Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 26
í 26 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ i BOKMENNTIR Lærdómsrit SIÐFRÆÐI NÍKOMAKKOSAR eftir Aristóteles. Islensk þýðing Sva- vars Hrafns Svavarssonar sem einnig ritar inngang og skýringar. Lær- dómsrit bókmenntafélagsins. Rit- stjóri: Þorsteinn Hilmarsson. Hið ís- lenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1995. Fyrra bindi 370 bls. Síðara bindi 296 bls. í UPPHAFI vil ég taka tvennt fram. Hið fyrra er að um rit af þessu tagi ætti grískulærður heimspeking- ur að skrifa. Og hitt er að ritdómur sem stendur undir nafni hlýtur að verða viðameiri og fræðilegri en svo að hann eigi heima í dagblaði. Nú hefur mér skilist að grísku- lærðir heimspekingar hér á landi séu á einn eða annan hátt bendlaðir við þetta rit og telji sig því þess vart umkomna að fjalla umn það. Þá hlýt- ur að mega vænta þess að „alvöru“ ritdómur komi í einhveiju bók- menntatímaritanna. Sjálfsagt er hins vegar að kynna þennan merka bókmenntaviðburð í dagblaði. Það tel ég mér óhætt að gera þó að leik- maður sé. Siðfræði Níkomakkosar er eitt af vinsælli og aðgengilegri ritum Arist- ótelesar og hefur haft ómæld áhrif á siðfræðilega umræðu allt fram á þennan dag, þó að meira en tvær árþúsundir séu liðnar síðan hún var rituð. Siðfræðin er sjálfsagt undir- Horfst í augu við dauðann VIST er að ekki mun öllum hugnast sýning sem nú stendur í National Museum of Photo- graphy, Film & Televisíon í Bradford á Englandi en hún ber yfirskriftina „Hin látnu“. Eins og nafnið gefur til kynna er efni sýningarinnar ljósmyndir af látnu fólki, flestar nýlegar. Astæður þess að hin látnu eru ekki lengur á meðal vor - stríð, sjúkdómar, glæpir - leika auka- hlutverk á þessari óvenjulegu sýningu, það eru jarðneskar leif- ar sem eru í aðalhlutverki. Ljósmyndirnar eru eftir 28 ljósmyndara frá ýmsum löndum og nálgast þeir viðfangsefnið á afar ólikan hátt. í umfjöllun um ___MYNPLIST G a 11 e rí Sævars Karls/ Ásmundarsalur INNSETNING Arni Ingólfsson Gallerí Sævars Karls: Opið virka daga á verslunartíma til 26. okt. Ásmundarsalur: Opið alla daga kl. 14-18 til 29. okt. LISTAMENN hafa oft gripið til þess ráðs að sýna á fleiri en einum stað samtímis til að geta sýnt áhorf- endum tvær ólíkar hliðar í listsköpun sinni, eða ná fram einhverjum þeim áherslumun, sem þeim þykir miklu skipta fyrir listsköpun sína. í tveim- ur litlum sýningarsölum í miðborg- inni standa nú yfir sýningar á verk- um Árna Ingólfssonar, þar sem hið síðarnefnda virðist meginástæðan fyrir skiptingunni; annars vegar eru efnistökin mjúk, allt að því ljóðræn, en hins vegar er harkan og ögrunin í fyrirrúmi. I báðum tilvikum eru þó sömu vopnin, göndlar úr ýmsum efnum, í öndvegi innsetninganna. Gallerí Sævars Karls Sýninguna hér nefnir Árni „Þrír Ondvegisrit um siðfræði stöðurit í heimspeki- kennslu. Hún er hollt lestrarefni öllum þeim sem láta sig siðfræðileg málefni varða. Það er því ekki vonum seinna að hún kemur fyrir sjónir lesenda í íslensk- um búningi, enda hefur hún fyrir löngu verið þýdd á aðrar menning- artungur. íslensk /)ýðing úr frummáli áþessu mikla verki er hins vegar ekk- ert áhlaupaverk. I eftir- mála'má lesa að Svavar hafi starfað að þýðing- unni frá árinu 1989. Þýðandi ritar um 80 bls. inngang fremst í bók. Þar er rakinn æviferill Aristótelesar, greint frá ritverkum hans, fjallað um meginhugtök og kenningar og að lokum er stutt yfir- lit um helstu drætti í siðfræði hans. Þessi inngangur er hinn vandaðasti og ritaður af þekkingu og ná- kvæmni fræðimannsins. Nokkuð er hann kannski harður undir tönn á stundum og því ekki fljótlesinn. Þá tekur við kafli sem nefnist Skýringar við Siðfræði Níkomakkosar, um 100 bls. í raun er þetta miklu meira en skýr- ingar. Höfundur reifar umijöllun Aristótelesar bók fyrir bók, útlistar og gagnrýnir. Að þessu loknu kemur sjálf þýð- ingin. Og hafi maður lesið vandlega það sem fram að þessu er ritað er hann vel undir það búinn að takast á við sjálft verkið. Siðfræði Níkomakk- osar skiptist í tíu bæk- ur. En slík skipting tíðkaðist í fomum rit- um. Hver bók er í nokkrum tölusett- um köflum og hefur hver kafli feng- ið sérstaka fyrirsögn. Siðfræðikenningar Aristótelesar ætla ég að sjálfsögðu ekki að ræða hér. Þær verða menn að lesa um sjáifir. Hér nægir að nefna að ís- lenski textinn er prýðilega iæsilegur og áferðargóður. Neðanmálsgreinar fjöldamargar bera því vitni að þýð- andinn hefur lagt sig mjög fram um sem nákvæmastar þýðingar á mikil- Svavar Hrafn Svavarsson vægum hugtökum, en af þeim er mikill fjöldi. Kostur er að grísku orðin eru jafnan tilgreind. Við fljót- lega yfirsýn virðist mér að hér sé að fínna talsvert af nýjum þýðingum hugtaka. Geysimikið er vísað í rit og ritgerðir Aristótelesarfræðinga, bæði í inngangi, skýringum og texta og er það vissulega mikið hagræði fyrir þá sem vilja sökkva sér dýpra í fræðin. í bókarlok er atriðisorðaskrá, nafnaskrá og gagnleg greinargerð sem nefnist Um gríska stafkróka. Um það má deila hvort heppilegt hefur verið að vísa í atriðisorða- og nafnaskránni eins og hér er gert (eftir grískri útgáfu í stað blaðsíðut- als í þessu riti). Rökin fyrir því skil ég vel. Fyrir þá sem lesa saman gríska textann og þann íslenska er að því hagræði, en varla fyrir al- mennan íslenskan lesanda. Þá hefði ég kosið að sjá heimildaskrá í bókar- lok, enda þótt allar heimildir séu vendilega tilgreindar í neðanmáls- greinum. Siðfræði Níkomakkosar er eitt samfelit rit enda þótt hún sé hér prentuð í tveimur bindum. Eðlilegra hefði mér því þótt að hafa samfellt blaðsíðutal, þ. e. byrja seinna bindið á bls 371. Allur frágangur á þessu ritverki er annars sérstaklega vandaður. Prentvillur rakst ég ekki á eða önn- ur missmíði. Setjarar bókarinnar eiga sérstakt hrós skilið, því að auð- veld hefur setningin ekki verið. Sigurjón Björnsson. TVÆR mynda Max Jourdan af látnu fólki í katakombunum í Palermó. RUDOLF Schafer tók fjölda andlitsmynda í líkhúsi. sýninguna í The Independent segir m.a.: „Myndavéiin leikur undarlegan leik við lík. í stað þess að svipta þau sálinni gefur hún þeim hana. Kyrrð ljósmynd- arinnar slær á frest spurningum um hreyfingu til að ná svip sem gæti sem best verið lifandi." Myndirnar eru af löngu látnu austfirskir geitaostar", en auk þess telur hann til þijú þekkt nöfn úr listasögunni - Marinetti, E1 Greco og Lissitsky - og bætir þannig við annarri þrenniogu, sem vísar til innsetningarinnar. Eins og stundum áður fylgir Árni sýningunni úr hlaði með íburðarmiklum texta, sem eyk- ur enn á tvíræðnina: „Hér er hug- myndin efnisskreytt. Þreifanleiki sýningarinnar er til orðinn vegna hugarhrifá texta og orða. Hún er samsett af umhverfi innbyrðis ólíkra sjón- og snertihrifa, sem svo eru leidd í ákveðinn farveg fyrir tilverknað hugtaka og nafna.“ Slík orð vísa með yfirdrifnum hætti til þess hugarheims, sem má Iesa úr innsetningunni; þrír gráir göndlar úr hrágúmmí rísa úr bláu postulíni og vísa til allra átta, um- kringdir kapellu blómamynda þess sældarlífs, sem byggir á algleymi munúðarinnar. Ábendingin um þrenninguna, hvort sem er listar- innar, ostanna eða trúarinnar, verð- fólki, fullklæddum líkum í kata- kombum Palermó, af fórn- arlömbumstríðsins í Bosníu, andlitsmy ndir teknar í líkhúsi í Þýskalandi. Aðrar eru öllu óhugnanlegri; ljósmyndari fylg- ist með krufningu móður sinnar og hvernig búið er um lík henn- ar til greftrunar. „Hvers vegna ur síðan tii að bæta enn við hinn kómíska undirtón, sem þó er öðru fremur blíður, einkum þegar litið er til hinnar sýningarinnar. Þótt hér sé ekki nein stórfengleg opinberun á ferðinni, er ágætlega farið með efnið, þar sem háfleygur texti sýningarskrárinnar er punkt- urinn yfír i-ið. Ásmundarsalur Þessi sýning er meiri um sig og hörkulegri ásýndum en hin fyrri, og því er erfitt að skilja yfirskrift- ina „Bleikur veruleiki" (sem mætti túlka sem vitnisburð um mýkt) nema sem tilvísun í lit vax- og sápu- göndla, sem hér eru áberandi. Texti sýningarskrár virðist jafnmikið úr samhengi og á hinum staðnum, því hann fjallar fyrst og fremst um endurskoðun stöðu ömmunnar í sögu Rauðhettu; ekkert verkanna vísar þó tii þessa með nokkrum hætti. Þetta tengslaieysi kemur ekki í horfi ég á þessa forboðnu hluti?“ spyr blaðamaður The Independ- ent „Svo að þeir megi raska ró minni? Svo að þeir hætti að raska ró minni? Til að horfast að fullu í augu við og sætta mig fyllilega við hinar köldu stað- reyndir dauðans?“ Sýningin stendur til 7. janúar. veg fyrir að sum þeirra gefa gestum vissulega tilefni til að velta vöngum yfir þeim misvísandi ábendingum, sem þar er að finna. „Nokkur auð- veld vers úr sálmum séra Hall- gríms“ reynast einfaldlega tað, sem fær meðhöndlun helgigripa; fjöldi loftneta yfir þessu járnbúri ber vitni örvæntingarfullum tilraunum til að ná sambandi út í tómið. Sterkasta verkið hér er án efa „Ofurölvi", þar sem hörkulegir, silfraðir skór og hnífablöð vísa með beinskeyttum hætti til þess ofbeld- is, sem gjarna fylgir í kjölfarið; yfír má þenja út svarta regnhlíf líkt og vænghaf óminnishegra, sem hylur allt sem undir er. Önnur verk hér eru óræðari og ekki eins áhugaverð hvað varðar sjónræna þáttinn; til þess er mynd- efnið of kunnuglegt. Nokkur fjöldi getnaðarlima úr mismunandi efnum gegnir þar lykilhlutverki, væntan- lega sem áminning um það vald og ofbeldi, sem birtist ekki síst í mis- munun kynja eða hreinum nauðg- unum, andlegum jafnt sem líkam- legum. Þó kunnugleg séu, verða þau göndlavers seint of oft kveðin. Eiríkur Þorláksson Göndlavers Chopin-keppn- in í Varsjá 6 komnir í úrslit Varsjá. Reuter. SEX ungir píanóleikarar eru komnir í undanúrslit alþjóðlegu Frederic Chopin-píanókeppn- innar se_m nú stendur yfir í Varsjá. Úrslit keppninnar, sem staðið hefur í tæpan mánuð, verða á föstudag. Þá flytja keppendumir píanókonsert eftir Chopin auk verks með sinfóníu- hljómsveit. í undanúrslitin komust: Alexej Sultanov, 26 ára, og hinn tvítugi Rem Úrasín frá Rúss- iandi, hin 24 ára gamla Magda- lena Lisak frá Póllandi, Rika Miyatani, 24 ára Japani, Gabri- ela Montero, 19 ára bandarísk stúlka og Frakkinn Philipe Giusiano, 22 ára. Sigurvegarinn hlýtur sem svarar 1,6 milljónum ísl. kr. að launum. Þá geta þeir sem lenda í þremur efstu sætunum vænst þess að vera boðið að halda tónleika víðs vegar um heim, auk þess sem góð frammistaða í Chopin-keppninni hefur verið upphafið að glæsilegum einleik- araferli. Keppnin er haldin á fimm ára fresti. Að þessu sinni tóku 140 manns frá 33 löndum þátt í henni. Edda Bor g á Jazzbarnum JAZZSÖNGKONAN Edda Borg heldur tónleika á Jazz- bamum í kvöld ásamt hljóm- sveit sinni, en hana skipa Ástvaldur Traustason á píanó, Bjarni Sveinbjörns- son á kontra- bassa, Pétur Grétarsson á trommur og Sigurður Flosason á saxófón. Edda hefur að undanförnu sungið jazz í dúóum, tríóum og með hljómsveit sinni, þar sem uppistaða efnisskrárinnar eru þekktar jazz- og dægurlaga- perlur liðinna tíma. Þess má geta að allir meðlim- ir hljómsveitarinnar ásamt Eddu eru kennarar í Tónlistar- skóla FÍH, sem er eini jazz- skóli landsins. Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22 og er miðaverð 500 krónur. SIGURÐUR Bragason og Hjálmur Sighvatsson flytja m.a. lög eftir Sig- valda Kaldalóns á tónleik- unum í kvöld. Lög eftir Sig- valda í Borg- arneskirkju TÓNLEIKAR verða í Borgar- neskirkju í kvöld kl. 20.30. Flytjendur eru Sigurður Braga- son söngvari og Hjálmur Sig- hvatsson píanóleikari. Á efnisskránni eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Verdi, Bell- ini og fleiri. Edda Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.