lag ÞAÐ ER óþrjótandi umræðuefni að fjalla um eyjabúana á eyjunni í Norð- ur-Atlantshafi í íslenskum fjölmiðlum, sem ýmist eru hamingjusamastir, ríkastir, gáfaðastir eða bara ruglaðastir í heimi. Það er leitun að annarri þjóð, sem hefur svona mikla þörf fyrir að tala um sjálfa sig og sjá sjálfa sig sem eitthvert sérstakt fyrirbæri af tegundinni homo sapiens. Vegum hér enn í sama knérunn okkur til hugarhægðar. I því virta riti Scientific American var nýlega úttekt á greinaskrifum vísindamanna um allan heim. Hún fór þannig fram að um 300 vísindarit af viðurkennd- ari gerðinni voru skoðuð í eitt ár að mig minnir. Vísindamennirnir voru síðan flokkaðir eftir þjóðlöndum. ILJÓS kom að Bandaríkin áttu um 30%-af öllum greinunum en við á klakanum hins vegar 0,03%. Þessa niðurstöðu má sjálfsagt túlka í tvær áttir: Annars vegar að þetta sé eðliiegt hlutfall enda Bandaríkja- menn um það bil 1.000 sinnum fleiri eh landinn. Hins vegar að þetta sé allt of lágt hlutfall hjá okkur þar sem mun hærra pró- sentuhlutfall fer hér til háskólanáms en þar. Aðrar niðurstöður eru t.d. að á eftir bandarískum þegnum með 30% kemur lengi ekki neitt en síðan Jap- an með 8,2%, Bretland með 7,9%, Þýskaland með 7,2% og Frakkland með 5,6%. Alls komst 81 land á skrá, þar af eru aðeins 18 lönd með yfir 1%, 25 lönd með milli 1,0 og 0,1%, 27 lönd með milli 0,1 og 0,01% og að síðustu 11 lönd með milli 0,01 og 0,001%. Athyglisvert fyrir okkar sjónarhól er það að við erum með 30 sinnum fleiri vísindagreinar en Grænlending- ar, Danir eru með 30 sinnum fleiri vísindagreinar en við og Bandaríkin eru með 30 sinnum fleiri vísinda- greinar en Danir. Svona nokkum veginn. I þessari útttekt eru einnig ýmsar skýringar á því hvers vegna þriðji heimurinn og fjarlæg heimilisföng vísindamanna hindra viðkomandi í því að fá greinar sínar birtar.. Því auðvitað er við val greina í vísinda- rit bæði ríkjandi kynþáttafordómar og snobb. Þannig greinir einn virtur maður frá því að á meðan hann dvaldi í Bandaríkjunum við störf fékk hann tíu sinnum fleiri greinar birtar eftir sig en eftir að hann flutti til Mexíkó. í sömu grein er einnig gerður samanburður á löndunum varðandi tengingu þeirra inn á netið (alnet- ið). Það^er ekki óeðlilegur saman- burður þar sem netið hefur mest vaxið upp í kringum háskóla. Og við fyrstu sýn er ljóst að fylgnin við greinabirtingartöiurnar er mjög mik- il. Það á bæði við um 18 efstu lönd- in og einnig neðstu löndin. En hér er þó ein undantekning: ísland er samkvæmt þessum tölum með langhæsta nettengingu á haus yfir alla heimsbyggðina. Sé litið á það hversu sterkt sam- ræmið er á milli þessara tveggja þátta hjá hinum þjóðlöndunum er unnt að álykta sem svo að annað- hvort sé hin lága vísindamennska (greinarskrifin) landans óeðlileg eða hin mikla tenging við alnetið óeðli- leg. Nema hvort tveggja sé! Með okkar augum séð er svo vita- skuld ekki. Það má finna góðar skýr- ingar á þessu. Nema hvað. Ein skýr- ingin gæti t.d. verið þjóðfélagsleg, að áhugi þjóðarinnar á því að efla háskóla sinn, sé alltof lítill. Því vita- skuld er það aðstaðan sem vísinda- mönnum er sköpuð til að sinna köll- un sinni (vonandi), tíminn sem er til aflögu til að sinna vísindaskrifum, sem lesa má út úr greinakönnun Scientific American. Allir vita að Háskóli íslands er í fjársvelti og að laun þar innan veggja eru aðeins brosleg. Hitt könnunarsviðið má skýra þannig að landinn sé uppalinn sem tækjafrík svo engan þurfi að undra þó að tölvur og mótöld séu nánast gefin með móðurmjólkinni. Og þá verður það fyrst fyrir í hugleiðing- unni að hér er þjóðin ekki nísk við sig eins og við háskólann sinn. Eftir öll þessi orð er auðvitað best að gera ekkert í málinu og gleyma þessu jafnharðan að venju. Því hvers vegna ættum við að rembast við að skara fram úr í vísindum, þegar við höfum alla sterku strákana og sætu stelpurnar, það er líka svo assgúri erfitt.. . ? eftir Einar Þorstein ÞJÓÐLfFSÞftWKAR/A ástœða til ab setja höfub sitt ab vebif Að halda nefimi upp úr EITT virðist mikilvægara öðru í þessu lífi, það er að „halda nefinu upp úr“. Allir upplifa það öðru hveiju að „allt er komið í steik“. Það sem öllu skiptir þá er að geta „haldið nefínu upp úr“. En það getur orðið þyngri þrautin vegna þess að við erfiðleika og áföll kemst ringulreið á sálarlífið, einmitt þegar mest er þörf á skýrri hugsun. Þá skiptir sköpum að geta komið skikk á ringulreiðina með því að beina viljakraftinum öllum að einum punkti og þannig komist hjá því að sökkva alveg á bólakaf og liggja jafnvel við drukknun þegar verst gegnir. Að „halda nefinu upp úr“, er ekki bara spurning um hagnýtt markmið þegar erfiðleika ber að garði, það er öðrum þræði lífsstefna. AÐ „halda nefinu upp úr“ er nán- ar til tekið að gera alltaf eins og maður getur við hvaða kringum- stæður sem er. Komi maður til dæm- is heim til sín eftir erfiðan vinnudag og allt er í drasli, þá er galdurinn sá að láta ekki hug- fallast og skríða bara upp í rúm og breiða sæng yfir höfuð sér, heldur ber manni að sam- kvæmt ofansögðu að drattast fram í eldhús, þvo upp og reyna að koma einhveiju lagi á hlut- ina. Þetta er eins og allir vita erfitt fyrst, en þegar frá líður vex manni ásmegin og áður en við er litið er allt komið á góðan skrið. Maður held- ur með öðrum orðum nefinu upp úr subbuskapnum. Séu fjármálin orðin æði snúin er ráðið að setjast við borðstofuborðið með reikningana sína, leggja alla n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur súpuna saman einu sinni enn og leggja heilann í bleyti rétt eina ferð- ina, sé nógu samviskusamlega að þessu staðið finnst eitthvert úrræði að lokum, það bregst ekki. Þannig heldur maður nefínu upp úr óreið- unni og getur jafnvel kveðið hana niður. Þetta er ólíkt gáfulegra en að láta reka á reiðanum og bíða þess eins að farkosturinn brotni á næsta skeri og drukknunin ein blasi við. Beri verulegt áfall að höndum þarf oft mikið þrek til þess að halda sér það á floti að nefbroddurinn standi alltaf upp úr í veraldarvolk- inu. Ýmis nýtileg ráð era til við slík- ar kringumstæður. Þegar kvíðaherp- ingurinn læsist um hjartarætumar er skynsamlegt að beina huganum af alefli að því að slaka á. Svokölluð tvöföld öndun kemur þar að verulegu gagni. Fyrst skal anda djúpt að sér og síðan blása frá sér milli tann- anna, hægt og jafnt uns allt loft er búið. Þá er aftur andað djúpt og nú blásið eins hratt frá sér og unnt er. Þetta er gott að endurtaka af og til þar til kvíðaherpingurinn sér sitt óvænna og fer. Hafi fólk á tilfinningunni að það hafi lent á milli tannanna á kjafta- kerlingum umhverfisins er ráðið ekki að fela sig eða ganga með veggjum, heldur skal þvert á móti tjalda því sem til er. Gott er þá að draga fram betri fötin og snurfusa sig eins og unnt er. Úr því ekki er hægt að koni- ast hjá því að glápt sé á mann þá er eins gott að snúa dæminu við og reyna að taka sig eins vel og út og kostui- er. Bæði er nú það að öllu fólki líður betur vel til haft og svo er hitt að gaman er að geta glatt hina söguþyrstu samborgara sína u þótt í litlu sé, þannig heldur maður „nefinu upp úr“ í ýmsu tilliti. Þegar ringlureið hugans er orðin slík að fólk á verulega erfitt með að einbeita sér er gott ráð fyrir hinn ringlaða, eftir tvöföldu öndunina, að hlusta vel á það sem fólk í umhverf- inu er að segja. Ef maður einbeitir sér að því hlusta, fréttir maður að lokum eitthvað sem jafnvel hinum ringlaðasta einstaklingi þykir merki- legt og það dreifir hugsuninni frá þeirri þráhyggju sem áfallið hefur tímabundið njörfað hana niður í. Þá er ekki síst nauðsynlegt að halda dauðahaldi í veruleikatengslin. Missi maður þau sekkur maður til botns í sínu eigin hugardýpi og þar er auðvelt að drukkna enda erfitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.