Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Papandreou fordæmir upp- reisn sósíalista Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, reyndi í gær að kveða niður uppreisn innan Sós- lalistaflokksins vegna meintra ein- ræðistilburða hans og deilna um áhrifamikla eiginkonu hans. For- sætisráðherrann var harðorður í ræðu, sem hann flutti í miðstjóm flokksins, og sagði að þolinmæði sín væri á þrotum, hann gæti ekki liðið „heigulskap og vanþakklæti" andstæðinga sinna öllu lengur. Papandreou viðurkenndi að nokkrir af forystumönnum sósíal- ista hefðu snúist gegn honum og sagði að þeir yllu flokknum álits- hnekki. Hann virtist jafnvel mana þá til að segja sig úr flokknum og stofna nýjan flokk. Ræðan varð til þess að atkvæða- mikill sósíalisti, Dimitris Tsovolos, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði sig strax úr flokknum. Talið er að fleiri sósíalistar fari að dæmi hans. Þetta er í fyrsta sinn sem Pap- andreou stendur frammi fyrir slíkri uppreisn frá því hann stofnaði Sós- íalistaflokkinn árið 1974. „Nú er kominn tími til að hefja val á eftir- manni Andreas Papandreou," sagði einn andstæðinga hans, Stelios Papathemelis, fyrrverandi lögreglu- málaráðherra og einn af virtustu forystumönnum flokksins. Embættum hafnað Þegar stokkað var upp í stjórn Papandreous nýlega ákváðu nokkr- ir atkvæðamiklir sósíalistar að hafna ráðherraembættum og nú gefa þeir ekki kost á sér í 18 mán- aða framkvæmdastjóm flokksins. Papandreou var afskrifaður sem stjórnmálamaður eftir afhroð sós- íalista í þingkosningunum árið 1989 þegar hann átti í vök að veijast vegna ákæru um spillingu, framhjá- halds og slæmrar heilsu eftir hjarta- skurðaðgerð. Hann sigraðist þó á þessu mótlæti, var sýknaður af spillingarákærunni og leiddi flokk- inn til sigurs í kosningunum í októ- ber 1993, þegar hann fékk 47% atkvæða. Forsætisráðherrann hefur þó verið umdeildur meðal sósíalista vegna heilsubrestsins og mikilla áhrifa þriðju eiginkonu hans, Dimi- tru Liani, sem er fertug. Forsætis- ráðherrann skipaði hana sem skrif- stofustjóra sinn eftir kosningasig- urinn og afskipti hennar af stjórn- málunum hafa síðan farið sívax- andi. Nóbelsverðlaun í efna- og eðlisfræði Osonrannsóknir og efniseindir Stokkhólmi. Reuter. HOLLENSKUR, mexíkóskur og bandarískur vísindamaður hlutu Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár og tveir Bandaríkjamenn skipta með sér Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði að þessu sinni. Þeir, sem skipta efnafræðiverð- laununum með sér, eru Hollend- ingurinn Paul Crutzen, Mexíkó- maðurinn Mario Molina og Banda- ríkjamaðurinn F. Sherwood Row- land en í tilkynningu sænsku vís- indaakademíunnar segir, að þeir hafi rannsakað myndun og eyð- ingu ósons í andrúmsloftinu og sýnt fram á hve viðkvæmt óson- lagið er. Þeir, sem hlutu verðlaunin í eðlisfræði, eru þeir Martin L. Perl við Stanford-háskóla og Fredrick Reines við háskólann í Kaliforníu. I tilkynningu vísindaakademíunn- ar sagði, að Perl fengi verðlaunin fyrir að finna tá-létteindina og Reines fyrir að staðfesta tilvist fiseindarinnar. Munu þeir skipta með sér verðlaunafénu, rúmlega 64 milljónum kr. Reuter HLÝTT hefur verið í Evrópu að undanförnu og hefur það aukið á mengun víða, til dæmis í París þar sem börnum, öldnu fólki og sjúklingum hefur verið ráðlagt Málað í móðunni að halda sig innan dyra. Lista- maðurinn Raymond Mason, sem er af ensku bergi brotinn, lét þó ekki mengunarmóðuna trufla sig enda með grímu fyrir vitunum. Heseltine á þingi breska Ihaldsflokksins Sameinaður flokk- ur og sigurviss Vinstriarmurinn óttast að Major fari of langt til hægri Blackpool. Reuter. MICHAEL Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra bresku stjórnarinnar, flutti mikla hvatningarræðu á landsfundi íhaldsflokksins í Blackpool í gær og skoraði á flokks- bræður sína að duga vel og beijast sem einn maður fyrir sigri í næstu kosningum. Fór hann oft háðuleg- um orðum um Tony Blair og Verka- mannaflokkinn, sem hefur nú 30 prósentustig umfram íhaldsflokk- inn í skoðanakönnunum. Heseltine vísaði á bug öllu tali um hugsanlegan ósigur í næstu kosningum og sagði, að íhalds- flokkurinn væri smeinaður flokkur, sem vildi sigra og ætlaði sér að gera það. Dró hann dár að Blair og Verkamannaflokknum, sem hlypi ýmist til vinstri eða hægri og stæði nú uppi stefnulaus, og sagði, að tilraun Blairs til að tala fyrir munn uppgjafahermanna og sannra föðurlandsvina væri andvana fædd. Ræðu Heseltines var vel fagnað en hann forðaðist hins vegar að slá á sömu þjóðernisstrengina og Michael Portillo varnarmálaráðherra í fyrra- dag. Meiri sátt um Evrópumál Flokksþingið hefur til þessa ein- kennst af meiri sátt um Evrópumál- in en áður en vinstriarmurinn í íhaldsflokknum, sem lítur á Hesel- tine sem leiðtoga sinn, óttast, að þessi friður sé fyrst og fremst til- kominn fyrir það, að Major hafi færst verulega til hægri. Varð til að auka enn á áhyggjurnar þegar Alan Howarth þingmaður og fyrr- verandi ráðherra hljóp yfir til Verkamannaflokksins en hann var í vinstraarmi íhaldsflokksins. Edwina Currie, fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjórn Ihaldsflokksins, sagði í gær, að það jafngilti ósigri í kosningum ef Major ætlaði að færa flokkinn lengra til hægri á sama tíma og Verkamannaflokkur- inn leitaði inn á miðjuna. Á þinginu í gær voru kynntar ýmsar fyrirætlanir stjórnarinnar, meðal annai-s að einkavæða jám- brautimar snemma á næsta ári og herða mjög eftirlit með bótagreiðsl- um til að koma í veg fyrir misnotkun. Bandarískur prófessor um Kensington-steininn Rúnirnar á mállýsku íbúa í Bohúsléni Alexandriá/ o ) íVTSU'’ ^ Kehsington Minneapolts,'' ,_z r V ó/ Nevyjfbrk chicago o teið víkinganna til Ameríku BANDARIKIN vMiigm komu austan um haf til Grcenlands. Þaban sigldu þeir vestur um til Baffinslands og inn 1 á Hudson-flóa. Þaöan lá leibin um Winnipegvatn og Raubá til núverandi mibvesturríkja Bandaríkjanna NÝJAR deilur eru hafnar um Kensington-steinninn svonefnda sem fannst í Minnesota skörrimu fyrir aldamótin. Á honum er ár- talið 1362 og rúnaletur sem finnandinn, sænsk-ættaður bóndi á staðnum, og fleiri töldu sanna að norrænir menn hefðu haft þar viðdvöl og kannað stærri svæði í Norður-Ameríku en áður var tal- ið. Norrænir fræðimenn hafa yfir- leitt verið mjög vantrúaðir á að steinninn væri annað en fölsun. Jónas Kristjánsson prófessor sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins margt benda ti| að áletrunin væri fölsun seinni tíma manna. „Þetta er með böngulegri fölsunum, líklegast áð bóndinn hafi bara verið að gera þetta sem grín, það hefði verið hægt að gera þetta miklu betur,“ sagði Jónas. Sums staðar gætti enskuáhrifa en grundvöllurinn virtist vera nútímasænska, beygingar sem enn hefðu verið umtalsverðar í skandinaviskum málum, einnig í sænsku, á þessum tíma, væru mjög á reiki, sums staðar vantaði endingarnar. Notkun á hljóðinu þ væri beinlínis röng, m.a. væri orðið dagur látið hefjast á þessu hljóði. „En mér er sagt að steinn- inn sé mjög í tísku núna,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér röksemdir bandaríska málvís- indamannsins Roberts Hall en skýrt hefur verið frá kenningum hans í Berlingske Tidende um að steinninn sé ófalsaður. Morgunblaðið ræddi símleiðis við Hall sem var prófessor við Cornell-háskóla í New York. Hall er nú á eftirlaunum en segist vera að safna gögnum um Kens- ington-steininn og vera orðinn sannfærður um að hann sé ekta. „Öllum mótbárunum hefur þegar verið svarað. Ég fullyrði að ekki séu nein merki um nítj- ándu aldar sænsku I rúnaletrinu. Málið sem notað er í rúnaletrinu er sennilega mállýska sem notuð var í Bohusléni [í Vestur-Svíþjóð, við norsku landamærin] og þess vegna er þýðingarlaust að benda á frávik þegar það er borið saman við forníslensku,“ sagði Hall. „Einnig má telja líklegt að það beri meiri keim af daglegu tal- máli en hefðbundnar rúnaáletran- ir.“ Hall nefndi að ekki væru notað- ar rómverskar tölur eins og á öðrum rúnasteinum en til væru ótvíræðar vísbendingar um að arabískt talnakerfi hefði þekkst I Norður-Evrópu þegar á 12. öld. Hall sagði ennfremur að þeir sem kannað hefðu aðstæður þar sem steininn fannst hefðu verið sannfærðir um að nútímamenn hefðu ekki getað komið honum fyrir án þess að þeir hefðu séð þess einhver merki. Fornleifa- fræðingar hefðu bent á að ekki hefði verið hægt að raska jarð- vegi á staðnum án þess að það hefði sést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.