Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 43 FRETTIR Sambandsstjórnarfundur Sjálfsbjargar FUNDARMENN á sambandsstjórnarfundi Sjálsfbjargar. Gegndarlausar árásir á kjör og af- komuöryggi öryrkja FUNDUR sambandsstjórnar Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra var haldinn í Hátúni 12 dagana 6.-7. október 1995. Fundurinn mótmælir harðlega þeim „árásum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á lgör og lífs- hætti hreyfihamlaðra sem komið hafa fram með ýmsum hætti undanfarin". í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg ségir: „Þrátt fyrir kröftug mótmæli Sjálfsbjargar og fleiri samtaka öryrkja ákvað Tryggingaráð á fundi sínum föstudaginn 6. október að hætta að veita lán til bíla- kaupa fatlaðra. Bifreiðar eru ekki munaðarvara fyrir hreyfihamlaða heldur nauð- synleg tæki til að komast leið- ar sinnar líkt og hjólastólar, stafir eða hækjur. Með ákvörð- un sinni hefur Tryggingaráð stigið stórt skref í átt til meiri ójafnaðar í samfélaginu og skert möguleika hreyfihaml- aðra til að geta hreyft sig og ferðast um á eigin vegum. Þegar haft er í huga að styrkir til bifreiðakaupa hafa staðið í stað frá árinu 1993 þrátt fyrir 19,5% hækkun bif- reiða á þessum tíma, verður ekki betur séð en yfirvöld séu að gefa hreyfihömluðum langt nef o g sýni algjört skilnings- leysi á högum þeirra. í fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar fyrir árið 1996 er áætluð sama upphæð til þessara mála- flokks og síðasta ári. í fjárlagafrumvarpinu er einnig að finna harðar árásir á kjör og afkomuöryggi ör- yrkja. I stað þess að lífeyris- þegar fái sömu kjarabætur og samið er um á almennum vinnumarkaði er gert ráð fyrir að stjórnvöld ákveði með geð- þóttaákvörðun hveiju sinni kjarabætur til þessa hóps. Þótt alþingismönnum sé treystandi til að tryggja eigin kjör sýnir reynslan að réttlætistilfinning- in er lítil eða engin þegar líf- eyrisþegar eru annars vegar. Þannig er gert ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu að lífeyris- bætur verði skornar niður um 450 milljónir á næsta ári. Sömuleiðis mótmælir sam- bandsstjórnarfundur Sjálfs- bjargar því harðlega að fyrir- hugað er að taka upp sér- stakan fjármagnstekjuskatt á lífeyrisþega, án þess að al- mennur fjármagnstekjuskatt- ur verði innleiddur. Fundurinn lýsir einnig furðu sinni á þeirri fyrirætlun að taka upp innrit- unargjald á sjúkrahús þar sem fötlun fylgja iðulega stöðugar innlagnir á sjúkrahús og þar sem lífeyrisbætur falla niður eftir vissan tíma á sjúkrastofn- unum. Með vísan til yfirlýsinga Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks um málefni fatlaðra fyrir kosningar verður það að teljast í hæsta máta undarlegt hvaða stefnu ríkisstjórnin hyggst taka í þessum málum og lýsir sambandsstjórnin yfir þungum áhyggjum og undrun sinni á þeirri andúð sem sljórn- völd sýna fötluðum borgurum þessa Iands.“ Vetrarstarfið að hefjast hjá Ulfaldanum og Mýflug- unni 100 ára af- mæli kvik- myndar- innar í ÁR er haldið upp á aldarafmæli kvikmyndasýninga í heiminum eins og alkunna er. í tilefni af því verður áhugahóp- ur, sem samanstendur af fulltrú- um flestra sendiráða á íslandi, ásamt Kvikmyndasafni íslands með sýningar á klassískum mynd- um á hverjum fímmtudegi í Regn- boganum. Fimmtudaginn 12. október verður sýnd sænska kvikmyndin Kerrukarlinn, „Körkarlen", gerð í Svíþjóð 1921 af Victor Sjöstörm. Kerrukarlinn, byggð á skáldverki Selmu Lagerlöf, er talin ber af kvikmyndum Sjöström frá sænska tímabilinu. Myndin segir frá David Holm, leikinn af Sjöström sjálfum, sem er myrtur í kirkju- garði á miðnætti á gamlárskvöldi. Hann er endurlífgaður af Dauðan- um sjálfum í líki kerrukarls, í þeim tilgangi að endurlifa krísur fortíðarinnar sem eru sýndar í innskotum. Styrkur myndarinnar liggur í lýrískum, mögnuðum útis- enum sem var aðalsmerki sænsku gullaldarinnar, eins og í kirkju- garðinum þegar Holm er vakinn upp svífandi yfir hafið líkt og draugaleg skuggamynd sem ber við rökkuhimininn. Útivist stofn- ar jeppadciid ÚTIVIST hefur ákveðið að stofna jeppadeild innan félagsins. Stofn- fundur deildarinnar verður hald- inn fimmtudagskvöldið 12. októ- ber í Háskóla íslands, stofu 101 í Odda, og hefst kl. 20.30. í byrjun september var farið í fyrstu jeppaferð Útivistar. Farið var um Fjallabaksveg syðrij gist tvær nætur í Hvannagili og Álfta- vatni. Farið var í Hrafntinnusker, Slysaöldu á Mælifellssandi og ekin Krakatindsleið. í ferðinni voru 112 manns á 43 jeppum. Á dagskrá stofnfundar jeppa- deildar Útivistar verður starfsemi félagsins kynnt. Fjallað verður um þátt jeppaferða í ferðaáætlun Úti- vistar fyrir árið 1996. Reynir Jónsson, deildarstjóri aukahluta- verslunar Toyota, og Þorgrímur St. Árnason, jeppa- og fjallamað- ur, munu flytja erindi í máli og myndum um jeppaferðir, þróun þeirra og breytingar á jeppum. Einnig munu Sigurður Sigurðar- son, fararstjóri hjá Útivist, ræða um útbúnað í gönguferðir. Ráðstefna um jafna þátt- töku fatlaðra ÖRYRKJABANDALAG íslands hefur ráðstefnu föstudaginn 13. október á Grand Hótel Reykjavík um grunnreglur Sameinuðu þjóð- anna um jafna þátttöku fatlaðra. Ráðstefnan stendur frá kl. 13-17. Þetta er fyrsta almenna kynn- ingin á þessum grunnreglum hér á landi. Að loknu ávarpi félags- málaráðherra, Páls Péturssonar, hefst kynningin. Ólöf Ríkarðs- dóttir, formaður Öryrkjabanda- lags Islands, fjallar um aðdrag- anda og áhersluatriði; Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri um hlutverk félagsmálaráðuneytisins, Anna Grethe Hansen, iðjuþjálfi um aðgengi; Guðrún Hannesdótt- ir, forstöðumaður um menntun; Þorsteinn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri um ativnnu og Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður um tryggingu tekna og almanna- trygginga. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrir- spurnir. Samþykktum NAFO mót- mælt BÆJARRÁÐ Vesturbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að mótmæla samþykkt NAFO fund- arins hvað varðar stjórnun fisk- veiða á „Flæmska hattinum“ svo- kallaða: í áskoruninni segir að hug- myndir að stjórnun fiskveiða á „Flæmska hattinum“ samrýmist ekki stefnu íslenskra stjórnvalda hvað varðar stjórnun fiskveiða. Rétt sé að minna á að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa ís- lendingar veitt 4.300’tonn þ.e. um 20% af rækjuaflanum á þessum miðum að verðmæti um eittþús- und og fimmhundruð milljónir króna. Hagsmunir fjölda íslenskra sjó- manna, útgerða og útgerðastaða, eru þeir að haldið sé þannig á málum af hálfu íslenskra stjórn- valda, úr því sem komið er, að skapa íslenska úthafsveiðiflotan- um nægjanlegt svigrúm til að ávínna sér þá fiskveiðireynslu á úthöfunum sem tryggir sem mest- an og bestan aðgang Íslendinga að hinum fjölmörgu fískistofnum sem veiðanlegir eru í Atlantshaf- inu.“ Spænsk og suður-amer- ísk hátíð FÉLAG spænskumælandi á ís- landi og Ræðismannsskrifstofa Spánar standa fyrir spænskri og suður-amerískri hátíð föstudaginn 13. október nk. undir nafninu Fi- esta Hispana. Hátíð þessi er haldin í tilefni af þjóðhátíðardegi Spánar, 12. október, sem einnig hefur verið nefndur Kólumbusardagurinn. Hátíðin er haldin í Gullhömrum, Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigar- stíg 1 og hefst kl. 21. Dagskráin samanstendur af tónlist, upplestri og dansi og verður boðið upp á fordrykk og smárétti meðan á dagskrá stendur. FÉLAGSSTARFSEMI SÁÁ í Úlf- aldanum og Mýflugunni við Ár- múla 17a hófst þann 1. október. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á kaffístofunni Mýflugunni og hresst upp á húsnæðið. Nýir umsjónarmenn hafa tekið við félagsstarfínu og verða nokkr- ar áherslubreytingar við það. Til dæmis verður meira um námskeið en áður og nú í október verður dansnámskeið og golfnámskeið. Fastir liðir halda sér hins vegar í Úlfaldanum. Þar á meðal er fé- Iagsvist á laugardagskvöldum, brids á þriðjudagskvöldum og skák á laugardögum. Félagsstarfsemin í Úlfaldanum og Mýflugunni er öllum opin sem vilja hitta annað fólk í vímuefna- lausu umhverfi. Kaffistofan Mý- flugan er alltaf opin og uppákom- ur í félagsstarfinu eru auglýstar á staðnum og í AA-deildum. Opið er alla virka daga og sunnudaga frá kl. 17-23.30 og á laugardögum frá kl. 14-1. * Astarsaga úr fjöllunum í Ævintýra- Kringlunni MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir í Ævin- týra-Kringlunni í dag, fímmtu- daginn 12. október, kl. 17 Ástar- sögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjóri er Stefán Sturla Sig- uijónsson og hann er einnig höf- undur leikgerðarinnar í samvinnu við leikhópinn. Hlín Gunnarsdóttir hannar leikmynd og búninga, Björn Viðarsson er höfundur tón- listar og Pétur Eggerz semur söngtexta. Leikarar eru Alda Arn- ardóttir og Pétur Eggerz. Miða- verð á sýningunni er 500 kr. Á hverjum fimmtudegi kl. 17 eru leiksýningar fyrir börn í Æv- intýra-Kringlunni. Ævintýra- Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14-18.30 virka daga og laugardaga frá kl. 10-16. ■ ÁHUGAHÓPUR um hjól- reiðar um höfuðborgarsvæðið stendur fyrir hjólreiðaferð á fimmtudagskvöld 12. október. Farið verður frá Fákshúsinu við Reyjanesbraut kl. 20 og hjólað upp Elliðaárdalinn og um Árbæj- arhverfi yfir í Grafarvogsbotn síð- an með sjónum til baka. Hægt verður að komast í ferðina við Árbæjarlaugina kl. 20.20. Allir velkomnir. Safnað fyrir flog’aveika LAUF, landssamtök áhugafólks um flogaveiki, verður með lands- söfnun á Rás 2 föstudaginn 13. október. Tilgangur söfnunarinnar er tvíþættur, annars vegar til að safna fyrir aflestratæki við heilasí- rita á taugalækningadeild Land- spítalans sem safnað var fyrir árið 1991. í fréttatilkynningu segir að mik- il og löng bið sé í síritann og muni þetta afiestrartæki auka afköst hans. Hins vegar er von samtak- anna að söfnunin gangi það vel að hægt sé að efla og styrkja félag- ið og skapa góða félagsaðstöðu. Á hveiju ári eru um 50 nýgreiningar á flogaveiki hér á landi og eru um 30 þeirra börn. Landssöfnunin á föstudaginn mun standa frá kl. 9-19. Heilbrigðis- ráðherra, frú Ingibjörg Pálmadótt- ir, Ólöf Ríkharðsdóttir, formaður ÖBÍ, og Sverrir Bergmann, tauga- sjúkdómalæknir og formaður læknafélagsins opna söfnunin kl. 8.30. Alla daginn verður stanslaust skemmtidagskrá á Rás 2 og munu margir skemmtikraftar leggja söfnuninni lið og má þar nefna Diddú, Bergþór Pálsson, Emelíana Torrini, söngvarar úr Rocky Horr- or, Megas o.fl. Nokkrar vinsælar hljómsveitir leika s.s. Kolrassa krókríðandi, Vinir vors og blóma, Papar frá Vestmannaeyjum svo eitthvað sé nefnt. Landslið leikara kemur fram með upplestur, ljóð, söng og gamanmál. Einnig hefur fjöldinn allur af fyrirtækjum styrkt söfnunina og verða vinningar dregnir út allan daginn og geta allir þeir sem gefa í söfnunina átt von á vinningi. Aðalvinningurinn verður utanlandsferð fyrir tvo til Newcastle í þijár nætur með ferða- skrifstofunni Alís. ■ SNÆDÍS Anna Hafsteinsdótt- ir, snyrtifræðingur, hefur tekið yfír reksturinn á snyrtistofunni Gres- iku á Suður- götu 7 í Reykja- vík. Snædís mun bjóða upp á alla almenna snyrti- þjónustu, s.s. andlitsbað, cat- hio rafmagns- meðferð fyrir andlit, vaxmeð- ferð, handsnyrt- ingu, gervineglur, litun og förðun. Snædís vinnur aðallega uppúr hin- um vönduðu Guinot snyrtivörum. Tekið er við tímapöntunum í síma. KÍH -leikur að læra! Vinningstölur 11. okt. 1995 1 •4*8*10*16*26*29 Eldri úrslit á simsvara 568 1511 Barnaskórfrá Bopy Góðir fyrstu skór i st. 18-23. Margar gerðir. Ath.: Smáskór er með DÓ-RE-MÍvið Fákafen i einu af bláu húsunum. smáskór Suðurlandsbraut 52, sími 568 3919. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.