Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Búnaðarþíng samþykkti
búvörusamninginn 30-1
Morgunblaðið/RAX
SLÁTURTÍÐ er að ljúka víðast hvar á landinu en hér er verið að slátra í Leirársveit. Bændur,
sem eru að íhuga að hætta búskap, verða því að taka ákvörðun um það á næstu dögum.
Morgunblaðið/Júlíus
ÖNNUM kafnir lögreglu-
menn við hraðamælingar.
200 kærðir
fyrir hrað-
akstur
RÚMLEGA 200 ökumenn hafa
verið kærðir fyrir of hraðan
akstur í Reykjavík síðustu 2
sólarhringa. Hverjum þeirra
verður gert að greiða a.m.k.
5.000 krónur í sekt.
Lögreglan í Reykjavík hefur
haft hópa lögreglumanna við
hraðamælingar frá morgni til
kvölds undanfarna daga og er
afrakstur þeirra starfa sá sem
fyrr greinir.
Að sögn lögreglu hafa flestir
ökumannanna verið kærðir fyr-
ir 80-100 km/klst. akstur en
einnig eru þess mörg dæmi að
menn sem ekið hafa með meira
en 60 km/klst. hraða þar sem
hámarkshraði er 50 km/klst.
hafi verið kærðir.
Þeir sem aka 10-40 km/klst.
yfir leyfðan hámarkshraða geta
átt von á 5-9 þúsund króna
sektum. Fari hraðinn yfir það
eru mál send dómstólum til
meðferðar. Auk þess er nú
færð ökuferilsskrá hjá lögregl-
unni þannig að þeir sem staðn-
ir eru ítrekað að smærri brotum
í umferðinni geta átt yfir höfði
sér ökuleyfissviptingu, en því
úrræði er einnig beitt við þá
sem aka meira en 50 km/klst.
umfram hámarkshraða.
BÚNAÐARÞING samþykkti bú-
vörusamning um sauðfjárfram-
leiðslu í gær með 30 atkvæðum
gegn einu. Sex fulltrúar sátu hjá.
Aður hafði þingið samþykkt með
26 atkvæðum gegn 13 að afgreiða
samninginn á þinginu, en senda
hann ekki í almenna atkvæða-
greiðslu til sauðfjárbænda.
Miklar umræður urðu á þinginu
um hvort setja ætti samninginn í
almenna atkvæðagreiðslu. Hluti
þeirra fulltrúa sem börðust fyrir
því að samningurinn yrði afgreidd-
ur með þeim hætti treysti sér ekki
til að styðja samninginn við endan-
lega atkvæðagreiðslu og sat því hjá.
Deilt um hver ætti
að greiða atkvæði
Þeir sem vildu afgreiða samn-
inginn á þinginu bentu á að hætta
væri á að m'arkmið um uppkaup á
framleiðslurétti í haust næðust
ekki ef samningurinn færi í al-
menna atkvæðagreiðslu, en talið
var að atkvæðagreiðsla tæki a.m.k.
tvær vikur. Sláturtíð væri því lokið
þegar atkvæðagreiðslu væri lokið.
Nauðsynlegt væri þar að auki að
taka strax á birgðavandanum.
Talsmenn þess að láta fara fram
almenna atkvæðagreiðslu bentu á
að sú leið væri lýðræðislegri og
að það væri áfall fyrir Bændasam-
tökin að fara hana ekki. Guðmund-
ur Lárusson, formaður Landssam-
taka kúbænda, benti á að árið
1991, þegar afgreiða átti núgild-
andi samning, hefði verið beitt
sömu rökum og nú, að ekki væri
tími fyrir atkvæðagreiðslu og að
óvissa ríkti um hveijir ættu að fá
að greiða-atkvæði.
Ekki hefur verið gerður neinn
verkaskiptasamningur milli nýrra
Bændasamtakanna og búgreinafé-
laganna. Engar formlegar reglur
liggja því fyrir um hvernig á að
standa að atkvæðagreiðslu meðal
bænda. Á búnaðarþingi var tals-
vert rætt um hverjir ættu að fá
að greiða atkvæði um samninginn
ef hann færi í almenna atkvæða-
greiðslu. Flestir töldu rétt að ein-
ungis sauðfjárbændur greiddu at-
kvæði. í tillögu sem lögð var fyrir
þingið var lagt til að atkvæðisrétt
hefðu einungis greiðslumarkshaf-
ar, enda væru þeir aðilar að bún-
aðarsambandi eða búgreinafélagi.
Heimtökuréttur einn og sér skap-
aði ekki atkvæðisrétt. Þessi tillaga
var gagnrýnd af mörgum og bent
á að varasamt væri að binda at-
kvæðagreiðsluna við þá sem hefðu
greiðslumark því að samningurinn
ijallaði um alla sem framleiddu
kindakjöt. Ýmsir bentu á að mikil
hætta væri á að einhveijir bændur
myndu kæra atkvæðagreiðsluna
og það gæti leitt til óvissu um af-
drif samningsins fram undir ára-
mót.
Hvatt til samstöðu
Á þinginu voru samþykktar
nokkrar ályktanir um framkvæmd
samningsins. Þar var m.a. hvatt
til leitað yrði allra leiða til að koma
í veg fyrir heimaslátrun og tekið
yrði tillit til þeirra sem breytt hafa
búskaparháttum sínum eða aukið
greiðslumark sitt fyrir 1. nóvember
1995 þegar ákvörðun yrði tekin
um beitingu heimildarákvæðis um
að afurðir þess sauðfjár, sem fjölg-
að er frá 1994/1995 skuli allar
fara á erlendan markað. Auk þess
var hvatt til þess a.m.k. helmingi
af því ijármagni sem fara á til
hagræðingar og þróunarstarfs
samkvæmt búvörusamningnum
yrði varið til markaðs- og þróunar-
starfs á innlendum markaði.
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtakanna, sagði þegar hann
sleit búnaðarþingi að enginn hefði
fengið það sem hann vildi með
nýjum búvörusamningi. Viðræð-
urnar hefðu verið erfiðar og samn-
ingurinn væri umdeildur bæði inn-
an bændastéttarinnar, meðal
stjórnmálamanna og ýmissa hags-
munasamtaka. Hann hvatti bænd-
ur til að slíðra sverðin og standa
saman um nýja samninginn. Margt
benti til að bændur mættu búast
við harðri gagnrýni á næstu miss-
erum og því væri mikilvægt að
þeir stæðu saman, en legðu ekki
andstæðingunum vopn í hendur.
Noregur og Rússland bjóða allt að 15.000 tonna kvóta, auk skipta á veiðiheimildum
Fyrra boð endur-
tekið í alvöru
Noregur og Rússland virðast nú tilbúin að bjóða
*
Islandi svipaðan kvóta í Smugunni og rætt var um
síðastliðið vor, en ekki staðið við, skrifar Olafur Þ.
Stephensen. Ekki er þó búizt við endanlegu samkomu-
lagi á samningafundi í Moskvu í næstu viku.
NORSK og rússnesk stjórnvöld virð-
ast nú tilbúin til þess í alvöru að
bjóða íslandi' svipaðan samning
um veiðar í Smugunni og rætt var
óformlega síðastliðið vor við ísienzka embætt-
ismenn. Heimildir Morgunblaðsins herma að
Noregur og Rússland hafi nú gefið í skyn
að semja megi um allt að 15.000 tonna þorsk-
kvóta í Barentshafi, að frátöldum hugsanleg-
um gagnkvæmum veiðiheimildum, sem ísland
og Noregur myndu semja um sín á milli.
Morgunblaðið greindi frá því 25. apríl að
norskir og rússneskir embættismenn hefðu
viðrað við íslenzka sendimenn á úthafsveiði-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York
hugmyndir um að íslendingar fengju 15.000
tonna þorskkvóta í Smugunni, að uppfylltum
nokkrum skilyrðum, og jafnvel meira ef sam-
ið yrði um gagnkvæmar veiðiheimildir.
Á samningafundi embættismanna ríkjanna
þriggja, sem hófst í Ósló 26. apríl, höfðu
Rússar og Norðmenn hins vegar dregið í lapd
og buðu ekki nema 8.000 tonna kvóta. ís-
lenzku samningamennirnir höfnuðu því til-
boði algerlega og slitu viðræðunum.
Bilið styttist
Nú virðist bilið á milli deiluaðila hins veg-
ar hafa stytzt verulega. Útgerðarmenn og
stjórnmálamenn hér heima hafa undanfarið
rætt um að hægt væri að semja um kvóta,
sem væri til dæmis á bilinu 14.000 til 18.000
tonn. Þeir, sem áður hafa viljað krefjast
margra tuga þúsunda tonna kvóta, hafa hins
vegar mjög slegið af kröfum sínum. Sjálfur
Jóhann A. Jónsson, formaður úthafsvéiði-
nefndar Landssambands íslenzkra útvegs-
manna, sagði í Morgunblaðinu í gær að hann
teldi raunhæft að semja um 20.000 tonna
kvóta. Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa Norðmenn gefið í skyn að þeir
séu tilbúnir að semja um allt að 15.000 tonn,
auk þess sem hægt yrði að semja um gagn-
kvæmar veiðiheimildir.
3.000 til 5.000 tonn í skiptum
Hugmyndir hafa verið uppi um að slík
veiðiheimildaskipti yrðu tengd stofnstærð
þorsks á íslandsmiðum og í Barentshafi,
þannig að ef þorskstofninn hér við land efld-
ist, fengju Norðmenn kvóta. Ef Barentshafs-
þorskurinn væri í góðu ásigkomulagi, mætti
hins vegar auka kvóta íslendinga. Fyrirkomu-
lag af þessu tagi myndi líkast til koma íslend-
ingum til góða fyrsta kastið, enda er þorsk-
stofninn hér ennþá veikur en stofninn í Bar-
entshafi stendur vel. Rætt hefur verið um
að þessar heimildir gætu orðið á bilinu 3.000
til 5.000 tonn, þannig að samanlagður kvóti
íslands í Barentshafi myndi slaga upp í þau
20.000 tonn, sem íslenzkir útgerðarmenn
virðast hafa sætt sig við.
Samningar um gagnkvæmar veiðiheimildir
yrðu eflaust flóknir og heimildir Morgun-
blaðsins herma að ekki sé útilokað að samn-
ingur um lausn Smugudeilunnar kveði á um
að Noregur og ísland haldi áfram viðræðum
um gagnkvæmar veiðiheimildir; með öðrum
orðum að ekki yrði endanlega gengið frá
þeim þætti samninganna strax.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
hefur einkum verið rætt um kvótatölur á
þeim tveimur fundum Halldórs Ásgrímssonar
og Bjorns Tore Godal, utanríkisráðherra
Noregs, sem farið hafa fram undanfarið, og
ráðherrarnir fikrað sig nær hvor öðrum.
Stærð kvótans verður hins vegar að skoða í
samhengi við ýmsa aðra þætti, til dæmis
hvort íslenzk skip fái að taka kvóta sinn á
Svalbarðasvæðinu.
íslenzk stjórnvöld munu líta svo á að þótt
deilan um Svalbarðasvæðið og Smugudeilan
séu í raun aðskildar — önnur snýst um rétt
íslands sem aðildarríkis Svalbarðasáttmálans
og hin um rétt til veiða á úthafinu — muni
væntanlegur samningur við Noreg og Rúss-
land binda enda á deilur ríkjanna um þorsk-
veiðar í Barentshafinu sem heild. Aftur á
móti eru ýmsar aðrar fisktegundir en þorskur
veiðanlegar á Svalbarðasvæðinu, til dæmis
rækja, sem ekki hefur verið kvótasett. ís-
lenzka samninganefndin á viðræðufundinum,
sem verður í Moskvu í næstu viku, mun senni-
lega vilja ræða um rétt íslands til veiða á
þessum tegundum sömuleiðis.
Samningum lýkur varla í Moskvu
Hugsanlegt er talið að grundvöllur sam-
komulags muni liggja fyrir eftir fundinn um
Smuguna í Moskvu næstkomandi fimmtudag.
Þó verður varla gengið formlega frá sam-
komulagi fyrr en síðar, og þá fyrir atbeina
ráðherra úr ríkisstjórnum landanna þriggja.
Á föstudeginum verður fundað um stjórn
veiða í Síldarsmugunni og er ekki búizt við
að samningar náist þar heldur, enda hefur
málið nú flækzt nokkuð og telja má líklegt
að ríkin þijú verði að samþykkja aðild Evr-
ópusambandsins að viðræðum um veiðar á
norsk-íslenzku síldinni. Fundurinn mun fyrst
og fremst vera hugsaður sem undirbúningur
fyrir fund Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar, sem fara mun fram í nóvem-
ber, en þar verða síldveiðarnar til umræðu.