Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 35
AÐSENDAR GREINAR
F ótaaðgerð ogjiróun
fótaaðgerða á Islandi
FÓTAAÐGERÐ er
meðhöndlun á ýmis
konar fótameinum
sem orsakast af með-
fæddum eða áunnum
þáttum. Fótaaðgerða-
fræðingar meðhöndla
fótamein og veita
fyrirbyggjandi hlífð-
armeðferð með utan-
að komandi efnum,
m.a. silikoni, spöng-
um og filtefnum og
gefa faglega ráðgjöf.
Fáir njóta eldanna
Fótaðgerðafræð-
ingar eru dæmigerð
kvennastétt _hér á
norðurhveli. í Suður-Evrópu eru
karlmenn í miklum meirihluta í
stéttinni og í sumum löndum nær
eingöngu. Gera má samlíkingu við
fótaaðgerðakonu fyrri áratuga,
fram á þennan dag, og konuna í
ljóði Davíðs Stefánssonar, „Konan
sem kyndir ofninn minn“, því ekki
hafa störf fótaaðgerðafræðinga
verið metin sem skyldi. í öðru er-
indi ljóðsins segir: „Hún fer að
engu óð, er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð“. Nú á
þessum tíma er stéttin risin upp
úr þögninni. Hún hefur barist fyr-
ir tilverurétti sínum síðustu ár.
Árangurinn er að koma í ljós sem
komandi kynslóðir munu njóta. Þá
koma aftur upp í hugann síðustu
tvær ljóðlínur Davíðs í sama ljóði
sem eiga við fótaaðgerðastéttina
eins og svo margar aðrar stéttir
sem barist hafa fyrir tilverurétti
sínum. „Fáir njóta eldanna sem
fyrstir kveikja þá“.
Hver er saga þessarar
hljóðlátu stéttar?
Árið 1929 var hér apótekari að
nafni Thorsteinn Scheving Thor-
Eygló
Þorgeirsdóttir
steinsson sem skildi
þörfína. Tók hann það
til ráðs að senda stúlk-
ur sem unnu hjá hon-
um í apótekinu til
Danmerkur í skóla á
vegum dr. Scholls.
Fyrsta stúlkan sem
kom heim með þá
menntun var Þóra
Borg. Fleiri fylgdu í
kjölfarið. Þessar
stúlkur störfuðu við
fótaðgerð í hliðarher-
bergi í apótekinu. Á
nóttunni var það notað
sem svefnpláss fyrir
lækna.
Upp frá því komu
þó nokkuð margar stúlkur úr námi
frá Norðurlöndunum sem var á
þessum tíma ólögbundið. Fljótlega
fóru þessar konur að taka nema
hérlendis og kenna með líku sniði
og þær höfðu numið. Danir fengu
löggildingu ’72 en Norðmenn ’78.
Á þessum árum voru ýmsar hefð-
bundnar kvennastéttir að fá viður-
kenningu og löggildingu hér á
landi, t.d. sjúkraliðar, meinatækn-
ar og fleiri.
Fótaaðgerðafræðingar hérlend-
is vakna ekki fyrr en löngu seinna
er nokkrir fótaaðgerðafræðingar
komu reglulega saman um vetur-
inn ’85 og unnu að gerð félagslaga
fyrir fótaaðgerðafræðinga. Datt
þessi þróun upp fyrir. Ári seinna
voru bréf send til allra Norðurland-
anna til að fá upplýsingar um
stöðu mála í þeim löndum. Aðeins
barst svar frá Noregi.
í gömlu söluskattslögunum seg-
ir að fótaaðgerð sé „eiginleg
læknisþjónusta" Þar stendur að
fótaaðgerðir skuli ekki bera sölu-
skatt þar sem þjónustan sé hlið-
stæð læknisþjónustu. Þannig að í
tíð söluskattslaganna bar þjónust-
Heilbrigðisráð-
herra á villigötum
NÚ, þegar heil-
brigðis- og trygginga-
ráðherra hefur lagt
það til við Alþingi að
gildistöku ákvæða
nýrra lyfjalaga verði
frestað, verður athygl-
isvert að sjá í hvaða
farveg málið mun fara
í þinginu. Ljóst er að
þingmenn og ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins
bera mikla ábyrgð í
þessum efnum.
Hagsmunir
neytenda
Már Másson
það að vera sjálfsögð
krafa að almenningur
geti treyst því að
ákvarðanir Alþingis
standi. Það er mjög
eðlilegt að einstakling-
ar og fyrirtæki geri
sínar áætlanir á grund-
velli lagaákvæða er
löggjafinn setur. Al-
þingi má því aldrei láta
stjórnast af geðþótta-
ákvörðunum einstakra
ráðherra.
Ábyrgð
sjálfstæðismanna
Þær breytingar sem
frumvarpið hefur að geyma eru
mjög í frjálsræðisátt, þær ýta undir
bætta þjónustu og lægra vöruverð
og eru því neytendum mikið hags-
munamál. Auk þess má gera ráð
Þetta mál, segir Már
Másson, er mikil próf-
raun fyrir þingmenn
og ráðherra
Sj álfstæðisflokksins.
fyrir að töluverður sparnaður verði
í ly^aútgjöldum ríkisins.
Geðþóttaákvörðun ráðherra
Auk þess að vera brýnt hags-
munamál fyrir neytendur, hlýtur
sem
íslenskir fótaaðgerða-
fræðingar, segir Eygló
Þorgeirsdóttir, hafa
náð ótrúlega langt á
örfáum árum.
an ekki söluskatt þrátt fyrir að í
lagalegum skilningi væri stéttin
ekki til.
Hveijir eru
slq" ólstæðingarnir?
Eldra fólk, heilsuskert fólk, svo
sem gigtarsjúklingar, soriasis-
sjúklingar, sjónskertir, bakveikir,
lamaðir, hreyfíhamlaðir og aðrir
sem þannig fótamein hafa að það
heyrir undir starfsvið fótaaðgerða-
fræðinga.
Aðdagandi að stofun fagfélags
Árið 1986 talar undirrituð við
nokkra fótaðgerðafræðinga hvort
áhugi væri fyrir námskeiðum eða
fyrirlestrum hjá húð- og bækl-
unarlæknum. Voru boð látin ber-
ast manna á milli þar til álitlegur
hópur var kominn. Héldu síðan
læknar og aðrir sérhæfðir aðilar
fyrirlestra fyrir hópinn næstu árin.
Á þessum fyrirlestrum efldust
kynnin og kom þá tillaga um að
stofna félag. Nefnd tók að sér að
gera drög að félagsmyndun. Fram
að þessum tíma hafði engin sam-
staða verið en ákveðinn staðall
hafði þó myndast í menntun
fótaaðgerðafræðinga sem fór ein-
göngu fram á stofunum. Þannig
höfðu ómarkviss samtök starfað
í nokkur ár. Félag fótaaðgerða-
fræðinga, FFF var svo stofnað
11. október 1989. Fyrsta verk
félagsins var að setja á laggirnar
skóla til endurmenntunar sem
stóð yfir í 5 mánuði og 95% fé-
lagskvenna sótti.
Félagið
fær löggildingu
Fyrsta stjórnin hóf viðræður við
heilbrigðisráðuneytið með það
markmið að fá fótaaðgerðafræð-
inga viðurkennda sem heilbrigðis-
stétt. í framhaldi af því stofnaði
þáverandi heilbrigðisráðherra
nefnd sem vinna skyldi í málinu.
í nefndinni sátu Dögg Pálsdóttir,
lögfr. í heilbr.ráðuneytinu, Jón
Hjaltalín, húðlæknir, Vilborg Ing-
ólfsdóttir frá landlæknisembætt-
inu ásamt tveim fótaaðgerðafræð-
ingum, undirritaðrj og Kristínu
Steingrímsdóttur.
Fyrsti nefndarfundurinn var
haldinn 28. ágúst 1990. Urðu þeir
11 talsins. Löggilding á starfi fóta-
aðgerðafræðinga gekk í gildi 17.
apríl 1991 með bráðbirgðaákvæði.
Fengu þær löggildingu sem það
ákvæði uppfylltu.
Alþjóðleg
félagssamtök
í janúar 1991 fóru þáverandi
formaður og varformaður FFF, til
Noregs. Þar voru skólar skoðaðir
og rætt við kennara og yfirmenn
skólanna. Þar fer námið fram í fjöl-
brautaskóla á framhaldsskólastigi.
Meðal annara hittum við formann
og gjaldkera norska félagsins sem
upplýstu okkur um að til væru al-
þjóðleg félassamtök fótaaðgerða-
fræðinga og ætluðu Norðmenn að
ganga í þann félagsskap þá um
haustið.
Þessa vitneskju nýtti FFF sér
og eftir miklar bréfaskriftir og
símtöl við stjómarformann FIP
(Federation Intemational Des Po-
dologues) Robert van Lith, var FFF
formlega tekið í alþjóðasamtökin á
ráðstefnu í Nice í Frakklandi.
Ráðstefnuna sóttu 6 konur frá
íslandi. Á ráðstefnunni kynntumst
við meðal annars Bent Nielsen for-
manni danska félagsins sem bauð
okkur alla þá hjálp sem hann gæti
veitt íslenska félaginu.
í desember ’91 sendi stjóm FFF
tvo fulltrúa á Norðurlandaráð-
stefnu í Danmörku, þar sem skipst
var á upplýsingum á stöðu Norður-
landanna. Þar kom fram að í Dan-
mörku em fótaaðgerðafræðingar
löggild heilbrigðisstétt, sama gildir
um Noreg, í Svíþjóð og Finnlandi
er hvorki starfsheitið né starfið
lögvemdað sem heilbrigðisstétt.
Námskeið
Árið 1992 voru haldin löggild-
ingarnámskeið á vegum heil-
brigðisráðuneytisins fyrir þá fóta-
aðgerðafræðinga sem það þurftu,
þ.e.a.s. þær sem ekki uppfylltu
skilyrði samkvæmt bráðabirgða-
ákvæði í reglugerð um fótaað-
gerðafræðinga frá 1991.
Bent Nielsen var einn af kenn-
urunum en hann hefur síðan hald-
ið ijölda námskeiða hér á landi.
Forseti alþjóðafélagsins, Ro-
bert A. van Lith heldur um þessar
mundir námskeið meðal annars í
Silicone- hlífðarmeðferð fyrir
fótaaðgerðafræðinga. Robert A.
van Lith nýtur mikillar virðingar
meðal fagmanna beggja vegna
Atlantshafsins og er eftirsóttur
kennari víða um heim.
Þróun námsins
íslenskir fótaaðgerðafræðingar
hafa náð ótrúlega langt á örfáum
árum. Stefnt hefur verið að því
að menntun geti hafist hér á landi.
FFF miðar sig við þau lönd sem
mestri þróun hafa náð. Félagið
hefur látið þýða meðal annars
franska námsstaðalinn, en námið
þar er 3 ár á háskólastigi. Sviþuð
þróun hefur átt sér stað í Hol-
landi og á Spáni en í þessum lönd-
um er fótaaðgerðanám sérdeild
innan menntakerfisins.
í nokkrum löndum, m.a. Eng-
landi og Bandaríkjunum er þróun-
in komin út í læknisfræðilegri
hluti, þ.e.a.s., smáaðgerðir á lið-
um, á fæti fyrir neðan hælbein.
Það er þó ekiri sú stefna sem ís-
lenskir fótaðgerðafræðingar
vinna að.
Margt hefur áunnist á stuttum
tíma félagsins en mörgu er ólok-
ið. Markmið félagsins er að efla
þekkingu og færni fótaðgerða-
fræðinga. Það er mikilvægt, því
þannig verður til sterk og öflug
heilbrigðisstétt. Að lokum þakka
ég Grétu Óskarsdóttur formanni
og hennar stjórn vel unnin störf
og óska nýrri stjórn og félaginu
velfarnaðar í því starfí.
Höfundur er fótaaðgerðafræding-
ur, og fyrsti formaður FFF.
En svo virðist
heilbrigðisráðherra skelli skolleyrum
við hagsmunum og réttindum al-
mennings, enda ganga þeir vafa-
laust þvert á sjónarmið ráðuneytis-
ins. Slíkur valdhroki er auðvitað
dæmalaus og má alls ekki viðgang-
ast._
Ábyrgð þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins er mikil í þessu máli. Það
er yfírlýst stefna Sjálfstæðisflokks-
ins að auka frelsi í lyfjaviðskiptum
sem og annarri kaupsýslu. Þetta
mál verður því mikil prófraun fyrir
þingmenn og ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins. Það er skylda þeirra
gagnvart kjósendum að sýna póli-
tískan kjark og hafna vafasömum
afturhaldsaðgerðum heilbrigðisráð-
herra.
Höfundur er formaður Hugias
f.u.s. í Garðabæ.
■il
Viljirðu