Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ "V ichtlcikei: 36EXTRA-SEITEN FUR GENIESSER STtRN tctfti ScebodorinEuropa: WOISTDASMEÍR MOCH SflUBER? SFí __ janBsyS MEÐ Charles Evans á frumsýningu í New York. Charles var bróðir hins þekkta kvikmyndaframleið: anda Bob Evans sem m.a. framleiddi Guðföðurinn. í bókinni lýsir Maria stormasömu ástarsambandi sínu JARDIN des Modes vorið 1962: Fyrsta forsíðumyndin sem birtist af Maríu. - Hvað myndir þú segja, ef þú værir ekki dóttir okkar? - Mamma mín, ef svo væri, þá veit ég að ég er komin til bestu foreldra í heimi, svara ég með tár- in í augunum. Mamma horfir alvarleg á mig. Segir loks: - Þú ert ekki fædd af okkur. Og heimurinn splundrast. I rústum veraldarinnar, innan um sprengjubrotin, komu spurn- ingarnar hver af annarri: Ef for- eldrar mínir voru ekki foreldrar mínir, hvers vegna var ég þá hjá þeim? Og hver voru þau í raun og veru? Hver var mamma mín? Hver var pabbi minn? Af hveiju hafði mér ekki verið sagt þetta fyrr? Hafði ég ekki allt- af verið alin upp með það að leiðar- ljósi að segja satt og rétt frá?“ Óskastund í skugga frumbernskunnar Hið hraða líf fyrirsætunnar í Evrópu, Bandaríkjunum og um víða veröld, bauð ekki upp á langvarandi til- finningasambönd. Einkalíf Maríu var að mestu í stöðugu upp- námi. í Bandaríkjunum kynntist hún bandaríska blaðamanninum Luis Carlos Dom- inques. Það var stóra ástin í lífi hennar. Hér lýsir María kvöldinu þegar Luis bað hennar: „Það kæmi enginn í stað Luis. Eg vissi það frá upphafi og ég vissi það þetta kvöld þegar hann tók hönd mína og bar upp bónorð- ið. Ég vissi það á þeim sekúndu- brotum sem hann beið svarsins, að þetta var óskastundin. Hin óvænta og fyrirvaralausa óska- stund. Einmitt þess vegna fann ég svo glöggt vamarleysi mitt. Fælnin frá frumbemskunni reis í öllum sínum styrk upp úr sálardjúpinu. - Ef ég giftist Luis, er ég búin að skrifa upp á samning fyrir Guði og mönnum að standa við hlið hans ævilangt, hugsaði ég með sjálfri mér. Er ég nógu góð til að vera eiginkona? Mun ég standa undir væntingum Luis? Hvað ef ég risi ekki undir ábyrgðinni? Hvað ef hann fær leið á mér? Ef hann verður vonsvikinn og fer frá mér? Hvar stend ég þá? Þess[ hugsun var auðvitað rök- leysa. Ég hafði aldrei reynt Luis að neinu öðru en tryggð og trausti. Hann var ekki tvöfaldur í roðinu. Hann myndi aldrei svíkja mig. Hann var heiðarleikinn upp- málaður. Samt komst aðeins eitt að í höfði mínu á þessu andartaki: Giftingin myndi fanga mig í snöru. Ég hafði alltaf staðið upp og geng- ið út úr samböndum ef þau ofbuðu mér eða ég var orðin leið á elsk- huganum. Giftingin myndi skerða það frelsi mitt. Ég hafði alltaf staðið við alla samninga. Frá blautu bamsbeini hafði mér verið innrætt að treysta Guði og standa við skuldbindingar. Ég yrði að standa við sáttmálann þótt Luis rifti honum. Ég stæði berskjölduð gagnvart Guði. Hve oft síðar hef ég ekki ígmndað þessa brengluðu hugsun mína? Hve oft hef ég ekki velt fyrir mér þessari fælni í hjarta mínu? Hve oft hef ég ekki hugsað um litla barnið í mér sem missti móður sína forðum? Um móðurina sem yfirgaf bamið fimmtán mán- aða, gekk út úr lífi þess? Bamið sem teygði máttvana hendur sínar eftir móðurinni sem gufaði upp og hvarf. Barnið sem með tímanum varð kona. Kona sem alltaf varð fyrri til að yfirgefa ástvininn. Aldrei aftur skyldi ég yfírgefin á nýjan leik. Þótt það kostaði mig lífshamingjuna.“ Afskræmdar tilfinningar María varð fyrir hrottafenginni árás í stórhýsi í New York 1976 sem hún lýsir ýtarlega í bókinni. Atburður þessi varpaði skugga á líf hennar í mörg ár á eftir og átti hún í mikl- um erfiðleikum með að umgangast fólk eftir árásina. Hún þorði varla út úr húsi. Hér segir María frá því hve skadd- að ástarlíf hennar var orðið: „Ég hafði misst áhugann á kyn- lífi. Mér bauð við tilhugsuninni, þótt stundum fylltist ég eftirsjá; ég mundi eftir gleðinni, snerting- unni, unaðinum, kraftinum. Og reiðin tók yfirhöndina; stjórnlaus bræðin gagnvart ofbeldismannin- um sem hafði rænt mig gleði kyn- lífsins. Nauðgunin hafði verið árás innan frá; kynfæri hans höfðu brotið sálu mína. Ég hafði breyst. Síðar, þegar ég vildi komast að því hve breytt ég var, hve skemmd ég var gagnvart karlmönnum, rann upp fyrir mér að allt sem áður hafði verið eðlilegt, hafði afskræmst og snúist í andhverfu sína. Ég gerði tilraunir á karl- mönnum. Ég varð að leita svara; gat ég enn notið ásta? Ég valdi vini mína; menn sem höfðu lengi gengið á eftir mér og ég treysti. í fyrsta skipti sem ég naut líkamlegra ásta eftir árásina, gaf ég karlmanninum ekkert tækifæri. Ég stjórnaði honum stanslaust alla nóttina, tók allt frumkvæði, varð honum aldrei undirgefin eitt andar- tak. Þegar hann kvaddi mig um morguninn, út- keyrður en sæll, hafði hann orð á því, að því- líka ástarnótt hefði hann aldrei upplifað áður. Ég brosti lítillega og lokaði útidyrunum á eftir honum. Síðan gekk ég inn í svefnher- bergið, þreif öll sængurfötin af rúminu, reif þau í litlar tætlur og tróð ofan í sorptunnuna." Hið veika óp á hjálp „Uppgjöfin jókst með degi hveijum. Ég hugsaði um sjálfsvíg en ýtti hugsuninni alltaf frá mér á þeirri forsendu að ég gæti ekki gert mömmu það að svipta mig lífi. t dag er ég sannfærð um, að tilvist mömmu bjargaði lífi mínu á þess- um tíma. I-Iefði hún ekki verið á lífi, hefði ég tekið mitt eigið líf. Mamma vissi aldrei, að hún ein hélt í mér líftórunni. Það var á móti sannfæringu minni að gefast upp; að fyrirfara mér. Ég hef alltaf borið mikla og djúpa virðingu fyrir lífinu. Allt frá því að ég var lítil stúlka í Djúpu- vík og bar særða fugla heim til mömmu í von um að hún myndi bjarga lífi þeirra, lækna þá uns þeir gætu hraustir tekið flugið að nýju, hef ég trúað því að lífið sé hafið yfir dauðann. En á þessum tíma í New York við Charles. hafði ég misst vonina. Eina hálm- stráið var mamma. Hún sem gaf fuglum æsku minnar lífsvon að nýju. Hugsunin um sjálfsvíg sleppti Ég gerði tilraunir á karl- mönnum Aldrei aftur skyldi ég yfirgefin á nýjan leik UM ÁRABIL prýddi María fors- íður helstu stórblaða heims. I bókinni lýsir hún því þegar forsíðumynd á þýska timaritið Stern var tekin á Jamaíku árið 1970. samt ekki taki af mér. Sjálfsvígið var ekki aðeins tilhugsun um dauða, heldur veikt óp um hjálp. Að einhver myndi bjarga mér úr klóm dauðans, úr greipum ör- væntingar og angistar. Ég hugleiddi leiðir til að deyja. Henda mér niður af Empire State byggingunni? Nei, ég gat ekki hugsað mér slíkan dauðdaga. Kaupa mér byssu og skjóta mig í hausinn? Nei, alltof sóðalegt, blóðugar heilaslettur út um alla íbúð. Taka svefnlyf? Já. Skera mig á púls? Já. Kvöld eitt læt ég heitt vatn 'renna í baðið. Ég skrúfa lokið af valíumglas- inu, hvolfi úr innihaldinu á nátt- borðið, skelli í mig afganginum úr viskíglasinu. Helli aftur í glas- ið. Ég er búin með hálfa flösku. Gott. Baðið er orðið fullt. Ég geng óstyrkum fótum fram á bað og skrúfa fyrir kranana. Heit gufan streymir upp úr karinu og móða sest á speglana. Ég geng aftur fram, tek töflurnar í lófann. Hvað skyldu þær vera margar? Þijátíu? Fjörutíu? Fyrsti skammturinn fer upp í munninn. Skola þeim niður með viskíi. Helli aftur úr flösk- unni í glasið. Geng með viskíflösk- una, glasið og pillurnar í hendinni inn á baðið. Sloppurinn fellur í gólfið. Ég stíg ofan í heitt baðið, finn hlýju vatnsins, halla mér með lágri stunu aftur í baðkerið. Gleypi afganginn af töflunum. Skola þeim niður með áfenginu." Velkomin til raunveruleikans Eftir ævintýraleg fimmtán ár á toppnum fór að halla verulega undan fæti hjá ofurfyrirsætunni Mariu Gudy sem prýtt hafði fors- íður allra helstu tískublaða heims. í bókinni segir María ýtarlega frá tómleikanum og miskunnarleys- inu sem við blasir þegar stunda- glas fyrirsætunnar hefur runnið út: „Ég var óhamingjusöm og týnd. Líf mitt varð æ tilgangslausara. Mig langaði til að æpa. Æpa á hjálp. En ég kunni ekki að æpa. Þess í stað beit ég á jaxlinn og hélt áfram. Atvinnumanneskjan dró vagninn sinn eftir vegi tísku og auglýsinga, vagn sem hökti æ meir. Ég kastaði upp á morgnana. Hljóp upp^ í rauðum ofnæmis- flekkjum. Ég sá engan tilgang í að fara á fætur, mála á mig and- lit, heimsækja hugsanlega við- skiptavini eða stilla mér upp fyrir framan bjarta og heita lampana, reiðubúin að skapa nýja ímynd. Nýja ímynd? Það var engin ný ímynd eftir. í starfi mínu ríkti leiðinn einn. Ég fór að sleppa úr vinnu, afboða mig, hafna tilboð- um. - Allt í lagi, sagði Eileen [Ford]. Ef þú ert þreytt á vinnunni, þá þú um það. En mundu að vinnan verður fyrr þreytt á þér. Ef þú mætir ekki, hendir þú sjálfri þér sjálfkrafa út úr bransanum. Svo einfalt er það. Svo einfalt er það. Meðan þú ert stjarna á himni tískunnar, snúast allir í kringum þig. Þegar þú slokknar, oft á einni nóttu, er enginn eftir. Allir horfn- ir. ,When you’re hot, you’re hot. When you’re not - you’re not,“ segja þeir í Ameríku. Svo einfalt er það. Ég vissi, að tími minn var á þrotum. Tímabil mitt sem toppfyr- irsætu var liðið. Mín beið aðeins eitt: Færri tilboð, verr launuð vinna, verðlistaauglýsingar og annað hark og loks höfnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.