Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 23 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Ritari Ritari Fræðsludeild kirkjunnar, Laugavegi 31, óskar að ráða ritara til starfa, sem fyrst. Starfssvið: Bréfaskriftir - símsvörun - um- sjón með bóka- og gagnasafni til útláns - almenn upplýsingamiðlun og skyld störf. Leitað er að reglusömum starfskrafti sem hefur gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli, góða almenna tölvukunn- áttu og reynslu í ritarastörfum. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu og hafa áhuga á málefnum kirkjunnar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 14. okt. QjðniTónsson RÁDGIÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Traust fyrirtæki óskar að ráða móttökuritara til starfa. Starfið Móttaka viðskiptavina, símsvörun og úr- vinnsla fjölbreyttra verkefna í ritvinnslu o.fl. Hæfniskröfur Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með góða íslenskukunnáttu og þjálfun ívinnu við tölvur. Æskilegur aldur 25-35 ára. Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merkt: „Ritari“ fyrir 14. október nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ‘B‘533 18CX) Vanir bóksölumenn - há sölulaun Prentsmiður Auglýst er eftir prentsmið til starfa í prent- verki birgðastöðvar Landsbankans. Umsækjandi þarf að hafa iðnréttindi í grein- inni og vera vanur tölvusetningu og tölvuum- broti auk filmuskeytingu. Aðallega er unnið á Mackintosh tölvu með forritunum Page Maker og Free Hand auk Word og Excel. Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell Ársæls- son, forstöðumaður birgðastöðvar, í síma 560 6275. Laun eru samkvæmt kjarasamningum S.Í.B. og bankanna. Umsóknir sendist Ara F. Guðmundssyni, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs bank- ans, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 3. hæð, 155 Reykjavík, fyrir 20. október 1995. vAtryggingafélag ÍSLANDS HF Þar sem tryggingar snúast um fólk Vátryggingafélag íslands hf. óskar eftir tryggingasölum til starfa fyrir félagið. Um er að ræða krefjandi verktakastörf á sviði trygg- ingarsölu, þar sem tekjumöguleikar eru góð- ir fyrir duglegt fólk. Boðið er upp á aðstöðu í húsakynnum VÍS. Starfið felst í sölu á tryggingum, tilboðsgerð og mati á tryggingaþörf viðskiptavina, sjálf- stætt og í samstarfi við starfsfólk fyrirtækis- ins. Við leitum að áhugasömu og þjónustulipru fólki. Ef þú vilt taka þátt í spennandi verk- efni á sviði trygginga, hikaðu þá ekki við að sækja um. Einkunnarorð félagsins eru „þar sem trygg- ingar snúast um fólk“. Þú þarft ekki að kunna allt á því sviði, aðalatriðið er að vilja læra um tryggingar og fólk. Við aðstoðum við það og bjóðum upp á skemmtilegt einnar viku aðlögunarnám og stuðning í sölustarfi, m.a. með reglubundinni ráðgjöf. Umsóknir sendist fyrir 16. október nk. til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, merktar: „þar sem tryggingar snú- ast um fólk“. Öllum umsóknum verður svar- að og farið verður með þær sem trúnaðar- mál. Óskum eftir að ráða vana bóksölumenn í síma- og farandsöludeild okkar. Há sölulaun fyrir rétta aðila. Unnið er á daginn og á kvöld- in. Mörg spennandi og arðbær verkefni fram- undan. Upplýsingar veitir Jóhann Páll Valdimarsson í síma 552 4240 fyrir hádegi mánudag og þriðjudag. 0 Mál ogmenning FORLAGIÐ Forstöðumaður tölvumála Umsvifamikið þjónustufyrirtæki óskar að ráða forstöðumann upplýsinga- og tölvu- sviðs. Upplýsingakerfi fyrirtækisins er í dag saman- sett af WAX/VMS. Fyrirhugað er að skipta yfir í biðlara/miðlara umhverfi. Starfið • Stjórnun og umsjón með rekstri tölvu- og upplýsingakerfa. • Kerfis-og þarfagreining. • Umsjón með áætlanagerð á sviði tölvu- mála og hugbúnaðargerðar. • Samskipti við verktaka. • Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar breyting- ar á upplýsingakerfum fyrirtækisins sem viðkomandi þarf að vera leiðandi í. Hæfniskröfur • Háskólamenntun í tölvunarfræðum eða sambærileg menntun. • Haldgóð þekking í tölvu- og upplýsinga- tæknimálum. • Áhugi á uppbyggingu og þróun metnaðar- fulls upplýsingakerfis. • Þjónustulund, skipulagning og samstarfs- hæfni eru nauðsynlegir eiginleikar. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 533 1800. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Forstöðumaður tölvu- mála“ fyrir 17. október nk. RÁÐGARÐURM STjÓRNUN AR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK B 533 1800 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Engjaborg v/Reyrengi, upplýsingar gefur Auður Jónsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 587 9130'. Fífuborg v/Fífurima, upplýsingar gefur Elín Ásgrímsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 587 4515. Laugaborg v/Leirulæk, upplýsingar gefa Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Birgisdóttir, leikskólastjórar, í síma 553 1325. Njálsborg v/Njálsgötu, upplýsingar gefur Hallfríður Hrólfsdóttir, ieik- skólastjóri, í síma 551 4860. Rofaborg v/Skólabæ, upplýsingar gefur Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri í síma 567 2290. í 50% starf e.h.: Engjaborg v/Reyrengi upplýsingar gefur Auður Jónsdóttir, ieik- skólastjóri, í síma 587 9130. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Meiraprófsbílstjóri Stórt og öflugt smásölufyrirtæki vill ráða starfsmann til starfa við flutning og dreifingu á ýmissi matvöru þ.m.t. að annast akstur á stórri bifreið, losun og lestun hennar, ásamt öðrum tilfallandi störfum/verkefnum. Leitað er að snyrtilegum einstaklingi, sem hefur meirapróf og einhverja reynslu af akstri stórra bifreiða, er á aldrinum 30-40 ára og í líkamlegu góðu formi, getur unnið undir álagi, er skipulagður og á gott með að umgangast fólk. í boði er krefjandi og fjölbreytt starf hjá traustu og ábyggilegu fyrirtæki, mikil vinna og ágæt laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð ásamt öllum nánari upp- lýsingum um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni á venjulegum skrifstofutíma. Teitur Lárusson Atvinnuráðgjöf- starfsmannastjórnun Austurstræti 12-14 (4. hæð), sími 526 4550, 101 Reykjavík. Gæðastjóri Stórt, sérhæft þjónustufyrirtæki óskar að ráða gæðastjóra til starfa. Starfið er laust strax en hægt er að bíða eftir réttum starfsmanni. Fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að uppbyggingu og þróun gæðakerfis og er smám saman að innleiða það í starfsemi sína. Leitað er að háskólamenntuðum einstakl- ingi; æskilegt að viðkomandi hafi lokið framhaldsnámi á sviði gæðastjórnunar. Starfsreynsla á þessu sviði er ekki nauðsyn- leg. Launakjör samningsatriði. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 12. október. Guðni Iónssqn RÁDGIÓF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.