Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KREPPA
L ANDBÚNAÐ ARIN S
ÞRJÁR fréttir á baksíðu Morgunblaðsins í gær varpa ljósi á
þá miklu kreppu, sem íslensk landbúnaðarstefna á við að
etja. I fyrsta lagi er greint frá því að Félag eggjaframleiðanda
hafi beint því til Ríkisspítalanna að fara eftir skráðu verði á
eggjum sem keypt eru. Samkvæmt lögfræðiáliti er félagið hefur
látið vinna er spítölunum ekki heimilt að taka lægsta tilboði í
útboði vegna innkaupa á eggjum, þar sem í ákvæðum gildandi
laga segi að enginn megi kaupa eða selja búvöru-innanlands á
öðru verði en ákveðið er af verðlagsnefnd landbúnaðarins.
Ríkisspítalarnir hafa undanfarin þrjú til fjögur ár boðið út
kaup á eggjum sem annarri matvöru og í síðasta útboði bárust
tvö tilboð um egg á verulega lægra verði en því er verðlags-
nefnd hefur ákveðið. Það er auðvitað eitt að færa má sterk rök
fyrir því að eggjaframleiðsla eigi meira sameiginlegt með iðnað-
arframleiðslu en hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu. Hitt er
auðvitað fáheyrt að lagst skuli gegn því að stofnun á borð við
Ríkisspítalana, sem kaupir inn vörur í mjög miklu magni, skuli
sækjast eftir magnafslætti með útboðum. Það eru ekki einung-
is sjálfsagðir viðskiptahættir heldur yfirlýst stefna núverandi
ríkisstjórnar.
Ef til eru framleiðendur sem eru reiðubúnir að selja egg sín
á lægra verði en verðlagsnefnd hefur ákveðið ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu. Á meðan samtök framleiðenda í landbún-
aði leggjast gegn viðskiptum af þessu tagi verður erfitt að
færa íslenskan landbúnað í nútímalegt horf.
í annarri frétt er greint frá því að 159 nýslátraðir kinda-
skrokkar hafi verið brenndir og urðaðir á Hólmavík. „Við erum
bara að vinna fyrir Ríkissjóð íslands, sem ætlar a.ð kaupa fé til
að fækka bæði sauðfé og bændum ... Þetta verður að fara í
útflutning, dýrafóður eða þá urða það,“ segir Jón Alfreðsson
kaupfélagsstjóri. Til að byija með var kjöti úr þriðja flokki farg-
að, beðið verður með ákvörðun um kjöt úr öðrum flokki og
menn halda í vonina um að kjöt úr fyrsta flokki verði hægt að
flytja út. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óskemmdu kjöti er
fargað á Islandi. Það breytir ekki því að þetta er lýsandi dæmi
um langtímaafleiðingar þess að halda uppi verði með miðstýr-
ingu í stað þess að leyfa sölu á markaðsverði.
í þriðju fréttinni kemur loks fram að landbúnaðarstefnan
dregur ekki einungis úr kaupmætti almennings vegna hins háa
verðlags. Hækkun sú sem hefur orðið á grænmeti í sumar hef-
ur vegna vísitöluáhrifa hækkað verðtryggðar skuldir lands-
manna um 2.400 krónur á hverja milljón eða samtals 72 milljónir.
Vegna þeirrar ákvörðunar að leyfa ekki innflutning á ódýr-
ara grænmeti er „tíðarfarið" dregur úr framboði hins innlenda
hafa lán fjölskyldu er skuldar til dæmis sex milljónir vegna
húsnæðiskaupa og námslána hækkað um 13.400 krónur, án efa
mun hærri upphæð en hið háa grænmetisverð hefur kostað fjöl-
skylduna á þessu sama tímabili.
Margar ástæður liggja að baki því að kaupmáttur er lægri
hér á landi en í flestum nágrannaríkjunum. Sumar þeirra eru
heimatilbúnar, líkt og ofannefnt dæmi sýnir.
TRUARLEG
MENNIN G ARARFLEIFÐ
BJÖRN BJARNASON menntamálaráðherra sagði við upphaf
kirkjuþings í fyrradag, að mikilvægt væri fyrir íslendinga
að leggja rækt við kaþólska menningararfleifð þjóðarinnar.
Hann varpaði fram hugmynd, hvort ekki væri rétt að koma á
fót minjasafni til að halda á lofti merku starfi klaustra í land-
inu. Hann sagði æskilegt, í tengslum við þúsund ára afmæli
kristnitöku árið 2000, að gera áætlun í samvinnu við kirkjuleg
yfirvöld um brýn verkefni sem tengdust kirkjustöðum og kirkju-
byggingum. Orðrétt sagði ráðherra:
„Sá maður, sem hefur ekki öðlast þekkingu á sögu Biblíunn-
ar eða táknum trúarinnar, fer á mis við margt í bókmenntum,
húsagerðarlist, myndlist og kvikmyndum. Sækir á hugann, hvort
ekki sé ástæða fyrir kirkjuna að auka upplýsingamiðlun um
þessa lykla að leyndardómum margra stórbrotinna listaverka.
Til þess mætti nota þann miðil, sem ríkið rekur til að leggja
rækt við menningararfinn, Ríkisútvarpið..."
Undir þessi orð skal tekið. Kristnitakan árið þúsund hefur
öðru fremur mótað menningarlega arfleifð þjóðarinnar. Klaustr-
in og biskupsstólarnir voru nánast einu menntasetur og skólar
þjóðarinnar í kaþólskum sið og lögðu drjúgan skerf til íslenzkra
bókmennta. Mörg fegurstu verk í bókmenntum, byggingarlist,
myndlist og tónlist heimsins eru byggð á biblíulegum og/eða
trúarlegum grunni. Kirkjan, ríkið og þjóðin þurfa að sameinast
um að varðveita, viðhalda og auka við sameiginlega menningar-
lega arfleifð sína og bakgrunn.
Dómur Evrópudómstólsins í jafnréttismáli veldur fjaðrafoki
Ahrif á íslenzka jafn-
réttislöggjöf umdeild
DÓMUR Evrópudómstólsins,
um að ekki megi taka kon-
ur sjálfkrafa fram yfir
jafnhæfa karla í störfum
hjá hinu opinbera til að uppfylla svo-
kallaðan kynjakvóta, hefur valdið
ijaðrafoki innan Evrópusambandsins,
þar sem hann er talinn stefna fram-
kvæmd jafnréttisáætlana sambands-
ins í hættu. Dómurinn gæti jafnframt
haft áhrif hér á landi og í Noregi,
enda hafa ísland og Noregur sam-
þykkt þá tilskipun Evrópusambands-
ins, sem dómstóllinn dæmdi eftir. Það
er þó umdeilt hversu víðtæk þau áhrif
gætu orðið.
Forsaga málsins er sú að opinber
starfsmaður í þýzka sambandslandinu
Bremen, Eckhard Kalanke að nafni,
sótti um stöðuhækkun í skrúðgarða-
deild Bremen-borgar. Hann fékk hins
vegar ekki stöðuna, heldur vinnufélagi
hans, Heike Glissman, sem metin var
jafnhæf. Glissman fékk stöðuna sam-
kvæmt lögum sem kveða á um að í
atvinnugreinum, þar sem konur eru í
minnihluta, eigi að taka þær fram
yfir karla við ráðningar ef um tvo
jafnhæfa einstaklinga er að ræða og
konur eru í minnihluta í viðkomandi
starfsstétt, launaflokki eða starfs-
þrepi innan viðkomandi opinberrar
stofnunar.
Kalanke kærði niðurstöðuna til at-
vinnudómstóls, sem komst að þeirri
niðurstöðu að lög Bremen um kynjak-
vóta og forgang kvenna til opinberra
starfa brytu ekki í bága við þýzk lög.
Málinu var hins vegar vísað til Evr-
ópudómstólsins til að fá úr því skorið
hvort lögin stæðust samkvæmt Evr-
ópurétti.
Undantekningarákvæði
túlkuð þröngt
Evrópudómstóllinn vitnar í úrskurði
sínum til tilskipunar 76/207/EBE,
sem fjallar um jafnrétti kynjanna á
vinnumarkaði, og kemst að þeirri nið-
urstöðu að grein 2(1) í tilskipuninni
leyfi enga mismunun á grundvelli
kynferðis, hvorki beint né óbeint. Hins
vegar kveði grein 2(4) í tilskipuninni
á um að leyfa megi aðgerðir, sem
virðast vera mismunun, en séu til
þess fallnar að draga úr misrétti, sem
tíðkist í raun. Þess vegna leyfi tilskip-
unin t.d. ákvæði í löggjöf aðildarríkja
Evrópusambandsins, sem miði að því
að bæta aðgang kvenna að atvinnu,
þar á meðal möguleika þeirra á stöðu-
hækkun.
Dómstóllinn vísar í þessu sambandi
til þeirrar skoðunar ráðherraráðs sam-
bandsins að lagaákvæði um jafnrétti,
sem veiti einstaklingum sama rétt, séu
ekki nægjanleg til að koma á jafn-
rétti í raun og aðgerða sé þörf af
hálfu stjórnvalda og aðila vinnumark-
aðarins til að vinna gegn fordómum
í garð kvenna, sem eigi meðal annars
rætur í félagslegum viðhorfum.
Þrátt fyrir þetta telur Evrópudóm-
stóllinn að með ákvæðinu í grein 2(4)
sé verið að víkja einstaklingsbundnum
réttindum til hliðar og sem slíkt verði
að túlka ákvæðið þröngt. „Reglur ein-
stakra ríkja, sem tryggja --------
konum algeran og skilyrð-
islausan forgang við skipun
í stöðu eða stöðuhækkun
ganga lengra en svo að þær
tryggi aðeins jöfn tækifæri
og fara út fyrir takmörk
undantekningarinnar í grein 2(4) í
tilskipuninni," segir dómstóllinn.
„Jafnframt, að svo miklu leyti sem
það miðar að því að konur og karlar
eigi jafnmarga fulltrúa á öllum starfs-
þrepum og gráðum innan deildar, set-
ur slíkt kerfi í stað jafnra tækifæra
niðurstöðuna, sem ekki er hægt að
ná nema með því að sjá til þess að
allir hafi jöfn tækifæri."
Niðurstaða Evrópudómstólsins er
því sú að áðurnefnd jafnréttistilskipun
Dómur Evrópudómstólsins í jafnréttismáli kann að
hafa áhrif hér á landi, en deilt er um hve mikil þau
verði, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Dómurinn
hefur vakið reiði hjá kvennahreyfingum í Evrópu.
Reuter
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN er eingöngu skipaður körlum og telja
ýmsir það hafa haft áhrif á niðurstöðu hans.
ísland hefur
samþykkt
jafnréttistil-
skipun ESB
útiloki reglur aðildarríkja ESB, „sem
veiti konum sjálfvirkan forgang í
greinum, þar sem þær eru færri en
karlar, þ.e. að þær séu ekki a.m.k.
helmingur starfsliðs í einstökum
launaflokkum í viðkomandi starfs-
hópi, eða í starfsþrepum, sem kveðið
er á um í skipuriti viðkomandi stofn-
unar.“
Framkvæmdasljórnin óttast
víðtækar afleiðingar
Dómurinn hefur valdið miklum deil-
um á vettvangi Evrópusambandsins.
Padraig Flynn, sem fer með jafnréttis-
mál í framkvæmdastjórn ESB, segir
að niðurstaðan veki upp flóknar
spurningar hvað varðar svokallaða
jákvæða mismunun kynjanna, þ.e.
þegar konum er veittur sérstakur for-
gangur til að flýta fyrir því að þær
standi jafnfætis körlum, en ákvæði
um slíkt eru í jafnréttisáætlun Evr-
ópusambandsins. Framkvæmdastjór-
inn segir í yfirlýsingu, sem hann sendi
frá sér, að framkvæmdastjórnin hafí
alltaf lagt áherziu á jákvæðar aðgerð-
ir til að bæta stöðu kvenna og bendir
á að framkvæmdastjórnin hafi talið
að reglur landsstjórnarinnar í Bremen
stæðust jafnréttistilskipun ESB vegna
undantekningarákvæðanna í grein
2(4). Framkvæmdastjórinn segist
munu kanna rækilega hvaða mögu-
leikar séu nú í stöðunni og hvaða
áhrif dómurinn hafí á jafnréttisáætl-
unina.
Talsmaður Flynns sagði í gær að
framkvæmdastjórnin liti svo á að
dómurinn myndi hafa víðtækar afleið-
ingar. Mismunandi skoðanir eru þó
uppi innan framkvæmdastjórnarinn-
ar; þannig telur ónafngreindur sér-
fræðingur hennar í jafnréttislögum,
sem Reuíers-fréttastofan ræddi við,
-------- að löggjöf Bremen, sem
Evrópudómstóllinn telur
ekki standast evrópskar
reglur, sé óvenjustíf að því
leyti að hún leggi stjórn-
völdum skýra og sjálfvirka
skyldu á herðar að yeita
konum forgang umfram karla. Ýmis
önnur löggjöf í aðildarríkjum ESB,
sem veiti konum forgang, sé sveigj-
anlegri og því gæti dómurinn haft
takmörkuð áhrif.
Reiði hjá kvennahreyfingum
Niðurstaða dómstólsins hefur vakið
mikla reiði hjá evrópskum kvenna-
hreyfingum, ekki sízt vegna þess að
Evrópudómstóllinn er eingöngu skip-
aður körlum. „Þetta vekur spurningar
um það hvort stofnun eins og dóm-
stóllinn í Lúxemborg, þar sem engar
konur eiga sæti, getur í raun talizt
lögmæt," segir Cristina Alberdi, fé-
lagsmálaráðherra Spánar og forseti
félagsmálaráðherraráðs ESB.
Dómstóllinn hefur jafnframt verið
gagnrýndur fyrir að fylgja bókstaf
laganna en ekki anda þeirra, enda
hefur löggjöf ESB um áratugaskeið
tekið mikið mið af réttindum kvenna.
Kvennahreyfingar á írlandi, Spáni
og í Portúgal, þar sem jafnrétti kynj-
anna hefur átt lengra í land en í
ýmsum öðrum Evrópuríkjum, hafa
til dæmis litið á aðild að sambandinu
sem mikilvægt tæki í jafnréttisbar-
áttunni. Þrýstihópur kvenna í Evrópu
(European Women’s Lobby, EWL)
lagði í gær til að sérstökum kafla
um jafnrétti og konur yrði bætt inn
í stofnsáttmála Evrópusambandsins
á ríkjaráðstefnu sambandsins á
næsta ári.
„Það er greinilegt að núverandi
löggjöf sambandsins nægir ekki til
að veija konur. Ef við fáum ekki
traustan stjórnarskrárgrunn undir
jafnréttið, sem gerir ráð fyrir aðgerð-
um til að bæta stöðu kvenna, munu
konur nota kosningarétt sinn til að
hindra frekari samrunaþróun í Evr-
ópu,“ segir Anne Taylor, forseti EWL.
Fram hafa komið kröfur um að
jafnréttistilskipun ESB verði breytt
og vildi talsmaður Flynns í gær ekki
útiloka að það yrði gert.
Ahrif á jafnréttislög og
úrskurði kærunefndar
ísland hefur, líkt og önnur EFTA-
ríki sem eiga aðild að samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, sam-
þykkt jafnréttistilskipun Evrópusam-
bandsins. Jafnframt hefur ---------
ísland skuldbundið sig til
að taka mið af dómum
Evrópudómstólsins, sem
gengu áður en EES-samn-
ingurinn var undirritaður.
Miðað við þá fSi«endu
EES-samningsins að sameiginlegar
reglur séu túlkaðar og framkvæmdar
með sama hætti á öllu efnahagssvæð-
inu verður að líta svo á að dómur
Evrópudómstólsins hafi áhrif á fram-
kvæmd íslenzkrar löggjafar um jafn-
réttismál, ef hún brýtur í bága við
reglur ESB.
Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræð-
ingur Vinnuveitendasambandsins, tel-
ur að þessi áhrif hljóti að verða mik-
il. Hrafnhildur bendir í fyrsta lagi á
3. grein jafnréttislaga, en þar segir-
„Hverá kyns mismunun eftir kynferði
er óheimil. Þó teljast sérstakar tíma-
bundnar aðgerðir, sem ætlaðar eru
til að bæta stöðu kvenna til að koma
á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna,
ekki ganga gegn lögum þessum."
Hrafnhildur bendir á að Hæstiréttur
hafi í máli Helgu Kress gegn mennta-
málaráðuneytinu vegna ráðningar í
lektorsstöðu úrskurðað að séu kona
jafnt að starfi komnar og karlmaður,
sem sækir um það á móti henni, skuli
veita konunni starfið, enda séu fáar
konur á starfssviðinu. Kærunefnd
jafnréttismála hafi viðhaft sömu túlk-
un. „Ég sé ekki betur en að þetta sé
sjálfvirk framkvæmd. Konan á að fá
starfið, ef umsækjendurnir eru jafn-
hæfir,“ segir Hrafnhildur.
Hún bendir jafnframt á að kæru-
nefnd jafnréttismála hafi vitnað í og
byggt á dómum Evrópudómstólsins,
þar á meðal nýlegum dómum. „Kæru-
nefnd hefur lagt dómana beint til
grundvallar, sem er að vísu dálítið
sérkennilegt," segii' Hrafnhildur. „Ég
heid þess vegna að það sé óhætt að
fullyrða að þessi dómur hafi bein áhrif
á réttarframkvæmd hér á landi og
útiloki þá túlkunarreglu, sem kæru-
nefnd hefur lagt til grundvallar í úr-
skurðum sínum.“
Fjallar um tilteknar,
afgerandi reglur
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur
Skrifstofu jafnréttismála, er ekki á
sama máli og Hrafnhildur. „Mér
finnst augljóst að þessi dómur fjallar
um þessar tilteknu reglur, sem eru
þess eðlis að þær heimila aðeins for-
gang kvenna, þar sem konur eru í
minnihluta, en ekki forgang karla
þar sem þeir eru í minnihluta," segir
Brynhildur. „Mismununin felst í þess-
um einhliða reglum, en ekki í því í
sjálfu sér að veita því kyni forgang,
sem er í minnihluta.“
Hún segir að jafnréttistilskipun
ESB geri beinlínis ráð fyrir sérað-
gerðum, og í dómnum komi það fram.
„Þetta eru mjög afgerandi reglur í
Bremen, sem taka einungis til
kvenna og í því felst mismununin,"
segir Brynhildur.
Hún segir að 3. grein íslenzku
jafnréttislaganna kveði á um tíma-
bundnar séraðgerðir til að bæta stöðu
kvenna, sem hafi í raun aldrei verið
beitt. Þá hafi túlkun kærunefndar
jafnréttismála verið sú, að þegar tveir
jafnhæfir einstaklingar sækja um
starf, sé rétt að veita því kyninu for-
gang, sem er í minnihluta í starfs-
greininni. „I okkar rétti, eins og
kærunefndin beitir lögunum, gildir
þetta því á báða bóga og það finnst
mér vera aðalmálið," segir Brynhild-
ur.
Hörð viðbrögð í Noregi
í Noregi hafa viðbrögð við dómnum
verið hörð. Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra segist ekki trúa því
að dómurinn fái að hafa áhrif á jafn-
---------- réttisstefnu ESB. „Ekkert
Norðurlandanna getur
samþykkt þessa túlkun og
ég tel að tillögur muni
koma fram um að breyta
tilskipuninni. Þetta er úr
sér gengin löggjöf og á eft-
tímanum,“ segir forsætisráðherr-
Anne Lise Ryel, umboðsmaður
Noregi, segir einnig
Bókstaf lag-
anna fylgt
en ekki
andanum?
4
ir
ann.
jafnréttismála
í Dagbladet í gær að breyti ESB ekki
tilskipunum sínum verði Norðmenn
að breyta lögum sínum um kynja-
kvóta.
Líklegt er að dómur Evrópudóm-
stólsins gæti haft meiri áhrif í Noregi
en hér vegna þess að í norskum lögum
eru skýrari ákvæði um kynjakvóta og
. forgang kvenna en í íslenzkri jafnrétt-
islöggjöf.
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 33
Louis Farrakhan og gangan mikla í Washington
Farrakhans og fylgismanna hans en gangan
í Washington sýnir samt aukinn skilning
blökkumanna á því, að það mun enginn verða
til að hjálpa þeim nema þeir sjálfir
FARRAKHAN þrumaði yfir göngumönnum í hálfa þriðju klukku-
stund og skoraði á þá að treysta á sjálfa sig.
Endurspeglar
ástandið meðal
blökkumanna
Flestir hafa andúð á hatursfullum áróðri
TALIÐ er, að um hálf milljón blökkumanna hafi tekið þátt í
göngunni en Farrakhan stefndi að því hún yrði sú fjölmennasta ^
í Washington fyrr og síðar. Það hefur líklega ekki tekist því að
um 600.000 manns mótmæltu Vietnamstríðinu á sínum tíma.
Washington. The Daily Telegraph.
HUNDRUÐ þúsunda blökkumanna
hlýddu á mánudag kalli „kynþátta-
hatarans“ Louis Farrakhan og tóku
þátt í „Milljón manna göngu hans í
Washington. Hvers vegna er spurning
sem margir hafa spurt sig og einnig
hvers konar samtök „Þjóð íslams“ er
en Farrakhan er leiðtogi þeirra.
Hvítir eftirlétu svörtum athyglina
og götur höfuðborgar Bandaríkjanna
á mánudag. Fá hvít andlit sáust í
göngunni, en einn þeirra sem slóst í
hópinn var blaðamaður The Daily
Telegraph, sem sagðist ekki hafa
fundið fyrir neinni óvild í sinn garð
af göngumönnum. „Hegðun flestra
mannanna var til mikillar fyrirmynd-
ar er þeir nálguðust ræðupallinn til
að heyra í ræðumönnum, sem voru
sumir hveijir alteknir af hatri og
lýðskrumi. Verstir þeirra... voru Farr-
akhan, sem krefst heimaiands
blökkumanna, Benjamin Chavis, sem
var rekinn úr stærstu baráttusamtök-
um svartra fyrir misferli, og „prófess-
or“ Leonard Jeffries, sem
kennir nemendum sínum í
New York að gyðingar hafi
rekið þrælaverslunina.“
í dagblöðum á vinstri-
kantinum, svo sem The
New York Times og Washington Post
benda fræðimenn á hinn mikla mun
sem er á þeim aðskilnaðartón sem
einkenndi gönguna á mánudag, og
þeirri viðleitni Martins Luthers Kings
að höfða til allra í þekktustu ræðu
sinni: „Eg á mér draum“, sem hann
hélt fyrir 32 árum.
Vaxandi aðskilnaður?
Hvítir Bandaríkjamenn eru ringl-
aðir og niðurdregnir vegna sýknu-
dómsins yfir O.J. Simpson, sem þeir
telja flestir að sé sekur um tvö morð.
Þeir velta nú fyrir sér hvort dómurinn
sé til marks um það hversu mikið beri
á milli hvítra og svartra. Hvort þjóðin
sé komin aftur á byijunarreit, aftur
til þess tíma er aðskilnaðarstefnan var
enn við lýði í Bandaríkjunum?
Túlka má þann mikla fjölda sem
sótti fundinn á ótal vegu. Blaðamaður
The Daily Telegraph telur þó ekki að
um allsheijar stuðningsyfirlýsingu við
Farrakhan sé að ræða. Greinilegt sé
að tóm hafí myndast í forystuliði
bandarískra blökkumanna. Nú sé eng-
inn King í fararbroddi. Jesse Jackson,
sem hefur í tvígang sóst eftir útnefn-
ingu Demókrataflokksins til forseta
hafí í raun gefíst upp, upplausn sé í
Framfarasamtökum blökkumanna
(NAACP) og sjálfur sé Farrakhan allt
of umdeildur til að geta tekist slíkt
hlutverk á hendur.
Æ fleiri svertingjar hafa flutt í
miðstéttar- og úthverfín og það hefur
orðið til þess að ástandið hefur versn-
að hjá þeim sem eftir sitja. Atvinnu-
leysi eykst, glæpum fjölgar og íbúar
svertingjahverfanna verða æ háðari
velferðarkerfinu. Einn af hveijum
þremur blökkumönnum á þrítugsaldri
er ýmist í fangelsi, nýkominn þaðan
eða á skilorði. I Washington er þetta
hlutfall líklega um 50%. Þegar svo
stór hópur blökkumanna safnast sam-
an eins og á mánudag, hættir hvítum
mönnum til að líta á það sem merki
um herskáa aðskilnaðar-
stefnu. Það er misskilning-
ur, hinn mikli fjöldi er til
marks um að bandarískir
blökkumenn gera sér grein
fyrir hversu slæmt ástandið
er og að vandamálin verða ekki leyst
fyrir þá.
Víggirt klaustur
Höfuðstöðvar „Þjóðar íslams“ í
Chicago minna helst á víggirt klaust-
ur og þar ræður Farrakhan ríkjum,
líkastur munki og glæpamanni í
senn. Hann leggur mikið upp úr
glæsilegum fatnaði, gullbrydduðum
silkifötum og glansskóm, og svo er
einnig um lærisveina hans þótt lita-
gleðin sé ekki sú sama. Konurnar í
söfnuðinum vita hvar þeirra staður
er og þegar þær eru ekki í eldhúsinu
eða svefnherberginu, þá klæðast þær
næstum eins og nunnur. Yfir öllu
ríkir mikill agi, engin eiturlyf, ekk-
ert áfengi og aðhald í kynferðismál-
um.
Louis Eugene Walcott eins og
Farrakhan heitir réttu nafni er 62
ára gamall. Hann gekk til liðs við
Malcolm X og „Þjóð íslams" 1955
og varð brátt yfirmaður 7. Moskunn-
ar í Harlem. Þegar svo Malcolm X
yfirgaf „Þjóð íslams" tók Farrakhan
við og stýrði hatursherferðinni gegn
fyrirrennara sínum.
Hatrið í fyrirrúmi
Ekki er vitað hvaða þátt Farrak-
han átti í morðinu á Malcolm X.
Hann neitar að hafa skipað fyrir um
það en viðurkennir þó að hafa alið
á hatrinu, sem leiddi til þess.
Hatrið er sérgrein Farrakhans.
Ummæli hans um þá, sem hann seg-
ir kúga blökkumenn, eru yfirgengi-
leg og andúð hans á gyðingum sýnir
að margra mati, að hann sé ekki
heill á geði. Hann lætur sig ekki
muna um að halda því fram, að rík-
ir gyðingar hafi fjármagnað Hitler
og Helförina á hendur þeim trú-
bræðrum sínum, sem minna áttu
undir sér. Ætla mætti áf öllum fyr-
irganginum, að „Þjóð íslmas“ væri
stór samtök en svo er þó ekki miðað
við félagafjöldann. Hann
er líklega fáir tugir þús-
unda og því er í raun um
að ræða jaðarsamtök í
samfélagi bandarískra
blökkumanna. Einmitt
þess vegna vekur það mörgum ugg,
að Farrakhan skuli vera kominn í
sviðsljósið á landsmælikvarða.
Hyldýpisgjá
W. E. B. Du Bois, kennari og bar-
áttumaður fyrir réttindum blökku-
manna, sagði um síðustu aldamót,
að vandamál 20. aldarinnar yrði sam-
búð kynþáttanna og hann hafði rétt
fyrir sér í þvi. Blökkumenn í Banda-
ríkjunum hafa barist fyrir réttindum
sínum og ekki verður annað sagt en
þeim hafi orðið vel ágengt gagnvart
löggjafanum. Réttarhöldin í máli O.J.
Simpsons og ólík viðbrögð svartra
manna og hvítra sýna hins vegar, að
breytingin er mest á yfírborðinu og
í ráun er hyldýpisgjá á milli kynþátt-
anna.
Earl Graves, útgefandi tímaritsins
Black Enterprise, er dæmigerður,
svartur millistéttarmaður og í grein,
sem hann skrifaði í júlí sl. um stöðu
blökkumanna í Bandaríkjunum segir
hann, að þeir geti nú eins og hvítir
menn útskrifast frá Yale og Harvard.
Þeir geta hins vegar ekki, segir hann,
„útskrifast frá sínum svarta hörunds-
lit“.
Hvítir menn tortryggja blökku-
menn og sjá oft í þeim hugsanlegan
afbrotamann. Því miður sýna tölur,
að sá ótti er ekki ástæðulaus. Eins
og áður segir hefur um þriðjungur
ungra blökkumanna komist í kast við
lögin og þeim hefur fjölgað mikið frá
1985 þegar þessi tala var 23%. Meira
en 60% þeirra, sem eru handteknir
fyrir innbrot, eru blökkumenn þótt
þeir séu ekki nema 12-13% af lands-
mönnum.
Samfélagshrun
Ástandið í mörgum hverfum
biökkumanna í stórborgunum er
skelfilegt. Þar þrífast varla verslanir
eða önnur þjónustustarfsemi vegna
óaldarinnar og yfír að líta er eins og
styijöld hafi geisað. Sam-
félagið er í upplausn eins
og sést kannski best á því,
að áætlað er, að aðeins
eitt svart barn af hveijum
fimm alist upp hjá föður
og móður. Ofan á allt þetta bætist
síðan, að fólki af asískum uppruna,
Kóreumönnum, Víetnömum og fleiri,
hefur fjölgað í Bandaríkjunum og
þessum hópum vegnar betur en
blökkumönnum. Þeir eiga því ekki
aðeins undir högg að sækja gagnvart
hvítum, heldur finnst þeir vera orðnir
síðastir í langri lest.
Blökkumenn í Bandaríkjunum hafa
mátt sæta margs konar kúgun í gegn-
um aldirnar en þeir hafa líka lent inni
í þeim vítahring að kenna öðrum,
þ.e. hvítum mönnum, um flest, sem
miður fer. Á undanförnum árum hafa
þó augu margra þeirra opnast fyrir
því, að svona getur þetta ekki gengið
lengur, þegar ailt komi til alls þá
muni enginn hjálpa þeim nema þeir
sjálfir. Þótt margt í fari Farrakhans
og fylgismanna hans sé lítt huggulegt
þá var gangan í Washington sl. mánu-
dag að sumu leyti til marks um þenn-
an nýja skilning.
Tómarúm í
forystu
blökkumanna
Djúpgjá
á milli
kynþátta