Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN JÓHANNESSON + Jón Jóhannes- son fæddist í Glæsibæ í Staðar- hreppi í Skagafirði 29. júní 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jó- hannesson, smiður og bóndi í Glæsibæ, og Sæunn Steins- dóttir, klæðskeri og húsfreyja. Systkini hans voru: Ragnar og Sveinn, sem báð- ir voru búsettir á Siglufirði, og Sigríður Huld sem bjó á Akur- eyrí. Þau eru öll látin. Jón kvæntist árið 1964 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Selmu Krist- iansen íþróttakenn- ara. Jón lauk námi í tré- smíði á Siglufirði en eftir erfið veik- indi söðlaði hann um og öðlaðist rétt- indi sem mynd- og handmenntakenn- ari. Við kennslu starfaði hann svo, fyrst á Laugarvatni frá 1943-1950 og síðan við Hagaskóla í Reykjavík til starfsloka. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Og því var allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu á eftir þér í sárum trega, því blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Það er mikil gæfa að eiga góða vini. v Kær vinur hefur nú kvatt okkur að sinni. Ég man fyrstu kynni mín af Jóni, þá var hann kennarí á Laug- arvatni, en Selma íþróttakennari í Melaskóla. Mikið dáðist ég að þess- um fallega manni sem var að heim- sækja Selmu. Svo byggðu þau hús- ið sitt við Tómasarhagann. Jón fór að kenna við Hagaskólann og varð fljótt ástsæll af nemendum og sam- starfsfólki, enda einstakt ljúfmenni. Hann var gæddur mörgum listræn- um hæfileikum sem nýttust honum vel í starfi og einkalífí. Þær voru skemmtilegar stundirnar þegar hann spilaði fyrir okkkur á sög eða á stóra, fallega gítarinn sinn. Nú verður tómlegt að koma í Tómasarhagann. Enginn Jón sem alltaf heilsaði mér með þessum orð- um: „Blessuð, vina mín, ætlarðu ekki að gista?“ Og söm var kveðjan þegar við komum með barnahópinn okkar, rúm fyrir alla. Alltaf var boðið upp á allt það besta sem tii var á heimilinu, leikið við bömin og dekrað við okkur og oftast lá leið okkar til þeirra hjóna þegar komið var í bæinn. Seinna, þegar börnin okkar Trú- manns þurftu að fara til Reykjavík- Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGŒtÐIR HÍTEL LOFTLtlliK ur í framhaldsnám, áttu þau vísa vist hjá Selmu og Jóni sem báru umhyggju fyrir þeim eins og bestu foreldar. Það verður aldrei fullþakk- að. Vináttan, samheldnin og um- hyggjan hefur haldist alla tíð og nú eigum við Jón yndislegan, lítinn nafna; Bimir Jón. Það vildi svo til að við Trúmann kynntumst ættingj- um Jóns lítið, en við sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Elsku Selma, mágkona mín, góður Guð varðveiti þig og styrki. Birna Frímannsdóttir. Nú er hann fóstri farinn fengin er loksins hvfldin. Dapurt er dag að þreyja en dauðinn er stundum líkn. Lít ég um öxl á líf mitt ljúft var hitta frænda áttum ótal stundir en eigi má sköpum renna. Nú er hann fóstri farinn. Jón og Selma hafa alltaf verið sjálf- sagður þáttur í lífsmynstrinu. Sveitavargurinn kom ætíð í mat eða kaffi á Tómasarhagann í bæjarferð- um og þar braut ég kristalskálamar í frumbernsku. Þangað var flutt í upphafi menntaskólaverunnar og þar bar ég inn mínar fyrstu plötur með Incredible String Band og Zappa. Jón sat og las Tímann og reykti pípuna í stólnum sínum á kvöldin á meðan ég glamraði á píanóið — alveg makalaust hvað þessi tónelski maður gat sætt sig við. Oft flugu vísur yfir borð og skagfirsku skáldin og hagyrðing- amir nutu mikillar virðingar hjá Jóni, sem einnig átti það til að læða að einni og einni fmmortri stöku. Þegar ég byijaði að hjakka á gítar, dró Jón stundum fram gamla Gib- soninn sinn og sló nokkra hljóma með mér — bergmál frá liðnum dögum þegar hann spilaði danstón- list með vinum sínum. Hann hreifst alltaf mest af lögum í moll, engin furða því mollinn höfðar til tilfinn- ingaríks fólks. Við fórum saman í Brúará og veiddum saman bleikjur og jafnvel lax þegar best lét. Þangað komu vinir, ættingjar, samstarfsmenn og annað skemmtilegt fólk. Nokkrir þeirra spiluðu badminton í Mela- skóla og þá svitnuðu nú sumir. Ég dró heim vinina og síðar kom Heidi í heimsókn frá Noregi en hún er hér enn — nær 24 árum síðar. Alltaf tók Jón á móti öllum með brosi og spaugsyrðum þegar hann leit inn í forstofuherbergið til að heilsa upp á mannskapinn. Hann LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 - sími 587 1960 átti það jafnvel til að draga upp sögina sína og spila á hana. Síðar, þegar við fluttum í kjallarann, gaf hann sér alltaf tíma til þess að fylgj- ast með okkur og dótturinni þótt við gæfum okkur ekki alltaf nógu góðan tíma til að fylgjast með hvað Jóni leið. Allan tímann var skúrinn hinn fasti samastaður. Jón smíðaði, lakk- aði og naut lífsins í félagsskap smíðatóla og efniviðar. Margir bönkuðu upp á hjá honum og fáir fóru bónleiðir til búðar þótt Jón bæri stundum lítið úr býtum fyrir ómakið. En það gerði ekkert til, ánægjan yfir því að geta gert fólki greiða var öllum efnahagslegum þörfum í lengd og bráð yfírsterkari. Við fluttum til Noregs og viti menn. Jón og Selma heimsóttu okk- ur enn. Það var gaman að geta ekið með þeim í góðum bíl, af sömu gerð og þau áttu þá, um mið-Nor- eg, til Roros og víðar. Jón hafði mjög gaman af því að aka um slóð- ir Bors Borssonar og spaugilegt þótti honum með afbrigðum að fínna þama í Noregi dal sem hét Rugldalur. Við settumst að í Borgamesi og brátt komu Jón og Selja auðvitað í heimsókn. Við þurftum að sjálf- sögðu oft að bregða okkur í bæinn og fínna ættingja og vini eftir langa dvöl erlendis. Alltaf stóð Tómasar- haginn okkur opinn og við gistum þar ófáar nætur. Heidi segir stund- um að það hafí verið allt í lagi að flytjast frá foreldmm sínum í Nor- egi því hér hafí hún eignast tvö sett af tengdaforeldrum. I jólasveislunum sátum við hin eldri og röbbuðum saman á meðan tíu til fímmtán böm mddust um þegar mest var. En jafnaðargeðið hjá Jóni brást ekki og ekki er ör- grannt um að ungu ólátabelgimir hafí snemma skynjað að ekki þarf alltaf að vera á fleygiferð til þess að gott sé að lifa.. Við fluttum í bæinn aftur og sambúðin hélst áfram en brátt kom að því að krankleiki sótti að. Jón gekkst undir mikinn uppskurð og það gekk kraftaverki næst að hann skyldi lifa hann af. Þrátt fyrir hæg- lætið var lífslöngunin þó óbuguð og áratugur leið áður en yfír lauk. Síðustu árin dró samt hægt og ró- lega af honum og krafturinn minnk- aði, þó ekki meira en svo að mán- uði fyrir andlátið sat hann á Ítalíu og kynnti sér gæði landsins. Ég kveð góðan vin og fóstra og fjölskyldan öll veit að mikils er misst. Selmu og öllum ættingjum Jóns sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Matthías Kristiansen. Stiklað á teppamunstri, myndlist og bækur á öllum veggjum, trölla- lampi á homhillu, stór negrahaus á annarri, íturvanir leirkroppar á hom- borði.útlendir minjagrpir, ekta ugla, stór radíófónn. Fullorðna fólkið að spjalla saman og Jón býður fímm- kall fyrir sönginn. Fyrstu tekjurnar. Jú, það er spilað á gítar og píanó en sög, nei með sög sagar maður. Undrandi bamsaugun horfa á mann- inn sveigja sagablaðið, munda fíðlu- bogann - og spila lag. Allt er nú hægt! Stelpan og frænkan í sólbaðs- hominu, malta og ískalt sinalco úr Amabúð. Jón í skúmum og suðið úr vélsöginni blandast suðinu í hun- angsflugunum. Fósturdóttir úlfanna í leyfí í Reykavík. Skúrinn; bílskúr fremst, verk- stæði inn af. Ilmur af hefílspónum, lími og lakki. Hvert verkfæri á sínum stað. Regla. Ríki Jóns. Unglingurinn að fara í menntó. Fylgir í kjölfar stóra bróður og fær að búa hjá Selmu og Jóni á Tómas- arhaganum. Mikið umburðarlyndi þar á bæ. Morgunn. Rumskað þegar Jón ræsir bílinn og heldur til vinnu og svo haldið áfram að sofa yfír sig. Síðdegi. Selma íhugar, Jón tottar pípu og les blaðið. Menntskælingn- um áskotnast gæðapípur til að tolla í tískunni. Matartími. Pólitískar frænkumar hafa hátt og sú yngri fellir stóradóm í austur og vestur. Framsóknar- maðurinn brosir út í annað. Kvöld. Spilafélagar í heimsókn. Stundum vantar fjórða mann og brögðin lærast með tímanum. Snún- ingar og skutl. Jóla- og sumarfrí. Selma/Jón, má ég - megum við gista? Annað heimili á íslandi. Hin síðustu ár. Ófár stundirnar i skúrnum hjá Jóni. Á nýstofnuðu heimili í gömlu húsi þarf að dytta að mörgu. Lagfæra eitt, breyta öðra og smíða nýtt. Alltaf er lista- maðurinn og kennarinn tilbúinn að hjálpa og oftar en ekki er verkinu lokið næst þegar mætt er til vinnu; „Ég er nú búinn með þetta, en viltu ekki koma inn og fá þér kaffisopa?" Hæglæti, kímni, hlýja. Myndirnar era margar og minn- ingarnar góðar. Með þakklæti, Málfríður Klara og fjölskylda. Góður drengur er genginn. Jón Jóhannesson kvaddi á hljóðlegan hátt eins og venja hans var í lifandi lífí að ganga um með hógværð hvar sem leið hans lá. Ég háfði smávegis kynni af Jóni þegar hann var ungur maður en fyrir 43 áram lágu leiðir okkar sam- an er við byggðum saman hús það, er við höfum búðið í síðan. Við byggjum húsið sjálf. Jón var lærður smiður og stjórnaði verkinu og við hin, Selma og Sigrún, konur okkar, og ég unnum eftir hans til- sögn. Þetta var glaður og starfsfús vinnuhópur, sem lauk við að gera húsið fokhelt á einu sumri. Jón var mynd- og handmennta- kennari og var vel undirbúinn undir það starf. Eftir að hafa lokið sveins- prófí í húsasmíði fór hann í Kennara- skólann og lauk þar handmennta- kennaraprófí, síðan fór hann í Hand- íðaskólann, sem var tveggja ára skóli og nam þar myndlist og handíð. Á sumrin vann hann við smíðar og afl- aði þannig fjár til skólagöngu. Ætlun hans var að fara í tækniskóla í Dan- mörku, en styijöldin og hemám Dan- merkur hindraði þá áætlun. Jón hóf kennsluferil sinn við Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Þar kenndi hann nokkur ár og vann við smíðar á sumrin. Síðan flutti hann sig til Reykjavíkur og réðst kennari að Hringbrautarskóla. Sá skóli var síðar fluttur að Hagatorgi og heitir síðan Hagaskóli. Jón var góður kennari og vel látinn bæði af nemendum og samkennurum. Hann var skyldurækinn og lagði sig fram um að standa sig vel í starfí. Að því er ég best veit var Jón aldrei forfallaður frá vinnu og mætti til kennslu hvem einasta kennsludag öll þau ár, sem hann var kennari. Jón gekk ekki heill til skógar. Þegar hann var nemandi { Héraðs- skólanum á Laugarvatni kom upp lömunarveiki og veiktist hann af henni. Þótt Jón bæri engin sýnileg merki eftir veikina náði hann sér aldrei að fullu. Þrátt fyrir það var hann ötull verkamaður með góðum afköstum og handsterkur þó að upp- handleggs- og bakvöðvar næðu ekki sínum upphaflega styrk. Fyrir tíu árum gekk Jón undir mikla skurðaðgerð. Það tókst að komast fyrir meinsemdina en þurfti að fjarlægja það mikið að hann komst aldrei til viðunandi heilsu eft- ir það og var óvinnufær síðan. Það er mikil reynsla fyrir svo vinnusam- an mann, sem Jón var, að geta ekk- ert unnið. Jón hafði komið sér upp smíðaað- stöðu við heimili sitt. Til hans leituðu margir því hann var góður smiður, hjálpsamur og greiðvikinn, en því var ekki að heilsa að hann gæti unnið að smíðum eftir uppskurðinn. En Jóni var margt til lista lagt og meðal annars stytti hann sér stundir við listmálun. Jón var dagfarsprúður maður, hann tróð engum um tær og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var ljúfur í viðmóti og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Það er tómleiki eftir brottför hans og nú spjöllum við ekki oftar saman í vinnuskúmum. Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir liðlega 40 ára samleið og send- um Selmu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Magnús Jónsson. REIMAR JOHANNES SIGURÐSSON + Reimar Jóhann- es Sigurðsson húsgagnasmíða- meistari fæddist á Brunnastig 4 í Hafnarfirði 14. marz 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ei- ríksson og Jenný Ágústsdóttir. Reim- ar var sjötti í röð- inni af ellefu systk- inum og sá fyrsti sem kveður. Systkinin eru Þor- Hinn 31. október 1970 gekk Reimar að eiga eftirlifandi konu sína, Gíslínu Jónsdóttur. Þau eignuðust einn son, Jón Ingvar, f. 26. september 1974. Einnig gekk Reimar í föður stað syni Gíslínu, Jóhanni, f. 18. júlí 1966, en kona hans er Guðný Pálsdóttir og eiga þau tvö börn, Evu Björk og Þóri. Útför Reimars stemn, Steinvör, Agúst, Garðar, Sigrún, Hafsteinn, Bergur, Gestur, Sigurður og Kolbrún. KÆRI vinur og bróðir. Þegar ég hugsa til þín núna koma upp minn- ingar frá æskuárunum þegar þú notaðir mig, smástelpu, til að æfa þig að „tjútta". Þú varst alltaf mik- ið fyrir tónlist, ekki síst þá sígildu í seinni tíð. Allar ferðirnar mínar úr bamaskólanum á verkstæðið hjá ykkur Hadda og seinna á þínu eig- in verkstæði til að láta þig skerpa skautana mína eða bara fá að hanga hjá þér. Þú kenndir mér að meta ljóðalestur og allar fallegu myndim- ar þínar sem ég horfði á þig mála. Þér var veitt sú guðsgjöf að vera listamaður og þá var það sama hvort það var á liti eða tré. Mesta gæfa lífs þíns var þegar þú kynntist Gillu og Jóa og þið byggðuð upp ykkar heimili og gleymduð aldrei fólkinu í kringum ykkur. Svo eignuðust þið Nonna fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. sem var þér svo kær. Seinna komu svo tveir litlir guilmolar inn í líf þitt, barnabörnin, en þú varst alltaf svo barngóður. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi minningin um mikinn lista- mann geymast. Góður maður er genginn. Kvikan, mjúkan bylgjubarm bið ég leggjast mér að hjarta, dðgg í auga, djúpan harm með dularhjúp um andann bjarta; hóglátt mál og brennheitt blóð, blæju af kulda um hjartans glóð. - Kraft, sem ei vill ærslast hátt né kvarta. (Einar Benendiktsson.) Elsku Gilla, Jón, Jói, Guðný, Eva og Þórir. Góður guð gefí ykkur styrk á komandi stundum. Kolbrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.