Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjögurra bama
móðir sló í gegn
í torfærukeppni
FJÖGURRA barna móðir frá
Selfossi, Sæunn Lúðvíksdóttir
sló rækilega í gegn í torfæru-
keppni í Jósepsdal á laugardag-
inn. Hún vann kvennakeppni,
þar sem konur torfæruöku-
manna kepptu og var rétt búinn
að leggja karlkyns keppendur
að velli skömmu síðar. Ok hún
gegn körlunum og hafði forystu
fyrir lokaþrautina.
„Mér fannst meira krefjandi
að keppa gegn körlunum, en
klúðraði forystunni í lokaþraut-
inni fyrir klaufaskap. En ég
verð að bíta á jaxlinn, bölva í
hljóði og gera betur næst“,
sagði Sæunn í samtali við Morg-
unblaðið. Hún er eiginkona
Gunnars Egilssonar torfæru-
kappa og ók jeppanum, sem
hann hefur keppt á til þessa.
„Bónda mínum fannst ég
ekki nógu fljót á bensíngjöfina
og of lengi á bremsuna. Eg
þarf að hrekja það næst. Fjöl-
skyldan er öll í torfærunni, við
eigum sex, átta, tíu og sautján
ára börn, sem mæta á hverja
keppni. Yngstu strákarnir eiga
eftirlíkingar af torfærujeppun-
um, sem þeir leika sér með og
halda mót hér á Selfossi.“
Óhrædd að fljúgajeppanum
„Ég var óhrædd að takast á
við torfærurnar og fljúga á
jeppanum. Ég hef gaman af
hraða og spennu, er bara
hrædd við kóngulær. Kallinn
minn var miklu stressaðri en
ég í keppninni, enda báru að-
stoðarmenn mínir hann upp á
áhorfendasvæði í miðri keppni
og sögðu honum að skipta sér
ekki af akstursmátanum.
Ég slapp ekki óhappalaust,
velti í kvennakeppninni, en
tókst samt að vinna. Það er
ekki prenthæft sem ég hugsaði
þegar jeppinn lagðist á hliðina
hjá sandhól. Það var klúður, en
gerði mig bara grimmari þegar
ég mætti körlunum,“ sagði
Sæunn.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
SÆUNN ók keppnistæki eiginmanns síns Gunnars Egilssonar
og fær hér leiðbeiningar frá honum. Skömmu síðar báru aðstoð-
armenn hennar hann upp á áhorfendasvæði og sögðu honum
að skipta sér ekki af akstursmáta hennar.
Reykjavík
Óskað eftir
viðræðum
við forsætis-
nefnd og
umboðsmann
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
fela borgarritara og skrifstofustjóra
borgarstjómar að hafa samráð við
Samband ísl. sveitarfélaga og óska
eftir viðræðum við forsætisnefnd
Alþingis og umboðsmann Alþingis
um hvort rýmkun á verksviði um-
boðsmanns Alþingis geti tryggt
réttaröryggi borgara Reykjavíkur og
annarra með sambærilegum hætti
og áformað hefur verið í hugmynd
um umboðsniann Reykjavíkur.
Tillagan er fram komin í fram-
haldi nýútkominnar skýrslu umboðs-
manns Alþingis, en þar kemur fram
að hann telji eðilegt að Alþingi taki
afstöðu til þess, hvort rétt sé að
rýmka heimildir embættis umboðs-
manns, þannig að einnig megi bera
undir það þær stjórnvaldsákvarðanir
sveitarstjóma, sem ekki eru kæran-
legar til stjórnvalda ríkisins.
Auka virkt eftirlit
Borgarstjóm samþykkti í febrúar
sl. að undirbúa stofnun embættis
umboðsmanns Reykjavíkur, sem
heyrði undir borgarstjóm. Hlutverk
hans yrði að auka virkt eftirlit ög
lýðræði í stjómsýslu borgarinnar og
gæta þess að jafnfræði sé í heiðri
haft og að stjórnsýsla fari í öllu fram
í samræmi við lög og vandaða stjóm-
sýsluhætti. Undirbúningurinn átti að
miða við að hægt yrði að koma emb-
ættinu á um mitt þetta ár og var
áætlaður kostnaður 2,1 millj. á árinu
eðajafngildi 1,5 stöðugildis frá 1. júní.
Valdajafnvægið á landsfundi Alþýðubandalagsins raskaðist í miðstjórnarkjöri
TRAUSTUM heimildum innan
flokksins ber saman um að niður-
staðan úr miðstjórnarkjöri sýni að
af 32 miðstjórnarmönnum séu 20
úr hópi stuðningsmanna Margrétar
í formannskosningunum en 12
komi úr röðum stuðningsmanna
Steingríms J. Sigfússonar. Af tíu
efstu mönnum í miðstjómarkjöri
megi finna átta stuðningsmenn
Margrétar.
Þessi niðurstaða er nokkuð
óvænt eftir málamiðlanir sem áttu
sér stað við kjör í flokksstjórn og
níu manna framkvæmdastjórn.
Þar þurfti að fínstilla valdajafn-
vægi milli fylkinga og gæta jafn-
framt sjónarmiða einstakra kjör-
dæma. Það voru fyrst og fremst
hófstillt viðbrögð Steingríms J.
Sigfússonar við ósigrinum á föstu-
dagskvöldið sem réðu því að allt
kapp var lagt á að ná samkomu-
lagi um varaformann, ritara og
gjaldkera og við uppstillingu í
framkvæmdastjórn.
í raun reyndi ekki á styrk fylk-
inga í kosningum fyrr en undir lok
iandsfundar þegar kosið var í mið-
stjóm. Þá var sáttaumleitunum
varpað fyrir róða. Kjörnefnd lagði
fram uppstiJlingarlista m'eð 32
nöfnum en fleiri tillögur bárust úr
sal og var gengið til kosninga síð-
degis á sunnudag. Alls voru 70
alþýðubandalagsmenn í
Niðurstöðurnar lágu svo
mánudag. Efstur varð
Óskarsson, varaþing-
maður Margrétar Frí-
mannsdóttur af Suður-
landi, með 220 atkvæði,
Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi á Akureyri,
varð í öðru sæti með 213 .......
atkvæði, Ari Skúlason fékk 211,
Lúðvík Geirsson 205, Björn Guð-
brandur Jónsson 199, Smári Geirs-
son 196, Guðbjartur Hannesson
182, Þuríður Bachmann 179, Lára
Sveinsdóttir 173 og Sigurður
20 af 32 fulltrúum sagðir
stuðningsmenn Margrétar
Stuðningsmenn Mar-
grétar Frímannsdóttur,
formanns Alþýðubanda-
lagsins, hrósa sigri að
afloknu miðstjórnar-
kjöri. í grein Ómars
Friðrikssonar kemur
fram að 20 af 32 mið-
stjórnarmönnum eru
taldir hafa stutt Mar-
gréti í formannskjöri.
kjöri.
fyrir á
Ragnar
ír 1
Hófstillt við-
brögð Stein-
gríms skiptu
sköpum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KOSIÐ í miðstjórn Alþýðubandalagsins á landsfundi.
Bessason og Guðrún Helgadóttir
urðu jöfn í 10-11 sæti með 172
atkvæði.
Einnig voru 16 varamenn kjörn-
miðstjórn, og er talið að tíu
___ þeirra hafi stutt Margréti
en sex Steingrím, 22
náðu ekki kosningu, þar
af voru 15 taldir stuðn-
ingsmenn Steingríms og
sjö stuðningsmenn
Margrétar.
Skv. lögum flokksins stýrir mið-
stjórn málefnum Alþýðubanda-
lagsins í umboði landsfundar og
mótar pólitíska stefnu flokksins
þegar ekki liggja fyrir stefnuyfir-
iýsingar landsfundar. Fram-
kvæmdastjórn mótar pólitíska af-
stöðu Alþýðubandalagsins til ein-
stakra mála í samræmi við stefnu-
skrá flokksins og samþykktir
landsfundar og miðstjórnar.
Athygli vekur að Reykvíkingar
eiga engan fulltrúa í flokksstjórn
Alþýðubandalagsins og aðeins þrjá
menn í framkvæmdastjórn, eða
tveimur færri en Reyknesingar,
sem koma mjög sterkir út af lands-
fundinum. Varaformaður og gjald-
keri flokksins eru af Reykjanesi
og fimm framkvæmdastjómar-
menn af níu alls.
í formannskosningunum var
gert bandalag stuðningsmanna
Margrétar á milli Reykjavíkurfé-
laganna, Birtingar og Framsýnar,
og meirihluta fulltrúa á Suður-
landi, Reykjanesi og í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Athygli vakti á
landsfundinum að fulltrúar stærsta
Reykjavíkurfélagsins ' __________
ABR, sem eru taldir hafa
undantekningarlítið
stutt kjör Steingríms,
skiluðu sér illa til lands-
fundar en félagið átti
rétt á að senda rúmlega ——
70 fulltrúa. Færri en 50 ABR-
félagsmenn tóku þátt í atkvæða-
greiðslum. ABR fékk sex aðalmenn
kjörna í miðstjórn en af 22 fram-
bjóðendum sem ekki náðu kjöri
sem aðal- eða varamenn í mið-
Fuiltrúar ABR
skiluðu sér
illatil lands-
fundar
stjórn voru 10 félagar í ABR. Hins
vegar náðu átta af níu frambjóð-
endum Birtingar og Framsýnar
kjöri en þessi félög áttu samtals
29 fulltrúa’ á Jandsfundi.
Enda þótt margir alþýðubanda-
lagsmenn telji að ekki hafi verið
skýr málefnaágreiningur milli
Margrétar og Steingríms í for-
mannskjörinu sé til staðar gjá á
milli fylkinga hörðustu stuðnings-
manna þeirra, einkum í Reykja-
víkurfélögunum, sem hafi endur-
speglast í kosningum landsfund-
arins.
Staðan eftir landsfundinn sé því
sú, að Margrét standi uppi sem
sigurvegari með 53,5% atkvæða
flokksmanna að baki sér og afger-
andi meirihluta í miðstjórn. Flokks-
stjórninni hafi verið skipt til helm-
inga milli stuðningsmannahópanna
en Margrét er talin eiga nauman
meirihluta í framkvæmdastjórn,
þótt það sé engan veginn öruggt.
Af níu fulltrúum eru fjórir yfirlýst-
ir stuðningsmenn hennar og þrír
stuðningsmenn Steingríms. Ekki
er hins vegar vitað hvorn frambjóð-
andann Jóhann Ársælsson og Sig-
ríður Jóhannesdóttir studdu en þau
hlutu flest atkvæði í framkvæmda-
stjórnarkosningunum. Er beðið
með eftirvæntingu hver kjörinn
verður formaður framkvæmda-
stjórnar.
Meiri óvissa er hins vegar um
hvaða stuðnings Margrét nýtur í
________ þingflokknum. Fyrir
liggur að Ólafur Ragnar
Grímsson og Bryndís
Hiöðversdóttir studdu
Margréti í formanns-
kjöri og Kristinn H.
Gunnarsson Steingrím
J. Sigfússon. Allar líkur eru taldar
á að Svavar Gestsson þingflokks-
formaður og Hjörleifur Guttorms-
son hafi stutt Steingrím. Ekki er
vitað um afstöðu Ragnars Arnalds
en Ögmundur Jónasson er óháður.