Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukaaðal- fundur hjá Umhyggju AUKAAÐALFUNDUR verður hjá Umhyggju þriðjudaginn 10. októ- ber þar sem til stendur að breyta lögum félagsins í þá veru að það verði betur í stakk búið að gegna hlutverki sínu sem málsvari allra langveikra barna hér á landi, seg- ir m.a. í fréttatilkynningu. Áætlað er að halda hátíðarfund strax eftir aukaaðalfundinn þar sem ný stjórn, kjörin samkvæmt nýjum lögum, tekur við. Ennfrem- ur mun verða skipað í nefndir. Aukaaðalfundurinn verður haldin í Víkingasal, Hótel Loft- leiða. Klukkan 19.30 hefst skrán- ing nýrra félaga og aukaaðalfund- ur Umhyggju hefst svo kl. 20 en meðal gesta á hátíðarfundinum, sem hefst kl. 21, verður forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. ----------» ♦ ♦--- Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeið í almennri skyndihjálp sem hefst þriðjudag- inn 10. október. Kennt verður frá 19-23. Kennsludagar verða 10., 12. og 16. október. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður hald- ið í Ármúla 34, 3. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldir. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. skuldiausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Önnur námskeið sem eru haidin hjá Reykjavíkurdeildinni eru um áfallahjálp, það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað og slys á börnum. Tekið skal __ fram að Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda ofan- greind námskeið fyrir þá sem óska. -----».------ Vikulegir hverfafundir borgarsljóra NÆSTU 5 mánudaga mun Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri halda hverfafundi með íbú- um Reykjavíkur. Fyrsti fundurinn verður í Félagsmiðstöðinni Árseli mánudaginn 9. október kl. 20 með íbúum Árbæjar-, Ártúns- og Selás- hverfis. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og fram- kvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Á öllum fundunum verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum fram- kvæmdum í hverfunum ásamt ýmsu fróðlegu og myndrænu efni sem íbúar í viðkomandi hverfi kunna að hafa áhuga á. Næstu fundir á eftir fundinum í Árseli verða mánudaginn 16. október í Langholtsskóla með íbú- um Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni og þann 23. október í Réttarholtsskóla með íbúum Háa- leitis-, Smáíbúða-, Múla- og Foss- vogshverfis. Tveir síðustu hverfa- fundirnir að þessu sinni verða í Ráðhúsinu þ.e. mánudaginn 30. október með íbúum Túna-, Holta-, Norðurmýrar- og Hlíðahverfís og með íbúum vestan Snorrabrautar mánudaginn 6. nóvember. í tengslum við hverfafundina mun borgarstjóri heimsækja stofn- anir borgarinnar og fyrirtæki í viðkomandi hverfum. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1995 B 19 Veiðiréttareigendur! Stangaveiöifélagiö Ármenn, sem er landsfélag um þjóölega náttúruvernd og stangaveiði með flugu, óskar eftir lax- og silungs- eöa sjóbirtings- svæði til leigu ræktunar, hvort heldur ár eða vötn. Áhugasamir sendi inn upplýsingar í pósthólf 1717-121 Reykjavík fyrir 31. október. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. KOMIÐOG DANSID dæstu námskeið um næstu :RÐU k i LETTA helgl DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMi Áhugahópur um almenna dansþátttöku | íslandi 557 7700 hringdu nuna VÁTRYGGINGARFÉLAGIB SKANDIA HF.. FJÁRFESTINGARFÉLAGIB SKANPIA HF.. LAUGAVEGI 170, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 56 18 700, FAX 55 86 177 Skandia -ánefa... Éf ég hel'ði íjárfest skynsamlega... Ef ég heföi tryggt heimiliö... , Ef ég hefði slökkt á kertinu... Ef ég hefði ekið hægar... Ef ég hefði lagt pen'inga í il hliðar... Ef... Án efa vairi lífið betra. Fyrirhyggjum áföll í lífinu með tryggingum og öruggum l'járfestingum hjá Skandia. f'"'. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.