Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
Leið út úr einangruninni
Frá Áslaugu Einarsdóttur:
FLEST okkar verða veik einhvern
tímann á lífsleiðinni, þessi veik-
indi eru af ýmsum toga, líkamleg
eða andleg. Líkamlegu veikindin
eru þess eðlis að við eigum oftast
auðvelt með að ræða þau við aðra
en þau andlegu læsum við oftar
en ekki niðri og ræðum þau ekki,
bæði vegna ótta við fordóma og
ekki síst vegna þess að innst inni
skömmumst við okkar kannske
fyrir að geta ekki „rifið okkur upp
úr þessu“ með eigin viljastyrk.
Nú langar mig að lýsa aðdrag-
andanum að mínum veikindum,
„þunglyndinu“, og hvernig það
stöðugt versnaði þangað til ég lét
tilleiðast að leita mér lækninga,
en það voru ekki létt spor.
Fyrir 8-10 árum fór mér að
líða illa við árstíðaskipti. Þegar
skammdegið kom varð ég sveiflu-
kennd í skapi, þurfti mikinn svefn,
var samt sem áður alltaf þreytt
og leið í alla staði mjög illa.
Fyrir sex árum varð ég ófrísk
og fékk á seinni hluta með-
göngunnar fóstureitrun, sem varð
til þess að ég eignaðist barnið sex
vikum fyrir tímann. Þann tíma
sem ég lá á fæðingardeildinni
grét ég mikið og mér leið illa.
Tveim vikum síðar fór ég heim
með barnið og þá tók ekki betra
við, því barnið grét stöðugt í fleiri
mánuði og ég var mikið ein með
hann. Þann tíma átti ég líka mjög
erfitt, ég var svefnvana og þreytt.
Eftir að barnið fór að róast leið
mér ekkert betur, þvert á móti
fór ástandið versnandi. Ég var
ekkert að tala um það út á við,
reyndi að vera með „góða fram-
hlið“ en inni á heimilinu sýndi ég
á mér allt aðra hlið, þar lét ég
líðan mín í ljós með því að ég var
önug, eirðarlaus, gat ekki fest
hugann við neitt sem leiddi til
þess að ég varð stöðugt að hafa
eitthvað fyrir stafni. Húsþrif urðu
mín uppáhalds iðja, kannski
vegna þess að frá umhverfinu
fékk ég þá viðurkenningu að ég
væri góð húsmóðir.
Ég hafði ekki ánægju af að
gera neitt með fjölskyldunni og
lokaði á alla umræðu sem tengd-
ist vandamálum mínum en var
kannski um leið með óbein skila-
boð um hjálp en túlkaði allt á
versta veg.
í sumar sem leið var líðanin
orðin óbærileg. Ég var búin að
missa einbeitinguna, sat t.d. og
reyndi að horfa á sjónvarpið en
náði samt ekki þræðinum í því
sem ég var að horfa á. Ég reyndi
að lesa en gleymdi jafnóðum því
sem ég las, ég einangraði mig.
Ég fór helst ekki út úr húsi, kveið
því að síminn hringdi, fannst orð-
ið óbærilegt að umgangast fólk.
Ég fann líka að ég var kannski
að segja sama hlutinn oft og
minnið var farið að svíkja mig.
Svefninn brenglaðist, ég átti ág-
ætt með að sofna á kvöldin en
vaknaði síðan kl. 4-5 á morgnana
með dynjandi hjartslátt, kvíðatil-
finningu og alveg löðursveitt.
Þessi líðan var orðin einn víta-
hringur og öllum á heimilinu leið
orðið illa. Það er ekki bara sá sem
þunglyndið hrjáir sem líður illa,
heldur smitar hann út frá sér og
fjölskyldumynstrið fer úr skorð-
um.
Ég átti erfitt með að leita mér
hjálpar og hefði sennilega seint
átt frumkvæðið að því sjálf og
frænku minni sem þar átti hlut
að máli fæ ég seint fullþakkað.
En hvers vegna, lesandi góður,
er ég að segja þessa sjúkrasögu
mína? Jú, því er auðsvarað, vegna
þess að ég leitaði mér lækninga
og vil með sögu minni hvetja aðra
sem svipað er ástatt fyrir að láta
verða af því að gera það líka.
Þegar ég loksins leitaði mér
hjálpar á geðdeild, kom mjög
margt mér á óvart. Á geðdeild-
inni er fólk eins og t.d. þú sem
líður illa en hefur ekki enn haft
kjark til þess að leita sér hjálpar.
Starfsemi deildar 32C á Land-
spítalanum byggist upp á við-
tölum við lækni, hjúkrunarfræð-
inga og starfsmenn deildarinnar.
Við mætum þar þeirri hjálp og
skilningi sem við þurfum á að
halda. Einnig byggist meðferðin
á lyfjagjöf og iðjuþjálfun er einn-
ig mikilvægur þáttur í meðferð
okkar sjúklinganna, því þar reyn-
ir á einbeitingu, getu og sam-
skipti okkar hvert við annað.
Fjölskyldu minni þakka ég
umburðarlyndið og stuðninginn í
gegnum veikindi mín. í dag lít
ég björtum augum til framtíðar-
innar og ef mér hrakar þá veit
ég að ég á von um lækningu.
Starfsfólk deildar 32C á Land-
spítalanum, ég þakka ykkur fyrir
allt sem þið gerðuð fyrir mig.
ÁSLAUG EINARSDÓTTIR,
húsmóðir.
HI' 5L kr. 54.900 rvfn HP 5P kr. 115.500
HP 4Plus ki*. 169.900 HP4MPlus kr. 234.000
I®
HEWLETT
PACKARD
Viðurkenndur
söluaðili
Þjónusta og ábyrgö
Viltn hafa það
svart/hvftt eða í lit?
HP Desk Jet bleksprautuprentarar
BGÐEIND
Við erum í Mörkinni 6 • Sími 588 2061 • Fax 588 2062
HP 850C kr. 58.900
IIP 1200C kr. 97.000
HP 1600C kr. 149.900
Utvarpsstjóri krafinn
um afsökunarbeiðni
Frá Önundi Ásgeirssyni:
ALLT frá því núverandi útvarps-
stjóri tók við stjórn, hefir hann
skákað í því skjólinu. að hann væri
ábyrgðarlaus af dagskrárefni bæði
í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefir
nú nýlega birt langlokur í dagblöð-
um um hlutverk og ábyrgð Ríkisút-
varpsins á menningu samfélagsins.
Allir vita þó, að uppistaðan í dag-
skrá Sjónvarpsins er kynferðismál,
klám, opinberar samfarir, hvers-
konar glæpaverk og kennsla í slík-
um málum og morð, með margvís-
legum hætti. Þá má ekki heldur
gleyma dömubindaauglýsingunum,
sem þykja einstaklega fróðlegt og
hugljúft efni til að senda inn á heim-
ili manna, mánuðum og árum sam-
an. Þetta er menningarhlutverkið í
framkvæmd. í Dagsljósi í gær,
11.10., þótti það einkar skemmti-
legt að láta sundmann elta uppi
mannaskít í sundlaug, fara úr skýl-
unni og setja_ „kúkinn" í henni upp.
á bakkann. í dag eru landsmenn
fræddir á því, að íslenzkar konur
noti skrúfganginn á ljósaperum til
að fróa sér. Ef við hefðum ekki
svona útvarpsstjóra, myndi þetta
starfsfólk, sem þarna var að verki,
hafa verið rekið á stundinni. Eg
geri kröfu til þess, að útvarpsstjóri
reki þetta starfsfólk vegná siðleys-
is, og rétt væri að hann segði sjálf-
ur af sér á eftir, því að hann er
auðvitað ábyrgur fyrir öllu siðleys-
inu, sem yfir fólk er látið ganga í
gegnum stofnunina og inn á heimil-
in í landinu.
Hér sem oftar er Alþingi ábyrgt
fyrir ósómanum í gegn um einhveij-
ar liðleysur, sem sitja í Útvarpsráði
og leggja blessun sína yfir hann.
Eg skora á þá, sem vilja fá fram
breytingu, að hætta að greiða
áskriftargjaldið, þar til ráðin verður
bót á efni til útsendingar. Þetta er
eina leiðin til að knýja fram umbæt-
ur, og hún er tiltölulega fljótvirk.
Ríkisútvarpið fær 200 milljön krón-
ur á mánuði frá áskrifendum, og á
ekkert svar nema umbætur. Með
kveðju frá Gregory.
ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON,
Kleifarvegi 12, Reykjavík.
Ráðstefna tan íslenskar kvemarannsóknir
20.-22. október 1995
Háskóla íslands - Odda - stofum 101 og 201
Föstudagur 20. október kl. 20.30 Ráðstefnan sett
Setning: Helga Kress
Ný norræn stofnun ura kvennarannsóknir: Fride Eeg-Henriksen, forstöðuraaður Nordisk institutt
for kvinne- og kjönnsforskning.
Staða kvennafræða við Háskóla íslands: Bannveig Traustadóttir
Káðstefnugögn afhent
Auður Eir Vilhjálmsdóttir:
Inga Dóra Björnsdóttir:
Inga Huld Hákonardóttir:
Sigríður Th. Erlendsdóttir:
Herdís Helgadóttir:
Auður Styrkársdóttir:
Laugardagur 21. október.
KI. 9.00 til 10.30
Kvennakirkjan. Brottfdrin heira.
Gagnrýni og gróska. Om hlut gagnrýni í þróun kvennafræða.
Að opna augun. Vangaveltur um aðferðir á vettvangi hefðbundinnar sagnfræði.
Hlutur Kvenréttindafélags íslands í kjarabaráttu kvenna.
Rauðsokbhreyfingin á íslandi.
Mæðrahyggja: Frelsunarafl eða kúgunartæki?
Guðrún Ingólfsdóttir:
Guðni Ehsson:
Dagný Kristjánsdóttir:
Yrsa Þórðardóttir:
Kristín Bjömsdóttir:
Rannveig Traustadóttir:
KI. lt.OO -12.30
„var eg ein um látin“. Orðræða kvenna í Laxdæla sögu.
Irónía sera femínísk orðræða.
Hungur sálar og líkama. Om mat og bókmenntir.
Komdu til sjálfrar þín - farðu burt. Kvennaguðfræði og sálgreining.
Orðræða um þarfir: Umönnun í heiraahúsum.
Kvenleiki og fötlun.
KI. 14.00-15.30
Gerður G. Óskarsdóttir: Störf og aðstæður ungra kvenna í atvinnulífinu.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: Valkyrjur eða ambáttir? Sjálfsbjargarviðleitni íslenskra kvenna.
Drífa Hrönn Kristjánsdóttir: Starfsmat - leið í jafnlaunabaráttu kvenna?
ísa Guðraundsdóttir. Tdfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð.
Guðrún Jónsdóttir: Kvenfrelsi og kynferðislegt ofbeldi.
Ingólfur Gíslason: Karlar gegn ofbcldi.
Kl. 16.00 -18.00
Guðný Guðbjömsdóttir:
Guðrún Bjamadóttir:
Guðrún Helgadóttir:
Stefanía Traustadóttir:
Ólína Þorvarðardóttir:
Sigurrós Erlingsdóttir:
Soffía Auður Birgisdóttir:
Kynferði og stjómun raenntamála í kvennafræðilegu ljósi.
Stelpur og strákar. llvenær fá þau sérkcnnsiu?
Samkennsla kynjanna í hannyrðum og smíði: Skref í átt til jafnréttis?
Ríkisfeminismi - er hann mögulegur? Eru þá til femókratar?
Stórar konur, Ilvatir og viðhorf til kvenna í íslenskum tröllasögum.
Dalalíf - móðurlíf. Um mæður og syni í sögu Guðrúnar frá Lundi.
Ólétta í íslenskum bókmenntum.
Sunnudagur 22. október
Kvennaráðstcfna Sameinuðu þjóðanna í Peking
Pallborð I kl. 9.00-9.50
Um opinberu ráðstefnuna
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Sigríður Anna Þórðardóttir
Inga Jóna Þórðardóttir
Elín Líndal
Pallborð II kl. 10.00 -10.50
Um óopinbcru ráðstefnuna
Þórenn Magnúsdóttir
Bryndís Hlöðversdótlir
Sigríður Lóa Jónsdóttir
Drífa Hjartardóttir
Guðrún Jónsdóttir
Kl. 13.30-15.00
Pallborð III kl. 11.10-12.00
Hvað ávannst í Kína?
Vigdís Finnbogadóttir
Margrét Heinreksdóttir
Sigríður Liliý Baldursdóttir
Unnur Dís Skaptadóttir:
Sigrún Júlíusdóttir:
Guðrún Ágústsdóttir:
Þóra Björk Hjartardóttir:
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
og Ólöf Garðarsdóttir:
Erla Hulda Halldórsdóttir:
Birting margbreytilúkuns í íslenskri sjávarbyggð.
Foreldrahlutverk og réttur barna.
Kvennaathvarfið.
Framburður, viðhorf og kynferði.
Ekkjur á (slandi um síðustu aldamót.
„Illt er að vera fæddur kona“. Um sjálfsmyrtd kvenna
í sveitasamfélagi 19. aldar.
Kl. 15.30-17.00
llelga Kress: Líf og Ljóð. Guðný Jónsdóttir frá Klömbrunt.
Sigríður Dúna Kristmundsd.: Um ævi konu og sannleikann í fræðunum.
Annadís Rúdólfsdóttir: „Aldrei þú á aðra skyggðir." Orðræðugreining á minningargreinum
og viðtölum.
- Ráðstcfnuslit -
Ráðstefnan er öllum opin - aðgangur ókeypls.