Morgunblaðið - 19.10.1995, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
í landí leynd-
ardómanna
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói í kvöld kemur fram fímmtán
ára kínverskur fíðlusnillingur, Ii Chuan
Yun. Orrí Páll Ormarsson kynnti sér efnis-
skrá tónleikanna og tók snillinginn tali.
Lin Yao-Ji, sem er faðir Lin Wei
fiðluleikara hjá Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Li kom fyrst fram sem einleik-
ari með sinfóníuhljómsveit þegar
hann var sjö ára gamall. Gagnrýn-
endur hafa hælt honum í hástert
en Li er þegar orðinn eftirsóttur
fiðluleikari um allan heim. Á hann
að líkindum glæstan listamanns-
feril fyrir höndum.
Erfiður konsert
Li segir að Fiðlukonsert nr. 1
eftir Paganini sé mjög erfiður
tæknilega og hann hafi því þurft
að leggja sig í líma til að læra
hann. Kann hann einkakennara
sínum, Lin Yao-Ji, bestu þakkir
fyrir liðveisluna í þeirri glímu sem
öðrum. „Það munar miklu ax) hafa
frábæran kennara."
Paganini er í miklum metum hjá
Li en af öðrum eftirlætis tónskáld-
um nefnir hann Brahms, Bach og
Sjostakovitsj. Fyrr á þessu ári flutti
EG MUN kosta kapps um
að leika vel í kvöld því
það hefur lengi verið
draumur minn að koma
til íslands. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands er frábær hljómsveit og von-
andi tekst mér að deila konsertin-
um með áhorfendum,“ segir hinn
fimmtán ára gamli kínverski fiðlu-
snillingur Li Chuan Yun sem verð-
ur einleikari með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í Fiðlukonsert nr. 1
eftir Paganini á tónleikum í kvöld.
Á efnisskrá eru að auki forleikur
að óperunni Seldu brúðinni eftir
Smetana og 7. sinfónía Dvoráks.
Hljómsveitarstjóri verður Takuo
Yuasa frá Japan.
Þriggja ára að aldri hóf Li Chu-
an Yun fiðlunám hjá foreldrum
sínum. Fljótt komu tónlistarhæfi-
leikar hans í ljós og fímm ára vann
hann til verðlauna í keppni ungra
fiðluleikara í Peking. Li hefur
lengst af verið undir handleiðslu
eins fremsta fiðlukennara Kina,
Morgunblaðið/Sverrir
LICHUAN Yun
hefur lengi
dreymt um að
koma til íslands.
hann fiðlukonsert Brahms á tón-
leikum í Peking og hermt er að
gagnrýnendur hafi gapað af undr-
un og aðdáun.
Li á sér tvö draumalönd. Annars
vegar ísland sem hann kallar land
leyndardómanna. Lýkur hann lofs-
orði á stórbrotna náttúru landsins
og bætir við: „Hér er mjög gott
að vera. Óskandi væri að heimur-
inn væri allur jafn friðsæll og fall-
egur.“
Hitt draumaland fiðluleikarans
er Brasilía en hann hefur frá blautu
bamsbeini verið forfallinn áhuga-
maður um knattspyrnu.
Li fer í framhaldsnám í fiðluleik
í New York á næsta ári. Hann
vonast til að geta haldið áfram á
sömu braut sem einleikari og ef
til vill tónskáld síðar meir, enda
hafi hann fundið listsköpunarþörf
sinni ákjósanlegan farveg.
Hljómsveitarstjórinn Takuo Ýu-
asa hlaut sína fyrstu tónlistar-
menntun í Osaka í Japan en þar
er hann fæddur. Hann lagði síðan
stund á nám í hljómsveitarstjórn
og tónsmíðum í Bandaríkjunum og
Evrópu en stjórnandaferill hans
hófst eftir að hann fór með sigur
af hólmi í keppni ungra hljómsveit-
arstjóra í Póllandi árið 1979. Yu-
asa stjórnar mest í heimalandi sínu
og Evrópu auk þess að stjórna
hljóðritunum fyrir EMI.
Bendlaður við
djöfulinn
Niccolo Paganini hefur verið
kallaður mesti fiðlusnillingur 19.
aldar. Vegna sérstæðs útlits, lífs-
stíls og ótrúlegrar leiktækni varð
hann goðsögn í lifanda lífi og jafn-
vel bendlaður við djöfulinn. Sá orð-
rómur fylgdi honum til dauðadags
og það tók fjölskyldu Paganinis
þijú ár að fá leyfi Páfagarðs til
að koma jarðneskum leifum hans
í vígða mold. Flest verka Paganin-
is eru samin fyrir fiðlu en tónlist
hans hafði gífurleg áhrif á önnur
tónskáld samtímans.
Tékknesku tónskáldin Bedrich
Smetana og Antonín Dvorák voru
ásamt Leos Janácek helstu boðber-
ar tékkneskrar þjóðemisstefnu á
vettvangi tónlistar á liðinni öld.
Selda brúðurin eftir Smetana var
frumflutt árið 1866 og hefur óp-
eran allar götur síðan yljað tékk-
nesku þjóðinni á erfiðum tímum
og verið eitt af sameiningartáknum
hennar.
7. sinfónía Dvoráks var frum-
flutt í London fyrir 110 árum og
þótt hún hafi lengi verið í skugga
frægustu sinfóníu tónskáldsins,
Frá nýja heiminum, er mál manna
að hún standi henni síst að baki.
Tónleikarnir verða endurteknir
í íþróttahúsinu á Egilsstöðum ann-
að kvöld en Sinfóníuhljómsveit ís-
lands hefur tekið upp þá nýbreytni
að fara með áskriftartónleika
hljómsveitarinnar út á land daginn
eftir að þeir eru haldnir í Reykja-
vík.
Perlur sönglistarinnar
Jónas Rannveig Fríða
Ingimundarson Bragadóttir
LJÓÐATÓNLEIKAR hafa verið
fastur liður í starfsemi Menningar-
miðstöðvarinnar Gerðubergs allt frá
árinu 1988. Margir af bestu söng-
vurum þjóðarinnar hafa komið fram
á tónleikunum og þannig tekið þátt
í að kynna ljóðasöng fyrir íslending-
um.
Á fyrstu tónleikunum í vetur flyt-
ur Rannveig Fríða Bragadóttir,
messósópran, íslensk sönglög við
undirleik Jónasar Ingimundarsonar
píanóleikara. Á efnisskrá tónleik-
anna eru lög eftir mörg okkar
þekktustu tónskálda m.a. Jón Leifs,
Atla Heimi Sveinsson, Sigfús Ein-
arsson, Jórunni Viðar, Jón Nordal
og Hjálmar H. Ragnarsson. Auk
þess syngur hún íslensk þjóðlög.
Rannveig Fríða hóf söngnám við
Söngskólann í Reykjavík en lauk
einsöngvaraprófi frá Tónlistarskól-
anum í Vínarborg með sérstakri
viðurkenningu frá austurríska
menntamálaráðuneytinu. Kennarar
hennar í Vín voru þau Helene Kar-
usson og Kmsg. Kurt Equiluz. Árið
1987 varð Rannveig Fríða félagi í
Óperustúdíói Ríkisóperunnar í Vin-
arborg og síðan einsöngvari við
Ríkisóperuna árið 1989. Þar hefur
hún tekið þátt í upp-
færslum undir stjórn
heimsþekktra stjórn-
enda auk þess að
syngja í óperum og
halda tónleika víða í
Evrópu. Hér á landi
hefur Rannveig Fríða
komið ‘fram í óperu-
sýningum í Þjóðleik-
húsinu og íslensku
óperunni auk þess að
syngja með Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Hún hefur einnig
haldið fjölda ljóðatón-
leika. í vetur mun hún
taka þátt í uppfærslu
íslensku óperunnar á
Madame Butterfly eftir Puccini og
Hans og Grétu eftir E. Humper-
dinck.
Þessir fyrstu Ljóðatónleikar vetr-
arins verða í Gerðubergi laugardag-
inn 21. október og hefjast kl. 17.
Enn eitt verk-
fallið í La Scala
Gullsmiðir
frá Gautaborg
SÝNING í anddyri Norræna
hússins á verkum eftir sex gull-
smiði frá Gautaborg verður
opnuð á morgun föstudag kl.
17. Þeir heita; Cecilia Johans-
son, Margareta Selander,
Charlotte Skalegárd, Tore
Svensson, Mona Wallström og
Lars Ásling.
Hópurinn á það sammerkt
að hafa stundað nám T listiðn-
aði við listiðnaðarskóla í Gauta-
borg með gull- og málmsmíði
sem sérgrein.
Á sýningunni eru skartgripir
úr ýmsum málmum. Sýning-
unni lýkur 5. nóvember og verð-
ur opin mánudaga til laugar-
daga frá kl. 9-19, sunnudaga
kl. 12-19.
Aðgangur er ókeypis.
Mílanó. Reutcr.
TÓNLISTARMENN við La Scala
óperuna í Mílanó hafa boðað til verk-
falls á mánudaginn næsta, er frum-
sýna á „Lucia di Lammermoor“ eftir
Donizetti. Ákvörðunina tóku þeir
eftir að hafa ráðfært sig við þrjú
verkalýðsfélög og rætt við stjómend-
ur La Scala. Starfsmenn við óperu-
húsið gera kröfu um hærri laun,
fjölgun í starfsliðinu og nýja starfs-
sanminga.
Sýningarár La Scala hefst form-
lega þann 7. desember með fmmsýn-
ingu á „Töfraflautunni" eftir W.A.
Mozart. Aðrar sýningar em þó í
húsinu árið um kring og á undan-
fömum mánuðum hefur tvisvar kom-
ið til verkfalla þar. Hljómsveitin fór
í verkfall í júní sl. þegar sýna átti
„La Traviata" eftir Verdi. Neyddist
hljómsveitarstjórinn Ricardo Muti til
að leika undir hjá söngvurunum á
píanó. Fyrr á árinu kom 104 manna
kór óperunnar fram í eigin fatnaði
í stað búninga á sýningu á „Mefísto-
fele“ eftir Arrigo Boito til að mót-
mæla lágum launum.
Stjómendur La Scala hafa svarað
því til að opinberar greiðslur til húss-
ins séu svo lágar að þeir geti varla
greitt tónlistarmönnum og öðram
starfsmönnum laun. Hafa þeir óskað
eftir hærri framlögum frá ríkinu, svo
og auknum framlögum einstaklinga.
TRIO Nordica
Trío Nordica
vel tekið í Svíþjóð
TRIO Nordica, sem skipað er
Auði Hafsteinsdóttur, fiðluleik-
ara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur,
sellóleikara, og Monu Sanström,
píanóleikara, er nýkomið úr tón-
Ieikaferð um Svíþjóð. Sænsk dag-
blöð gáfu tríóinu frábæra dóma
fyrir tónleikana og fyrir nýútgef-
inn geisladisk þeirra.
í gagnrýni um tónleikana kom
m.a. eftirfarandi fram: „Sam-
hentur og tilfinningaþrunginn
ieikur. Fyrsta flokks tónleikar
voru haldnir með Trio Nordica
á mánudagskvöidið í Immanuels-
kirkjunni í Norrköping. Trio
Nordica flutti þrjú píanótríó.
Fyrst á dagskrá var Píanótríó
í a-moll eftir Ravel. Strax í upp-
hafi sýndi tríóið samhentan og
tilfinningaþrunginn leik sem
kom sérstaklega vel fram í hin-
um líflega og hugmyndaríka öðr-
um þætti, Pantoum. Spenna og
tilfinningahiti einkenndi allt
verkið og hinir impressionisku
tónalitir komu vel fram.
Fín hljómræn aðlögun ein-
kenndi einnig Píanótríó í es-dúr
eftir Beethoven. Andstæðurnar
milli sérkenna og tilfinninga
hinna ólíku þátta komu skýrt
fram ... Píanótríó í e-moll eftir
Schostakovich hófst á vel út-
færðu flaututónaspili hjá sellóinu
sem smám saman þróaðist yfir í
tjáningarfyllri leik. Það var mik-
il einbeiting og þéttleiki I túlkun-
inni á tríói Schostakovich...
I lokakaflanum sýndu allir
meðlimir tríósins gneistandi líf í
einleiksköflum sínum og hið lýs-
andi samspil sýndi ef til vill allra
best hina miklu tilfinningu þeirra
fyrir tónlistinni og hina listrænu
ögun hjá Trio Nordica,“ segir
m.a. i Norrkabing Tidningen.
I einu stærsta dagblaði Sví-
þjóðar, Dagens Nyheter, var
jafnframt birtur dómur um
geisladisk Trio Nordica, þar sem
hann er sagður umfram allt sér-
lega heilsteyptur með hlýjum og
samstilltum hljómi.