Morgunblaðið - 19.10.1995, Qupperneq 64
SYSTEMAX
Kapalkerfi
fyrir öll kerfi
hússins.
<Q>
NÝHERJI
SKIPHOLTI 37 - SIMI 588 8070
Alltaf skrefi á undan
Jltarigiiiifeljifttfei
OPIN KERFI HF.
Sími: 567 1000
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/RAX
Gríma við
Borgarleik-
húsið
Aðgerðir
gegn
mengun í
Elliðaám
RANNSÓKNIR eru að hefiast
á því hvemig hagkvæmast.
verður að veija Elliðaárnar
mengun sem kann að berast í
árnar um regnvatnsræsi. Þetta
kom fram í máli Ólafs Bjarna-
sonar yfirverkfræðings á opn-
um fundi Umhverfismálaráðs
Reykjavíkur í Ráðhúsinu .
Mörg ræsi
GRÍMA, höggmynd eftir Sigur-
jón Ólafsson, hefur verið sett upp
við Borgarleikhúsið. Að sögn
Gunnars B. Kvaran, umsjónar-
manns mcð höggmyndum borg-
arinnar, er þetta eitthundraðasta
verkið sem sett er upp í borgar-
landinu. Gríma er frá árinu 1947.
Arið 1989 sá Erling Jónsson um
að stækka verkið. Arið 1991 var
það svo steypt í brons og Reykja-
víkurborg keypti það.
Dómur Evrópudómstólsins um kynjakvóta
Gæti haft áhrif á ís-
lenzka lagatúlkun
DÓMUR Evrópudómstólsins í Lúx-
emborg, um að ekki megi taka kon-
ur sjálfkrafa fram fyrir jafnhæfa
karla til að uppfylla svokallaðan
kynjakvóta er ráðið er í störf hjá
hinu oginbera, gæti haft áhrif hér á
landi. ísland hefur, sem aðildarríki
Evrópska efnahagssvæðisins, sam-
þykkt jafnréttistilskipun Evrópu-
sambandsins, sem dómurinn byggist
á.
Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög-
fræðingur Vinnuveitendasambands-
ins, segist telja að dómurinn hafi
bein áhrif á framkvæmd jafnréttis-
löggjafar á íslandi og útiloki þá túlk-
unarreglu, sem kærunefnd jafn-
réttismála hafi lagt til grundvallar
í úrskurðum sínum, þar sem nefndin
hafi meðal annars byggt á dómum
Evrópudómstólsins. Þar á Hrafnhild-
ur við þá reglu að sé kona jafnt að
starfi komin og karlmaður, sem
sækir um það á móti henni, beri að
veita konunni starfið ef fáar konur
séu á starfssviðinu.
Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur
Skrifstofu jafnréttismála, er ekki
sammála túlkun Hrafnhildar og seg-
ir dóm Evrópudómstólsins snúast um
tilteknar, afgerandi reglur í þýzka
sambandslandinu Bremen. Dómur-
inn muni því hafa lítil áhrif hér á
landi, þar sem sértækum aðgerðum
til að bæta stöðu kvenna hafi í raun
aldrei verið framfylgt, en ákvæði eru
í jafnréttislögum um að slíkar að-
gerðir séu heimilar.
Dómur Evrópudómstólsins hefur
vakið hörð viðbrögð í Noregi og seg-
ir umboðsmaður jafnréttismála þar
í landi að breyta verði norskum jafn-
réttislögum, sem kveða á um kynja-
kvóta, verði sjálfri tilskipun ESB
ekki breytt. Lára V. Júlíusdóttir lög-
maður segir að í Noregi sé víðtæk
löggjöf um kynjakvóta og því sé
sennilegt að dómur Evrópudómstóls-
ins hafi mun meiri áhrif í Noregi
en hér á landi. Lára segist telja dóm-
inn ákveðið bakslag fyrir jafnréttis-
baráttu á evrópskum vettvangi.
■ Áhrif á íslenzka/32
Reyndi að stela úr Landsbankanum í Háaleiti
Stöðvaður
á flótta með
fenginn
ÞRJÁTÍU og fjögurra ára Reyk-
víkingur reyndi í gær að stela
peningum úr kassa gjaldkera í
Háaleitisútibúi Landsbankans.
Maðurinn stökk inn fyrir af-
greiðsluborð, greip nokkra tugi
þúsunda króna og ætlaði að
hlaupa út, en einn viðskiptavinur
bankans stöðvaði hann. Maður-
inn, sem var óvopnaður, var
handtekinn af lögreglu.
Gunnar Stefánsson, viðskipta-
vinur bankans, áttaði sig á hvað
maðurinn var að gera og kom í
veg fyrir að honum tækist að
hlaupa út. „Ég ætlaði ekki að
láta hann sleppa og hefði gefið
honum duglegt högg ef hann
hefði ekki látið sér segjast. En
hann hætti að beijast um og við
Morgunblaðið/Júlíus
MARGRÉT Gísladóttir skrifstofustjóri og Anna Gunnarsdóttir
gjaldkeri lýsa atburðum fyrir lögreglunni.
héldum honum á gólfinu þar til
lögreglan kom,“ sagði Gunnar,
sem naut aðstoðar Sigmars Pét-
urssonar, annars viðskiptavinar,
við að halda manninum þar til
lögreglan kom á staðinn.
Þór Símon Ragnarsson, útibús-
stjóri, sagði að starfsfólkið væri
að vonum slegið eftir þessa
reynslu og því yrði tryggð áfalla-
hjálp. Hann kvað öryggiskerfi
bankans, sem beintengt er lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu,
hafa reynst vel.
■ Greip fullar/6
Ríkissjóður dæmdur í héraðsdómi til endurgreiðslu oftekins skatts
Einyrkja heim-
ilt að gjaldfæra
lífeyriskaup
Ólafur sagði mörg regn-
vatnsræsi liggja nú í Elliðaám-
ar. í fyrra varð mengunaróhapp
þegar klórblandað vatn barst
um ræsi úr Árbæjarsundlaug
og olli seiðadauða í ánum, einn-
ig hefur komið fyrir að olíu-
mengað vatn hafi borist í árnar
um slík ræsi.
Hjá Gatnamálastjóranum í
Reykjavík hafa verið gerðar
áætlanir um nokkrar leiðir til
að veija ámar mengun úr regn-
vatnsræsum. Ef allt regnvatn,
sem nú fer í ámar, verður leitt
til sjávar mun sú framkvæmd
kosta um 700 milljónir króna.
Að leiða regnvatnið einungis í
vesturál ánna, en þar er engin
laxveiði, mundi kosta um 450
milljónir. Að leiða hluta regn-
vatnsins í Fossvogsræsi mundi
kosta um 600 milljónir.
Eins var kannað að setja upp
sandföng og fitugildrar við
regnvatnsútrásimar til að
draga úr mengunarhættu. Slík-
ar gildrar eru ekki fullkomnar,
en geta varnað olíumengun.
Ákvörðun um hvaða kostur
verður valinn verður væntan-
lega tekin að rannsóknunum
loknum.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt ríkissjóð til að endurgreiða
eiganda verkfræðiskrifstofu í .Hafn-
arfirði oftekinn skatt ásamt drátt-
arvöxtum og hefur ógilt úrskurð
yfirskattanefndar í máli mannsins.
Jafnframt viðurkennir dómurinn
rétt mannsins til að gjaldfæra á
skattframtali fyrir árið 1992 eigin
lífeyriskaup eins og maðurinn gerði
dómkröfu um.
Stefnandi, sem rekur verkfræði-
skrifstofuna i eigin nafni, taldi til
frádráttar tekjum á skattframtali
6% framlag atvinnurekanda til líf-
eyrissjóða, annars vegar vegna
starfsmanna á skrifstofunni og hins
vegar 6/io af iðgjaldaframlagi sjálf-
stætt starfandi sjóðsfélaga skv. ið-
gjaldatöflu Lífeyrissjóðs Verkfræð-
ingafélagsins.
Skattstjóri Reykjanesumdæmis
gerði hins vegar breytingu á fram-
tali mannsins og hækkaði tekjur
mannsins með þeirri skýringu, að
6/io iðgjalds til lífeyrissjóðs teldust
ekki vera til öflunar tekna. Stefn-
andi kærði ákvörðunina til skatt-
stjóra sem hafnaði henni og stað-
festi yfirskattanefnd þann úrskurð.
Maðurinn byggði dómkröfur sín-
ar m.a. á því að í gildandi skattalög-
um væri beinlínis kveðið á um það,
að iðgjöld til lífeyrissjóða megi
draga frá tekjum manna, sem stafi
frá atvinnurekstri eða sjálfstæðri
starfsemi. Framkvæmd skattyfir-
valda hafi hins vegar verið sú, að
viðurkenna atvinnurekstrarframlög
iðgjalda til lífeyrissjóða, þ.á m. til-
lag vegna eigenda, ef atvinnurekst-
urinn væri í formi hlutafclags, sam-
vinnufélags, skráðs sameignarfé-
lags og samlagsfélags. Hins vegar
hefði ekki verið fallist á að draga
mætti atvinnurekstrartillagið frá
tekjum ef um einyrkja í hópi sjálf-
stætt starfandi manna væri að
ræða.
Lögmaður ríkissjóðs benti m.a. á
í málsvörn sinni, að legið hafi fyrir,
að gjaldfært tillag í lífeyrissjóð hafi
eingöngu verið vegna lífeyriskaupa
kæranda sjálfs. Umræddur kostn-
aður teldist því ekki til öflunar
tekna í sjálfstæðri starfsemi manns-
ins. Það sé meginregla skattalaga,
að einkakostnað megi ekki draga
frá í atvinnurekstri. Einnig hafnaði
veijandi því að um mismunun milli
rekstrarforma væri að ræða.
Dómurinn féllst á meginkröfur
stefnandans og í forsendum dóms-
ins segir m.a. að stefnanda beri
skv. lögum sem atvinnurekanda að
halda eftir mótframlagi fyrirtækis-
ins vegna eigin lífeyrisgreiðslna,
eins og væri hann óskyldur eða
ótengdur starfsmaður fyrirtækis-
ins. Þá er bent á að skýrt sé tekið
fram í lögum að vinnuframlag at-
vinnurekanda sé sambærilegt
vinnuframlagi óháðs launþega í
skattalegu tilliti, og beri jafnframt
að skýra lögin svo, þar sem annað
sé ekki sérstaklega tekið fram, að
atvinnurekendaframlag í eigin líf-
eyrissjóð falli undir rekstrarkostn-
að.
Féllst dómurinn ekki á að greiðsl-
ur þessar teldust til einkaneyslu
stefnanda og bent er á að hann
hefði ekki sjálfval um hvernig þess-
um fjármunum skuli varið og verði
að telja, að framlag þetta falli und-
ir nauðsynlegan og óhjákvæmileg-
an kostnað hans sem atvinnurek-
anda í því skyni að afla teknanna.