Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 8, OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Háskólaneminn HEIMIR Viðarsson stundar nú nám í íslensku við Háskóla íslands. Hann starfar einnig við mynd- bandaþýðingar og stundar útivist og fjallahjólaferðir eftir því sem tími gefst til. Skjólfötin og kakóið urðu eftir Síðasti leggurinn var erfiður, mikill snjór og klettabelti. Heimir fór á undan, enda vanari ísklifri. Hann var orðinn kaldur og loppinn á höndunum. Til að létta sig skildi hann bakpokann sinn eftir á syllu. í bakpokanum voru auka skjólföt, heitt kakó, tvö handblys og skot- blys og neyðarpoki til að hlífa við vindkælingu. Þegar Heimir kom upp á brún kallaði hann til Matthí- asar að taka pokann með, en hann heyrði ekki vegna vindgnýsins og kom aðeins með sinn eigin poka. Þeir höfðu ekki þungar áhyggjur af þessu þá enda stóð ekki til að hafa neina viðdvöl á fjallinu. Það var líka tilefni til annarrar ferðar að sækja pokann við betra tæki- færi. Samkvæmt ferðaáætlun var nið- urleiðin af fjallinu um gil innan við Einfara. Þegar þeir Heimir og Matthías komust loks upp var þar svo mikið fjúk og skafrenningur að vart sáust handaskil og hafði fennt í spor þeirra sem á undan fóru. Félagamir fundu gilið en þekktu ekki leiðina og enginn var til að leiðbeina þeim. Þeir sáu ekki til fyrir skafrenningnum og birtu var tekið að bregða. Þeir afréðu að láta fyrirberast á fjallinu þar til úr rættist. Ömurleg næturvist Á fjallinu var ekkert skjól. Ber- angur, frosinn melur og grjót hvert sem litið var. Félagarnir bjuggu um sig í stórgrýti, settust þar á bakpoka Matthíasar og klæddu sig í dúnúlpu sem hann var með. Heimir fór í vinstri ermina og Matthías í þá hægri. Veðrið var á hlið við þá og Heimir sat áveðurs. Það dimmdi fljótt og kuldinn sótti að. Matthías var blautur í annan fótinn og þegar sest var um kyrrt fraus bleytan í skónum og varð að krapa og svo að ís. Heim- ir var blautur á höndunum og nú vantaði illilega aukavettlingana og neyðarpokann úr bakpokanum að ekki sé minnst á heitt kakóið. Þeir hreyfðu útlimina reglulega til að stirðna ekki. Ef eitthvað var slakað á hreyfingunni kostaði það sára verki að koma stirðnuðum útlimunum aftur af stað. Félagarn- ir reyndu að halda sér vakandi og sögðu aulabrandara og töluðu um allt og ekkert. Ef öðrum fannst höfgi vera að svífa á hinn var öskrað af öllum lífs og sálar kröft- um. Að fara eða vera Þar sem piltamir skulfu inni í úlpunni kom til tals hvort þeir ættu ekki að ganga suður yfir fjall- ið og freista þess að komast niður Kollafjarðarmegin. Þeir þekktu þá hlið Esjunnar vel og að sögn Heimis hefði ekki tekið nema um hálftíma að ganga yfir. Þeir afréðu að halda kyrru fyrir, ekki síst vegna þess að einhver velmeinandi maður hafði sett í fjallareglur að menn í vanda eða villu ættu að halda sig á sama stað. Þannig væri auðveldara að koma þeim til hjálpar. Piltamir treystu því að samferðafólkið sem þekkti þarna til yfírgæfi þá ekki eina á fjallinu og kæmi þeim til bjargar. Þetta var jú hópferð! Þótt þeir hefðu haft kjark til að brjóta fyrrgreinda fjallareglu var Heimi ljós hættan á því að þeir gengju fram af Kerhólakambinum í náttmyrkrinu og snjóíjúkinu ef þeir freistuðu þess að komast suð- uryfir. Eins var hann hræddur við Gunnlaugsskarðið austur undir Kistufelli en þar er mikil snjóflóða- hætta. Að yfirveguðu máli kom því ekki til greina annað en að halda kyrra fyrir í fjúkinu hjá Ein- fara. Helsta áhyggjuefni þeirra var að ástvinir væra farnir að óttast um þá. Skammgóður vermir Nokkra eftir miðnætti heyrðu strákarnir í þyrlu og von um skjóta björgun kviknaði. Þeir bratust á fætur til að reyna að vekja á sér athygli. Neyðarblysin voru í pokan- um niðri í Einfara svo þeir hlupu á eftir þyrlunni og höfðu kveikt á ennisljósunum. Allt kom fyrir ekki, þyrlan hvarf út í sortann og kom síðan til baka mun lengra frá þeim. Það var ekki um annað að ræða en að leggjast aftur í skaflinn sem hafði myndast við steininn. Veðrið færðist í aukana eftir því sem leið á nóttina og varð kolvitlaust undir morgun. Hvarflaði það aldrei að Heimi að þetta yrði hans síðasta? „Varla. Mér þótti það hálfasna- legt að ég færi að drepast á Esj- unni, af öllum fjöllum!" Það birti um síðir og veðrið skánaði. Það var farið að sjást til í gilinu og niðri í Eilífsdal mátti sjá bifreiðar leitar- manna með blikkandi ljós. Þegar kom undir hádegi þótti piltunum ófært annað en að freista niður- göngu. Þeir vora búnir að vaka í rúman sólarhring og beijast við að halda lífi í hálfdauðum útlimun- um í kolsvarta myrkri og æðandi skafrenningi. Það var ljóst að þeir lifðu ekki af aðra eins nótt. Þeir lögðu af stað í átt að gilinu meira af vilja en mætti og stóðu varla undir sjálfum sér. Ekki höfðu verið famir nema nokkrir metrar þegar Heimir hneig niður magn- þrota o g hálfmeðvitundarlaus. Hugsun hans var óskýr en samt var honum ljóst að líkaminn vildi ekki hlýða. „Ég man að ég datt, en ekki þegar ég datt,“ segir Heimir. „Matti sagði einhvem tíma seinna að hann hefði aldrei séð hræddari mann á ævinni en mig, þegar ég fattaði að ég virkaði ekki.“ Björgun Matthías bjó um félaga sinn eft- ir mætti, þar sem þeir höfðu látið fyrirberast um nóttina, og hraðaði sér niður gilið. Þegar hann kom níður í Eilífsdal um kl. 16 hitti hann leitarmenn, en 120 manna lið björgunarmanna var á vett- vangi. Matthías gat gefíð þeim greinagóða lýsingu á hvar Heimir lá og þyrla kom á staðinn skömmu síðar. Heimir var fyrst fluttur á Borg- arspítalann þungt haldinn vegna ofkælingar. Við komuna á spítal- ann var líkamshiti hans kominn niður í 21 gráðu á Celsíus og hjart- að hætt að slá. Heimir var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var tengdur við hjarta- og lungnavél og sá fyrsti og eini hér á landi til að vera endurlífgaður á þann hátt eftir ofkælingu. Hann lá á milli heims og helju næstu daga og óvíst um hvernig honum reiddi af. Endurhæfingin leiðinleg Viku eftir slysið var Heimir tal- inn úr lífshættu. Hann lá á Land- spítalanum fram í febrúar. Fyrst eftir slysið átti Heimir erfítt með gang og hendurnar vora illa farn- ar, sú vinstri alveg kreppt. Hann beið einnig skaða á vöðvum aftar- lega í munnholinu sem veldur því að hann á bágt með að kyngja og er mállaus. Heimir er hár og grannur vexti sem er óhagstætt með tilliti til ofkælingar. Hann sat einnig áveð- urs og var blautur á höndum. Þetta kann að skýra hvers vegna honum reiddi verr af en Matthíasi sem slapp betur. Hann hefur hagstæð- ari líkamsvöxt með tilliti tjl ofkæl- ingar, en kól á fótum og var dof- inn í sex vikur eftir þessa þolraun. Heimir segist vera ósáttur við að hafa verið hitaður upp með þessum tilfæringum. Segir að það hefði bara átt að láta hann hitna af sjálfu sér og ef það hefði ekki tekist, þá það. Ólíklegt er þó að hann hefði komist til lífs með þeim hætti. Hann segist vera forlagatrú- ar en þó ekki svo að hann telji að hnútamir á örlagaþráðum þeirra Urðar, Verðandi og Skuldar séu Gordionshnútar. Að lokinni spítalavist var Heim-' ir sendur í sjúkraþjálfun hjá Sjálfs- björgu í Hátúni. Eftir það tók við endurhæfíng á Reykjalundi. Heimi finnst að endurhæfingin hafi tekið heila eilífð því honum þótti hún svo leiðinleg. Hann var á Reykjalundi í um fjóra mánuði og slapp ekki þaðan fyrr en komið var sumar. Minningar í molum í huga Heimis eru minningarnar frá nóttinni á Esjunni brotakennd- ar. Hann man vel það sem gerðist framan af ferðinni örlagaríku, en minningamar verða slitróttari eftir því sem á nóttina leið. Frá því að hann datt niður og þar til hann vaknaði á sjúkrahúsinu viku síðar er eyða. Sjúkrahúsdvölin er hulin þoku lyfjagjafar og þegar Heimir hugsar til baka finnst honum minningamar svo óraun- verulegar að það hálfa væri nóg. Hann segir minningabrotin líkjast helst sundurlausu hugarflugi neyt- enda ofskynjunarlyfja. Mistök að treysta öðrum Þegar Heimir lítur um öxl í dag segist hann eiga bágt með að fyrir- gefa sér að þeir Matthías skyldu treysta á aðra en sjálfa sig í þess- ari örlagaríku för. Heimir segist aldrei hafa farið í skipulagða hóp- ferð á fjöll með fararstjóra fyrr en í þessari jólaferð. Hann fór alltaf einn með öðram þar sem ekki var á neinn að treysta nema sjálfan sig. Þegar hann var með björgun- arsveitinni þá þekktust þau öll vel og voru í raun öll fararstjórar. Þær ferðir vora yfírleitt famar „milli tveggja Heima“, eins og Heimir orðar það. Þá var hann fremstur og nafni hans i björgunarsveitinni, Heimir Jónsson, aftastur. „Kannski var það þess vegna sem ég treysti fararstjóranum, því Heimir var svo rosalega pottþétt- ur!“ Nú fer Heimir alltaf einn að hjóla og klifra, - ef klifur skyldi kalla, bætir hann við. Þetta sé eig- inlega bara brölt. Vanur að vera týndur Talið berst að björgunarstörfum, en Heimir kynntist þeim vel þegar hann var sjálfur í björgunarsveit. Sem liðsmaður sveitarinnar tók Heimir þátt í mörgum björgunar- og leitaræfingum. Vegna þess hvað hann var yfirvegaður og nóg- ur sjálfum sér varð það oft hlut- skipti hans að vera „hinn týndi“ sem leitað var. En hvernig leið honum á Esjunni yfir að vera týnd- ur í raun og það við verstu aðstæð- ur? „Mér leið ekki vel yfir því. Ég hafði séð það á æfingunum að leit- armennirnir fundu mig yfírleitt aldrei nema ég gerði sjálftir vart við mig. Ég man sérstaklega eftir sameiginlegri æfingu margra sveita. Það lá við að ég yrði að toga í nefin og garga í eyrun á leitarmönnunum. En yfirleitt tók þetta bara langan tíma - að vera týndur á ég við,“ segir Heimir. „Á annarri æfingu var ég í hópi leitarmanna. Við voram á leið á leitarsvæðið í bíl þegar við mættum krökkunum, sem áttu að vera týnd- ir. Þau orðin leið á að bíða eftir leitarliðinu og lögð af stað heim á leið eftir veginum! Á Esjunni gengu leitarmenn framhjá okkur Matta í 40-50 metra fjarlægð, án þess að sjá okkur. Á endanum var það Matti sem fann leitarmennina, en ekki öfugt. Þeir fundu ekki neitt. Hann var meira að segja nærri búinn að missa af þeim, því þeir voru að hætta leitinni þegar hann kom nið- ur.“ Áleitnar spumingar Heimir er á því að þeir félagam- ir hafi verið taldir af. Það hafi verið álitið að þeir hafí hrapað eða orðið úti. Leitin hafi því beinst að því að finna tvö lík, en ekki tvo helkalda og hrædda menn. Það era margar spumingar sem Heimir hefur ekki fengið svör við. Hvemig á þeim misskilningi stóð að for- ráðamenn fararinnar töldu að þeir félagar þekktu umhverfi Einfara, þegar þeir voru að fara þetta í fyrsta sinn. Hvers vegna farar- stjórinn fylgdist ekki með þeim? Hvers vegna samferðarfólkið beið ekki eftir þeim uppi á fjallinu heldur beið í bíl fyrir neðan fjallið? Hvers vegna enginn gerði sér ferð upp gilið til móts við þá? Heimir hafði ráðgert að fara með fjölskyldu sinni í jólahlaðborð um kvöldið og síðan ætluðu þeir Matthías á próflokaball í Háskól- anum. Þegar kvöldverðartími nálg- aðist og hann var ókominn fór faðir hans í húsakynni íslenska alpaklúbbsins, þar sem verið var að undirbúa jólaglögg, og spurði frétta af hópnum í Eilífsdal. Stúlka varð fyrir svörum og sagði að hópnum seinkaði eitthvað, en hún vissi ekki annað en að allt væri í lagi. Heimir segir að ekki hafi ver- ið kölluð út leit fyrr en um kl. 21 Línan fraus við ísstáiið og bleytan jók á nístandi kuldann. Minninga- brotin líkjast sundurlausu hugarflugi of- skynjunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.