Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________________________SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B .7 MAIMNLÍFSSTRAUMAR AN ÞRÖSKULDA /Hvemigkemst ég leidar minnar? Famrtæki Lágt gólf að framan og í miðju um Lágt gólf í öllum bílnum Meb lækkunarbúnabi Lækka má gólf næst dyrum alveg nibur abgötu HVERNIG kemst ég í vinnuna, skólann eða í bíó í kvöld? Flest höfum við töluvert val. Við getum gengið, farið í strætó, jafnvel tekið leigubíl eða ekið á eigin bíl, allt eftir veðri, tíma, skapi eða hveijum þeim duttlungum sem í okkur dett- ur! EN ÞAÐ eru ekki allir svona heppnir. Margir verða að treysta á aðstoð náungans, ferða- þjónustu fatlaðra, eigin sérhannaða bifreið eða þeir verða bara að sitja heima. Það er kunnara en frá þurfi að segja hvað öll höft hafa slæm áhrif á sálina. Það að geta ekki stjórnað eigin lífi, þ.e.a.s. hvað ég geri, hvenær ég geri það eða á Dæmi um þetta er, að ef ég hefði ekki minn eigin bíl - sniðinn að mínum þörfum - hefði ég ekki get- að „droppað" í kaffi hjá honum Sigþóri bróður mínum í gærkveldi uppi á Kjalarnesi. Ég hefði þurft að panta ferðaþjónustu fatlaðra með dags fyrirvara og óvíst hvort hægt hefði verið að aka mér svo langa leið (í annað sveitarfélag) á þeim tíma sem ég vildi, heldur hefði ég þurft að aðlaga heimsóknina þeim tímum sem ekki væri of mikið að gera hjá ferðaþjónustunni. Ég hefði ekki einu sinni geta brugðið mér í bíó eða leikhús með svo stutt- um fyrirvara. Strætó/Ferðaþjónusta Þegar hreyfihamlaðir þurfa að fara milli staða, hafa þeir til skamms tíma orðið að ferðast með einkabíl. Þar sem almenningsvagnar hafa ekki verið hannaðir með það í huga að geta flutt hjólastóla og auk þess með svo óhentugar tröppur að allir, sem erfitt eiga um gang, veigra sér við að klöngrast upp í þá. um vik fyrir aðra við björgunarstörf- in. Veruleikatengsl sín eflir maður með því að fylgjast með því sem fram fer í kringum mann eins og kostur er. Maður einfaldlega leyfír sér ekki að einangrast, heldur neyðir síg, ef ekki vill betur, til þess að taka þátt í því sem fram fer. Þannig heldur maður nefinu upp úr í samskiptum sínum við eigið sjálf og umhverfið. Ótal margt annað mætti tína til, til þess að sýna fram á nauðsyn þess að „halda nefínu upp úr“. Það eru þó ekki hin ýmsu atvik og kring- umstæður sem eru fréttnæm að þessu leyti, heldur fyrst og fremst hugarfarið. Sá sem „heldur nefinu upp úr“ heldur reisn sinni, á hveiju sem gengur. Vissulega er stundum lítið hægt að gera - en ef hugurinn beinist jafnan með fullri hörku að því að „halda nefinu upp úr“, þá eru það skilaboð til umhverfisins um það að viðkomandi hafi ekki gefist upp, heldur sé þvert á móti fullur af bar- áttuhug. Það kemur í veg fyrir að vorkunnsamt fólk taki viðkomandi traustataki. Hinir vorkunnlátu eru mesta hætta þeirra sam áföllum mæta. Hinir vorkunnlátu finna fróun í að stumra yfír meintum sem raunveru- legum skipbrotsmönnum í lífsins ólgusjó. Til er ákveðin tegund vor- kunnlátra sem er þannig farið að þeir finna þá fyrst til stærðar sinnar og valds þegar einhver annar er orð- inn höfðinu styttri. Þótt fólki kunni að þykja gott að láta vorkenna sér er of dýru verði keypt að láta þar höfuð sitt að veði. I lífinu sýnist það vera grundvallaratriði að halda höfði annars er með engu móti hægt að halda nefinu upp úr - þetta hljóta allir menn að sjá. Fyrir tæplega 20 árum kom til landsins fyrsta sérhannaða bifreiðin til flutnings hjólastóla. Bíllinn var keyptur af Kiwanisfélögum og gef- inn Sjálfsbjörg í Reykjavík. Félagar Kiwanis-klúbbanna óku þeim sem óskuðu í sjálfboðavinnu fyrstu árin, en síðar tóku Strætisvagnar Reykjavíkur reksturinn í sínar hendur og reka nú Ferðaþjónustu fatlaðra með mörgum sérhönnuðum bílum. Hér er um stóran bílaflota að ræða, sem annar ekki að koma í stað strætisvagna nema að litlu leyti. í Lundi í Svíþjóð kom árið 1991 í umferð strætisvagn sem var þann- ig gerður að maður í hjólastóll.gat ekið inn í hann, án aðstoðar. Vagn- inn var hafður á einni leið, það er þeirri sem ráðamenn töldu hann helst koma að gagni. í dag eru ijór- ir vagnar á tveimur leiðum og er reynslan af þeim mjög góð. Ég er þess fullviss að talsverður hópur, sem nú verður að ferðast með ferðaþjónusunni, mundi geta ferðast með strætisvögnum ef þeir væru betur hannaðir. Ekki svo háir sem raun ber vitni og með þessum klúðurslegu tröppum. Því það er líkara að verið sé að útbúa fjalla- bíla en almenningsfarartæki. Auk þess mundu margir, sem nú eru að keyra í og úr vinnu eða skóla, not- færa sér aðgengilega vagna ef þeir væru í boði. Þannig mundi sparast heilmikið fé, sem annars færi í bens- ín eða viðhald bifreiða og vera þann- ig þjóðhagslega hagkvæmt. -Þetta er ekki og ég undirstrika ekki ætlað til að kasta rýrð á ferða- þjónustu fatlaðra í Reykjavík, sem hefur á að skipa frábæru starfsliði, sem vinnur sitt verk af dugnaði og ósérhlífni. Heldur vildi ég benda á að með því að gera almennings- vagnana aðgengilegri væri hægt nýta starfskrafta Ferðaþjónustunn- ar enn betur en nú er gert. Þetta breytir samt ekki því að við sem erum háð farartækjum en getum ekki nýtt okkur almennings- vagna verðum annaðhvort að hafa eigin bíl til umráða eða það yrði að margfalda ferðaþjónustuna að umfangi ef haldið verður áfram að hafa aðeins „fjallabíla" í almenn- ingsvagnakerfinu. Ef það er mein- ingin að við skulum eiga jafna möguleika til vinnu, náms og frí- stunda. En eigi nú slíkt jafnræði að ríkjá verðum við að hafa valmöguleik- ann, eins og aðrir þegnar, hvort við ferðumst með almenningsvögnum, eða á eigin bíl. Auðvitað væri það heppilegast að almenningsvagnar væru svo úr garði gerðir að allir geti notað þá, og stæðu þar með undir nafni! Margir eiga eða hafa aðgang að sumarbústað, sem þeir vilja geta skroppið í eftir vinnu ef svo stendur á veðri og vindum. En ekki hoppum við upp í rúturnar fremur en strætó ef okkur langar í smáveiðitúr, eða bara komast nær fjöllunum. í dag finnast á-íslandi að minnsta kosti tvær rútur með lyftu og fjöl- margir leigubílar sem geta tekið hjólastóla og er að mikil framför. Einkabíllinn Rétt er að athuga að fæst okkar getum við gert við sjálf ef bíllinn bilar og því er okkur nauðsyn á að bíllinn sé traustur, en hrynji ekki samnan þegar mest á reynir. Það þýðir í raun að við verðum að eiga vandaða trausta bíla, sem eru að jafnaði dýrari, bæði í innkaupum og rekstri. Við þurfum að geta skipt orar en annars, oryggisms vegna. Það skýtur því skökku við að meðan verð á bílum hefur hækkað um nær fjórðung og annar kostnað- ur að sama skapi, hefur dregið úr þeirri aðstoð sem hreyfihamlaðir eiga kost á til bifreiðakaupa. Já, það kostar peninga að eiga og reka eigin bíl, því er það okkur ómetanlegt að geta átt kost á ferða- þjónustunni til fastra ferða, svo sem í vinnu eð§ skóla, eða til að sækja bílinn á verkstæði sem vonandi er sem sjaldnast! Mér hefur nú orðið tíðræddara um almenningsvagnana en ég ætl- aði, og vil að lokum minna á kvæði Hanpesar Hafstein: „Sprettur“ „Ég berst á fáki fráum“ orti Hannes og lýsti þar frelsistilfinn- ingu á óviðjafnanlegan hátt. En fyrir hinn hreyfihamlaða er eigin bifreið á vissan hátt slíkur fákur frelsisins. Gangbrautir Við sem sitjum í hjólastólum, dag út og dag inn, gleymum því oft að hann er líka farartæki líkt og bíllinn eða fákurinn. Eða þar til við keyrum óvart yfir rófuna á heimiliskettin- um. í góðu veðri er upplagt að fá sér „göngutúr" á hjólastólnum og mun- ar nú miklu um þær aðgerðir sem unnið hefur verið að í sumar í borg- inni. Þeir sem leið eiga um höfuðborg- ina um þessar mundir hafa áreiðan- lega tekið eftir fagurlega unnum fláum á gangstéttarbrúnum við gangbrautir. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar og mun betri og nýtilegri en steypuklessurnar sem oft voru verri en ekki. Hér sjá menn líka skýrt að öll vinna sem lögð er i aðgengismál skilar sér til mun fleiri en þeirra sem eitthvað eru líkamlega hamlað- ir. Hjólreiðamenn, barnavagnar og aldraðir njóta afrakstursins og finnst mér gatnamálastjóri eiga hér þakkir skildar fyrir fagleg vinnu- brögð. Vonandi verður framhald á þessu og slíkir fláar við allar gangbrautir innan langs tíma. Mættu önnur bæjarfélög taka sér þetta til fyrir- myndar. í næsta pistli mínum, eftir hálfan mánuð, ætla ég að ræða skólabygg- ingar, bæði grunn- og framhalds- skóla. Þolfimi, fitubrennsla, vaxtamdtun, rithmik, pallaro.il. Eitlhvaðfyriralla! Ökeypis barnapössun IrákllO-18. Ath.! Eitt lægsta verðíbænum. T[|M 5 1 1. F 0 R M - Staður með markmið - Smiðjuvegi 1, sími 554-2323. - kjarni málsinv! AUSTURLENSK TEPPI ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR HMIR JL-húsinu. OPIÐ: VIRKA DAGA 13-18 LAUGARDAGA 10-16 AUKIN URÉTTIN Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst miðvikudaginn 11. október kl. 18 Upplýsingar f síma 567 0300 frá kl. 13 - 20 alla virka daga. ÖKUSKÓUNN í MJI ■arabakka 3, Mjóddinni, sími 5jyf 0300. eftir Guðmund Magnússon hvern hátt. ií.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.