Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gísli Snær Erlingsson Riddarar í Reykjavík REGLA rauða drekans á götum Reykjavíkur. Andrés örn (Hjörleifur Björnsson), Benjamín dúfa (Sturla Sighvatsson), Róland dreki (Gunnar Atli Cauthery) og Baldur hvíti (Sigfús Sturluson). Regla rauða drekans eftir Guðna Einorsson KVIKMYNDIN Benjamín dúfa verð- ur frumsýnd næstkomandi fimmtu- dag, 9. nóvember. Myndin er gerð eftir samnefndri verðlaunasögu Friðriks Erlingssonar. Sagan segir frá fjórum drengjum, 10-12 ára gömlum, sem stofna Reglu rauða drekans til að berjast gegn óréttlæt- inu í hverfinu sínu. Þessi riddara- regla notast við trésverð og heimatil- búna skildi. Það koma brestir I bræðralag reglunnar og einum ridd- aranum er útskúfað. Hann fyllist hefndarhug og stofnar riddararegl- una Svörtu fjöðrina til að herja á fyrrverandi reglubræður sína. Það dregur til uppgjörs á milli riddara- reglnanna og ævintýrið breytist í martröð. Benjamín dúfa er þroska- saga og á að höfða til áhorfenda á öllum aldri. Friðrik Erlingsson skrif- aði handrit myndarinnar, Gísli Snær Erlingsson er leiksljóri og Baldur Hrafnkell Jónsson framleiðandi. AIMDRES ORINJ „Ég hlakka til“ HJORLEIFUR Björnsson leik- ur riddarann Andrés örn í kvikmyndinni um Benjamín dúfu. Morgunblaðið/Þorkell HJÖRLEIFUR Björnsson fer með hlutverk Andrésar amar. Hjörleifur er 12 ára gamall og býr í Reykja- vík. Hann hefur verið í leiklist í Hvassaleitisskóla og tekið þar þátt í skólaleikritum. Hjörleifur fór einn- ig með lítið hlutverk í kvikmyndinni Skýjahöllinni. Hjörleifur segir leikferil sinn hafa byrjað með því að félagar hans drógu hann í leiklistartíma hjá Sig- ríði Hannesdóttur í skólanum. Hann var ekki mjög áhugasamur til að byija með, en nú er leiklistin hans helsta áhúgamál. Tildrög þess að hann fékk hlut- verk f Benjamín dúfu voru þau að leiklistarkennarinn hans var spurð- ur um drengi til að fara í prufutöku vegna myndarinnar. Sigríður benti meðal annars á Hjörleif. Hann var síðan kallaður í prufutöku og valinn í eitt af aðalhlutverkunum. Hjörleif- ur segir að Sigríður hafi verið sér mjög hjálpleg. Hún vann við töku myndarinnar og var drengjunum innan handar þegar tökur fóru fram. Gott hlutverk „Eg hefði ekki getað ímyndað mér betra hlutverk en að leika Andrés örn,“ sagði Hjörleifur. „Andrés er vænsti strákur en skipt- ir um riddarareglu vegna smá ágreinings við hina strákana. Andr- és örn er tapsár og skapstór. Ef hann vinnur ekki vill hann gjarnan fara í fýlu,“ segir Hjörleifur. „Fjöl- skylda hans er kannski ekkert ægi- lega skemmtileg. Mér fannst erfitt að túlka þessa persónu. Það sem hjálpaði mér var að við erum svolít- ið líkir." - Ert þú tapsár? „Já, frekar. En ég veit ekki hvort ég er svo skapstór. Ég ver mig þegar ég þarf þess, ég held að ég sé ósköp venjulegur hvað skapið varðar. Annars er annarra að dæma um það.“ Það voru liðnir nærri þrír mánuð- ir af skólanum þegar Hjörleifur byrjaði í skólanum eftir að tökum á kvikmyndinni lauk. Hann þurfti því að leggja að sér við námið en var ekki nema rúman mánuð að ná upp því sem hann missti úr. - Hlakkarðu til að sjá myndina? „Já, ég hlakka ofboðslega til. Ég er spenntur því ég hef aldrei leikið aðalhlutverk í neinu. Það verður gaman að sjá hvernig myndin kem- ur út.“ Hjörleifur fékk að sjá hluta úr myndinni á myndbandi sem sent var erlendum aðstandendum henn- ar. Honum þótti skrýtið að sjá sig og heyra í sjónvarpi. Mikill leiklistaráhugi „Ég held að ieiklist sé eitt af stærstu áhugamálum mínum. Mig langar að verða leikari, en það fer allt eftir myndunum og hvort menn vilja mig.“ Önnur áhugamál Hjör- leifs eru að fara á diskótek, hand- bolti, fótbolti og körfubolti. Tvær síðasttöldu greinarnar æfír hann með_ Val. „Ég held að lokaatriðið í Benjam- ín dúfu sé eftirminnilegast. Það var bæði skemmtilegt og kalt. Slökkvi- liðið var látið sprauta yfír okkur vatni sem átti að vera rigning. Maður átti að vera að leika í því og það var ekkert auðvelt.“ Annað eftirminnilegt er lokahófið sem haldið var þegar tökum var lokið. ROLAND DREKI „Gegn ranglætinu með réttlæti“ GUNNAR Atli Cauthery fer með hlutverk Rólands dreka í Benjam- ín dúfu. Gunnar er 14 ára gamall og hefur töluverða leikreynslu þrátt fyrir ungan aldur. Frá þvi að tökum á Benjamín dúfu lauk í fyrrahaust hefur Gunnar leikið aðalhlutverk í sex þátta sjónvarps- mynd fyrir BBC, The Demon He- admaster eða Skrattans skóla- sljórinn, eftir sögu Gillian Cross. Hann fór einnig með stórt hlut- verk í einum þætti BBC úr þátta- röðinni Just WiIIiam, eða Ja, hann Villi'. eftir sögu Richmal Cromp- ton. Nýlega voru teknir upp 24 þættir af Disney Club þar sem Gunnar Atli er aðalkynnir. Þessir þættir eru sýndir á sunnudags- morgnum á ITV sjónvarpsstöð- inni. Gunnar Atli hefur tekið þátt í mörgum sviðsuppfærslum, bæði leikritum og söngleikjum. Hann hefur stundað nám í söng og píanóleik og hlotið margar viður- kenningar fyrir söng. Gunnar Atli er fæddur og upp- alinn í Englandi, sonur Bjargar Arnadóttur og Andrews Caut- hery. Móðurforeldrar hans eru Árni heitinn Björnsson tónskáld og Helga Þorsteinsdóttir. Gunnar Atli á eldri bróður, Davíð Harald, sem er 19 ára. Gunnari Atla finnst hann jafn mikill Islendingur og Englending- ur. „Ég kem alltaf heim til Islands á sumrin. Ég reyni að tala eins mikla íslensku og hægt er heima. Hún er að sjálfsögðu ekki rosalega góð hjá mér,“ sagði Gunnar Atli af mikilli hæversku þvi hann talar ágæta íslensku. „Mér þykir alltaf gott að koma hingað og líður eins og ég hafi aldrei farið. Mér finnst ég bæði eiga heima hér og í Eng- landi.“ Varð meiriháttar glaður Gunnar Atli segir leik sinn í Benjamín dúfu þannig til kominn að móðir hans sá í febrúar 1994 auglýst eftir leikurum í myndina. Tökur áttu að hefjast í ágúst í fyrra. Gunnar sendi inn umsókn og umbeðið myndband þar sem hann las texta og söng. Lengi vel barst ekkert svar, en Gunnar Atli gerði sér þó von um að fá auka- hlutverk. „í ágúst var ég í Leeds að leika. Þá hringdi mamma og sagði að mér væri boðið eitt af aðalhlutverkunum. Ég varð yfir mig hissa og meiriháttar glaður," segir Gunnar Atli. Hann þurfti að fá leyfi úr skóla í Englandi því myndin var tekin frá því í septem- ber og fram í nóvember í fyrra. Þegar talið berst að glæsilegum ferli þessa unga leikara segist Gunnar Atli hafa verið mjög hepp- inn. Hann langar að gera leiklist- ina að ævistarfi þótt um sinn verði hann að halda sig til hlés í þeim efnum. Nú er Gunnar Atli að búa sig undir að Ijúka því sem jafna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.