Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 12.10.1995, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helgfi Einarsson frá Hróðnýjar- stöðum í Laxárdal fæddist 25. júlí 1905. Hann lést í Reykjavík 28. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 10. október. Á RÓLEGRI síðdegis- stund fyrsta dag haustmánaðar var mér gripið í erlent blað úr þykka hlaðanum á vinnustofunni og blasti þá við mér heilsíðugrein um tyrk- neska rithöfundinn Azis Nesin, sem nú er nýlátinn, áttræður að aldri. Las hana með óskiptri athygli því lífshlaup skrifarans var óvenjulegt og átakamikið og hann hafði enda- skipti á flestum viðteknum gildum í lífinu. Hann hóf ekki rithöfunda- feril sinn fyrr en 38 ára að aldri, en er yfir lauk hafði hann samið meiren 100 bækur, og varjafnaðar- lega með báða fæturna í samtíð- innj. Hélt skoðunum sínum einarð- lega fram, og frá þessum geðfellda hugumstóra nestor tyrknesku rit- höfundasamtakanna blésu fersk- ustu vindarnir. Alveg ósjálfrátt varð mér hugsað til vinar míns og ná- granna við jaðar Laugarássins, Helga Einarssonar, sem ég vissi að væri illa haldinn eftir uppskurð. Varð til þess að ég brá mér á vinnu- stað sonar hans morguninn eftir og hugðist leita frétta, en hann var þá ekki á staðnum, en þar var mér tjáð að faðir hans hafi látist um nóttina. Hjartað gaf sig undir hinu mikla álagi. Kynni mín af Helga Einarssyni húsgagnasmíðameistara hófust ekki fyrr en hann var kominn á þann aldur er flestir setjast í helgan stein, en einmitt þá hóf hann nýjan starfsferil og við leiðarlok hafði hann bætt meira en aldarfjórðungi við fyrri athafnasemi, sem var þó dijúg fyrir. Manninn kannaðist ég naumast við nema að orðspori, og þá helst fyrir þá sök að húsvörður háhýsis- ins þar sem ég er með málarastofu kom eitt sinn uppveðraður á móti mér í anddyrinu er mig bar að og mælti fréttir: „Helgi Einarsson kom og spurði eftir þér fyrir nokkrum augnablikum, er sennilega nýfarinn fyrir homið. Hér misstir þú af miklu, því að þegar þessi maður hefur ákveðið eitthvað, þá fram- kvæmir hann það.“ Bið varð á að Helgi kæmi á stof- una í það sinnið, en setningin fest- ist mér í minni. Liðu svo einhver ár áður en ég sannreyndi að hér hafí þeim mæta húsverði og vini mínum ratast mikil sannmæli á munn. Helgi reyndist mér frábær- lega vel til minni og stærri viðvika, og átti orðið gott safn verka minna. Fyrir nokkrum ámm, er honum blö- skruðu óskipulagðir málverkahlað- arnir á vinnustofunni, sendi hann á mig smíðasnillinga, sem slógu upp rekkum þar sem því var við komið. Tók svo máiverk upp í kostnaðinn. Stundum heimsóttum við listamenn saman eða skoðuðum sýningar, og mér er þar einkum í minni er við pældum í Edvard Muneh í Norræna húsinu um árið, en þar gat ég sagt honum sitthvað á bak við flestar myndirnar og tilorðningu þeirra og lifði hann sig inn í frásögnina. Það var á svipuðum tíma og Helgi var að stokka upp spilin eftir að hafa rekið húsgagnaverkstæði um þrjátíu og fimm ára skeið, að kynni okkar urðu smám saman nánari. Svo atvikaðist, að hann breytti frekar óhijálegu verzlunar- húsnæði neðst í Lönguhlíðinni, í eina þokkafyllstu og listrænustu húsgagna- og glermunaverzlun borgarinnar, og þangað hóf ég að venja komur mínar. Ekki veit ég fullkomlega af hveiju Helgi hætti húsgagnagerð- inni, en trúlega hefur það í og með verið vegna þess, að honum hefur fundist hann hafa verið nógu lengi í faginu og viljað fá útrás fyrir þær ríku fagurfræðilegu kennd- ir sem hann var gædd- ur. Seinna naut hann þess enn frekar að opna lítið listhús og glermunaverslun í hlaðna steinhúsinu að Skólavöðrustíg 4, og munu margir muna eftir þeirri sérstæðu og menningarlegu stemmningu er þar ríkti og hlýju viðmóti þeirra Björgu Sverrisdóttur afgreiðsludömu, sem látin er fyrir nokkrum árum. Ekki kunnu borgarbúar nægilega að meta framtakið né listglerið fagra frá Múranó í Feneyjum. Kom Helga þá til hugar að nýta hand- lagni sína og taka að ramma inn myndir fyrir listmenn, sem hann var farinn að umgangast töluvert. Fylgdist ég frá upphafi með marg- víslegum tilraunum hans, sem varð strax vel litækur í faginu og smám saman náði þessi mikli verkmaður þeim tökum á því, að ýmsir helstu listamenn þjóðarinnar vildu ekki við annan skipta, Listasafn íslands leit- aði iðulega til hans auk ýmissa þekktra málverkasafnara. Lengstum hafði Helgi nóg að gera og oft nægðu honum ekki rúmhelgir dagar né venjulegur vinnutími, en er fram liðu stundir var hann ánægður ef hann gat tek- ið á verki dag hvem. Mál þróuðust þannig fyrir nokkrum árum, að mikil umskipti urðu í þjóðfélaginu með vanmati á verkmennt, hugviti og listum, til hags fyrir múg- mennsku, sýndarveruleika og alls þess sem eyðist og hverfur. Styrkur þjóðfélaga markast af því að gera verðmæti verðmætari svo sem sag- an segir okkur, og við sjáum dæmi um hvarvetna úti í hinum stóra heimi. Nú var skyndilega minni þörf fyrir innrömmun, því fólk hætti að eiga erindi á vinnustofur lista- manna. Fyrrum hafði fólk ekki efni á að kaupa listaverk, en gerði það samt, en er það hafði loks efni á því sátu varaldlegir og forgengileg- ir hlutir í fyrirrúmi. Þetta hafði dijúg áhrif á Helga, því hann skynjaði að með þessu yrði daglegt líf innihaldslausara og þjóðfélagið setti niður, og ég varð greinilega var við að þessi maður, sem eins og lifði eftir orðspeki Disraelis; „Vinnan hefur ekki ailtaf hamingju í för með sér. Hins vegar er engin hamingja án vinnu“, fann sig ekki fullkomlega lengur, eins og sveif í tómarúmi. Þegar Helgi hóf fyrir alvöru að safna myndverkum, þróaði hann með sér sértækt mat á myndlist og hér var ekki til neitt kynslóðabil, því hinir framsæknustu áttu ekki síður hug hans. Fljótlega fylltist öll hin rúmgóða íbúð hans, og þegar lítið var að gera hugaði hann að þessari eign sinni, lagfærði umgerð- ir, og færði til hnitmiðari niðurröð- unnar á veggjunum. Auk þess átti hann varabirgðir í litlu herbergi og í ipöppum. Löngu áður en Helgi hóf að safna málverkum að marki, hafði hann sankað að sér fágætu plötusafni og var vinur margra tónlistarmanna, þá átti hann bókasafn gott svo að áhugamálum hans sá víða stað. Hann var ekki allra en einstaklega viðræðugóður ef því var að skipta, og naut ég þess ríkulega er kynni okkar urðu meiri enda áttum við vel skap saman. Hann var enginn meinlætmaður á heimsins lysti- semdir og hafði gert víðförult um dagana. Upp í huga mér kemur það sem sagt var um málarann Albrecht Durer fyrir rúmum 500 árum: “Hann var hvorki maður þrúgandi strangleika né öfgafullrar alvöru, heldur hafnaði engu í lífi sínu, sem ánægju og gleði gat veitt, ef það samrýmdist hinum göfuga og rétt- sýna skilningi hans“ Helgi kunni þannig að lifa og skapa líf í kringum sig og það úreld- ist aldrei frekar en góð listaverk, og heimili hins einhleypa og stranga verkmanns var listaverk út og í gegn. Hann hafði útbúið sér garð- skála inn af svölunum þar sem flór- an blómstraði, og yfir hásumartím- ann ilmuðu rósirnar líkast heims- konum stórborga, og þá var hann hreykinn og stoltur er hann sýndi gestum þetta sigurverki lífsins. Um málverkin á veggjunum hafði hann þá sögu að segja, að er hann kæmi upp dauðþreyttur eftir mikla vinn- utörn, settist hann niður og horfði á þau um stund og þá færi sér strax að líða betur; „Þetta eru vinir mín- ir og höfundar þeirra einnig, og gott að hafa þetta líf og lífsreynslu í kring um sig.“ Helgi Einarsson var maður dags- ins, lifði í núinu, hver nýr dagur er slíkum nógur og gjörðir þeirra miðast ekki alfarið að hamast við lifa til morguns, eða að ná háum aldri. Loftvog þeirra nemur hina smáu hluti hvunndagsins, sem verða stórir, magna upp tilveruna og sanna að hið dýrmætasta sem manneskjan erfir og minnist við eru ekki peningar og ríkidæmi, heldur minningar og draumar, og að listin markar hæfíleikann til að lifa lífínu lifandi og kunna að taka örlögum sínum. Helgi hafði það sameiginlegt rit- höfundinum, að á bak við aldinn skráp ólguðu ríkar kenndir fyrir umheiminum og sannara mannlífi, og þótt líkaminn væri farinn að gefa sig, einkum sjón og heyrn, fylgdist hann vel með, las í gegnum öflugt stækkunartæki, og var fast- ur gestur á flestar mikilsverðar framkvæmdir á myndlistarvett- vangi. Hann var alæta á það sem ég skrifaði og einkum vettvang- skrif og ferðapistla, og kvartaði ef hlé varð á athafnaseminni. Satt að segja verður minna gaman að fara til útlanda framvegis og eiga ekki eftir að setjast niður yfir glasi af glitrandi vökva og pára honum kort, því það voru gullnar stundir. Það er erfitt að kveðja þennan mæta vin sinn, en eftir situr stolt og ánægja yfír að hafa notið nærveru hans, gleði yfir að honum skildu auðnast að lifa svo langan dag, og þakkir fyrir allt og allt. Fari hann í guðs friði. Bragi Ásgeirsson. Nú er afí og langafi okkar fallinn frá og genginn á vit annarra afla sem halda áfram að lýsa veginn bjarta. Helgi afi (en svo var hann ætíð kallaður) var um margt sér- stakur maður og var þannig frá guðs hendi gerður að hann hafði sérstaklega gaman af lífinu og kunni að nýta sér það bæði við leik og störf, hann var sinnar gæfu smiður. Afi var húsgagnasmíða- meistari og mikill fagurkeri sem löngu frægt er, til að mynda af húsgögnum sem hann hannaði og framleiddi og voru á sínum tíma einhver þau fegurstu í landinu og þó víðar væri leitað. Þess bar einn- ig heimili hans glögg merki, hver var við stýrið. Afi var mikill listunn- andi, hvort heldur var klassísk tón- list, ritað mál eða málaralist og fór hann á alls kyns listviðburði. Var ég þeirrar gæfu aðnjótandi á upp- vaxtarárum að fara með honum á sýningar. þegar Helgi afí hætti með verkstæði sitt í Brautarholtinu, opn- aði hann verslunina Loftið á Skóla- vörðustíg 4 í Reykjavík og seldi þar ítalskan listiðnað og sýndi listaverk ýmissa listamanna á loftinu og opn- aði það margar dyr fyrir unga lista- menn sem og aðra, konan mín Harpa var svo lánsöm að fá að vinna með honum þar og naut samvist- anna við hann og þá var ekkert kynslóðabil til heldur allar hug- myndir velkomnar og íhugaðar vel. Það er svo margt skemmtilegt sem gerst hefur í gegnum tíðina að aldrei verður það upp talið í svo stuttri grein sem þessari, en svo eitt sé nefnt eru okkur hér í Vogun- um sérstaklega í minnum ferðirnar vestur í sumarbústað, sælureit tengdaforeldra minna við Djúp. Er þangað var komið var eins og tæki við önnur veröld og þá var nú margt gert sér til skemmtunar, en Helgi hafði sérlega gaman af að taka í spil og var þá einkum spilað rommí og tuttugu og einn. Helgi hafði al- veg sérstakan spilastíl og var við þau tækifæri hlegið dátt. Ekki er laust við að fleiri fjölskyldumeðlim- ir séu haldnir þessari spilabakteríu. Frægt var er vöntun var á að ein- hver ruglaðist í útgjöf. Þá sagði Helgi hátt og snjallt: Jónas (og meinti frá Hriflu), á ég ekki að láta út. Hann var alveg með þetta á hreinu, hann kenndi líka börnunum að heilbrigðast væri að spila rétt og að spila upp á peninga væri bara fyrir apa. Okkur voru einnig hugljúfar stundir þegar farið var í netin og þá sérlega þegar hreinsa þurfti þarann, en þar voru Helgi afí og Hannibal tengdafaðir minn í essinu sínu og margar sögur sagðar. Ég held að hann hafí varla misst úr eitt einasta sumar síðustu 15-20 árin, en er menn spurðu Helga hvert förinni væri heitið stóð ekki á svari: Costa del Snæfjallaströnd. Enda þótt Helgi hefði víða farið um heim- inn og ferðast með skemmtiferða- skipum var honum alltaf sérlega hlýtt til Snæfjallastrandanna. Síðasta ferð Helga var er fjjöl- skyldan kom saman og hélt upp á 90 ára afmæli hans þar hinn 25. júlí síðastliðinn og var þar fram borinn margréttaður veislumatur og tilheyrandi drykkir. Einnig var tendraður varðeldur og dansað í félagsheimilinu Dalbæ fram á nótt. Kappkostaði Helgi að yngstu börnin fengju að njóta sín, og meira að segja ferfætlingarnir líka, þær Tinna og Krúsa en það eru fjöl- skylduhundarnir ómissandi. Eitt var öðru fremur sem gæddi Helga sínum sérstakleika en það var hversu hreinskilinn hann var og aldrei heyrðum við hann tala illa um nokkurn mann. Það var heldur íhugað hvað væri til bjargar. Hans mottó var að láta hvem dag hafa sinn gang og láta ekki veraldlegt amstur spilla lífínu heldur að lifa því lifandi og njóta þess að fá að vera til og vera heilbrigður. Hann var svo gæfusamur að vera hraust- ur og aldrei misdægurt. Það nýttist + Stefán Jónsson var fæddur í Vatnsholti í Staðarsveit 6. júní 1916. Hann lést 13. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Búðakirkju í Staðarsveit 23. september. Moldað var í heimagrafreit að Vatnsholti. ÉG HEF nú kvatt föður minn í hinsta sinn. Hann fæddist í Vatnsholti, Stað- arsveit, tók þar sín fyrstu skref og eyddi þar hluta af sínum bestu full- orðinsárum. Þaðan á ég einnig mín- ar fyrstu minningar. Fyrstu íjögur árin var ég hluti af náttúrunni und- ir jöklinum og óttaðist álfana í hóln- um sem reiddust ef við slógum þak- ið þeirra. Þar leiddi pabbi mig upp í klakhús og tók mig með að vitja um laxanetin, þeir voru margir stærri en ég. Hann kenndi mér að veiða á stöng og róa með árum. Pabbi var alla tíð einstaklega iðjusamur og þoldi illa að vera verk- efnalaus. Hann var einn af frum- kvöðlum laxeldis á íslandi, tilrauna- eldi hans í Vatnsholti var 20 árum á undan samtíðinni og ómetanlegt fyrir þá er á eftir komu. Hann fékk ýmsar hugmyndir og framkvæmdi þær. Til dæmis að mala vikur niður í duft og nota til ræstinga. Þær voru ófáar húsmæðurnar í Reykja- vík sem losnuðu við gula litinn úr baðkeijunum í byijun 7. áratugar- ins. Nú 20 árum síðar kaupum við svona duft I næstu búð. Pabbi var meginhluta ævinnar heilsuhraustur maður, það var ekki fyrr en við 75 ára aldur að hann honum vel þegar hann hætti versl- unarrekstri, en þá tók hann til við innrömmun listaverka. Það fannst honum skemmtilegt að fást við því þá var hann í svo mikilli nálægð við listina og listamennina og þá var hann í essinu sínu enda ófáar myndimar fyrir sýningar og ein- staklinga. Fengu menn þá að kynn- ast listamanninum í honum sjálfum en Helgi starfaði til síðasta dags við þessa iðju sína og tók verkefni sín alvarlega. Hann var árrisull maður og vann oft langt fram eftir ef svo þurfti með, enda oft mikið um að vera svo að stundum þurfti hann á aðstoðarmanni að halda og þá þótti honum gott að geta kallað í Bigga son sinn en þeir feðgar vom einkar samrýndir og hafði hann fetað í fótspor pabba síns og lært húsgagnasmíði. Því reyndist þeim næsta auðvelt að vinna við tré. Ég hef nú rakið það litla brot sem mér kemur til hugar nú en það er alltaf erfítt að tjá sig á prenti þeg- ar svo hjartfólginn vinur hverfur á braut og verður þetta því fátækleg samantekt. En hugur fylgir máli og í hjarta okkar minnumst við Helga afa með miklum söknuði en hlýjum okkur við fagrar minningar um mætan mann sem um ókomna tíð mun minna okkur á lífið og mörg gildi sem vert er að breyta eftir. Vona ég að fjölskyldan geti öll sameinast um þær björtu minn- ingar sem okkur voru gefnar um Helga afa. Að lokum langar mig að hafa eftir nokkrar tilvitnanir sem mér finnst lýsa þeirri andgift sem Helgi afí gaf mér: Vertu ekki hróðugur af morgun- deginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu. Betri er nábúi í nánd en bróðir í ijar- lægð. Vertu vitur, sonur minn, og gleð hjarta mitt. Jám brýnir járn, og maður brýnir mann. Heiftin er grimm og reiðin er svæsin, en hver fær staðist öfundina? Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kór- óna frá kyni til kyns. Ríkur maður þykist vitur, en snauður maður, sem er hygginn sér hann út. Elsku mamma og pabbi, Biggi og Sissa, Edda og Lási og Logi, megi guð gefa ykkur styrk á þess- ari stundu. Blessuð veri minning afa. Harpa, Jón, Guðrún, _ Tara Lind, Karólína Iris og Walter Hannibal. veiktist alvarlega. Fyrir þessi 75 ár skal maður þakka. Síðasta árið var erfitt. Hann var mjög veikur í nóvember í fyrra, var vart hugað líf. Af einstökum krafti náði hann sér á fætur. Og svo hress varð hann að hann kom og heimsótti okkur til Gautaborgar í júní, hélt nýfæddum syni okkar undir skírn og dansaði á brúðkaupi okkar í júlí. Hann hafði óskað sér er hann var sem veikastur að hann fengi að lifa eitt sumar enn og honum varð að ósk sinni. Er haustaði fór að halla undan fæti, sjúkdómurinn tók sinn toll og Ijarlægðin var erfíð er nær dró endalokunum. Alla tíð hélt hann einstaka tryggð við sveitina sína, jökullinn togaði hann til sín. í Vatnsholti hóf hann lífshlaupið og nú er hann kominn í mark. Þannig líður lífíð áfram í sinni eilífu hringrás. Hann fær nú að hvíla á þeim stað er hann unni mest. Pabbi var ágætur hagyrðingur, eftirfarandi ljóð orti hann til mín á fermingardaginn, 3. apríl 1977. Drottinn þér lýsi á lifsins vegi með ljósi sínu á hveijum degi, á göngu þinni um ævibraut. Hann styðji þig ávallt í starfi þínu og stjómi með anda frá hjarta sínu, svo gæfa og gleði þér falli í skaut. Vertu ávallt trúr og tryggur. Traustur hvert sem gatan liggur er hafa munt við hlið þér hmnd. Eg bið til Guðs að drengur góður gætir þinna frænda og móður. Þér hlotnist fram að hinstu stund. Bergur V. Stefánsson. HELGI EINARSSON STEFÁN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.