Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
• Yfir eitt þúsund reyklausir vinnustaðir • Flugleiðir fyrsta reyklausa flugfélag-
ið í Evrópu • Unglingar ánetjast munn- og neftóbaki • Betra líf án tóbaks
HALLDÓRA Bjarnadóttir
er formaður Tóbaks-
varnanefndar og hefur
setið í þeim stól frá 1992,
auk þess sem hún er framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Akureyrar
og nágrennis. Þegar Halldóra tók
við formennskunni varð hún fyrsti
formaður nefndarinnar með heil-
brigðismenntun og sá fyrsti sem
starfaði daglega að tóbaksvörnum.
Halldóra vill fyrst ræða ánægju-
efnin; „Nú á fólk auðvelt með að
fínna reyklaus svæði og finnst eðli-
legt að þeim stöðum, þar sem bann-
að er að reykja, fjölgi. Þetta ýtir
undir að fólk byrji ekki að reykja
og gerir öðrum auðveldara að hætta.
Reyklausir vinnustaðir eru komnir
vel yfír þúsundið. Á vinnustöðunum
hefur því oft verið mótmælt hástöf-
um, þegar banna á reykingar, en svo
uppgötva reykingamennirnir að þeir
hafa dregið úr reykingunum og loks
hætta þeir.“
Halldóra segir einnig sérstaklega
ánægjulegt að æ fleiri flugfélög
banni nú reykingar um borð í flug-
vélum. „Flugleiðir eru í fararbroddi
að þessu leyti. Innanlandsflugið varð
reyklaust árið 1984, í fyrra varð
Evrópuflugið allt reyklaust og frá
og með 27. mars á þessu ári voru
reykingar einnig bannaðar í Amer-
íkufluginu. Flugleiðir eru því alveg
reyklaust flugfélag, hið fyrsta í Evr-
ópu, en samkvæmt tilmælum alþjóða
flugráðsins á allt flug í heiminum
að vera reyklaust í júlí á næsta ári.“
Sameiginleg stefna
Evrópuríkja
Halldóra tekur þátt í alþjóðlegu
samstarfi í tóbaksvörnum. „Á vegum
WHO, alþjóða heilbrigðismálastofn-
unarinnar, er nú unnið að verkefni
sem kallast „Tobacco Free Europe",
eða tóbakslaus Evrópa. Ég sótti
fundi vegna þessa fyrst árið 1991.
Á fundum er mótuð sameiginleg
stefna Evrópuríkjanna í tóbaksvörn-
um og við skipuleggjum árlegt átak,
sem alltaf er í tengslum við alþjpða
tóbaksvarnadaginn 31. maí. Árið
1992 yar barist fyrir reyklausum
vinnustöðum. Á því ári fengu 220
vinnustaðir hér á landi viðurkenn-
ingu fyrir að vera reyklausir, en
þann 31. maí á þessu ári voru þeir
1.018. Ég hafði sett mér það mark-
mið að reyklausir vinnustaðir yrðu
að minnsta kosti eitt þúsund árið
1996, svo þessi árangur náðist ári
fyrr en ég vonaði, Arið 1993 var
barist fyrir reyklausum sjúkastofn-
unum og í fyrra var lögð áhersla á
það við stjórnvöld hve mikilvæg
verðlagning á tóbaki er í baráttunni
gegn neyslu."
Halldóra segir að fyrir hver 10%,
sem tóbak hækki í verði, minnki
neysla þess um 3-4% og mest í
yngstu aldurshópunum. „Hátt tób-
aksverð er því virkasta tækið til að
draga úr reykingum unglinga," seg-
ir hún. „Þessi einfaldi sannleikur
virðist þó standa í stjórnvöldum, sem
láta eins og þau séu að standa vörð
um frelsi láglaunafólks til að reykja.
Hins vegar þarf að taka tóbak út
úr útreikningum á framfærsluvísi-
tölu, eða vísitölu neysluverðs. Af
öllum íslendingum eru um 25% í
virkri tóbaksneyslu og fáránlegt að
hin 75% skuli eiga að súpa seyðið
af því.“
Þegar Halldóra er innt eftir því
hvað sé neikvæðast við þróun tób-
aksnotkunar hér segir hún ýmis
teikn á lofti, en verstar séu auknar
Margt áunn-
ist, en slæm
teikn á lofti
Það hefur orðið viðhorfsbreyting til reykinga
og reykingamenn taka því ekki sem sjálf-
sögðum hlut að reykja hvar sem er og hve-
nær sem er, segir Halldóra Bjamadóttir í
samtali við Ragnhildi Sverrísdóttur. Hall-
dóra segir þó slæm teikn á lofti; auknar
reykingar unglinga.
NIKÓTÍNTYGGJÓ, ásamt plástri og úða með nikótíni, getur
hjálpað fólki að yfirvinna tóbaksfíknina.
Aðstoð við að
hætta að reykja
ÞAU lyf, sem notuð eru til að
vinna bug á fráhvarfseinkenn-
um þegar hætt er að reykja,
fást í apótekunum. Virkni
þeirra er misjöfn, en reynslan
hefur sýnt að noti fyrrverandi
reykingamenn þessi lyf geng-
ur þeim miklu betur að ráða
bug á fíkninni.
• I boði eru plástrar, tyggjó
og nefúði. Plástrarnir inni-
halda frá 5 milligrömmum upp
í 21 mg og eru hafðir á líkam-
anum í 16-24 stundir. Sem
dæmi um verð má nefna, að
pakki með 28 Nicorette plástr-
um, 15 mg og 16 klukku-
stunda, kostar 7.952 krónur í
apóteki og hver plástur því 284
krónur. Pakki með 21 plástri
frá Nicotinell, en sá plástur er
sterkari, 21 mg og er notaður
í sólarhring samfleytt, kostar
7.753 krónur í apóteki og hver
plástur því 369 krónur.
• Nicorette framleiðir einnig
nefúða og tyggjó. í nefúðanum
eru 10 mg í hverjum millilítra,
en hvert glas inniheldur 10
ml. Eitt slíkt glas kostar 2.641
krónu í apóteki, en ef keyptur
er pakki með fjórum glösum
lækkar verðið í 2.105 krónur
á hvert glas.
• Tyggjóið er til í tveimur
styrkleikum, 2 mg og 4 mg.
Pakki með 105 töflum af veik-
ara tyggjóinu kostar 2.082
krónur í apóteki og hvert
stykki því tæpar 20 krónur.
Sama magn af sterkara
tyggjóinu kostar 3.030 krónur
og hver tafla því tæpar 30
krónur.
• Þegar fólk sækir námskeið
Heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík til að hætta að
reykja fær það þau ráð að
nota nikótínlyf. Tvær reglur
gilda í raun: Áð nota nógu
mikið til að reykja ekki og að
nota lyfin nógu lengi til að
gefast ekki upp á bindindinu
þegar lyfin eru lögð til hliðar.
HAGALL, Árni Reynisson Ivfm, Túngata 5, Sími 55 1 1 110
Ævitrygging
Alþjóðlejj! Sveijjjanlejf!
Líf- tekjutjóns- ojj lífeyristryjjjjinjj
Frábær kostur fyrir
sjálfstætt starfandi fólk!
HAGALL
LÖGGILT VÁTRYGGINGAMIÐLUN
reykingar unglinga. „Það sem mér
fínnst sárast er að unglingar verða
gjarnan nikótínfíklar á að nota
munn- og neftóbak, sem ætti að
vera- búið að banna. Samkvæmt
EES-samningnum á það ekki að
vera á markaði og við ættum að
skammast okkar fyrir að draga lapp-
irnar í þessu máli. Svíar fengu einir
undanþágu frá ákvæðinu, en þar í
landi eru 800 þúsund manns háðir'
nikótíni í vör eða nef.“
Halldóra segir að munn- og nef-
tóbaksneysla sé mikið
vandamál hjá ungling-
um. „Árið 1987 voru
flutt inn 45 kíló af
munn- og neftóbaki, en
á síðasta ári tvö tonn.
Neftóbakið er gjarnan
mjög fínkoma og í tíu
gramma dós er jafn
mikið nikótín og í fímm
pökkum af Camel-
sígarettum, eða. 100
sígarettum. Þegar nef-
og munntóbak er notað,
þá gefur slímhúðin sig
smám saman og þá
skiptir fólk gjaman um
neysluform og byijar
að reykja, enda orðið
mjög háð nikótíninu."
Kaupmenn sérpanta
og dreifa sjálfir
Miðað við sölutölur Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins voru seld
rúm 1.969 kíló af sérpöntuðu neftób-
aki á síðasta ári, eða 36.472 dósir.
„Þetta er það neftóbak sem ungiing-
arnir nota, en ekki gamli mddinn
sem ÁTVR framleiðir," segir Hall-
dóra. „Það er mjög athyglisvert, að
það er eingöngu ein verslun í Reykja-
vík sem sérpantar þetta neftóbak,
en það fæst hins vegar víða, svo það
virðist sem sú verslun sjái um að
dreifa því. Landlæknir setti sig mjög
upp á móti þessum innflutningi, þeg-
ar ÁTVR var sjálft með hann og
forstjóri ÁTVR ákvað að hætta hon-
um. Þá virðast kaupmenn hins vegar
bara sérpanta og dreifa sjálfir, en
ekki veit ég hvort sú dreifing er í
samræmi við lög.“
Halldóra segir að á næsta ári
verði reyklausi dagurinn helgaður
íþróttum og listum án tóbaks. Þar
megi sannarlega taka til hendinni
og því til stuðnings nefnir hún dæmi:
„Það voru íþróttamenn sem byijuðu
að flytja fínkorna neftóbakið hingað
til lands. Hins vegar höfum við feng-
ið marga innan íþróttahreyfingar-
innar til liðs við okkur á næsta ári.
Þannig ætla handboltadómarar í 1.
og 2. deild karla og 1. deild kvenna
að vera með áletrun á dómaratreyj-
unum, þar sem segir „Betra líf án
tóbaks". Sömu sögu er að segja af
400 íþróttakennurum, 50 körfu-
boltadómurum og ég er
að skoða möguleikana
innan fótboltans og fleiri
íþróttagreina. Ég vil að
þetta slagorð verði sjálf-
sagt innan íþróttahreyf-
ingarinnar."
En reykja krakkar,
sem stunda íþróttir, ekki
síður en jafnaldrar þeirra? „Jú, það
er rétt,“ segir Halldóra, „en það eru
þó brögð að munn- og neftóbaks-
notkun hjá þeim, kannski vegna
slæmra fyrirmynda. Ég þekki dæmi
þess, að þjálfari notaði alltaf munn-
tóbak og sjö ára strákar voru komn-
ir með tyggjó í vörina til að líkjast
honum. Eg vil heilbrigt, reyklaust
íþróttafólk og hvet íþróttahetjur,
sem nota tóbak, til að íhuga hve
hræðilegt fordæmi það gefur.“
Hækkun
lágmarksaldurs
Halldóra segir að þrátt fyrir að
helmingur grunnskóla séu reyklausir
vinnustaðir og þannig fá börn og
unglingar mjög jákvæða fyrirmynd,
þá sé einnig nauðsynlegt að hækka
lágmarksaldur til tóbakskaupa. „Því
lengur sem það dregst að unglingar
kynnist tóbakinu, þeim mun ólík-
legra er að þeir verði því að bráð.
En það er ekki hægt að hafa eftirlit
með tóbakssölunni nema fá til þess
fjármagn. Tóbaksvarnanefnd hefur
eingöngu 8,9 milljónir til ráðstöfunar
á þessu ári og sú upphæð dugir
skammt. Við, sem vinnum að tóbaks-
vörnum, viljum að verslunareigend-
um verði gert að kaupa sér leyfi til
að selja tóbak og sá peningur, sem
þannig fæst í kassann, verði notaður
til að greiða fyrir eftirlitið. Gerist
menn brotlegir og selji börnum og
unglingum tóbak, þá fái þeir aðvar-
anir, en missi leyfið láti þeir sér
ekki segjast."
Halldóra segir að reglur um tób-
akssölu séu mjög und-
arlegar hér á landi.
„Þrátt fyrir að börn og
unglingar undir 16 ára
aldri megi ekki kaupa
tóbak, þá er ekki fundið
að því þótt 12 ára barn
afgreiði það. Ég vil að
aldurstakmarkið við
tóbakskaup verði 18 ár.
Þannig verður alveg
tryggt, að grunnskóla-
börn fá ekki keypt tób-
ak.“
Það er greinilegt að
Halldóru finnst sem
foreldrar mættu gjarn-
an láta tóbaksvarnir
meira til sín taka. „Ef
börn eru með tóbak í
skólunum, þá á að skýra foreldrum
þeirra frá því og krefjast þess að
þeir sjái til þess að það endurtaki
sig ekki. Þannig er ábyrgðinni varp-
að á foreldrana og þeir eiga að bera
hana. Ef engin breyting verður, þá
eiga skólastjórnendur að kalla for-
eldrana til viðtals."
Halldóra segir að skólar hafi
hylmt yfir með nemendum og talið
sig bundna trúnaði við þá. „Ég skil
ekki slíka afstöðu. Reykingar skóla-
barna á að kæfa í fæðingu, í stað
þess að foreldrar frétti af þeim eftir
að unglingurinn þeirra er orðinn
háður nikótíninu. Foreldrar þekkja
sinn ungling best og þeir vita hvern-
ig hægt er að fá þá til að hætta,
hvort best er að beita skynsamlegum
rökum, hræðsluáróðri eða skrúfa
fyrir vasapeningana. En fyrst og
fremst verða foreldrar auðvitað að
fá tækifæri til að stoppa reykingarn-
ar.“
Misskilið reykleysi
Veitingahús bjóða gestum sínum
flest upp á reyklaus svæði, en Hall-
dóra segir að oft misskilji veitinga-
menn hvernig þeir eigi að bera sig
að. „Það er ekki óalgengt að veit-
ingamenn bendi stoltir á borð innst
í salnum, sem merkt eru sem reyk-
laus. Gestirnir eiga hins vegar aldrei
að þurfa að ganga í gegnum reyk-
svæði til að komast að reyklausu
svæði.“
Halldóra segir að hún hafi oft
fengið kvartanir frá erlendum ferða-
mönnum vegna reykinga
á íslenskum veitinga-
stöðum. „Ég bendi veit-
ingamönnum gjarnan á,
að ef þeir setja ekki allt-
af öskubakka á borðin,
þá reykir fólk síður. Mér
finnst allt í lagi að reyk-
ingafólk þurfí að hafa
fyrir hlutunum og nálgast ösku-
bakka. Reykingamenn verða að taka
tillit til þeirra 75% íslendinga sem
reykja ekki. Hins vegar eru kaffihús
útungúnarstaður fyrir litla nikótín-
ista og ég þekki mjög marga, sem
treysta sér hreinlega ekki inn á
kaffihúsin vegna reykjarstybbunn-
ar.“
Fræðslan er best
Halldóra Bjarnadóttir ætlar að
halda áfram að fræða fólk um skað-
semi tóbaks. „Fræðsla er það eina
sem dugir, að minnsta kosti í góðær-
inu. Þegar syrtir á álinn þarf hins
vegar sterk tóbaksvarnalög til að
veija þann árangur sem náðst hef-
ur. Það er líka engin tilviljun að
reykingar eru nátengdar menntun
og starfí. Samkvæmt könnunum
reykir 41% þeirra sem starfa við
sjávarútveg, en 17% háskólamennt-
aðra. Það finnst varla sá læknir sem
reykir. Þeir, sem eru betur upplýstir
um skaðsemí tóbaks, taka skynsam-
legri ákvarðanir."
Halldóra
Bjarnadóttir
Hátt tóbaks-
verð virkasta
baráttutækið