Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 24

Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BÍLATRYGGIIMGAR IÐGJÖLD bílatrygginga eru ákaflega mismunandi eftir iöndum og jafnvel innan landa. Það kemur vel fram í könnun sem Morgunblaðið gerði í nokkrum borgum. Þannig var staðið að athugun- inni að fréttaritarar blaðsins eða tengiliðir í nokkrum borgum voru beðnir um að fara í stærsta trygg- ingafélagið á svæðinu um miðjan september og fá uppgefin iðgjöld samkvæmt nokkrum fyrirframút- búnum dæmum. Sömu dæmi voru lögð fyrir íslensku tryggingafélög- in og birtust niðurstöður af saman- burði milli þeirra í blaðinu síðast- liðinn laugardag. Val á borgum réðst mest af því hvar Morgun- blaðið er með fréttaritara og tengi- liði. í einstaka tilvikum var upplýs- inga aflað beint frá viðkomandi tryggingafélagi, án milligöngu fréttaritara. Iðgjöld voru skoðuð fyrir tvær tegundir bifreiða, Toyota Corolla og Volvo 850. Miðað var við 15 þúsund km akstur á ári og tjón- laust í 10 ár. Gert var ráð fyrir því að eigandinn væri 42 ára gam- all skrifstofumaður og að kona hans á sama aldri og 18 ára sonur ækju bílnum einnig. Beðið var um verð á ábyrgðartryggingu svo og húftryggingu með 55 þúsund króna sjálfsábyrgð. Einnig var spurt um iðgjaldið fyrir 23 ára gamlan mann sem ekið hefði tjón- laust frá 18 ára aldri, miðað við sömu forsendur að öðru leyti. Loks var beðið um ýmsar upplýsingar sem skipta máli við slíkan saman- burð milli landa, svo sem vátrygg- ingafi'árhæð og bótareglur. Markmiðið var að fá uppgefíð verð á sambærilegri tryggingavernd og bíleigendur kaupa hér á landi. Þess skal strax getið að misjafn- lega gekk að afla upplýsinganna og sums staðar tókst ekki að fá útreikning á öllum dæmum. Mikill munur milli landa Helstu niðurstöður þessarar at- hugunar birtast á meðfylgjandi töflu. Þær staðfesta það sem áður hefur komið fram, meðal annars í athugun Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, að mikill munur er á iðgjöldum milli markaða og að iðgjöld á íslandi eru hærri en í flestum borganna sem könnunin náði til. Þegar litið er á lögboðna ábyrgðartryggingu fyrir Toyotuna sést að iðgjaldið er yfírleitt á bilinu 15-20 þúsund kr. á ári í þessum borgum. í Svíþjóð er iðgjaldið mun lægra, eða um 6 þúsund kr., en mun hærra í Lundúnum, liðlega 40 þúsund krónur. í Reykjavík _er iðgjaldið hjá stóru félögunum, VÍS og Sjóvá-Almennum, tæplega 32 þúsund krónur. Framrúðutrygging sem yfirleitt fylgir ábyrgðartrygg- ingu hjá íslensku félögunum er ekki talin með lögboðnum trygg- ingum í þessum samanburði enda er hún í eðli sínu frjáls kaskótrygg- ing og þannig reiknuð inn í verðið erlendis. Þegar kaskótryggingu hefur verið bætt við jafnast munurinn heldur. Hér er heildarverðið liðlega 52 þúsund hjá stærstu félögunum en algengasta verð er 35-40 þús- und í höfuðborgum hinna Norður- landanna utan Svíþjóðar þar sem iðgjaldið er 19-26 þúsund. Reynd- ar er annað tryggingafélagið í Helsinki með hærra verð en það skýrist af því að bætt hefur verið við tæplega 12 þúsund kr. fram- rúðutryggingu sem talsmenn fé- Iagsins segja að engir einstakling- ar kaupi, aðeins leigubílstjórar. Án hennar er verðiðjítið hærra en í hinum borgunum. I borgum utan Norðurlandanna er verðið ákaf- ÓLÍKLR MARKAÐIR Iðgjöld bílatrygginga eru ákaflega misjöfn milli landa, eins og fram hefur komið, og ísland er í dýrasta hlutanum. Helgi Bjarnason bendir þó á að mjög mismunandi aðstæður eru á mörkilðunum og segir að ekki megi draga of víðtækar ályktan- ir af samanburði einstakra dæma. lega mismunandi, eða frá 40 og upp í 187 þúsund kr. en algengast er það á bilinu 40 til 60 þúsund krónur. Hjá sumum erlendu trygg- ingafélaganna var ekki gefinn kostur á 55 þúsund kr. sjálfs- ábyrgð í kaskótryggingu, verðið í Lundúnum miðast til dæmis við 10 þúsund króna eigin áhættu, 22 þúsund í París, 30 þúsund í Tubingen í Þýskalandi og 40 þús- und í Amsterdam. Þess ber að geta að ef tryggingar eins og framrúðutrygging eða slysatrygg- ing ökumanns eða farþega voru ekki innifaldar í uppgefnu verði var spurt að því hvað þær kostuðu sérstaklega og iðgjaldinu bætt við heildarverðið. Verðdreifíngin er ekki ólík þeg- ar litið er á iðgjöld Volvo-bílsins og í þeim tilvikum sem saman- burðarhæf iðgjöld fengust fyrir unga ökumanninn. Neita að tryggja strákinn Erfiðast reyndist að fá saman- burðarhæf dæmi í Lundúnum. Stærsta tryggingafélagið sem sel- ur án milligöngu vátryggingamiðl- ara, Direct Line, neitaði að tryggja bílana með þeim skilmálum að 18 ára strákurinn fengi að keyra. Það hafði heldur ekki á boðstólum hreina ábyrgðartryggingu. Tengi- liður Morgunblaðsins hafði þá samband við tvö önnur fyrirtæki, ALS og Swinton, enda er fólki ráðlagt að leita eftir verði hjá nokkrum tryggingafélögum og miðlurum áður en það festir sér tryggingu. ALS gat tryggt strák- inn en vildi bara selja heildar- tryggingu, með kaskótryggingu innifalinni. Swinton var opnara fyrir ýmsum afbrigðum. Greinilegt er að iðgjaldið sem ALS gefur upp, 187 þúsund fyrir Toyotuna og 225 þúsund fyrir Volvoinn, eru þess eðlis að fyrirtækið vill losna við að fá þessa fjölskyldu í við- skipti, fyrst og fremst vegna áhættunnar sem það telur felast í því að strákurinn fái að aka. Direct Line bauð aftur á móti trygginguna á 35 þúsund ef mað- urinn myndi aka einn og það fylgdi sögunni að litlu myndi muna þótt konan fengi einnig að taka í bílinn. Maður sem hefur ekið tjónlaust í tíu ár en lendir í árekstri er í flestum tilvikum kominn í fyrri bónus eftir tvö ár hjá íslensku tryggingafélögunum. Hjá VÍS er iðgjaldið reyndar 8 þúsund kr. hærra. Við könnun Morgunblaðs- ins kom í ljós að víða í Evrópu refsa tryggingafélögin mönnum harðar fyrir að valda tjóni og er algengt að sjá tölur um tvö- til þrefalt iðgjald þótt maður hafi ekið tvö ár frá síðasta tjóni. Bjóða mismunandi iðgjöld eftir mörkuðum Samanburður sá sem hér er gerður á að sýna þann mun sem er milli landa á iðgjaldi bílatrygg- inga í umræddum tilvikum. Að- stæður eru hins svo mismunandi milli markaða og könnunin of tak- mörkuð til þess að hægt sé að draga mjög víðtækar ályktanir af samanburðinum. Kannanir sem óháð fyrirtæki hafa gert á iðgjöldum í ýmsum Evrópulöndum sýna allt að þre- faldan mun milli landa. Fram kem- ur að iðgjöldin eru lægst á Norður- löndunum og Bretlandi en hækka í aðalatriðum eftir því sem sunnar dregur í álfunni. Það sýnir ef til vill best vandann við samanburð iðgjalda milli landa að tryggingafélög sem bjóða þjón- ustu í mörgum löndum eru ekki með sama iðgjaldið alls staðar, heldur ræðst af áhættunni á mark- aðnum sem það er boðið á. Dæmi um þetta er sænska tryggingafé- lagið Skandia sem er með starf- semi í nokkrum ríkjum Norður- landanna. Iðgjöld félagsins eru mismunandi milli landa og íslensk- ir viðskiptavinir félagsins eiga ekki kost á sænskum iðgjöldum sem virðast vera með þeim lægstu í Evrópu. Skandia tekur iðgjöld áþekk þeim sem alíslensku félögin bjóða. Á sama hátt skipta trygg- ingafélögin löndum í fleiri en eitt og jafnvel mörg áhættusvæði, eins og við þekkjum hér. íslensku tryggingafélögin bjóða ekki sama iðgjald í Reykjavík og Raufarhöfn, svo dæmi sé tekið. Þar sem lengst er gengið í svæðaskiptingu ræðst iðgjald bílatryggingar af götunni sem maðurinn býr við og gerð hússins. Þess þarf að geta að víða í Evrópu er Iagður skattur á trygg- ingar og ætti það að leiða til þess að minni munur væri á iðgjöldum milli íslands og annarra landa. Þannig er 1-10% skattur á lög- boðna ábyrgðartryggingu í flest- um Evrópusambandsríkjum og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.