Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 19
Réttarhöld vegna morðanna í Cromwell-stræti Sökuð um að hafa lim- lest fórnarlömb sín Winchester. Reuter. MEINTUR fjöldamorðingi, Rose- mary West, sem sökuð er um að hafa myrt 10 ungar stúlkur ásamt eiginmanni sínum á heimili þeirra við Cromwell-stræti í borginni Glo- ueester í Mið-Englandi, hefur ver- ið fyrir rétti, sökuð um að hafa tekið þátt í að limlesta fórnarlömb- in af ráðnum hug. Réttarhöld hófust yfir Rose- mary West í síðustu viku en mað- ur hennar framdi sjálfsmorð sl. nýjársdag. Hún neitar öllum sak- argiftum. Lík fómarlamba þeirra fundust undir kjallaragólfí heimilis þeirra fyrr á árinu eða reyndust hafa verið grafin í baklóð hússins. Auk stúlknanna 10 er Fred West ákærður fyrir að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og barnfóstru og grafið þær í jörðu. Samkvæmt framburði rann- sóknarlögreglunnar vantaði ýmist aðra eða báðar hnéskeljar á lík sjö fórnarlambanna. í hin líkin vant- aði smábein úr höndum, fótum eða hálsi. Lögmaður saksóknara fullyrti að hverfandi líkur væri á því að lögreglunni hefði yfírsést beinin þegar líkin voru grafín upp og þau hefðu heldur ekki getað morknað og orðið að mold. í upphafsræðu saksóknara var því haldið fram, að West-hjónin hefðu misnotað ungar stúlkur kyn- ferðislega á heimili sínu og meðal stúlknanna voru -dóttir Rosemary West og stjúpdóttir. í gær báru tvær konur vitni. Önnur þeirra kvaðst- hafa sætt kynferðislegri misnotkun af hálfu West-hjónanna eftir að hafa ráðist til starfa sem barnapía í Crom- well-stræti. Sagði hún að Rose- mary West hefði ekki leikið þar minna hlutverk en maður hennar. Leituðu að fórnarlömbum Hin konan gætti einnig barna hjá West-hjónunum er þau bjuggu í Midland Road, þ.e. áður en þau fluttu í Cromwell-stræti. Hélt hún því fram að West hefði ítrekað reynt að fá sig til kynlífs með þeim hjónum en ætíð hafnað hon- um. Hefði hann gert Rosemary út sem vændiskonu og sjálfur leg- ið á gægjum er hún tók móti við- skiptavinum. Einnig hefði hún verið í aðalhlutverki er þau fóru í ökuferðir um Gloueester og ná- grannaborgir gagngert til þess að hafa upp á stúlkum sem hlaupist höfðu að heiman og reyna tæla þær til vistar hjá sér. Hefði Fred rætt fjálglega við sig um það og sagt að helst reyndu þau að hafa upp á 14-15 ára stúlkum því mest- ar líkur væru á að þær væru óspjallaðar. Viltu nýta þér 4 helgar? Meirapróf nám til aukinna ökuréttinda ; Námskeið á ökunámsbraut hefst þann 27.10. nk. Og enn er Nyi ökuskólinn í fararbroddi. Eftir áramót tekur til starfa vinnuvélabraut. Námskeið á ökunámsbraut tryggir þér verulegan afslátt á vinnuvélabraut í framtíðinni. Nýí ðkushðlinn, Klettagörðum 11 (gegnt Víðeyjarferjunní), símí 588 4500 ESTEE LAUDER Jafnvel þó þú notir aldrei farða prófaðu Enjjghten Skin-Enhancing Makeup Kynning í dag og á morgun frá kl. 12-18 gardeur® Ný sending af gardeur buxum. velkomin. i isKUversiun, öeuj. s: doi ioou. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 19 ERLENT Y G E A rtivöruveralun Austurstræti Reuter Claes ver si g fyrir þingnefnd Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), fær tækifæri til að verja sig á föstudag þegar hann kemur fyrir belgíska þingnefnd, sem kann að ákveða í næstu viku hvort biðja eigi þingið um að ijúfa þinghelgi hans vegna mútuhneykslis. Lagt hefur verið að fram- kvæmdastjóranum að segja af sér vegna ásakana um að hann hafi vitað um greiðslur sem Flæmski sósíalistaflokkurinn á að hafa þeg- ið af ítalska þyrlufyrirtækinu Ag- usta vegna kaupa Belga á 46 her- þyrlum fyrir 12 milljarða belgískra franka (26,5 milljarða króna) árið 1988. ClaeS, sem var efnahags- málaráðherra á þessum tíma, kveðst saklaus af sakargiftunum og Agusta neitar því að hafa greitt flokknum mútur. Claes kemur fyrir sérstaka nefnd, sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum, á föstudag. Nefndin fjallar um hvort tjúfa beri þinghelgi hans svo hægt verði að ákæra hann fyrir spillingu, fjár- svik og fölsun. Skýrslur saksóknara kynntar Ásakanirnar koma fram í skýrsl- um frá saksóknaranum Jacques Velu við æðsta dómstól Belgíu, Cour de Cassation, eina dómstólinn sem getur sótt ráðherra og fyrrver- andi ráðherra til saka. Hann ræddi sakargiftimar ýtarlega á fundi með þingnefndinni fyrir luktum dyrum á þriðjudag. Heimildarmenn, sem tengjast viðræðunum, sögðu að Velu hefði látið í ljós áhyggjur af uppnáminu sem beiðni hans um að fá að ákæra Claes hefur valdið undanfama daga. Velu hefur ennfremur óskað eft- ir því að Guy Coeme, fyrrverandi varnarmálaráðherra, verði ákærð- ur vegna sama máls. Coeme á enn sæti í neðri deild þingsins og kem- ur fyrir nefndina á föstudagsmorg- un. Hann hefur einnig haldið fram sakleysi sínu. Átök í Píreus STARFSMAÐUR í skipasmíða- stöð í Píreus, hafnarborg Aþenu, fleygir spýtu í átt að óeirðaíögreglu í gær. Til harðra átaka kom fyrir framan ráðuneyti kaupskipaflotans gríska er starfsmenn mótmæltu fyrirhugaðri lokun skipasmíða- stöðvar í einkaeigu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.