Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 19.10.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 41 - - AÐSENDAR GREINAR Spítalahald í heimahúsi austur á Síðu í upphafi aldar Leiðrétting við minningabók Bjarni Jónsson héraðslæknir. ALLNOKKRU áður en leiðréttingaskrif við sagnfræði- og minningarit komust í móð, hafði ég einsett mér að rita slík skrif, en hefur dregist úr hömlu þar til nú, þeg- ar fordæmi tveggja heiðursmanna er til uppörvunar. Sannast sagna eru slík skrif leiðinleg skylda þeim, sem þurfa að inna þau af hendi, en má þó ekki undan víkjast, svo að sögulegt mis- hermi festi ekki ræt- ur. Tilefnið er það, að fyrir tveimur árum kom út hjá Forlaginu bókin: Karólína - Líf og list Karólínu Lár- usdóttur listmálara, skráð af Jónínu Mic- haelsdóttur. Bók þessa fékk kona mín í jólagjöf og líkaði okkur hún í alla staði vel, þótti fróðleg og skemmtileg og íjallaði um líflegt og áhuga- vert fólk. Frá því var þó einu sinni brugðið með klausu á blaðsíðu 60, sem hljóðar svo: „Amma talaði yfir- leitt lítið um sjálfá sig, en hún sagði mér stundum frá einu og einu atviki úr bernsku sinni. Þar á meðal þegar þýskt skip strand- aði rétt framan við Vík og skip- brotsmenn kól illa eftir að hafa legið úti. Faðir hennar kom upp spítala á heimili sínu og kallað var á lækna í sýslunni sem skáru burtu skemmdar tær og fætur. Þetta hafði mikil áhrif á ömmu. Faðir hennar var heiðraður með orðu frá þýskum yfirvöldum fyrir að hafa bjargað lífi mannanna.“ Faðir sá, sem hér um ræðir, var Guðlaugur Guðmundsson, sýslu- maður Vestur-Skaftafellssýslu 1891-1904, með aðsetur að Kirkjubæjarklaustri á Síðu, og jafnframt þingmaður kjördæmis- ins. Hér er sitthvað með ólíkindum. Héraðslæknum bar bein og milli- liðalaus skylda til að sinna sjúkra- og slysatilvikum. Svo einstætt sem það hefði verið, að læknar legðu heimili sýslumanns undir slíkar Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður. aðgerðir - ég minnist einskis dæmis um slíkt - hefði verið fyllsta tilefni fyrir höfundinn að kanna heimildir um atvikið nánar. Enda hefðu þá aðrar stað- reyndir komið í ljós, einkum sú að spítalinn var haldinn á Breiða- bólstað, heimili hér- aðslæknisins Bjarna Jenssonar og konu hans Sigríðar Jóns- dóttur. Kunnáttumönnum um héraðið ber saman um, að hér geti ekki verið öðru atviki til að dreifa en strandi þýska togarans Fri- edrich Albert frá Gee- stemunde 19. janúar 1903 á Svínafellsfjöru í Öræfum, æði langt frá Vík en um leið öll- um mannabyggðum. Tólf manna áhöfnin komst öll í land, en ellefu daga hrakning- ar á Skeiðarársandi tóku líf þriggja. Af þeim níu, sem komust til bæja, töldust fjórir ferðafærir, en fimm hafði kalið illa. Voru þeir fluttir til læknis- ins á Breiðabólstað. Sýnt var, að miklar skurðlækning- ar voru fyrir höndum, og sendu „sýslumaðurinn í Skaptafellssýslu og hjeraðslæknirinn í Síðuhjeraði" eftir Þorgrími Þórðarsyni, héraðs- lækni í Hornafjarðarhéraði „að operera hina kölnu skipbrots- menn“, svo sem hann orðaði það sjálfur. Var hann skarpur skerari, en Bjarni talinn góður græðari. Sem starfsbræður í samliggjandi héruðum veittu þeir liðsinni eða hlupu í skarðið hvor fyrir annan, eftir því sem á stóð. Bar skýrslum þeirra læknanna saman um góðan árangur aðgerðanna, og hið sama kom í ljós við læknisskoðanir í Leith og Bremerhaven og kallað „wunderschön gemacht.“ Taldi Vilmundur landlæknir hlut Breiða- bólstaðar „ekki lítinn“ í saman- burði við skýrslur um Borgarspít- alann í Kaupmannahöfn, og hafði orð á, að skilyrði stórra sjúkrahúsa til smitgátar væru þrátt fyrir allt e.t.v. ekki hin bestu. LÆKNISSETRIÐ á Breiðabólstað Bjarni Bragi Jónsson telur að missagnir hafi slæðst inn af þýzkum togara sem strandaði í byrjun aldarinnar í Svínafells- öru á Öræfum. Meðan á skurðaðgerðum stóð, lögðu prestar héraðsins og sýslu- maður lið við þær, og var að því ýjað, að prestar þættu kjörnir til að svæfa, en sýslumaður hafi ver- ið „hafður til vika“ og fengið að „halda fótunum". Svo vel vildi til, að Bjarni hafði látið byggja rúm- gott læknissetur árið 1900. Mjög þrengdi þó að sjálfsögðu að, þegar taka þurfti við fimm mönnum til græðslu og hjúkrunar og allrar annarrar umönnunar, láta ekkert skorta á hreinlæti og annast mikla sótthreinsun. Mæddi það mest á Sigríði húsfreyju og Guðríði systur hennar og ljósmóður, en fyrir voru fjögur ung börn í heimili. Stóð svo fram í maí eða um fjóra mánuði af erfiðasta tíma ársins til allra aðfanga. Eftirmál þessara atburða urðu þau, að læknamir Bjarni og Þorgrímur og Guðlaugur sýslu- maður hlutu prússnesku arnarorð- una, en Guðríður viðurkenningar- skjal og bijóstnælu setta gimstein- um. Vantaði þá að dómi Vilmund- ar orðu á brjóst Sigríðar ömmu. Ekki þykir mér minna um vert, að Bjarni afi skrifaðist lengi á við einhverja af skipbrotsmönnum, en hann var var afar góður málamað- ur og dómtúlkur á ýmsar tungur. Svo vill til, að þessi saga var rifjuð upp fyrir nokkrum árum, þegar gullskipsleitarmenn komu niður á togara þennan, að því er talið var. Helstu ritaðar heimildir um atburðinn eru ritið Lækningar og saga eftir Vilmund Jónsson, landlækni (bls. 680-683) og rit- gerð Ingólfs Bjarnasonar í bókinni Faðir minn - læknirinn, kafli um Bjarna Jensson (bls.9-28), þar sem hann styðst við rit Vilmundar auk persónulegra minninga, en hann varð þriggja ára um það er sögu þessari lauk. Ólöf, móðir mín, sem þá var sjö ára, hafði að sjálfsögðu enn skýrari minningar um atburð- inn, sem hafði djúp áhrif á alla fjölskylduna. Þess má minnast, að þessi tvö yngri börnin voru löngum inni hjá sjúklingunum þeim til augnayndis og hugarhægðar. Móður minni gramdist síðar að^- heyra haft eftir Guðlaugi sýslu- manni, að hann hafí „drifið upp spítala“, sem foreldrar hennar hafi gert, hvað svo sem þessi orð hans áttu að merkja. Þessar heimildir eru ritaðar af læknum og málinu lýst frá þeirra sjónarhóli. Þær eru því ekki líkleg- ar til að gera hlut annarra mikinn, og gætir meira að segja nokkurrar kímni í garð hjálparmanna. Er því bæði rétt og skylt að reyna að gefa betri og jákvæðari sýn yfír hlut Guðlaugs sýslumanns í að- * gerðunum. Heimildir lýsa honum sem afburða framtakssömum og dugmiklum embættismanni og þingmanni. Því má telja líklegt, að við fyrstu fréttir af slysinu hafi hann tekið forystu um flutn- ing skipbrotsmanna til læknis, og fyrir liggur, að hann átti hlut að því að kalla Þorgrím lækni til. í framhaldi af því er líklegt, að hann hafi stutt spítalahaldið með ráðum og dáð, svo sem hann var af lífi og sál í sjálfum aðgerðunum, og gæti það skýrt orð hans um að drífa upp spítala. Eitthvað hefur uppákoman kostað, og voru fáir líklegri til að útvega fé til þess en et sýslumaður. Loks er líklegt, að undir hann hafi heyrt að annast brottflutning skipbrotsmanna, þangað sem útgerðin tók við þeim. Gæti nálægð fjölskyldunnar við ■ allt það umstang og sárindi hafa skolast til milli kynslóða og magn- ast upp í þá aifsögn, að spítala hafí verið komið upp á heimilinu. Umsýsla af þess konar tagi mun hafa orðið til þess, að sýslumaður verðskuldaði orðu að dómi þýskra^ stjórnvalda. Þessar getgátur þykja sjálfsagt vafasöm sagnfræði, en ég hef ekki heimildir um störf sýslumanns undir höndum og hef að svo stöddu ekki tök á að grafa þær upp. Hins vegar er mér umhugað að láta Guðlaug sýslumann njóta vafans í túlkun þekktra heimilda og tengja atriðin saman af skilningi og velvilja, og umfram allt að skilja við þá heiðursmenn sátta. Nóg var að gert til þess, að allir, sem við sögu komu, hefðu sóma af. Höfuadur er hagfræðingur Rosenthal Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki _ pegor þíí «r!.«r gjíí Í7) '&A C\ iOúeríyXs Verð við Clllra hxfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Nezeril’ losar um nefstíflur Nezeril" er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu t nefslímhúö, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezerif notaö sem stuðningsmeðferð við miöeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril* verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eölilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseðli með lyfinu. £3&89l Grœnt Nezeril® ffyrir ung böm 1* rnxna och barn ** Blátt Nezeril® ffyrir ffulloröna Bleikt Nezeril® ffyrir böm Nezeriffæst iapotekinu ApóteH Nezeril* (oxymetazotin) ©r tyf sem losar nefstfflur af völdum kvefs Verkun kemur ftjótt og varir I 6-8 klst. Aukavorkanir: Staöbundin erting kemur fyrir VarúA: Ekki er ráölagt aö taka lyfiö ottar en 3svar á dag né lengur en 10 daga I senn Aö ðörum kostí er hætta á myndun tyfjatengdrar nefslimhimnubófgu. Nezerii á ekki aö nota viö ofnæmtsbólgum I nefi eöa langvarandi nefstfflu af öörum toga nema I samráði vlö lækni. Leitiö til læknis ef ifkamshitt er hærri en 38,5° C lengur en 3 daga. Ef mikill verkur er til staöar. t.d. eyrnaverkur. ber eínnig aö leita læknis. Skömmtun: Skömmtun er einstakllngsbundin. Lesiö leiöbeiningar sem fylgja hverrí pakkningu lyfsins Umboö og dreifíng: Pharmaco hf. ASTKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.