Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 55

Morgunblaðið - 19.10.1995, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 55 Með morgunkaffinu f BRIDS llmsjön (iuömundur Páll Arnarson VESTUR fær tækifæri til skemmtilegra tilþrifa í vöm gegn 5 tíglum suðurs: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 987 V G2 ♦ KD3 ♦ ÁG754 Vestur ♦ K63 V 843 ♦ 102 111111 ♦ K9862 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass 3 tíglar 5 tíglar Pass Allir pass 4 tíglar Utspil: Suður drepur spaðatíu austurs með ás og spilar strax ÁK í hjarta og þriðja hjartanu, sem hann trompar í borði með þristi. Leggur síðan niður laufás og tromp- ar lauf. Spilar svo hjarta í fjórða sinn. Hveiju á vestur að benda í þann slag? Hvar á vömin að fá þijá slagi? Augljóst er af fyrsta slagnum að makker er með DG í spaða. En sennilega á sagnhafi ekki nema tvo, svo þar er aðeins einn slag að hafa. Annar verður að koma á ímyndaðan trompás makk- ers. Er hann þriðji? Norður ♦ 987 V G2 ♦ KD3 Vestur ♦ K63 ♦ AG754 V 843. III 1 Austur ♦ 102 llllll ♦ DG1042 ♦ K9862 Suður ♦ Á5 r D1096 ♦ Á4 4 D10 V AK75 ♦ G98765 ♦ 3 Hann fæst á tromptíu (!) ef vestur hendir spaðakóng í fjórða hjartað. Þegar makk- er kemst inn á tígulás, tekur hann slag á spaða og spilar enn spaða, sem upphefur tíg- ultíuna. LEIÐRETT Kannanir á reykingum í grein í Morgunblað- inu í gær var sagt, að Krabbameinsfélag Reykjavíkur og héraðs- læknar hefðu kannað reykingar barna og ungl- inga í öllum skólum borg- arinnar á fjögurra ára fresti frá 1974. Hið rétta er, að kann- anir í Reykjavík hafa ver- ið á vegum embættis borgarlæknis, nú héraðs- læknis, frá upphafi, en Krabbameinsfélagið tek- ið þátt í úrvinnslu gagna. Þá beitti Krabbameinsfé- lagið sér fyrir sams konar könnunum um land allt, í fyrsta skipti árið 1990, í samvinnu við héraðs- lækna. Pennavinir TVÆR norskar stúlkur, 13 og 14 ára, óska eftir penna- vinum á sama reiki. Ahuga- mál: dans, skriftir, lestur, tónlist og fleira: Bodil Hugsted, Hasle Hageby 20, 1734 Hafslundsöy, Norway. Nina Sclmu, Björnestien 22, 1537 Moss, Norway. í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Hjartans þakklceti til allra, sem glöddust meÖ mér, sendu mér kveðjur, blóm og gjafir á 80 ára afmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Sigurður B. Sigurðsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Ókeypis lögfræðiþjónusta \ kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. ÍDAG Ljósm.st. Þóris, Ljósm. Harpa BRÚÐKAUP. Gefir. voru saman 29. júlí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthíassyni Gná Guðjónsdóttir og Eiður Kristmannsson. Með þeim á_myndinni eru böm þeirra f.v. Kristmann, Hinrik Örn, Ásdís og Birna Dís. Heimili þeirra er í Nökkvavogi 9, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki sökkva þér niður í vandamál annarra. Reyndu frekar að hugsa um eigin hag. Tækifærin eru fyrir hendi, og þú ættir að grípa þau. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Grunur þinn um að vinur segi ekki allan sannleikann reynist ástæðulaus. Þú ættir að nota kvöldið til að sinna fjölskyld- unni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) — Þú hikar ekki við að segja álit þitt í vinnunni, en ættir að taka varlega til orða svo þú særir ekki góðan starfsfé- laga. Stjömuspá á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Þótt þú hafir gaman af vinn- unni þarft þú að gæta þess að ofkeyra þig ekki. Þú ættir að hlusta á góð ráð starfsfé- laga. Tvíburar (21. maí - 20. júní) )» | Þú átt í einhvetjum erfiðleik- um í vinnunni árdegis, en úr rætist þegar á daginn líður. Láttu það ekki bitna á fjöl- skyldunni. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Þig langar að segja vini til syndanna í dag, en ættir ekki að gera það. Astæðan er ekki þess virði að spilla góðri vin- áttu. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Þótt þú viljir koma miklu í verk í vinnunni, þarft þú að gæta þess að gera ekki ósanngjamar kröfur til starfsfélaga þinna. Vog (23. sept. - 22. október) Það er engin ástæða til að vera með áhyggjur út af erf- iðu verkefni í vinnunni. Þú finnur lausnina með hjálp starfsfélaga. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Ekki gefast upp þótt hug- myndir þínar falli í grýttan jarðveg f dag. Reyndu frekar að útskýra þær betur svo þær skiljist. rT/AÁRA afmæli. Mið- I Vfvikudaginn 25. októ- ber nk. verður sjötug Stef- anía Hinriksdóttir, Voga- gerði 1, Vogum. Eigin- maður hennar er Albert Guðlaugsson, verkamað- ur. Þau hjónin taka á móti gestum laugardaginn 21. október nk. á heimili dóttur þeirra á Munaðarhól 15, Hellissandi milli kl. 15-18. Ljósmyndastofa Péturs BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Þórodds- staðakirkju í Kinn af sr. Sighvati Karlssyni Þórdís Stína Pétursdóttir og Friðrik Baldursson. Með þeim á myndinni eru synir þeirra Sigurður Þór, Árni Ólafur og Pétur Helgi. Heimili þeirra er á Húsavík. Bama- og Qölsk.ljósmyndir BRÚÐKAUP., Gefín voru saman 19. ágúst sl. í Sel- fosskirkju af sr. Þóri Jökli Þorsteinssyni Anna Mar- grét Magnúsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðars- son. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Fannar Freyr. Heimili þeirra er á Fossheiði 60, Selfossi. eftir Frances Drake Naut (20. apríl - 20. maí) Þú tekst á við nýtt verkefni í vinnunni, og kemst að því að það er erfiðara en þú bjóst við. Með þolinmæði finnur þú lausnina. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú gætir bráðlega orðið fyrir aukaútgjöldum vegna fjöl- skyldunnar, og. ættir því að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Með þrautseigju tekst þér að finna réttu lausnina á við- fangsefni í vinnunni, sem þú hafðir næstum gefið upp á bátinn. pT AÁRA afmæli. í dag, t} Vffimmtudaginn 19. október, er fimmtugur Guð- mundur Kjalar Jónsson, skipstjóri. Eiginkona hans er Særún Signrgeirsdótt- ir. Þau taka á móti gestum laugardaginn 21. október kl. 17-20 á heimili sínu Ásbúð 19, Garðabæ. VOG Afmælisbarn dagsins: Þú lítur alltaf á björtu hliðarnar og berð um- hyggju fyrir börnum. Arnað heilla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.