Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 43
GUÐRUN SIGRIÐUR
OTTÓSDÓTTIR
+ Guðrún Sigríð-
ur Ottósdóttir
fæddist í Reykjavík
16. mars 1937. Hún
lést á heimili sínu í
Skógarlöndum utan
við Houston-borg í
Texas aðfaranótt 4.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ottó
J. Ólafsson fulltrúi
og kona hans,
Borghildur Ólafs-
dóttir, sem lengst
af bjuggu í Sörla-
skjóli 12. Guðrún,
eða Susta eins og vinir hennar
kölluðu hana, var í miðið af
þremur systrum, Heba eldri og
Kristin yngri.
I ársbyrjun 1956 hitti hún
eftirlifandi eiginmann sinn, Ól-
af Árna Ásgeirsson í brúðkaupi
systur sinnar, Hebu, þá verk-
fræðistúdent, seinna verkfræð-
ing og nú ræðismann íslands í
Houston. Þeim varð þriggja
barna auðið. Þau eru: Otto, f.
1957, Ásgeir, f. 1959, og Guð-
rún, f. 1961.
I upphafi árs
1966 réðst hún til
Tollgæslunnar sem
ein af fjórum fyrstu
tollfreyjum þeirrar
stofnunar. I árs-
byijun 1967 flutti
Guðrún ásamt
eiginmanni og
börnum til langdv-
alar í Bandaríkjun-
um. Þar stundaði
hún skrifstofu- og
viðskiptastörf jafn-
framt störfum
heima við, þar til
heilsubrestur gerði vart við sig
1979. Það var svo haustið 1993
að veikindin tóku yfirhöndina.
Bálför Guðrúnar fór fram 6.
október og minningarathöfnin
var haldin sama dag í The
Woodlands Community Pres-
byterian Church að viðstöddum
vinum hennar.
Guðrún lætur eftir sig eigin-
mann, tvo syni, tvær tengda-
dætur, fjögur bamabörn og
dótturina Guðrúnu.
ÞEGAR okkur barst sú fregn að
okkar kæra vinkona Guðrún Sigríður
Ottósdóttir, Susta eins og hún var
alltaf kölluð, hefði látist á heimili
sínu í Texas setti okkur hljóðar. Hún
hafði átt við erfiðan sjúkdóm að
glíma til nokkurra ára. Við eigum
erfítt með að sætta okkur við að
læknavísindin hafi enn ekki fundið
lækningu við vágestinum, krabba-
meini, sem hefur iagt alltof marga
að velli langt um aldur fram. Hún
barðist við veikindi sín, með stuðn-
ingi eiginmanns síns og barna, af
aðdáunarverðum kjarki. Við bijótum
heilann um það hvaðan fólki berst
sá styrkur, sem þarf til þess að
standast það álag, sem slík veikindi
leggja á fjölskylduna. Samheldni og
ást þeirra, skilningur á tilgangi lífs-
ins og trúin á Guð hefur án efa ver-
ið þeirra stærsta hjálp.
Æskuvinátta er ein sterkasta vin-
átta í lífshlaupi manns. Við sem
vorum svo lánssamar að halda og
hlúa að slíkri vináttu við Sustu erum
ríkari fyrir bragðið.
Æskuheimili Sustu var okkur allt-
af opið. Dansað var í fínu stofunni,
á nýja teppinu, borðaðar heimsins
bestu heimabakaðar súkkulaðitertur
og hjónabandssælur með ískaldri
mjólk frá Geir í Hlíð. Þó að Bogga,
mamma hennar Sustu, hefði í mörg
önnur horn að líta, með Kristínu
nýfædda og Hebu á táningsaldri,
nutum við ósjaldan góðra ráða henn-
ar og uppörvunar um það hvernig
við ættum að vera til fara og hvern-
ig við ættum að haga okkur, þegar
við vorum að fara á dansæfingar í
Gaggó Aust. eða annað merkilegt.
Susta hlaut í arf bestu eiginleika
foreldra sinna. Hún naut þess alla
tíð að gera sér og öðrum dagamun
og var miðpunkturinn í okkar félags-
skap. Hún var hrein og bein, sagði
óhikað sína meiningu en var aldrei
ósanngjörn. Eftir gagnfræðapróf
hélt Susta til Bretlands til náms í
verslunarfræðum og síðar til náms
í hússtjórnarfræðum í Danmörku.
Mesta hamingjustund Sustu var
þegar hún kynntist eftirlifandi eig-
inmanni sínum Ólafi Árna Ásgeirs-
syni, sem við köllum alltaf Adda, í
brúðkaupi Hebu systur sinnar. Varla
er hægt að hugsa sér rómantískari
vettvang til að kynnast tilvonandi
lífsförunaut sínum en í brúðkaupi.
Eftir að þau giftu sig héldu þau til
Þýskalands þar sem Addi lauk verk-
fræðinámi í Bonn. Eftir heimkomuna
starfaði hann meðal annars sem
byggingarfuiltrúi í Garðahreppi sem
nú er Garðabær. Svo skemmtilega
sagði Susta okkur vinkonunum frá
því þegar hún var að hjálpa Adda
við að mæla út Flatirnar, að það
vakti áhuga okkar á þessu „nýja“
sveitarfélagi, þannig að í dag búum
við þijár úr saumaklúbbnum í
Garðabæ. Fyrir þrjátíu árum voru
Addi og Susta búin að festa sér lóð
á Flötunum, en aldrei varð meira
úr framkvæmdum, þar sem þau tóku
þá ákvörðun á þessum tíma að flytj-
ast til Bandaríkjanna. Þessi ákvörð-
un kom okkur vinkonunum ekki
beint á óvart. Susta leit, strax sem
unglingur, til Bandaríkjanna með
stjörnur í augum. Hún ætiaði sér
alltaf að flytja þangað - seinna - þar
sem frændi bjó. En frændi í Ameríku
(föðurbróðir hennar) var eitt af því
sem við öfunduðum Sustu af. Frá
honum fékk hún „bobby“ skóna og
köflóttu sportsokkana senda ásamt
ýmsu fleiru sem ekki fékkst á Is-
landi í þá daga.
Þau Addi undu sér vel vestra
bæði í leik og starfi. Þar fékk hún
útrás fyrir áhuga sinn á menningar-
legum og félagslegum þáttum. Með-
al annars æfði hún tennis af kappi
eins lengi og heilsa leyfði. Þrátt fyr-
ir að þau byggju langtímum saman
erlendis var hún alltaf hinn sami
sanni íslendingur. Trygglyndi henn-
ar var óskipt, sem kom best fram
eftir að fjarlægðin milli heimila okk-
ar varð meiri. Alltaf hélt hún. sam-
bandi við okkur og það var hátíð
þegar hún'kom til landsins og við
hittumst allar. Þá urðum við aftur
„ungar“, mikið var talað og mikið
var hlegið. Tíminn sem við höfðum
saman var alltaf of fljótur að líða.
í bréfunum hennar var uppistaðan
fréttir af Adda, börnunum þeirra
þremur og barnabörnum, eftir að
þau komu.
Verkfræðikunnátta Adda fleytti
honum vel áfram og naut hann mik-
ils heiðurs og trausts í starfi. Um
svipað leyti og sjúkdómur Sustu tók
sig upp að nýju var hann skipaður
í stöðu ræðismanns íslands í Hous-
ton í Texas. Sorglegt er að hugsa
til þess að Susta gat svo lítið tekið
þátt í þeim störfum hans, eins og
hún hefði kosið. Það hefði átt vel
við hana því hún var svo félagslynd
og mannblendin. I hvert skipti, sem
við höfðum samband, talaði Susta
um það hve hún væri þakklát hon-
um, að þrátt fyrir að vera svo störf-
um hlaðinn, hafði umönnun hans um
hana alltaf forgang.
Susta lést í faðmi fjölskyldu sinnar
á heimili sínu 4. október sl. Bálför
hennar hefur farið fram ytra. Sökn-
uður okkar er sár, en minningin um
góða vinkonu lifir. Missir Adda og
bamanna er mestur og biðjum við
góðan Guð að veita þeim styrk.
Því dauðans þökk ei viknar við,
þó vinir hylji grátna brá;
hún á hinn djúpa undrafrið,
sem engin stuna ijúfa má.
Því skal hver við sín örlög una,
en ástvin horfinn þakka og muna.
(Hulda)
Kristjana, Lilja,
Svava og Sóley.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL ÖGMUNDSSON
bifreiðastjóri
frá Sauðárkróki,
til heimilis á Skúlagötu 80,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. október kl. 13.30.
Halla Sigurðardóttir,
Hreinn Pálsson,
Elsa Pálsdóttir,
Guðmundur Guðbrandsson,
- Magnús Pálsson,
Þorbjörg Guðbrandsdóttir,
Kristfn Pálsdóttir,
Guðný Pálsdóttir,
Páll Pálsson,
Kolbrún Pálsdóttir,
Stella Kristjánsdóttir,
Edvard Lövdahl,
Sigrún Grfmsdóttir,
Ingunn Vilhjálmsdóttir,
Theódór Magnússon,
Guðjón Guðlaugsson,
Sigurður I. Svavarsson,
Agnes Hrafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra fjöl-
mörgu, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÚLI'U GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hlévangi,
Faxabraut 13,
Keflavík.
Guðfinnur Sigurvinsson,
Agnar Br. Sigurvinsson,
Bergljót Sigurvinsdóttir,
Ævar Þór Sigurvinsson,
Ástrfður H. Sigurvinsdóttir, Júlíus Gunnarsson,
Páll Br. Sigurvinsson,
Gróa Hávarðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gíslína Jóhannesdóttir,
Helga Walsh,
Sigurþór Hjartarson,
Bára Hauksdóttir,
Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför sonar míns,
ÁRNA JAKOBSSONAR.
Þóra Guðmundsdóttir.
+
Útför systur okkar,
HULDU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Eirfksbakka,
Biskupstungum,
fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 21. októþer kl. 14.00.
Ágústa Guðjónsdóttir,
Ingvar Guðjónsson.
+
Elskulegur sonur okkar, stjúpsonur,
bróðir og unnusti,
ÞRÖSTUR DANÍELSSON,
Miðvangi 16,
Hafnarfirði,
sem lést af slysförum 14. október sl.,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 20. október kl. 13.30.
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Óskar Ólafsson,
Daníel Jónsson,
Andrés Karl Sigurðsson,
Maria Elísabet Steinarsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR Þ. VALDIMARSSON,
Birkihvammi 6,
Kópavogi,
sem lést í Borgarspítalanum 11. októ-
ber, verður jarðsunginn frá Digranes-
kirkju föstudaginn 20. október kl. 13.30.
Elisabet Skaftadóttir,
Björgvin S. Vilhjálmsson, Margrét Jónsdóttir,
Valdís Þ. Vilhjálmsdóttir, Sæmundur Ingvason
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda vinsemd og samúð
við andlát og útför
KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR,
Bláhömrum 9.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
11-E á Landspítalanum.
Nanna Reneé Husted,
Dakri Irene Husted, Ingibergur Ingvarsson,
Kristín Dana Husted,
Jóhann Sigurðsson,
Garðar Jóhannsson og fjölskylda,
Jón Á. Jóhannsson og fjölskylda,
Gunnar A. Jóhannsson og fjölskylda.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HELGI SVEINBJÖRNSSON,
Urðarbraut 12,
Blönduósi,
sem andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi miðvikudaginn
11. október, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn
21. október kl. 14.00.
Helga Sigríður Lárusdóttir,
Björg Helgadóttir, Jóhann Guðmundsson,
Lárus Helgason, Sigríður K. Snorradóttir,
Ragnhildur Helgadóttir, Gestur Þórarinsson,
Erna I. Helgadóttir, Birgir Jónsson,
Sveinbirna Helgadóttir, Valdemar Friðgeirsson,
Vigdis E. Helgadóttir, Helgi Örlygsson,
afabörn og langafabarn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR
OTTÓSDÓTTUR,
Skógarlöndum,
Houston,
Texas.
Ólafur Árni Ásgeirsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Ottó Ólafsson, Virginia Bruyne,
Ásgeir Ólafsson, Diana Ramos
og barnabörn.