Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 27 BÍLATRYGGIIMGAR EFFACIL 30 ML - augnhremsivökvi, ROUGE ABSOLU - rakagefandi varaHtur. INTENCILS augnháralitur. BIENFAIT TOTAL 10 ML - vítamínfyUt dagkrem. SNYRTITASKA Þessi kaupauki fæst eingöngu í neðantöldum verslunum frá fimmtudegi til laugardags. Kaupaukinn fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir frá LANCÖME , þar af 50 ml krukka af einhverju eftirtalinna krema: Primordiale, Rénergie, Nutriforce, Niosome+ eða Hydrative. Miðbær Laugavegs Apótek Rangár Apótek Miðstræti 14, Vestmeyjum, sími 481 1505 Laugavegi 16, sími 552 4047 Hellu. Hvolsvelli, sfmi 487 5030 KJÖTVÖRUR íslensku tryggingafélögin koma ekki illa út gagnvart iðgjaldagreið- endum þegar á það er iitið hvern- ig iðgjöld endast til greiðslu tjóna. Hér fara nánast öll iðgjöldin í bóta- greiðslu'r en félög í flestum öðrum löndum hafa nokkurn afgang til að greiða kostnað. í þessum samanburði verður þó að rifja upp umræður um það hvort uppbygg- ing íslensku tryggingafélaganna á öryggisálagi bótasjóða hafi hækk- að tjónakostnað óeðlilega. Loks má geta þess að sam- keppni veitir tryggingafélögunum víða gott aðhald í verðlagningu. Samkeppnin virðist minni hér á landi enn sem komið er en hefur þó verið að þróast, hvað sem sem framtíðin ber í skauti sér. í bílatryggingar að meðaltali á hvern bfl í landinu og eru fimm lönd með hærri iðgjöld en tólf með lægri. Þessi samanburður hefur hins vegar litla aðra þýð- ingu en að sjá stærð trygginga- markaðarins í viðkomandi löndum því það er svo mismunandi hvern- ig fólk tryggir. Allir verða að kaupa lögboðnar ábyrgðartrygg- ingar en í sumum löndum er hlut- fallslega mjög lítið keypt af frjáls- um tryggingum en í öðrum er meirihluti bílaflotans í kaskó. Við samanburð á einstökum tryggingagreinum milli landa er oft notað hlutfall tjónakostnaðar af iðgjöldum, það er hvernig ið- gjöldin endast til greiðslu tjóna. Sá samanburður ætti að hafa meiri þýðingu í þessu samhengi enda gefur hann vísbendingar um það hvort tryggingafélögin eru að okra á bíleigendum. Hjá Sambandi evrópskra tryggingafélaga liggja fyrir tölur um mörg Evrópulönd fyrir árið 1993. Með samanburði þeirra við ísland sést að tjóna- kostnaður íslensku tryggingafé- laganna er mjög hár, eða 99% af iðgjöldum að meðaltali. Algengt er að þetta hlutfall sé 80-90%. Síðan þarf að bæta rekstrarkostn- aði við tjónakostnað og draga fjár- magnstekjur frá, áður en afkoma bílatrygginganna fæst. Þessir liðir jafna oft hvor annan út. Lífleg samkeppni Samkeppni milli tryggingafé- laga í viðkomandi löndum og frá erlendum tryggingafélögum getur haft áhrif á iðgjöldin. Það getur einnig haft áhrif hvernig styrk- leikajafnvægið er milli samtaka tryggingafélaga annars vegar og neytendasamtaka bíleigenda hins vegar. Ákveðinn hluti trygging- anna er lögboðinn og því skiptir máli hvor þrýstihópurinn nær betri árangri. Samkeppnin er lífleg ________ víða í Evrópu og opnun evrópska markaðarins hefur glætt hana enn frekar. Mörg dæmi eru um að samkeppnin hafi takmarkað möguleika félaga á að hækka iðgjöld í einstökum áhættu- flokkum til að mæta auknum tjónakostnaði. Sölufyrirkomulag breytist hratt. Tryggingafélög sem selja þjónustu sína beint, án milligöngu verðbréfamiðlara, sækja stöðugt á, til dæmis í Bretlandi, og sums staðar hafa bankar farið út í sölu trygginga. Samkeppnin knýr stóru tryggingafélögin til að reyna fyrir sér með beinni sölu. í fjölmennari ríkjum álfunnar eru á annað hundrað tryggingafé- lög að bítast um viðskiptin á bíla- tryggingamarkaðnum. Sjaldnast eru fimm stærstu félögin í hveiju landi með yfir þriðjung markaðar- ins. Verðkannanir sem birst hafa í blöðum sýna oft mikinn verðmun milli félaga og þó einkum milli áhættuhópa. Sum félög skilgreina markhópa sína vel og verðleggja sig eftir því. Þannig geta ungir eigendur kraftmikilla sportbíla þurft að greiða margföld iðgjöld meðaljónanna. Fólk getur haft gott tímakaup við að fara milli miðlara og tryggingafélaga til að leita að ódýrustu iðgjöldunum enda eru dæmi um að hægt sé að lækka iðgjöldin um helming með svolítilli vinnu. Hér á landi eru 6 tryggingafélög á bílamarkaðnum og tvö þeirra stærstu með 70% markaðshlut- Öll iðgjöldin ganga til greiðslu bóta I LONDON slær hjarta tryggingastarfseminnar. Þar er áhættu- dreifingin þróaðri en víðast hvar og erfitt með verðsamanburð við önnur lönd, hvað þá ísland. deild. Markaðurinn einkennist af fákeppni, eins og fram hefur kom- ið. Tryggingamenn virðast taka mikið tillit hver til annars í sam- keppninni og ekkert félag hefur þorað að hleypa markaðnum upp því það veit að hin myndu strax fylgja í kjölfarið. í sumum Evrópu- löndum höfðu tryggingafélög mjög náið samstarf um tjónaupp- gjör og iðgjaldaákvarðanir en smám saman hefur slitnað upp úr þessu. Hér gerðist það seinna en _______ til dæmis í Svíþjóð og getur verið að markaður- inn beri þess enn merki. Vandasamur samanburður Það er niðurstaða þessarar greinar að samanburður á nokkr- um dæmum sem birtur er með þessari grein staðfestir það sem áður hefur komið fram, að iðgjöld bílatrygginga eru yfirleitt há hér miðað við nágrannalöndin. Jafn- framt kemur það fram að hafa þarf ákveðinn fyrirvara við skoðun þessara staðreynda vegna þess hvað iðgjalda- og bónuskerfi geta verið mismunandi. Vandinn við samanburð milli landa lýsir sér ef til vill best í því að tryggingafélög sem starfa í fleiri en einu landi bjóða ekki sömu iðgjöldin alls stað- ar, heldur verðleggja sig eftir að- stæðum á hveiju áhættusvæði. ísland virðist vera í hópi þeirra ríkja sem leggja mesta skaðabóta- skyldu á tryggingafélög en sums staðar er hámark vátryggingafjár- hæðar vegna líkamstjóna enn hærra en hér eða jafnvel ótak- mörkuð íjárhæðr Þannig virkar bónuskerfið ÞAÐ vefst fyrir mörgum að skilja bónuskerfi íslensku trygg- ingafélaganna. Þau eru flest svipuð í grunninn, þar sem fólk fær sífellt aukinn afslátt eftir því sem það ekur lengur Ijón- laust, en afslátturinn er svo minnkaður ef menn keyra á og getur breytst í álag á iðgjaldið. Utfærslurnar geta verið mis- munandi hjá félögunum. Hér á eftir er greint frá stærstu drátt- unum í bónuskerfi Sjóvá- Almennra trygginga, til fróð- leiks um það hvernig bónusinn virkar. Ungmenni sem kaupir bíl og byrjar að aka strax eftir bílpróf- ið fær frá upphafi 10% bónus í ábyrgðartryggingu bilsins, það er 10% afslátt frá iðgjaldinu. Ef grunniðgjaldið hefur verið til dæmis 100 þúsund kr., greiðir hann 90 þúsund á fyrsta ári. Bónusinn hækkar um 10% á ári, þar til hann nær 50% á fimmta tjónlausa ári. Eftir það hækkar hann um 5% á ári þar til afsláttur- inn er orðinn 70% á níunda ári. Iðgjaldið er þá komið niður í 30 þúsund og lækkar ekki eftir það. 50% hámarksbónus í upphafi Ef ungmennið kaupir bíl 20 ára og hefur aldrei keyrt á, byrj- ar það strax í 40% bónus, eins og jafnaldrinn sem átt hefur bíl frá sautján ára aldri. Menn eiga þó aldrei að geta byrjað ofar en í 50% bónus. Tekið skal fram að iðgjaldaupphæðirnar eru tilbún- ar, og hér einungis til skýringar á því hvernig bónuskerfið er. Ef sautján ára unglingurinn fær sér einnig húftryggingu (kaskó) fær hann 10% bónus í upphafi og bætir svo 10% við þar til hann nær 40% afslætti á fjórða tjónlausa ári. Ef grunnið- gjaldið er t.d. 50 þúsund greiðir viðkomandi 45 þúsund kr. á fyrsta ári en ekki nema 30 þús- und eftir fjögur ár. Bónusinn getur hækkað í 50% eftir tíu óhappalaus ár. Refsað fyrir að keyra á Ef ungmennið okkar keyrir á og er í órétti lækkar bónusaf- slátturinn. Fellur það mismikið í bónus, allt eftir því hvað bónus- inn var orðinn hár. Ef tjónið sem ábyrgðartrygging bílsins á að bæta, það er tjón sem hún hefur valdið öðrum, verður fyrstu þijú árin fellur viðkomandi niður um fimm bónusflokka. Okkar maður myndi missa allan sinn bónus og gæti í staðinn þurft að greiða álag á iðgjaldið. Hann þyrfti því að minnsta kosti að greiða fullt iðgjald, 100 þúsund krónur, jafn- vel einhverja tugi þúsunda þar yfir. Síðan fer refsingin stig- lækkandi, eftir því hvað menn eru búnir að vera tjónlausir lengi. Þeir sem búnir eru að aka tjónlausir í 10-12 ár falla aðeins um tvo bónusflokka og þeir sem búnir eru að aka í yfir 16 ár falla ekki í bónus við fyrsta tjón. Sama gildir um þá sem hafa fleiri tryggingar hjá Sjóvá- Almennum og eru í svokölluðum Stofni. Fyrir hvert tjón sem trygg- ingafélagið þarf að bera út á kaskótrygginguna, það er tjón á eigin ökutæki, fellur bónusinn niður um þrjá flokka. Myndi maðurinn í þessu tilbúna dæmi missa allan sinn bónus ef hann lenti í árekstri einhvern tímann á fyrstu þremur árunum og þurfa þá að greiða 50 þúsund kr. fyrir húftrygginguna. Ekki er beitt álagi á iðgjöld í húf- tryggingum. LANCÖME Glæsilegur kaupaukil Ókeypis lögfræðiþjónusta í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.