Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÖGULEGUR koss; Grant og Emma í „Sense and Sensibility.“ Emma kyssir Grant NÝ bresk mynd byggð á sögunni „Sense and Sensibi- lity“ eftir Jane Austen verð- ur bráðlega tiibúin til frum- sýningar. Leikstjóri hennar er Ang Lee („The Wedding Banquet") en Emma Thomp- son og Hugh Grant fara með aðalhlutverkin ásamt Kate Winslet og Alan Riekman. Thompson skrifaði sjálf handritið og var fjögur ár qð því og á tímabili lá við að maðurinn hennar, Kenn- eth Branagh, tæki að sér leikstjórnina. Sagan segir af tveimur ólíkum systrum á Englandi á síðustu öld og skrifaði Emma koss einn í handritið en allt kossaflens var fjarri Austen. Kossinn á kannski eftir að fara í taug- amar á Austpnsérfræðingum en Emma krafðist þess _að fá að hafa hann með. „Ég hef leikið í þremur bíómynd- um á móti Hugh Grant og ég ætla fjandakornið ekki að leika í annarri án þess að kyssa hann,“ á Emma að hafa sagt. Frá Hong Kong til Hollywood FREMSTI hasarmynda- leikstjóri Hong Kong, John Woo, hefur flutt sig til Hollywood svosem eins og margir heimsins leikstjór- ar og sendir þar frá sér nýja mynd sem heitir „Bro- ken Arrow“. Handritið er eftir Graham Yost, þann sama og skrifaði „Speed“. John Travolta fer með eitt aðalhlutverkanna og leikur illmenni myndarinn- ar en með önnur hlutverk fara Christian Slater og Samantha Mathis. Myndin greinir frá flugmanni Ste- alth þotu sem ásamt þjóð- garðsverði eltist við Tra- volta til að ná af honum kjarnorkuvopni og fer elt- ingarleikurinn fram í há- loftunum, á jörðu niðri og úti á rúmsjó. Stealth þotan gegnir svipuðu hlutverki og Harri- er þota Schwarzeneggers í Sönnum lygum og er unnin á sama hátt - í tölvu. 8.300 höfðu séð Vatnaveröld HASAR í háloftunum; Slater í mynd Woos, „Broken Arrow“. UM 8.300 manns höfðu séð framtíðartryilinn Vatnaveröld í Sambíó- unum og Háskólabíói eftir fyrstu sýningarhelgina. Þá höfðu um 16.000 manns séð Frelsishetjuna með Mel Gibson í Háskóla- bíói og Regnboganum eftir síðustu helgi, 24.000 höfðu séð Franskan koss, 18.000 Kongó og 12.000 teikni- myndina um Húgó. Næstu myndir Háskóla- bíós eru Apollo 13, sem frumsýnd verður föstudaginn 13. októbertil allra heilla, en hún verður einnig sýnd í Laugarásbíói, makedóníska myndin Fyrir < regnið kemur þar næst, þá gamanmyndin „Clueless" og kínverska myndin Að lifa. í nóvember verða m.a. sýndar myndirnar „Jade“ með Lindu Fiorentino og „Carrington“ með Emmu Thompson. FOSTUDAGURINN 13.; úr Apollo 13. UNýjasta verk Rob Reiners, sem síðast gerði þá hryggðar- mynd Norður, heitir Banda- ríski forsetinn eða „The Am- erican President" og segir af ekkjumanninum forseta Bandaríkjanna sem kynnist umhverfisverndarsinna er veitir honum nýja sýn á lífið og embættið. Michael Dou- glas leikur forsetann, Ann- ette Bening græningjann og aðrir leikarar eru Michael J. Fox og Martin Sheen. Aaron Sorkin skrifar handritið en hann gerði líka handrit „A Few Good Men“ fyrir Reiner. ■Mel Brooks er ekki hættur að gera gys að bíómyndum. I nýjustu gamanmynd sinni gerir hann Drakúlamyndir hlægilegar en hún heitir Drakúla: Dauður og ánægð- ur með það. Mel skrifar handritið og leikstýrir. UNýr framtíðartryllir sem James Cameron framleiðir verður frumsýndur vestra í þessum mánuði. Hún heitir Skrýtnir dagar eða „Strange Days“ og er með Ralph Fien- nes í aðalhlutverki í einhvers- konar „Blade Runner“ ver- öld framtíðarinnar. Hann er ásamt Angelu Bassett á hött- unum eftir geðsjúkum morð- ingja en leikstjóri er Kathryn Bigelow, líklega eini kven- kyns hasarmyndaleikstjórinn í Hollywood og fyrrum eigin- kona Camerons. ULeikstjórinn umtalaði Qu- entin Tarantino fer með að- alhlutverkið í spennumyndinni „From Dusk Till Dawn“ undir stjóm mexíkóska leik- stjórans Roberts Rodriguez. Með önnur hlutverk fara Gíe- orge Clooney úr læknaþátt- unum Bráðamóttakan, Harvey Keitel og Juliette Lewis. Miramax framleiðir en myndin segir af tveimur gikkglöðum bræðrum sem ræna fynum presti og börn- um hans. > Jtr w JV IBIO TTatnaveköld V Kevins Costners, dýr- asta bíómynd seinni tíma kvikmyndasögu, hefur verið frumsýnd hér á landi og veldur engum vonbrigð- um þótt erfitt sé að sjá í hvað 13 milljarðar króna fóru við gerð hennar. Áhorfandinn þarf sem bet- ur fer ekki að hafa áhyggj- ur af kostnaðinum. Hann borgar sinn 550 kall eins og venjulega. Eitt vekur þó athygli varðandi Vatna- veröld. Hún græðir á því að vera dýr. Hún græðir á dollarasukkinu og það er notað markvisst í auglýs- ingar. Enginn hefur efni á að missa af dýrustu mynd sögunnar. Það eru breyttir tímar. Fyrir nokkrum árum varð dollarasukkið í kringum gamanmyndina „Ishtar“ bein orsök þess að hún kolféli um allan heim. „Heaven’s Gate“ var svo dýr að hún setti United Artists á hausinn og kol- féll í míðasölunni. Hið slæma umtal sem þessar tvær myndir fengu vegna eyðslusemi átti stóran þátt í því að fólk sniðgekk þær. Nú er Vatnaveröld skömminni skárri mynd en þær tvær líklega til sam- ans en samt er eins og viðhorfið hafi breyst. Það sem var áður forkast- anlegt bruðl er núna orðið heillandi skemmtun. . =™s|CVI KMYl\l Dl Hvar liggur vidmibib? fremst skynjum við úr hvaða tilfinningaátökum tónlist Jóns Leifs er sprottin og hvernig þau fléttast inn í sköpun hans í samspili við íslenska náttúru og brimgný hafsins, tákn aðskilnaðar og hins óyfirstíganlega. Ein- hvern veginn sjáum við tón- listina jafnmikið og við heyr- um hana. Myndin er öðrum þræði um listamanninn and- spænis listinni, þá lífsreynslu sem mótar verk hans og þær málamiðlanir sem hann stendur frammi fyrir. Minn- isstætt lokaskotið, sem er allt í senn vísun í myndir þögla skeiðsins, geymir tröllsleg svik við hið bams- lega sakleysi og er fyrirboði hörmulegra afdrifa dóttur Jóns Leifs, felur í sér allt sem sagt hefur verið og ósagt í tilþrifamikilli og góðri bíó- mynd og minnir á hyldýpis- táknið í myndum eins og Píanóinu og Leolo. Tárið er sigur kvikmyndalistarinnar á bókmenntalistinni, sem ein- kennt hefur um of íslenskar bíómyndir. Það er ástæða til að óska Hilmari Oddssyni og félögum öllum til hamingju með frá,- bæra bíómynd og seiðandi listaverk sem mun vekja hrifningu á íslandi sem kvik- myndaþjóð og bera hróður íslenskrar kvikmyndagerðar 4f # Hdmslist TILÞRIFAMIKIL kvikmyndalist; Tár úr steini. um víða veröld því um leið og fegurð hennar er íslensk er list hennar alþjóðleg. En þrátt fyrir mikið ágæti hennar má alltaf deila um hvort hún marki tímamót í íslenskri kvikmyndagerð á þeim forsendum að með henni hafi í fyrsta sinn tekist að skapa heimslist. Því er a.m.k. erfítt að slá föstu án þess að strika yfír Börn nátt- úrunnar, svo aðeins hún sé tekin sem dæmi af augljósum ástæðum. Hún var ekki síður tiifinningalega sterk kvik- mynd þar sem kvikmynda- tækninni var beitt af sér- stöku listfengi og skáldlegu innsæi til að magna upp hug- hrif. Allstaðar þar sem hún hefur farið um heiminn - og engin íslensk bíómynd hefur farið víðar - hefur henni ver- ið tekið fagnandi af gagnrýn- endum og kvikmyndaunn- endum, sem hafa keppst um að kalla hana sanna heims- list. Hún hefur unnið til á þriðja tugs verðlauna um heim allan. Hún var útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 1992. Ef nýi mælikvarðinn á íslenska kvikmyndalist snýst um að standa jafnfætis því besta sem gert er í kvik- myndalist í heiminum er þá ekki óhætt að telja Börn náttúrunnar með? HALDA mætti af öllu því lofí sem Tár úr steini hefur feng- ið að lítt spennandi kvikmyndagerð hafí verið stunduð á íslandi fram að þessu; með henni skapast nýtt viðmið, kennt við heimslist; loksins hefur tekist að skapa alvöru tilfinninga- heim; hún er stökkbreytingin yfir í, að líkindum, betri ís- lenska kvikmyndagerð. Hér eftir hlýtur allt að verða breytt. af frásögninni en oft áður í íslenskum bíómyndum. Mikil alúð hefur verið lögð í hand- ritsvinnuna nema tímaskyn áhorfandans er nokkuð á floti og óþarflega hratt er farið yfir mikilvæg kaflaskil. Öðrum er lýst af ýtrasta næmleik og mannúð Hilmars Oddssonar, sem með þessari mynd er kominn í fremstu röð leikstjóra á Norðurlönd- um. Við skynjum og upplif- um ógnina er steðjar að lít- illi fjölskyldu gyðinga á tím- um nasismans, sem djúpa persónulega þjáningu með mjög sterkum ljóðrænum og táknrænum hætti; svarta myrkur leggst yfir líf og ást fjölskyldunnar. Og kannski fyrst og Iikið af lofinu sem myndin hefur fengið er sannarlega verðskuldað. Tár úr steini, sem fjallar um ár Jóns Leifs tónskálds í mmmmmmmmm Þýskalandi nasismans, er listaverk á heims- mælikvarða sem sam- einar tónlist og kvik- myndalist með eirí- stökum hætti. Myndbygging- in, lýsing og kvikmyndataka, er þaulhugsuð með tilliti til þeirra sálrænu átaka sem eiga sér stað og meira er til myndsköpunarinnar og stíl- færslunnar vandað sem hluta eftir Amald Indriðoson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.