Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Trúarbragðamismunun í grunnskólum? SÚ VAR tíðin að það var refsi- vert að hafa aðra trú en þá sem rík- ið bauð. Árið 1874 gaf kóngurinn í Kaupmannahöfn okkur stjórnarskrá þar sem kveðið var á um trúfrelsi sem þó var mjög takmarkað. Menn máttu trúa öðru en því sem þjóð- kirkjan kenndi en urðu engu að síð- ur að fjármagna kirkjuna, hún ein safnaða naut verndar og fjárfram- laga frá ríkinu. Árið 1915 var mönn- um gefinn kostur á aðjgreiða safnað- argjöld til Háskóla Islands í stað kirkjunnar, eða til annarra safnaða. Nú munu u.þ.b. 8% þjóðarinnar nýta sér það. En kirkjan fær auk safnað- argjalda hundruð milljóna úr rikis- sjóði sem allir greiða í, hvar sem þeir standa í trúmálum. Þetta mis- rétti er leifar af kúgun sem viðg- ekkst á síðmiðöldum og meirihluti þjóðarinnar er andvígur, ef marka má skoðanakannanir. Fólk vill skilj- anlega ráða því sjálft hveiju það trúir og hvort það styður tiltekin \ trúfélög en ekki láta ríkið þvinga sig til að styðja stærsta trúfélagið, ríkiskirkjuna. Trúarbragðamisrétti þetta teygir anga sína inn í grunnskólann, sem ber að veija 1-2 kennslustundum í viku öll 10 skólaárin í kristin fræði. Miklu af tímanum á að veija til að kenna ýmislegt úr Biblíunni eins og það væri staðreyndir — eða heilagur sannleikur. Þar er lítið dulbúin inn- ræting á lútersk-evangelískri guðs- trú. Nemendur eiga að „skilja" og „skynja" eitt og annað á þann eina hátt sem er kirkjunni þóknanlegur. Siðfræði á kristnum brauðfótum Auk þessara kristnu fræða ber skólanum að kenna siðfræði og um önnur trúarbrögð. Gallinn er bæði sá að siðfræðin fær lítið pláss fyrir biblíufræðunum og byggir auk þess á kristnum forsendum - þú skalt ekki gera þetta því að Guð og Jesús vilja það ekki - þú skalt haga þér svona vegna þess að það stendur í Bibl- íunni. Mér er til efs að, slík siðfræði dugi þeim heittrúuðu, hvað þá öll- um þeim sem trúa því ekki að hvert orð Bibl- íunnar sé heilagur sann- leikur. Útkoman gæti orðið tvöfalt siðgæði þar sem menn segja eitt en gera annað. Fræðslu um öll önnur trúarbrögð heims hefur lítið verið sinnt. Það gildir m.a. um okkar gömlu trúar- brögð, kaþólskuna og ásatrúna. Lítið eitt hefur verið kennt um gyðing- dóm, islam, hindúisma og búddisma. Trú náttúrufólks („frumstæðra" þjóða) og guðleysi á borð við taó- isma, atheisma og húmanisma hefur naumast verið nefnt. Meiri áhersla hefur verið lögð á sérkenni trúar- bragða en á það sem er þeim sameig- inlegt. Ef stuðia á að friði og gagn- kvæmum skilningi í heiminum væri nær að leggja höfuðáherslu á hið sammannlega í menningu og trú og skoða sérkennin í ljósi þess. Þó mik- ill meirihluti íslendinga sé í þjóð- kirkjunni trúa fáir því sem sú sama kirkja vill að þeir trúþ ef marka má könnun á trúarlífi Islendinga. Ef rýnt er í kristinfræðistefnuna í Að- alnámskrá grunnskóla frá 1989 má ætla að innan við fjórðungur þjóðar- innar myndi samþykkja hana. Náms- gögnin í grunnskólunum byggja á og boða svipaða stefnu. Það er til marks um takmarkað fylgi við hana að talsverður hluti kennarastéttar- innar hefur naumast treyst sér til að kenna námsefnið, þrátt fyrir að kennaraefni fái dijúg- an skammt af kristin- fræði í Kennaraháskól- anum. Algengt er að kennarar og skóla- stjórar ákveði að nota kennslútíma sem ætl- aður er til kristinfræði til þess að kenna eitt- hvað annað sem þeir treysta sér að standa við og telja vera gagn- legra fyrir nemendur. Sú kristinfræði sem kennd var fyrir 1975 og mín kynslóð fékk var töluvert í ætt við bókmenntakennslu. Við vorum látin lesa sögur úr Biblíunni og kennarar hlýddu okkur yfir og töluðu um merkingu þeirra. Við kynntumst Bibiíunni rétt eins og við kynntumst síðar íslendingasögunum og þurft- um ekki endilega að trúa því sem þar stóð. Það er mikið vitnað bæði í Biblíuna og Islendingasögur í dag- legu máli og békmenntum. Við treystum menningarlegar rætur okkar með því að lesa þessar gömlu bókmenntir, en þurfum að hafa frelsi til að efast um allt sem þar stend- ur. Mér skilst að Félag móðurmáls- kennara hafí um daginn verið að biðja um kristinfræði af þessu tagi - þ.e. bókmenntaiðkun þar sem efi og ímyndunarafl blómstra. Skóli fyrir alla? Grunnskólinn á að vera skóli fyrir alla, enda er öllum börnum skylt að sækja hann. Þar er leitast við að kenna og iðka einungis það sem all- ir geta sætt sig við. Foreldrar geta fengið undanþágu frá því að börn þeirra sæki kennslu sem brýtur í bága við trúar- eða siðferðisvitund þeirra. Enn sem komið er nýta fáir Þó mikill meiríhluti ís- lendinga sé í þjóðkirkj- unni, segir Þorvaldur T5---7----------------- Orn Arnason, trúa fáir því sem sú sama kirkja vill að þeir trúi. sér þennan rétt sem gæti bæði staf- að af umburðarlyndi eða kæruleysi í trúmálum og einnig því að skólinn hefur ekki fylgt kristinfræðistefn- unni út í æsar. Ég hef heyrt að það séu helst kaþólikkar, aðventistar og vottar Jehóva sem taki börn sín úr kristinfræðitímum en einnig fólk sem ekki trúir á Guð. Börn þessi eiga ekki rétt á neinu í staðinn og geta þurft að bíða úti á gangi með- an hinum eru kennd þjóðkirkjufræð- in. Þetta vandamál er vel þekkt í Noregi, en samkvæmt reglum þar í landi ber að tryggja börnum sem ekki sækja kristinfræðitíma kennslu við þeirra hæfi. Menn kalla það „livs- synsfag" og hefur verið gefið út töluvert námsefni af því tagi. Þar er áhersla á siðfræði sem byggir á heimspeki en ekki trú og einnig óhlutdræg trúarbragðafræði. Þetta undanþágukerfi gengur illa upp, því á tímum sparnaðar vilja sveitarfélög komast hjá því að halda uppi sér- stakri kennslu fyrir fáa nemendur í hveijum skóla, — sem að vísu fer fjölgandi. í Noregi hallast æ fleiri að því að „lífsstefnufagið" eigi að vera fyrir alla og koma í stað kristin- fræðanna. Kirkjan gæti svo kennt sjálf sitt fagnaðarerindi þeim sem það vildu. Nýlega hefur stjórnskipuð nefnd, kennd við Erling Pettersen, gengið þvert á þann vilja og leggur Þorvaldur Orn Árnason til að kristinfræðin verði efld og gleypi „livssynsfaget". Þeir sem vilja trúfrelsi hafa snúist til varnar. Nú er komin út hjá Námsgagna- stofnun námsbókin Maðurinn og trú- in, eftir Gunnar J. Gunnarsson. Þar eru kynnt hugtök um trúarlíf og trúarsiði. Fróðlegir kaflar eru um gyðingdóm, kristni, islam, hindúasið og búddadóm. í lokin er gerð tilraun til að bera þessi trúarbrögð samah. Hvatt er til þess að sýna skilning og umbufðarlyndi þeim sem trúa öðruvísi en maður sjálfur og hafa ólíka siði. Með þeirri bók virðist vera stigið skref í rétta átt. Þó einskorð- ast efnið um of við vestræn og ind- versk trúarbrögð. Trú náttúrufólks er enn úti í kuldanum og guðleysi eða trúleysi er sniðgengið. Bókin Maðurinn og trúin er kynnt sem trú- arbragðafræði. Hún er tilraun til óhlutdrægrar fræðslu um mörg trú- arbrögð sem nauðsynlegt er að við þekkjum svo takast megi að halda ófriði í skefjum. Það sem þar stend- ur um kristni er í raun alveg nóg, annað kristinfræðiefni mætti að mestu missa sig. Kirkjan getur svo boðað sína trú þeim sem það vilja en ekki innan vébanda grunnskóla. Framtíðarsýn Ef skoðanafrelsi og trúfrelsi fest- ist hér í sessi hlýtur þeim að fjölga sem sætta sig ekki við þröngsýn þjóðkirkjufræði í grunnskólum. Við getum lært það af Norðmönnum að undanþáguleiðin er illfær. Við ætt- um að horfa til þeirra þjóða sem eru komnar lengra á braut trúfrelsis og hafa fyrir löngu bannað trúarlega einstefnu í opinberum skólum. Má þar nefna Breta, Hollendinga og Bandaríkjamenn. Við hljótum að stefna að því að íslenskir grunnskól- ar séu fyrir alla, hvar í (trú)flokki sem þeir standa. Við eigum að styrkja menningu okkar og lýðræði með því að ýta undir efahyggju, gagnrýni og skapandi hugsun og beinlínis banna að uppvaxandi kyn- slóðum sé innrætt að allt sem stend- ur í einni tiltekinni bók sé óumdeil- anlegur sannleikur, hvort sem sú bók heitir Biblia eða eitthvað annað. Höfundur er formaður Siðmennt- ar, félags áhugafólks um borgara- legar athafnir. Til umhugsunar fyrir efnahags og viðskiptanefnd EFTIR lesningu ijárlagafrum- varps ársins 1996 get ég því miður ekki betur séð en að ríkisstjórnin leggi til, að nú skuli endanlega gert útaf við fólk sem háa örorku hefur hlotið vegna bótaskyldra slysa. Á bls. 252 í fjárlagafrumvarpinu stendur skrifað: „Gert er ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur yerði lög- festur á komandi þingi.“ Á bls. 326 í sama frumvarpi stendur skrifað: „í öðru lagi er fyrirhugað að fjár- magnstekjur skerði tekjutengdar bætur lífeyristrygginga og ákvæð- um almannatryggingalaga verði breytt þannig að einstaklingar sem ekki hafa hirt um að greiða í lífeyris- sjóði, eftir að slíkt varð lagaskylda, fái aldrei fulla tekjutryggingu." Eftir lesningu fjárlagafrumvarps spyr ég: Sitja ekki fjórir löglærðir menn í ríkisstjórn? Starfar ekki fjöldi lögmanna í ráðuneytum við það að semja fjárlagafrumvarpið? Ætti þetta fólk sem hefur háskóla- próf í lögum ekki að vita það, að ef framangreindar fyrirhugaðar til- lögur frumvarpsins yrðu að lögum, þá yrðu forsendur allra dómsmála og löglegra gerðra bótauppgjöra vegna líkamstjóns á fólki í landinu hingað til brostnar. Skaðabætur vegna fjárhagstjóns og miska eru lífeyrir en ekki happdrættisvinning- ur. Þegar endanlegur dómur hefur gengið í skaðabótamáli eða gerður hefur verið löglegur samningur um bótauppgjör vegna líkamstjóns á milli bótaþega og bóta- greiðanda, sem í flest- um tilfellum er trygg- ingafélag, þá telst hvort tveggja lífstíðar kjarasamningur, sem ekki er hægt að rifta. Kjarasamningar þessir hljóða upp á það, að skaðabætur vegna lík- amstjóns séu að fullu greiddar þegar eftir- farandi skilyrðum hef- ur verið fullnægt: í fyrsta lagi að x höfuðstóll sé greiddur af tryggingafélagi til bótaþega sem ein- greiðsla. í öðru lagi að x hluti höfuðstóls sé ávaxtaður, eigi með lægri vöxtum en 4,5% og teljast þær fjármagns- tekjur sem höfuðstóllinn ber fullnað- argreiðsla á þeim þætti skaðabóta. Ávöxtunarskylda skal hvíla á herð- um bótaþega. I þriðja lagi að örorkulífeyrir og tekjutrygging skal greiðast með jöfnum mánaðarlegum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins til 67 ára aldurs bótaþega. Ég hef hér í höndum bótauppgjör tryggingafélags frá árinu 1990, sem reiknað var út samkvæmt 75% ör- orku á 16 ára gamalli stúlku. í plaggi þessu segir að bætur vegna þess fjárhagslega tjóns og miska er slysið olli stúlkunni séu rétt út reiknaðar kr. 15.261.400,00. Stúlk- an átti hins vegar ekki að fá þá upphæð greidda út sem höfuð- stól frá tryggingafé- lagi því að af upphæð- inni átti eftir að draga ýmislegt. í fyrsta lagi átti að draga frá 15 milljónunum verðmæti væntanlegs örorkulíf- eyris frá Trygginga- stofnun til 67 ára ald- urs bótaþega kr. 2.124.000,00. í öðru lagi verðmæti væntan- legrar tekjutryggingar frá sama aðila kr: 3.907.400,00 og í þriðja lagi var frádregið kr. 1.582.600,00 vegna skattfrelsis bótanna og vegna þess hagræðis sem bótaþegi hafí af ein- greiðslu vegna væntanlegra fjár- magnstekna. Plagg þetta sýnir svo ekki verður um villst að við uppgjör skaðabóta, hvort sem er með dómi eða samningi, þá er gert ráð fyrir að bótaþegi þyggi óskertar bætur til 67 ára aldurs frá Tryggingastofn- un og er hann sjálfur látinn greiða þær bætur fyrirfram á þann hátt að framangreindar lífeyrisupphæð- ir, sem samanlagt eru kr. 6.031,400, eru strax dregnar frá heildarupp- hæð bótanna. Þegar allt hafði verið dregið frá heildarbótum stúlkunnar, sem átti frá að draga, stóð hún Skaðabætur vegna fjár- hagstjóns og miska, segir Auður Guðjóns- dóttir, eru ekki happ- drættisvinningur. uppi með kr. 5.580,764,00 sem höf- uðstól, sem tryggingafélaginu bar að greiða henni sem eingreiðslu vegna lífstíðar tekjutaps. Þennan höfuðstól ber stúlkunni að ávaxta þannig að hún hljóti fjármagnstekj- ur. Ef rétt er að farið þá verða bætur hennar við 67 ára aldur orðn- ar kr. 15.261,400,00, þ.e. höfuð- stóll, fjármagnstekjur og óskertar lífeyrisbætur frá Tryggirigastofnun. Telst þá fyrst bótamálinu að fullu lokið. Samkvæmt ofansögðu er ljóst að skaðabætur eru gerðar upp á þeim forsendum að bótaþegar hagnist af íjármagnstekjum, enda er það ástæða þess hversu lágan höfuðstól tryggingafélag greiðir bótaþega. Það er einnig ljóst að sömu bótaþeg- ar eiga peninga inni hjá Trygginga- stofnun, sem eru alls óviðkomandi fjármagnstekjueign þeirra. Yfirvöld geta því ekki íagt skatt á fjármagns- tekjur, sem vaxa af höfuðstól slys- askaðabóta, né skert bætur frá Auður Guðjónsdóttir Tryggingastofnun til þess fólks, sem lent hefur í bótaskyldum slysum, því fjármagnstekjurnar og bæturnar eru hluti skaðabóta og bannað er með lögum að skattleggja skaða- bætur. Ég er gáttuð á vanþekkingu þessa löglærða fólks, á lögum, sem skóp fjárlagafrumvarpið og sannar það sem fyrr, að því verri eru heim- skra manna ráð, því fleiri koma saman. Hvað varðar skerðingu á tekju- tryggingu þess fólks, sem ekki hef- ur hirt um að greiða í lífeyrissjóði, þá vil ég benda á að ýmsar aðrar ástæður en vanræksla geta legið að baki þess að fólk greiði ekki í lífeyrissjóði. Hvað framangreinda stúlku varðar, þá var hún 16 ára er hún hlaut háa varanlega örorku. Hún hafði þá verið skólastúlka frá 6 ára aldri og hafði að sjálfsögðu ekki haft tækifæri til að greiða í lífeyrissjóði. íslendingar eru að tapa sjálfum sér vegna siðblindu. Engu máli skiptir lengur hvort fólk fær að halda reisn. Eg vona að þeir, sem nú leggja til byltingu gegn öryrkj- um, lendi ekki í því að þeirra eigin bylting éti þá sjálfa. Mér segir svo hugur að tillögur ríkisstjómar um byltingu gegn öryrkjum eigi eftir að velkjast lengi fyrir nefndum Al- þingis. Ég vil því biðja nefndarmenn efnahags og viðskiptanefndar Al- þingis, sem fer með málefni ljár- magnstekjuskattsins, og nefndar- menn heilbrigðis- og trygginga- nefndar, sem fer með málefni Tryggingarstofnunar, að skoða vel það sem ég hef hér fram fært áður og ef til lagasetningar kæmi, svo að þjóðin þurfi ekki að standa uppi með enn ein lögin, sem ófriður ríkir um. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.