Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 40

Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI AÐALHEIÐUR HÓLM SPANS ÓÐUR til þín Heiða. Kæra vinkona, þeg- ar ég hugsa til þín, hugsa ég um öll þau kvöld og nætur sem við tvær höfum átt saman, stundum yfir guðaveigum og alltaf í skemmtilegu en oft gagnrýnu spjalli. Spjalli um lífið, ástina sem alltaf verður, póli- tík og hvað það eina sem okkur liggur á hjarta. Ég hugsa með tilhlökkun til þess er við hittumst næst í eldhúsinu hjá þér í Utrecht í Hol- landi eða í mosató á íslandi. Ég sakna þín hérna á íslandi. Þú sem ert og verður fjarlægur hluti af íslensku landslagi. Allt frá því að við kynntumst hefur okkur komið vel saman. Ég ung leitandi stúlku- kind nýkomin til Hollands og þú búandi í mörg ár fjarri íslandi með mikla lífsreynslu. Gefandi bæði visku og hlýindi en líka þátttak- andi í umhverfínu. Þátttakandi í liútímanum. Mér finnst ég vera ein af fjölskyldunni. Finnst ég þekkja ykkur Holla jafnvel og mína eigin fjölskyldu. í þessi ár sem við höfum þekkst hefur þú sagt mér hægt og sígandi af þeim tímum sem þú hefur átt. Þegar bókin sem Þor- valdur Kristinsson skrifaði um þig kom út kannaðist ég við svo margt. Ég fann lífsviðhorf þín speglast í gegnum bókina. Sá samhengi hlut- anna sem þú hefur ósjaldan bent mér á. Upplifði þessi tvö mismun- andi lönd sem ég einnig þekki svo vel á annan hátt. Skemmtilegt að geta fylgt þér skref frá skrefi í áttina að þessum tímum sem við lifum í núna. Ótrú- legar breytingar. Að finna sama persónu- leikann sem fæddist í firði fyrir vestan og þann sem núna held- ur upp á áttræðisaf- mælið sitt hinum megin við hafið. Heiða, fyrir mér ertu myndlist, tónlist, dans, hlátur, fjalls- tindur, lækur og steinn í hvítlöðri öld- unnar við ströndina. Ég skála fýrir þér og öllum þeim árum sem þú hefur skilið eftir þig hist og her. Skála fyrir þér í íslensku söngvatni í grænni mosató og ég hugsa til þín. Stend á fætur og syng þér til heilla. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (MJoeh.) Heiða, við sendum þér og Holla og ykkar fjölskyldu hamingjuóskir. Allir steinar á ströndinni senda kveðju til ykkar handan hafsins. Sólveig. - kjarni málsins! ✓ \ lÍMamannamiðstöð Þrændalaga auglýsir hugmyndasamkeppnina „Þrándheimur í BYRJUN NÝRRAR aldar“ Heildar listræn úrvinnsla á stærri svæðum miðbæjar Þrándheims. Um er að ræða tvær samkeppnir Samkeppni A: 1. verðlaun nkr. 100.000 Samkeppni B: 1. verðlaun nkr. 50.000 Skilafrestur: 15. apríl 1996. Samkeppnisgögn fást frá ó.oktober hjá Kunstnersentret, Sverres gt. 7, 7013 Trondheim, Norge Sími 00 47 73 524910, símbréf 00 47 73 515610. SVÍFUR AÐ HAUSTI DR. EINAR I. Siggeirsson hefur tekið saman eftirfarandi pistil um hauststörf í görðum: Haustið er komið og veturnæt- ur framundan. Trjágróður fellir laufið og grasið sölnar. Laufið á tijánum skiptir um lit frá því að vera grænt allt sumarið þar til það verður gult, rautt eða brúnt. Laufinu sem fellur af tijánum þarf að raka saman og setja í safnhauginn, láta það rotna þar og verða að mold. Þá má og safna falleg- um laufblöðum, þurrka þau milli dagblaða og nota til skreytingar. Hauststarf, sem margir sinna lítið, en er þó bráðnauð- synlegt, er það að þrífa vel garðyrkju- verkfærin, þvo þau rækilega svo moldin skolist vel af og til að koma í veg fyrir að þau ryðgi yfir veturinn og verði óásjáleg þegar þau eru tekin í notkun að vori. Sjálfsagt er að mála hand- verkfæri og hengja upp á vegg, einnig þarf að hreinsa sláttuvélar og sláttuorf upp úr terpentínu. Gróðursetning haustlauka er eitt aðalstarfið á haustin. Raða skal saman réttum litum svo laukabeðin njóti sín sem best á komandi vori. Yfirleitt þarf að hafa laukholur það djúpar að 2-3 sm af mold verði ofaná oddi lauksins. Á góðum haustdögum, þegar moldin hitnar, taka lauk- arnir við sér, rótarmyndun hefst og laukurinn fer að spíra. Því heldur hann áfram allan veturinn þótt hægt fari meðan frost og bylur nauðar. Strax og sól hækk- ar á lofti og dregur úr frosti byija laukarnir að spretta og stönglar teygja sig upp úr snjón- um, sérstaklega eru snæklukkur og ýmsar krókusategundir dug- legar að blómstra þótt snjór sé yfir öllu - og boða komu vorsins. Nú er tími til að klippa stöngla af fjölærum blómum og leggja yfir beðin, einkum þó viðkæm- ar plöntur. Til þess má einnig nota mosa, sem fjarlægja skal þegar plönturn- ar fara að spíra og blómstra. Sama hátt þarf að hafa á, komi næturfrost snemma vors, og fari frostið niður fyrir -50°, er gott að skýla gróðrinum með striga. Blómaunnendur, sem ætla sér að fá blómstrandi hýasintur um jól eða nýár, þurfa að koma þeim fyrir nú þegar í pottum með mold í. Laukana þarf að setja það djúpt í pottana að broddurinn gæist rétt upp úr moldinni. Þeir ræktendur sem ætla sér að nota laukaglös, verða að fylla þau með vatni og setja laukinn efst í glasið og hjálm yfir. Potta og glös þarf að geyma á svölum, dimmum stað þar til stöngullinn er orðinn 5 sm á hæð. Þá eru þau látin í glugga við stofuhita. Eitt er það hauststarf, sem margur garðeigandi hummar fram af sér að vinna, en það er að reyta illgresi úr görðum sín- um. I góðum haustum er mikill vöxtur í illgresi og myndar það þá rótarsprota, sem verða að nýjum plöntum á vorin. Þær illgresistegundir sem þroska fræ ná margar hveijar kynþroska á ótrúlega stuttum tíma og mynda sumar hveijar fullþroska fræ frá miðju sumri og langt fram á haust. Á það einkum við einært illgr- esi. Við þetta bætist að fræfjöld- inn, sem hver einstaklingur gef- ur af sér, getur verið óhemju mikill, skipt tugum þúsunda. Af algengu illgresi í görðum hér á landi má t.d. nefna: haugarfa, hjartaarfa, krossgras (krossfíf- il), gullbrá, skurfu og varpa- sveifgras. Auk þess eru hjálm- grös sumstaðar áleitin, en þau eru sjaldgæfari nema þá helst á jarðhitasvæðum. Þessar tegund- ir eru einærar, að varpasveif- grasi undanskildu, en það er oft tvíært. Rótarillgresi er nær und- antekningarlaust fjölærar plönt- ur og fjölgar sér með fræi, rótar- sprotum, jarðstönglum eða of- anjarðarrenglum. Algengustu tegundirnar hér eru húsapuntur, njóli, skriðsóley, tágamura og elfting. Á stöku stað er hófsóley, þist- ill og brennisóley. Illgresi getur orðið hin mesta plága ef ekki er höfð fyllsta gát á að uppræta það strax í byijun og þar með koma í veg fyrir fræþroska og dreifingu þess. Notið góða haustdaga til þess að fjarlægja allt illgresi úr garðinum, setjið það í safnhauginn, sé það ekki með fræ, þar rotnar það og verð- ur að góðri gróðurmold. E.I.S. BLOM VIKUNNAR 322. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir ÞÚ GETUR TREYST FAGOR FAGOR ^ ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kællr: 2121 - Frystlr: 161 HxBxD: 122x55x57 cm Innbyggt frystihólf 38.800 FAGOR D-32R Kællr: 2821 ■ Frystir: 781 HxBxD: 171x60x57 cm 54.800 7 FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 270 I ■ Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi 67.800 Ættfræði þjónustan með nám- skeið ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN, sem nú er flutt í nýtt húsnæði í Austur- stræti lOa, fer bráðlega af stað með ný ættfræðinámskeið, 10. starfsárið í röð. Grunnnámskeið í Reykjavík hefj- ast upp úr 10. október, framhalds- námskeið heldur síðar, og grunnn- ámskeið verður í Hornafirði og e.t.v. á fleiri stöðum úti á landi. A nám- skeiðunum læra menn til verka við ættarrannsóknir, fræðast um ís- lenskar ættfræðiheimildir, leitarað- ferðir og úrvinnslu í ættarskrám af ýmsu tagi. Auk þjálfunar í vinnu- brögðum fá þátttakendur aðstöðu til að rekja eigin ættir með notkun frumheimilda og prentaðra bóka. Leiðbeinandi er sem fyrr Jón Valur Jensson, guðfræðingur. Innritun er hafin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.