Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 45
BRÉF TIL BLAÐSI1MS
Orgel í Laug-
arneskirkju
Frá Guðmundi E. Pálssyni:
SÓKNARNEFND Langholtskirkju
hefur nú ákveðið að festa kaup á
orgeli frá Noack orgelverksmiðj-
unni í Bandaríkjunum.
Þetta er 33 radda orgel í barr-
okkstíi sem verður staðsett við aust-
urgafl kirkjunnar og hefur radd-
skipan og gerð orgelsins fengið
mjög lofsamlega dóma frá orgel-
nefnd þjóðkirkjunnar og segir með-
al annars í dómi hennar: „Að öðru
leyti viljum við í orgelnefndinni lýsa
ánægju okkar með að veglegt orgel
muni koma í kirkjuna, því hljóm-
burður er þannig að litríkt orgel
mun geta hljómað þar mjög vel.
Þar að auki erum við sérstaklega
ánægðir með þann orgelsmið sem
fyrir valinu hefur orðið, sem er
mikil trygging þess að orgelið verði
öllum til ánægju.“
Nú hafa safnast um 15 milljónir
og því má líta svo á, að það sé fyrsti
áfangi af þremur en áætlaður
kostnaður er um 42 milljónir með
virðisaukaskatti. En ijórðung verðs
þarf að borga við undirritun samn-
ings og eftirstöðvarnar á næstu
þremur árum. Það er sá tími sem
það tekur orgelsmiðjuna að afhenda
orgelið uppkomið í kirkjunni.
Dagana 15. og 18. október verða
hinir árlegu orgelstyrktartónleikar,
en það eru tónleikar sem haldnir
eru fyrir styrktaraðila orgelsöfnun-
ar. Margir af fremstu listamönnum
þjóðarinnar hafa komið þar fram
og gefið vinnu sína, enda er Lang-
holtskirkja eitt fjölsóttast tónleika-
hús landsins og því mikið kappsmál
tónlistaráhugafólks almennt að þar
komi veglegt hljóðfæri. Á þessum
tónleikum koma fram, auk Kórs
Langholtskirkju, Karlakór Reykja-
víkur undir stjórn Friðriks D. Krist-
inssonar og Sigrún Hjálmtýsdóttir,
ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur.
Með þessum tónleikum viljum við
blása til sóknar að upphafi annars
áfanga orgelsöfnunar.
Hér með er skorað á alla velunn-
Hvít og svört
skattsvik
Eiríki Einari Viggóssyni:
EG undirritaður hef gagnrýnt und-
anfarin 20 ár á opinberum vett-
vangi að skattalög þessa lands ná
aðeins til hluta landsmanna, þeirra
sem gefa öll laun sín upp til skatts,
en það ættu að vera hin óskráðu
lög í þessu landi.
í september 1993 kom út skýrsla
um svört skattsvik, sem gætu
numið 16 milljörðum króna árlega,
sem eru ekki neinir smápeningar
þegar haft er í huga að allur tekju-
skattur nemur um 14 milljörðum
króna að frátöldum frádráttarlið-
um. Útsvar allra bæjarfélaga árið
1994 var um 18,3 milljarðar króna.
Eg hef haldið því fram að hin
hvítu skattsvik geti numið 20 millj-
örðum króna árlega, þá á ég við
þá sem geta skammtað sér laun
að eigin geðþótta en samt borist
mikið á og komið sér undan að
greiða útsvar að mestu leyti og
greiða jafnframt engum tekju-
skatt. Svona ástand á tölvuöld og
mikilli tækniþekkingu á skatta-
málasviðum er alveg forkastanleg
vinnubrögð.
Skora ég því á yður að þér beit-
ið yður fyrir því að óréttlætið í
skattamálum verði stöðvað þegar
í stað þannig að allir þjóðfélags-
þegnar sitji við sama borð þegar
skattar til sveitarfélaga og ríkis-
sjóðs eiga í hlut. Vænti ég þess
að umbeðið mál verði tekið til al-
varlegrar umræðu innan ríkis-
stjórnarinnar, og síðan lögum
breytt á Alþingi þannig að allir
þjóðfélagsþegnar taki þátt í rekstri
samfélagsins í samræmi við sann-
anleg laun en ekki eins og nú er
að ótrúlega fjölmennur hópur
manna geti farið í gegnum allt líf-
ið án þess að taka þátt í samneysl-
unni og þar með íþyngt öðrum
landsmönnum þegar skattgreið-
endur eru annars vegar.
Ég undirritaður hef fengið mikil
viðbrögð frá fólki sem hefur þakk-
að mér fyrir að koma á framfæri
hve mikil skattsvik eru látin átölu-
laus í þjóðfélaginu af ráðamönnum
þessarar þjóðar, á sama. tíma er
gengið svo hart að öllu launafólki,
öryrkjum og eldra fólki að það er
til skammar fyrir eina ríkustu þjóð
veraldar.
Réttlát skattalög eru lykill að
bættu þjóðfélagi.
EIRÍKUR EINAR VIGGÓSSON,
matreiðslumaður,
Fögrubrekku 43, Kópavogi.
FRUMHU GM YND að útliti
orgelsins.
ara Langholtskirkju að taka hönd-
um saman og ljúka byggingu kirkj-
unnar með því að kaupa veglegt
hljóðfæri í hana.
GUÐMUNDUR E. PÁLSSON,
formaður sóknamefndar.
Bréf til
heilbrigðis-
ráðherra
Frá Gísla Helgasyni:
Kæra Ingibjörg.
MÁLEFNI glasafijóvgunar-
deildarinnar á Landspítalanum
hafa verið í brennidepli. Mér skilst
að hækka eigi aðgerðir allt að
helmingi, þótt þú og aðrir segi að
í rauninni eigi ekki að hækka
þær, eða þannig skil ég þessar
umræður, enda í tregara lagi sam-
kvæmt einkunnum úr skólum.
Eftir því sem mér skilst þá kostar
slík aðgerð vel á þriðja hundrað
þúsund króna.
Mér er spum: Hvers vegna fá
konur ókeypis fóstureyðingu, en
fólk, sem þráir að fjölga mannkyn-
inu og þarf hjálp til, þarf að greiða
það svo dýru verði?
Með bestu kveðju og von um
velgengni í starfi.
GÍSLI HELGASON,
blokkflautuleikari,
Reynimel 22, Reykjavík.
innn
URTE PENSIL - GRÆNA VÖRNIN - er eitt mest
selda jurtaheilsuefnið í Danmörku.
V&M 13 vítamín — 10 steinefni og 18 amínósýrur með
SPIRULINA. Mjög vinsælt fjölvítamín, ekki síst vegna
spírulína, sem er steinefnaríkt og grennandi.
ESTER-C VÍTAMÍNIÐ er alveg í sérflokki.
Fæst í 200 mg„ 500 mg. og sem ESTER C-PLUS.
Græna vömin
Sólhattur og propolis
virkni þeirra þekkja
flestir. Auk þess fjórar
þekktar jurtir, sem
hafa göð áhrif á
efnaskipti líkamans.
Frábær ijölvítamín
með Spirulina.
Ester C fer sérstaklega
vel í maga og nýtist því
mun betur.
BÍO-SELEN UMBOÐIÐ
S£mi 557-6610.
%%
Ol- og vínsett
Lagið ykkar eigið öl og vín
Ótrúlega einfalt en gott
Góð búbút í skammdeginu
Verð á ölflösku frá 22 kr.
Verð á vínflösku frá 90 kr.
HEIGAfí bað besta frá Danmörku
bað besta frá Englandi
Öll áltöld og aukaefni á góðu verði
Armúla
5320
40
Sfml
553
l/erslunin|
AI4R
///M BlACKSi
DECKER
KYJA GRÆNA
LINAN 199 5
HJOLSAGIR
Verð fró kr.
12.950.-
STINGSAGIR
Verð frá kr.
5.450.-
GEIRUNGSSAGIR
Verð frá kr.
27.298.-
HEFLAR
Verð frá kr.
12.950.-
FRÆSARAR
Verð frá kr.
19.780.-
HITABYSSUR
Verð frá kr.
4.850.-
HEFTIBYSSUR
Verð frá kr.
9.300.-
HLEÐSLUSKRUFJARN
Verð fró kr.
3.750.-
HLEÐSLUBORVÉLAR
Verð frá kr.
6.950.-
BORVELAR
Verð frá kr.
5.950.-
BELTAVEL
Verð frá kr.
12.899.-
SLIPIROKKAR
Verð frá kr.
10.221.- jfai.........
RAFÞJALIR
Verð frá kr.
8.901.-
SölustaðiT um land a
SINDRA
•— búðin y
BORGARTÚNI31 SÍMI562 7222