Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREIINIAR MORGUNBLAÐIÐ Um stamandi böm að það er hrætt um að stamið geti orðið að verulegri fötlun hjá barn- inu. Hvert skal leita? FLEST okkar hafa á einhvern hátt tengst fólki sem stamar, ann- aðhvort af afspurn eða þekkja til einhverra. Allir eru sammála um að stam er erfíð talfötlun og enginn vildi vera haldinn slíku. Það er því engin furða þótt margir foreldrar hrökkvi illilega við ef þeir verða varir við að barnið þeirra er byijað að stama. Þeir vilja geta sótt sér hjálp svo fljótt sem auðið er ef vera skyldi að það kæmi í veg fyrir stam. Þeir ættu líka að hafa rétt á því '•'rétt eins og að sækja aðra heilbrigð- isþjónustu fyrir barnið. Ég mun nú í stuttu máli greina frá því sem hægt er að gera í slík- um tilvikum og segja frá þeirri þjón- ustu sem er í boði í dag. Hvað er stam? Stam er alvarleg fötlun sem ein- kennist af því að truflun verður á talferlinu einhvers staðar á leiðinni frá heila og fram í talfæri. Orsök er ókunn. Mun fleiri strákar en stelpur þjást af stami. Oft er því haldið fram að stam sé sálrænn sjúkdómur, sem einungis sálfræð- ingar eða geðlæknar eigi að fást við. Þetta er ekki rétt. Hins vegar fer þessi fötlun mjög á sálina á þeim sem haldnir eru henni og þannig magnast stamið upp og þetta verður hinn versti vítahringur. Talið er að u.þ.b. helmingur barna eða fleiri gangi í gegnum stamtímabil í sínu málþroskaferli, það gerist einmitt þegar hugsunin er komin lengra en þroskinn til að tjá sig þannig að ójafnvægi skap- ast. Talað er um að stam sé orðið viðvarandi vandamál ef barnið hef- ur stamað í hálft til eitt ár og stam- ^ið sé það mikið að það hefti tján- ingu þess. Hváð er til ráða? Þegar unnið er með forskólabörn er meginþunginn lagður á fræðslu til foreldra og starfsfólks leikskóla sem vinnur með barnið. Áður fyrr var sú leið farin að segja foreldrum að hafa ekki áhyggjur og hætta að hugsa um stamið, láta sem þeir heyrðu það ekki og alls ekki að tala um stamið við barnið. Stammeðferð var ekki í boði nema fyrir fullorðna. útivistar- klæðnaður S ----------------líQ Skeljungsbúöin — Suöurlandsbraut 4 • Sími 5603878 1 Nú er megináhersla lögð á fyrirbyggjandi starf. Reynt er að grípa nógu fljótt inn í þannig að stam nái ekki að þróast út í óbætanlega fötlun. Foreldrar fá fræðslu svo og starfsfólk leik- skóla. Hvemig stam lýsir sér, hvernig það þróast og hvernig þeir geti komið fram við barnið svo spenna sem skapast hjá stamandi barni minnki? Ekki er gengið út frá því að lækna stamið. Veik- leikinn er fyrir hendi og stamið getur gosið upp við erfíðar aðstæður, en sé nógu fljótt gripið inn í er oftast hægt að halda stami í lágmarki þannig að það hefti ekki tjáningu. Meðferð barna Börn geta fengið stammeðferð. Ýmist er unnið með börn í 2-3 barna hópi eða einstaklingslega allt eftir aðstæðum og eðli vandans. Meðferðin byggist upp á því að vinna með nokkra meginþætti í leik. Þessir meginþættir eru: a. Traust: „Ég get þó að ég stami! Ég reyni að losa um ótt- ann við stamið, samviskubitið og reiðina." b. Sátt: „Það er allt í lagi að starna! Ég er jafngóður fyrir því! Ég ræð yfir staminu, en það ekki yfír mér.“ c. Herðing: „Ég þori þó að ég stami! Ég get talað við hvem sem er án þess að fyllast spennu og hræðslu.“ d. Tækni: „Ég stjórna staminu. Ég get lært að stama á réttan hátt þó að ég geti ekki losnað við það.“ e. Stöðugleiki: „Ég ræð við stamið alls staðar, við hvaða að- stæður sem er.“ Það er reynsla mín af vinnu með for- skólabörn sem stama a8 þau verða mjög fljótt meðvituð um þennan talgalla og fyllast spennu. Foreldrar halda oft að barnið sé ómeðvitað um þetta vegna þess að það talar aldrei um það, en reynslan sýnir að börn tala ekki um þetta af því að þau finna að það má ekki. Kannski ekki ósvip- að og þegar drykkjuvandamál er á heimilinu eða ofbeldi, börn tala ekki um það en reynslan sýnir að þau vita alveg hvað er í gangi. Þess vegna segi ég við foreldra og starfs- fólk leikskólanna: „Það er nauðsyn- legt að geta talað um stam á eðlileg- an og óþvingaðan hátt rétt eins og maður talar um gleraugun hans Sigga af því hann sér nú ekki nógu vel, eða heyrnartækin hennar Möggu sem ekki heyrir eins vel og aðrir.“ Það er nú ekki svo ýkja langt síðan að ekki mátti tala um þá hluti. En fólk þarf að fá leiðbeinigu og hjálp til að bijóta ísinn vegna þess • Heyrnar- og talmeinastöð ís- lands greinir stam og vísar í með- ferð. • Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og nokkrum stöðum á landsbyggðinni eru sjálfstætt starf- andi talmeinafræðingar sem hægt er að leita til. • Nokkur sveitarfélög hafa starfandi talkennara eða talmeina- fræðinga við leikskóla. • A flestum fræðsluskrifstofum landsins eru starfandi talkennarar eða geta vísað á hvar þá er að finna. • Málbjörg er félag fólks sem Tryggingastofnun ríkis- ins, segir Hólmfríður Arnadóttir, neitar að greiða fyrir stammeðferð barna. stamar og aðstandenda þeirra og allra annarra er áhuga hafa. Lokaorð Það er sorglegt að enginn skuli vilja greiða fyrir þjónustu við börn sem stama. Tryggingastofnun ríkis- ins neitar að greiða fyrir stammeð- ferð barna vegna þess að stam telst ekki vera málgalli af líffræðilegum orsökum. Menntamálráðuneytið greiddi fyrir þessa þjónustu, en frá og með 1. júlí sl. var því hætt. Það á að vera sjálfsagt og eðlilegt að opinberir aðilar greiði þessa með- ferð. Öll viljum við börnunum okkar það besta. Stammeðferð er í flestum Hólmfríður Árnadóttir Skóli - til hvers? EINS og segir í síð- ustu grein hefur sú skólagerð sem ég kalla uppeldisskóla, þ.e.a.s. skóla þar sem meiri áhersla er lögð á að skapa ákveðna mann- gerð en á námsgreinar, náð töluverðri út- breiðslu á Vesturlönd- um. Einnig er komið fram að tilraunir hafa verið gerðar með slíka skóla lengi en þær allt- af runnið út í sandinn. Breska fræðikonan Valerie Walkerdine, sem ég gat um í síð- ustu grein, telur skýr- inguna liggja aðallega í því að kon- ur yfírtóku kennarastéttina um sama leyti og forgöngumenn upp- eldisskólans tóku að reka áróður fyrír honum. Hún bendir á að konur hafí þurft að beijast harðri baráttu fyrir rétti sínum til skólagöngu og menntunar til jafns við karlmenn. Langt fram eftir þessari öld var talið óhollt fyrir konur að mennta sig mikið, það gæti spillt hæfileikum þeirra sem mæður og uppalendur. Karlmannsvitið var börnum hollara. Úr því að þessu var þann veg farið, segir Valerie, var þá æskilegt að konur gerðust fræðarar kynslóð- anna? Voru konur ekki fyrst og fremst mæður og uppalendur? Gátu konur verið meistarar? í Bandaríkj- unum og flestum Evrópulöndum fóru konur út á vinnumarkaðinn í síðari heimsstyijöldinni og að henni lokinni vildu margar halda áfram að vinna utan heimilis. Ég held að kennarastarfið hafi alltaf höfðað til kvenna, ekki síst vegna þess hvað vinnutíminn er sveigjanlegur. Þess vegna var eðlilegt að konur sæktust eftir kennslustörfum þegar þær voru búnar að fá öll mannréttindi. Eins og ég hef bent á í fyrri grein- um voru komnar fram hugmyndir um breyttan skóla löngu áður en konur yfírtóku kennarastéttina. Valerie Walkerdine telur hins vegar að kennarastarfinu hafi verið breytt eftir að konur tóku þar völdin. Þetta tvennt þarf þó ekki að vera mótsögn. Hugmynd- imar voru fyrir hendi, framkvæmdin var eft- ir. Hún tókst þegar konur komu til skjal- anna. Vinnukona í grein sem ég skrif- aði í Ný menntamál, 3. tbl. 1992, segi ég að kennarinn hafi verið færður ofan af kenn- arapallinum bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Með tilkomu nýju skóiastefnunnar hafi hann breyst úr meistara í þjón. Valerie Walkerdine tekur dýpra í árinni. Þar sem frelsi barnsins er grundvallaratriði í nýju kennslu- fræðinni, segirDhún, má á engan hátt bæla barnið né hefta náttúru- lega frelsisþörf þess. Hvað getur kennarinn gert við slíkar kringum- stæður? Hann, eða réttara sagt hún, verður að fórna eigin frelsi. Kennslu- konan breytist í óvirkan aðila, þann sem er til staðar til að þjóna þörfum barnsins - eins og móðir. Hún ræð- ur ekki lengur ferðinni nema óbeint. Hún verður þjónn barnsins eða öllu heldur vinnukona á hefðarheimili þar sem hans hátign drengurinn ræður ferðinni og skipar fyrir. Kennslukon- an/vinnukonan þarf samt mikið að puða, hún verður að búa alla hluti upp í hendurnar á barninu, hún á að snúast í kringum það og vera stöðugt til staðar - eins og móðir. Í stað ytri aga á kennarinn/konan að beita ástríki sínu og innsæi - eins og móðir, það er í samræmi við hugmyndir Rousseaus og fleiri um svokallað náttúrulegt uppeldi. (Bls. 21 - 24). Er ekki kennslukonan að verða eins og veslings Sophie, sem var sköpuð til að þjóna Emile, fijálsa drengnum í samnefndri sögu Ro- usseaus? Mörgu, sem reyndist vel og er sígilt í kennslu, segir Helga Sigurjónsdóttir, hefur verið varpað fyrir róða í nafni nýjunga. Hverjir græða - hverjir tapa? Ég get ekki neitað því að mér brá í brún þegar ég las þetta. Var þetta virkilega svona og hvernig stóðu sakir hér á landi? Eg hef áður skrif- að um það hvernig margt í skólanum breyttist til batnaðar þegar konum fjölgaði í kennarastétt. I bókinni Skóli í kreppu (1990) færi ég marg- ar þær breytingar konum til tekna. Kennslukonur vildu bæta umhverfi barnanna, sumar vildu hætta að raða í bekki, aðrar gagnrýndu gamaldags kennsluaðferðir og enn aðrar vildu foreldrafundi. (Bls. 22 - 23). En það hvarflaði aldrei að mér að skólinn ætti að breyta um hlutverk eða kenn- arinn að missa sjálfstæði sitt og frelsi og þar með tökin á eigin starfi. Hugmyndir mínar, og eflaust flestra annarrra gagnrýninna kennara fyrir 20 - 25 árum, byggðust á mannúðar- sjónarmiðum. Ég sé það hins vegar núna að vilji okkar til að breyta og bæta hefur verð notaður í þágu ann- arlegra sjónarmiða. Auðtryggni okk- ar og vinnusemi auk ánægjunnar af starfinu hefur hvort tveggja verið misnotað. Mörgum breytingum, sem hafa reynst kennaranum bæði erfíð- ar og tímafrekar, hefur líka verið komið á með því að höfða til sam- visku hans. Hvaða kennari kannast ekki við setningua: „Hvað er þetta, viltu ekki betri skóia?“ Og sé viðkom- andi kennari kona, sem oftast er, þarf ekki framar vitnanna við. Sam- viskan, maður, hún lætur ekki að sér hæða, að minnsta kosti ekki þegar konur eru annars vegar. Nú væri þetta hugsanlega gott Helga Sigurjónsdóttir tilfellum langtímaverkefni sem þarf að vanda til ef við ætlum að koma í veg fyrir að stam verði að varan- legri tjáningarfötlun hjá barninu. Að sjálfsögðu á slík meðferð að vera foreldrum að kostnaðarlausu rétt eins og sjúkraþjálfun, iðjuþjálf- un eða önnur sú þjálfun sem börn þurfa til að geta lifað heilbrigðu og eðlilegu lífí. Hvert skal leita og hver borgar? Því miður er það enn svo að tal- þjálfun er ekki í boði um allt land. Höfuðborgarsvæðið er sennilega best sett þar eins og á fleiri sviðum þjónustu. Hjá leikskólum Reykja- víkur starfar talmeinafræðingur sem veitir ráðgjöf og vísar börnum í meðferð á stofu. Örfá önnur sveit- arfélög hafa talkennara á sínum snærum. Má þar nefna Hafnarfjörð og Vestmannaeyjar. Eins og áður er nefnt hætti menntamálaráðu- neytið að greiða fyrir stammeðferð barna 1. júlí sl. Ráðuneytið vísar á sveitarfélögin. Þó ekki sé hér um háar upphæðir að ræða virðast sveitarfélögin ekki tilbúin til að taka á sig þessa greiðslu enn sem komið er að minnsta kosti og vísa málinu frá sér. Á meðan myndast biðlistar stamandi barna sem enginn vill greiða fyrir. Hvers eiga þessi börn að gjalda? Væri talvandamál þess- ara barna metið sem líkamleg fötlun greiddi Tryggingastofnun ríkisins meðferðina en þar sem stam er ekki viðurkennd fötlun á þeim bæ er því vísað frá. Er ekki skömm að þessu í okkar þjóðfélagi sem státar sig á góðum stundum af svo góðu tryggingakerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi? Höfundur er talm cinafræðingur hjá Dagvist Hafnarfjarðar. og blessað væri nýi skólinn tvímæla- laust betri en sá gamli. Ekkert bend- ir til þess, því er jafnvei öfugt farið að mínum dómi. Éf við höldum okk- ur við ísland er ljóst að farið var af stað með nýja skólann af meira kappi en forsjá. Mér kemur samt ekki til hugar að halda því fram að forgöngu- menn hans hafí haft illt í huga þeg- ar herferðin hófst. Sennilega hafa flestir raunverulega trúað því sem þeir voru að segja og gera. Ungir og óreyndir fylgismenn forystu- mannanna hlutu að boða boðskapinn af nokkrum sannfæringarkrafti, það gerir ungt fólk og áhugasamt ævin- lega. Ég á þó erfitt með að fyrirgefa þær harkalegu árásir sem voru oft látnar dynja á frábærum kennurum sem sakir þekkingar sinnar, færni í starfi og langrar reynslu efuðust um ágæti nýjunganna. Því miður voru þessir góðu kennarar stundum af- greiddir með háðulegum orðum og jafnvel niðurlægðir. En það er ekki nóg með að kenn- arinn hafí farið illa út úr breytingu skólans úr fræðsluskóla í uppeldis- skóla, börnin hafa tapað líka og þeirra er missirinn mestur. Kenning- ar um náttúrulegt uppeldi eru nefni- lega byggðar á sandi, engar haldbær- ar rannsóknir hafa leitt í ljós að til sé neitt sem má kalla því nafni. Hugmyndirnar um fijáls og friðsöm náttúruböm eru komnar frá 19. ald- ar þróunarsinnum sem ímynduðu sér þetta. Kenningar um manninn sem algóðan, fái hann rétt og þá væntan- lega „náttúrulegt“ uppeldi, hafa heldur ekki við rök að styðjast. Sennilegra er að erfðasyndin lifi góðu lífí og menn verði áfram bæði breysk- ir og brotlegir þrátt fyrir gott upp- eldi. Auk þessa hefur mörgu, sem reyndist vel og er sígilt í kennslu, verið varpað fyrir róða í nafni nýj- unga. Ekki má heldur gleyma gömlu kennslubókunum sem fengu háðu- lega útreið, en ganga nú margar hverjar kennara á meðal sem dýr- mætar gersemar, en sem “neðanjarð- arbókmenntir". Hin nýja stétt sér- fræðinga hefur hagnast mest, hún hefur að mestu fengið í hendur fornt vald kennarans, þess vegna er frelsi kennarans nú háð duttlungum þess- arar stéttar. Höfundur er kennari og námsráð- gjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.