Morgunblaðið - 19.10.1995, Qupperneq 45
I
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 45
MINNINGAR
SVEINN MAR
G UÐMUNDSON
+ Sveinn Guð-
mundsson var
fæddur á Hvanná á
Jökuldal 25. nóvem-
ber 1922. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði 13. októ-
ber 1995. Foreldrar
Sveins voru Guð-
mundur Jónsson frá
Fossvöllum í Jökuls-
árhlíð, f. 1. ágúst
1899, d. 2. maí 1979,
sonur Jóns Hnefils
Jónssonar og Guð-
rúnar Björnsdóttur,
og Arnbjörg Sveins-
dóttir frá Borgar-
firði eystra, f. 26. desember 1896,
d. 20. febrúar 1929, dóttir Sveins
Bjarnasonar og Sigríðar Ama-
dóttur.
Sveinn var elstur þriggja
bræðra, næstur var Víkingur,
bóndi og bifreiðastjóri, Grænhóli,
Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, f.
29.5. 1924, og yngstur var Vign-
ir, blaðamaður, f. 6.10. 1926, d.
1974.
Uppeldisbræður Sveins, synir
Onnu Jónsdóttur fósturmóður
Sveins, seinni konu Guðmundar,
voru Sverrir Sigurjónsson, fv.
kaupmaður í Reykjavik, f. 5.5.
1920, og Rafn Siguijónsson, f.
7.6. 1925, dáinn.
Sveinn kvæntist 1949 Guðrúnu
Bjömsdóttur, f. 15.4. 1929, d. 1.9.
1971. Foreldrar hennar vom
Bjöm Jónsson landpóstur, Seyðis-
firði, f. 24.6. 1891, d. 4.7. 1950
og Ámý Stígsdóttir, húsmóðir,
Seyðisfírði, f. 1.1. 1902, nú búsett
á Akureyri.
Börn Sveins og Guðrúnar em:
1) Björn, skrifstofumaður, Seyðis-
firði, f. 5.1.1950. Maki Jóna Krist-
ín Sigurðardóttir, húsmóðir,
Seyðisfirði, f. 2.9. 1948. Börn
þeirra em Sveinn Birkir, mennta-
skólanemi, f. 2.2.1976, og Guðrún
Eir, menntaskólanemi, f. 2.8.
1979. 2) Ambjörg, alþingismaður,
Seyðisfirði, f. 18.2. 1956. Maki
Garðar Rúnar Sigurgeirsson,
framkvæmdasljóri, Seyðisfirði, f.
30.7. 1953. Börn þeirra em Guð-
rún Ragna, menntaskólanemi, f.
13.6.1976, og Brynhildur Bertha,
gmnnskólanemi, f. 15.5. 1980. 3)
Amý, kennari, Akureyri, f. 18.11.
1958. Maki Guðmundur Þor-
steinsson, prentari, Akureyri, f.
12.1. 1954. Sonur
þeirra er Almar
Gauti, f. 17.2. 1991.
4) Bóthildur, við-
skiptafræðingur,
Reykjavík, f. 15.11.
1960. Maki Einar
Guðlaugsson, sölu-
maður, Reykjavík, f.
22.2. 1955. Sonur
Bóthildar er Stigur
Már Karlsson, gmnn-
skólanemi, f. 29.11.
1983.
Sveinn Guðmunds-
son var gagnfræðing-
ur frá Menntaskólan-
um á Akureyri. Eftir
skólagöngu lauk vann Sveinn við
ýmis störf við landbúnað og al-
menna verkamannavinnu í Eyja-
firði og á Akureyri. Hann var í
vinnu hjá breska hernum á Akur-
eyri til 1944. Haustið 1944 fór
hann í siglingar á birgðaflutn-
ingaskipum hjá bandaríska hern-
um og var þar síðustu heimsstyij-
aldarárin og eftirstríðsárin.
Sigldi hann með þessum skipum
um öll heimsins höf, m.a. til Jap-
ans og annarra Asíulanda. Sveinn
varð póstur á Seyðisfirði 1949,
fyrst með Birni Jónssyni tengda-
föður sínum og tók síðan við af
honum 1950. Hann hóf síldarsölt-
un á Seyðisfirði 1955 og varð síð-
an forstjóri og einn af eigendum
söltunarstöðvarinnar Ströndin hf.
á Seyðisfirði. Sveinn var um
margra ára skeið umsjónarmaður
birgðastöðvar Síldarútvegsnefnd-
ar á Seyðisfirði ^g umboðsmaður
Eimskipafélags íslands hf. og sá
um afgreiðslu fyrir færeysku far-
þega- og bílafeijuna Smyril til
1980. Hann var um margra ára
skeið fréttaritari fyrir Morgun-
blaðið á Seyðisfirði.
Sveinn sat í bæjarstjóm Seyðis-
fjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1954 til 1974. Hann var einn af
stofnendum Lions- klúbbs Seyðis-
fjarðar og var heiðursfélagi síð-
ustu árin. Sveinn var mikil spila-
maður og starfaði um margra
áratuga skeið í Brídsfélagi Seyð-
isfjarðar.
Kveðjuathöfn verður frá Seyð-
isfjarðarkirkju miðvikudaginn
18. október kl. 14., og útför frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn
19. október og hefst athöfnin
klukkan 14.
HOLMFRIÐUR
HELGADÓTTIR
ÞEIR hverfa einn af öðrum, mennirn-
ir sem með dugnaði og þori reistu
það líf sem við byggjum á í dag. Með
tveimur höndum lögðu þeir grunninn
að því atvinnulífi sem litlu bæimir
hafa byggt sína tilveru á. Og í öllu
sínu annríki við að byggja grunn fyr-
ir aðra til að lifa á, í annríkinu við
að skapa sér og ijölskyldum sínum
farveg, fundu þessir menn líka tíma
til að skapa félagslífið og stofna alla
þá klúbba og hópa sem enn í dg
standa sem klettar þrátt fyrir ólgusjó
í gegnum árin. Þeir reistu sér þögul
minnismerki um líf sitt. Enn lifa þeir
sem sjá nöfn þessara manna grafín
í þessi minnismerki, þekkja söguna
sem þeir mótuðu. En þessi nöfn
hverfa einn daginn, þegarhinir
gleyma hvernig sagan varð nákvæm-
lega til, því það er oft þannig að
þeir sem hafa áorkað mestu hafa oft
um það fæst orð.
Einn af þessum mönnum var
Sveinn Guðmundsson. Þegar pabbi
minn fluttist búferlum til Seyðisfjarð-
ar, hóf hann fyrst störf hjá Síldar-
bræðslunni árið 1957. Það var þar
sem þeir Sveinn og pabbi kynntust.
Fyrstu kynnin voru þau að þeir litu
hvor á annan og sameiginleg hugsun
fór um hug þeirra: „Hvaða vitleysing-
ur er nú þetta!“ En seinna áttu þeir
eftir að hlæja að því hversu villandi
þessi fyrstu kynni þeirra voru.
Skemmst er frá því að segja að þeir
urðu bestu vinir eftir þetta og voru
alla tíð.
Þessir bestu vinir voru á öndverð-
um meiði í pólitískum skoðunum sín-
um og þótti oft undarlegt hversu
sterkur vinskapur myndaðist þarna á
milli pabba annars vegar sem var
vinstri sinnaður í lífsskoðun sinni og
hins vegar Sveins, sem var sjálfstæð-
ismaður fram í fingurgóma. En á
milli þeirra var þetta enginn þrös-
kuldur þar sem markmið þeirra í
bæjarpólitíkinni voru þau sömu, vel-
ferð bæjarfélagsins, án tillits til allra
pólitískra landamæra.
Þegar Sveinn rak söltunarstöðina
á Ströndinni setti hann sig ekki á
háan hest eins og mörgum hefði
reynst auðvelt á þeim uppgangs-
árum. Mamma sagðist hafa skemmt
sér yfir því þegar Gúna heitin fuss-
aði yfir því hversu tilgangslaust væri
að strauja hvítar skyrtur á bónda
sinn þegar hann væri kominn fyrr
en varði hálfur ofan í síldartunnurnar
til að hjálpa stúlkunum.
Það er svo margt sem hægt er að
minnast og margt sem við vildum
þakka, en nú kveðjum við og þökkum
Sveini fyrir samfylgdina og vinskap-
inn í gegnum árin.
Og ég er einn, og elfamiðinn ber
að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni.
Með skynjun tveggja heima í hjarta mér
ég hverf á brott úr rökkurverðld minni.
Og seinna þegar mildur morgunn skín
á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja,
mig skefla engin sköp, sem bíða mín:
Þá skil ég líka að það er gott að deyja.
(Úr Kvöldljóði um draum. Tómas Guð-
mundsson)
Elsku Abba, Árný, Bóta, Björn og
aðrir aðstandendur, við í fjiölskyld-
unni sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurveig Gísladóttir.
+ Hólmfríður
Helgadóttir
fæddist á Hvítanesi
í Kjós 27. júlí 1904
en ólst upp við
Njálsgötuna í
Reykjavík. Hún lést
í Borgarspítalanum
11. október síðast-
liðinn. Hún giftist
18.12. 1925 Valdi-
mar Stefánssyni, f.
5.4. 1896, d. 22.12.
1967, stýrimanni.
Foreldrar Valdi-
mars voru Stefán
Valdason, vinnu-
maður í Álftaneshreppi í Mýra-
sýslu, og k.h., Guðrún María
Guðmundsdóttir, húsfreyja. .
Börn Hólmfríðar og Valdi-
mars eru Pétur, f. 3.8. 1926,
fyrrv. hafnarvörður í Reykja-
vík, kvæntur Þórunni Matthías-
dóttur og eignuðust þau tvö
börn, Valdimar Viðar, f. 22.7.
1950, d. í september 1966 og
Ragnheiði Kristínu, f. 6.2. 1952,
húsmóður í Reykjavík; Stefán
f. 5.9.1929, vélaviðgerðarmaður
í Reykjavík, var kvæntur Haf-
þóru Bergsteinsdóttur en þau
slitu samvistum og eru börn
þeirra Kolbrún, f. 15.3. 1958,
húsmóðir í Reykjavík, Valdís, f.
18.5. 1960, kennari í Reykjavík
og Valdimar, f. 18.5. 1967, bú-
settur í Reykjavík; Fríða f.
20.10. 1936, bókari, búsett í
Garðabæ, gift Jóhanni Eyjólfs-
syni verslunarmanni og eiga þau
tvær dætur, Hönnu Fríðu, f.
13.3. 1960, húsmóður í Reykja-
vík og Helgu, f.
26.10. 1963, hús-
móður í Hafnarfirði;
Guðfinna Ebba V.
Pestana, f. 21.9.
1945, húsmóðir í San
Diego í Bandaríkj-
unum, gift Damien
Pestana og eiga þau
tvo syni, Walter, f.
17.12. 1962, sölu-
mann, og Edward,
f. 9.5.1964, öryggis-
vörð.
Foreldrar Hólm-
fríðar voru Helgi
Guðmundsson, f.
1.4. 1852, d. 9.2. 1928, b. í Hvíta-
nesi í Kjós, og k.h. Guðfinna
Steinadóttir, f. 14.8. 1859, d.
26.9. 1945, húsfreyja. Helgi og
Guðfinna bjuggu á Hvítanesi til
ársins 1907, en fluttu þá til
Reykjavíkur þar sem þau settust
að á Njálsgötu 59.
Systkini Hólmfríðar eru öll
látin. Þau voru Kristján, f. 10.7.
1887, d. 7.4. 1906, sjómaður á
Hvítanesi; Guðmundur, f. 27.10.
1888, trésmiður í Reykjavík;
Brynjólfur, f. 31.12. 1889, mál-
ari í Kanada; Steini, f. 30.8.
1892, verslunarmaður í Reykja-
vík; Edvarð, f. 15.4. 1894, far-
maður og listmálari í Kaliforníu;
Pétur, f. 19.9. 1895, d. 29.8.
1926, verslunarmaður í Reykja-
vík; Hafliði, f. 3.7. 1898, prent-
smiðjustjóri í Reykjavík; Krist-
ján, f. 26.6. 1906, d. 5.11. 1908.
Utför Hólmfríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, og hefst
athöfnin kl. 15.
Kveðja frá barnabörnum
HÚN amma okkar er dáin.
Það var ávallt gott að koma til
hennar. Söknuður okkar er mikill
er við hugsum til þess að fá ekki
að sitja hjá henni í eldhúsinu og
drekka með henni kaffí.
Þegar við vorum yngri gaf hún
okkur það sem hún kallaði „kaffí-
sull“ og stundum fengum við líka
kringlu til að dýfa í. Hún tók þátt
í gleði okkar og sorgum. Það var
gott að finna þétt faðmlag hennar
og þá voru erfiðleikarnir auðveldari
viðfangs.
Amma upplifði þá sorg að missa
fyrsta barnabarnið sitt, hann Viðar,
sem hún talaði alltaf um með mikl-
um söknuði. Við erum átta barna-
börnin og við vorum mismikið hjá
henni í okkar uppvexti. Wolli og
Ebbi voru þó mest hjá henni áður
en þeir fluttu til Ameríku með
mömmu sinni. Amma fór ófáar ferð-
irnar út til þeirra og hún fór síðast
út fyrir fjórum árum. Oftast fór hún
þessar ferðir þegar skammdegið var
sem mest hér. Henni þótti vænt um
þessar ferðir og hún kom ávallt
ánægð og endurnærð til baka.
Mikið vatn hefur nú runnið til
sjávar síðan við fengum „kaffísullið"
og erum við öll farin að drekka „al-
vöru“ kaffi. Notalegt var að koma
til hennar og heyra hana segja frá
svo mörgu skemmtilegu, sem á daga
hennar hafði drifið.
Amma var orðin fullorðin og hafði
lifað góðu lífi. Við þökkum guði
fyrir að hún fékk að halda reisn
sinni nær allan þann tíma og búa
heima, því þar þótti henni ávallt
best að vera. Minningin um ömmu
mun lifa með okkur þar til við hitt-
umst aftur.
Ragnheiður, Kolbrún, Valdís,
Valdimar, Hanna Fríða, Helga,
Walter og Edward.
Elsku langamma.
Ég sil ekki af hverju það er ekki
hægt að heimsækja þig. Ég skil
ekki hvar þú ert. Ég skil ekki að
þú komir ekki aftur.
Elsku langamma, ég sakna þín.
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
ljúfí Jesú að mér gáðu.
Þín
Helga Rún.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi,
í dag kveðjum við Hólmfríði
Helgadóttur, föðursystur okkar.
Fríða, eins og hún var kölluð, var
yngst systkina sinna, sem upp kom-
ust. Foreldrar hennar, Helgi bóndi
að Hvítanesi í Kjós og kona hans,
Guðfinna, fluttust til Reykjavíkur
árið 1907 með börn sín og keyptu
húsið við Njálsgötu 59, sem nú er
horfið. Þar ólst Fríða upp við mikla
ást og umhyggju foreldra sinna og
bræðra.
Á Hvítanesi var mjög gestkvæmt
og áðu þar margir er leið áttu um.
Þegar húsbændumir brugðu búi og
fluttu til höfuðstaðarins varð heimili
þeirra við Njálsgötu Vinsæll áningar-
staður. Vinirnir og frændfólkið úr
Kjosinni, sem erindi áttu til Reykja-
víkur, gistu hjá fjölskyldunni sem
áður. Fríðu, þá barn að aldri, þótti
sumir gestanna um margt óvenjuleg-
ir, er hún sagði frá síðar. Þar vora
komnir meðal annarra Símon Dala-
skáld og Guðmundur, er nefndur var
„Gvendur dúllari“. Hún sagðist hafa
orðið smeyk í fyrstu, þegar menn
þessir knúðu dyra og báðust gisting-
ar. Fljótlega hvarf þó óttinn, því
þeir voru barngóðir svo af bar og
skemmtu henni með vísnasöng og
kveðskap. Átti hún og í fóram sínum
vísur eftir Símon, sem hann orti til
hennar á þessum tíma.
Stúlkurnar úr næsta nágrenni
urðu vinkonur Fríðu og æskuárin
liðu í öryggi og áhyggjuleysi. Þegar
hún var um tvítugt bar á því að
ungur maður, sem vitað var að bjó
„fyrir vestan læk“ og hét Valdimar
Stefánsson, fór að venja komur sínar
á Njálsgötuna. Hafði hann orðið sér
úti um hest til þessara ferða og fljót-
lega hafði hann tvo til reiðar. Oþarft
er að orðlengja það. Þau Hólmfríður
og Valdimar giftust í desember árið
1925 og flutti þá Fríða vestur fyrir
læk. Hófu þau búskap að Vestur-
götu 10. Af Vesturgötu fluttust þau
á Framnesveg 24 og nokkrum árum
síðar eða árið 1934 höfðu þau reist
sitt eigið hús að Holtsgötu 39. Þar
stóð heimili þeirra í rúm 60 ár. Þau
hjón eignuðust fjögur börn, tvo syni
og tvær dætur. Valdimar var lengi
stýrimaður á ms. Laxfossi, en hann
lést árið 1967.
Heimili þeirra var glæsilegt. Hús-
móðirin helgaði því krafta sína í
þágu eiginmanns og barna svo og
móður sinnar Guðfinnu Steinadótt-
ur, sem fluttust til þeirra nokkrum
árum eftir lát Helga, eiginmanns
hennar. Þar naut Guðfinna hins
besta atlætis og átti hún hjá þeim
fagurt og áhyggjulaust ævikvöld,
þar til hún lést á 87. aldursári árið
1945.
Við börn Guðmundar, bróður
hennar, sem ritum þessi kveðjuorð,
munum Hólmfríði frænku okkar sem
glæsilega konu með fágaða fram-
komu og afar næmt skopskyn. Voru
heimsóknir okkar til hennar því mjög
ánægjuleg upplyfting og gestrisni
þeirra hjóna einstök.
Minnumst við sumarsins 1941
sérstaklega, þegar Fríða og Valdi-
mar fóru með börn sín til sumar-
dvalar í Borgarfirði. Þá fluttum við
systkinin og foreldrar okkar vestur
á Holtsgötu til að búa þar með ömmu
Guðfinnu í 2-3 vikur. í huga okkar
var vesturbærinn mjög spennandi,
t.d. fjaran neðan við Holtsgötuna,
leiksvæðið ofan við gamla Sóttvarn-
arhúsið og nýir leikfélagar úr hverf-
inu. Að sjálfsögðu höfðu húsráðend-
urnir séð svo um að gera okkur
þann tíma sem þægilegastan á allan
hátt. Jólaboðin á heimili þeirra eru
okkur einnig ógleymanleg.
Eftir að börn þeirra höfðu stofnað
sitt eigið heimili og Fríða var orðin
ein, eftir lát Valdimars, varði hún
frístundum sínum vel, m.a. við hann-
yrðir, lestur og til ferðalaga. Yngri
dóttirin, Guðfinna Ebba, hafði þá
flutt búferlum til Kaliforníu. Heim-
sótti Fríða fjölskyldu hennar í mörg
skipti. Segja má að hin efri ár hafið
verið henni ánægjulegur tími, enda
var hún heilsuhraust. Þau hjónin
höfðu eignast góð böm, sem sýndu
hennar mikla umhyggju og hlýju.
Hólmfríður föðursystir okkar var
sannkristin kona. Hún vissi hvert
bar að leita er erfiðleikar steðjuðu
að. Hún trúði á handleiðslu Drott-
ins. Síðustu 2-3 árin fór heilsu henn-
ar hnignandi og kvaddi hún þetta
jarðneska líf 11. október sl. á kyrr-
látan hátt.
Við erum þakklát frænku okkar
samfylgdina. Megi hún vera á Guðs
vegum.
Bróðurbörnin Njálsgötu.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
ERFIDRYKKJUR
N sími 562 0200
C FullmarlQ
• Prentborðar í flestar gerðir prentara.
• ISO 9002 gæðaframleiðsla.
• Urvals verð.
j J. áSTVfilDSSON HF.
' Skipholti 33, 105 Reykjovík, sími 552 3580.
LT
Hvað er
Reflectíx
ENDURGEISLANDI
EINANGRUN
Þ. ÞORGHÍMSSON &CO
ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK
SÍMI 553 8640'568 6100