Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 39
AÐSEIMDAR GREINAR
Þarna treystir Bjöm um of á
gleymsku og vanþekkingu almenn-
ings.
Ríkisstjórn Hermanns Jónasson-
ar hafði það á stefnuskrá sinni
1956, að með hliðsjón af breyttum
aðstæðum og yfirlýsingum um að
eigi skuli vera erlendur her á Is-
landi á friðartímum skuli Banda-
ríkjaher hverfa úr landi en íslend-
ingar taka við gæslu og viðhaldi
varnarmannvirkja - „þó ekki hern-
aðarstörf'.
Á hliðstæðum nótum var um-
ræðugrundvöllur sá, sem ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar sam-
þykkti á ríkisstjórnarfundi 21. mars
1974 og Einar Ágústsson utanrík-
isráðherra kynnti á fundi í Was-
hington 8.-9. apríl 1974, þ.e. að
herinn færi í áföngum en íslending-
Herhugmyndir Björns
falla að litlum íhalds-
flokkum, segir Hannes
Jónsson, sem hér skrif-
ar um „tveggja stoða
öryggisstefnu“.
ar tækju við gæslu og viðhaldi
varnarmannvirkjanna.
Á þessum gæslusveitum og ís-
landsher Björns er grundvallar-
munur og hrein fölsun að leggja
þær að jöfnu.
Tveggja stoða öryggisstefna
Áratugum saman höfum við rek-
ið tveggja stoða öryggisstefnu.
Önnur er varnarsamstarf við
Bandaríkin síðan 1941, hin aðild
að Nato síðan 1949. Þetta er skyn-
samleg stefna, sem hefur sannað
gildi sitt.
Við þurfum þó ekki að frjósa
fastir í gömlum formum. Varnar-
samstarfið við Bandaríkin hefur
tekið breytingum í áranna rás og
á eftir að breytast. Nato er einnig
í þróun og mun breytast með
breyttum tímum og varnarþörfum.
I friðsælum heimi nægði okkur
vafalítið að byggja eigið öryggi á
diplómatisku aðferðinni, efna til og
viðhalda friðsamlegum samskipt-
um við önnur ríki, setja traust ökk-
ar á alþjóðalög, milliríkjasamstarf
og Nato-aðild án hersetu.
Hins vegar er viðurkennt, að við
gæslu eigin öryggis þurfi ríki að
taka tillit til öryggishagsmuna ná-
granna sinna. Síðan 1941 höfum
við verið á bandarísku öryggis-
svæði, og ólíklegt er að á því verði
breyting í bráð. Vegna öryggis-
hagsmuna Bandaríkjanna hefur
varnarliðið verið hér síðan 1951.
Vegna byltingar í öryggismálum
Evrópu eftir lok kalda stríðsins og
upplausn Varsjárbandalagsins og
aðildarríkja þess, hafa Bandaríkja-
menn lýst áhuga á að minnka
varnarumsvif sín í Evrópu, þ. á
m. hér á íslandi. Þessum áhuga
þeirra gætum við mætt með því
að bjóðast tii að annast gæslu og
viðhald varnarmannvirkjanna fyrir
þá með þeirra tækjum og á þeirra
kostnað, ef þeir hverfa úr landi.
Varnarliðssveitir „Northern Vik-
ing“ gætu komið í varnarmannvirk-
in árlega til 1—2 vikna æfinga.
Með þessu móti mættum við stefnu
Bandaríkjanna um sparnað í herút-
gjöldum en nægjanlegum öryggis-
viðbúnaði. Skapist hættuástand á
það sér jafnan nokkurn aðdrag-
anda. Þann tíma mætti nota til að
endurmanna varnarstöðvarnar, ef
okkur og Bandaríkjamönnum þætti
þörf á því.
Það er með hugmyndir af þessu
tagi, ekki hugmyndir Bjöms um
íslandsher, sem við þurfum að
mæta til endurskoðunarviðræðna á
betlisamningi Jóns Baldvins frá 4.
janúar 1994, sem framundan eru.
Höfundur er fyrrvemndi sendi-
herra.
Samanlagt viðhald á
íbúðarhúsnæði þarf að
—
vera, að mati Ola Þ.
Þórðarsonar, frádrátt-
arbært frá skatti.
dyrum. Þó ætla ég hér að varpa
fram hugmynd, nýrri en gamalli
þó, sem ég held að ein sér gæti
skipt sköpum í þessum efnum.
Gerum viðhald íbúðarhúsnæðis frá-
dráttarbært frá skatti, eða a.m.k.
mikinn hluta þess. Ég er sannfærð-
ur um að engin ein aðgerð hefði
meiri áhrif gegn landflótta og at-
vinnuleysi en einmitt sú að menn
sjái sér hag í því að láta lagfæra
hús sín og kaupi til þess þjónustu
fagfólks. Árangur aðgerðar sem
þessarar myndi víða koma fram.
Atvinna ykist, skattskil bötnuð, þar
sem stórlega drægi úr svokallaðri
„svartri vinnu“ við viðhald hús-
eigna og allt þetta aflaði ríkissjóði
tekna í formi beinna skatta og virð-
isaukaskatts af efni og þjónustu
verktaka á móti þeim tekjumissi
sem til kæmi þegar húseigendur
fara að tíunda þetta allt með
skattframtölum sínum. Eðlilegt
er að gera mjög ákveðnar kröfur
um form fylgiskjala sem fylgja
þyrfti frádráttaryfirliti með
skattskýrslu, þ. á m. að reikning-
ar séu númeraðir og formlegir
og greinilega komi fram hvað
gert er. Þetta gæti þá kannski
um leið bætt viðskiptasiðferði í
landinu og væri það góður „auka-
bónus“ með öllu hinu.
Nú kann einhver að minna á að
í gildi sé reglugerð nr. 499 frá
1990, með síðari breytingum, um
endurgreiðslu á virðisaukaskatti af
vinnu manna við íbúðarhúsnæði.
Hún er góðra gjalda verð og hefur
áreiðanlega haft talsvert að segja,
en kemur ekki nema að hluta til
að gagni í þvf sem ég hef hér reynt
að benda á. Reyndar held ég að
margir hafi ekki hugmynd um
þessa ágætu reglugerð, en það er
annað mál.
Niðurstaða mín og orðsending
til ykkar er því: Leggið nú þegar
á yfirstandandi haustþingi fram
frumvarp þess efnis að sannanlegt
viðhald á íbúðarhúsnæði verði frá-
dráttarbært frá skatti. Flýtið gildis-
töku eins og mögulegt er, því mik-
ið er í húfi. Atvinnulausir bíða eft-
ir aðgerðum nú þegar. Fólk í land-
flóttahugleiðingum gæti eygt hér
á ný bjartsýnisljós. Orðsendingin
til ykkar er því afar áríðandi. Eitt-
hvað þarf að gerast strax. Ef þetta
verður gert er ég viss um að upp-
skeran verður aukin atvinna, minni
landflótti og auknar tekjur í ríkis-
sjóð þegar allt er talið. Síðast en
ekki síst fást betri hús fyrir þá sem
í þeim búa og fallegri á að líta
þeim sem framhjá fara, hvort sem
það erum við sjálf eða erlendir
ferðamenn sem við viljum að héðan
fari með jákvæða ímynd af landi
og þjóð.
Góðir þingmenn og ráðherrar.
Megi ykkur vel farnast í því
ábyrgðarhlutverki að sigla þjóðar-
skútunni milli skers og báru í
flóknu „kröfuhafi" nútimans, með
áhöfn sem stundum er dálítið óstýr-
ilát, enda að miklu leyti komin af
Norðmönnum á níundu öld sem þá
fundu sína „smugu“ hér á landi
þegar þeir sættu sig ekki við at-
vinnuástandið heima fyrir. Harald-
ur kóngur fýrsti, hinn hárfagri, var
heldur áreiðanlega ekkert á því að
leyfa mönnum að draga eitthvað
frá skatti, hann vildi sitt, hvað sem
tautaði eða raulaði, en það var nú
þá.
Höfundur er framkvæm das tjóri
Umferðarráðs.
- kjarni málsins!
BIENFAIT TOTAL 10 ML
vítamínfyllt dagkrem.
MAQUIMAT 15 ML
- andlUsfarði.
SNYRTITASKA.
Kvnnum Poeme nýja LANCÖME ilminn
Þessi kaupauki fæst eingöngu í neðantöldum verslunum frá fimmtudegi til laugardags.
Kaupaukinn fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir frá LANCÖME , þar af 50 ml krukka af einhverju
eftirtalinna krema: Primordiale, Rénergie, Nutriforce, Niosome+ eða Hydrative.
Smart,
Hólmagarði 2, Keflavík, sími 421 5415
Apótek Egilsstaða
Laugarási 18, Egilsstöðum, sími 471 1273
Gjafa- og snyrtivörubúðin,
Suðurveri, sími 581 3235
LANCÖME
Glæsilegur kaupaukil